Fótbolti

Fréttamynd

Guð­björg á förum frá Djurgården

Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir er á förum frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Guðbjörg tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Versta byrjun Barcelona í 17 ár

Spænska stórveldið Barcelona er aðeins með 25 stig þegar 15 umferðir eru búnar í spænsku úrvalsdeildinni. Er það versti árangur liðsins síðan tímabilið 2003/2004.

Fótbolti
Fréttamynd

Engir á­horf­endur leyfðir í Liver­pool-borg

Ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Everton munu ekki geta fengið áhorfendur á leiki sína á næstunni eftir að Liverpool-borg var færð niður í „Tier 3.“ Það þýðir að engir áhorfendur eru leyfðir á íþróttaviðburði.

Enski boltinn
Fréttamynd

Real missteig sig á Alicante

Real Madrid náði einungis í eitt stig á Alicante er liðið gerði 1-1 jafntefli við Elche á útivelli í sextándu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Elísabet þjálfari ársins

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni

Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Costa fær að yfir­gefa Atlético

Atlético Madrid samþykkti í dag að rifta samningi framherjans Diego Costa. Samningurinn átti að renna út næsta sumar en verður nú rift svo Costa geti fundið sér nýtt lið er janúarglugginn opnar.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG stað­festir brott­rekstur Tuchel

Franska knattspyrnuliðið Paris Saint-Germain hefur loks staðfest brottrekstur sinn Thomas Tuchel, þýska þjálfara liðsins, sem var rekinn á dögunum eftir tvö og hálft ár við stjórnvölin.

Fótbolti
Fréttamynd

Alaba gæti leyst Ramos af hólmi hjá Real

Samkvæmt heimildum The Athletic er Real Madrid næsti áfangastaður David Alaba. Gæti farið svo að hinn fjölhæfi Austurríkismaður myndi leysa fyrirliðann og goðsögnina Sergio Ramos af hólmi.

Fótbolti