Körfubolti

Fréttamynd

Mynda­sería úr seinni bikarslag dagsins

Keflvíkingar lyftu tveimur bikarmeistaratitlum í Laugardalshöllinni í dag. Fyrst var það karlaliðið sem lagði Tindastól í sveiflukenndum leik og svo fylgdi kvennaliðið á eftir og lagði Þór frá Akureyri nokkuð örugglega.

Körfubolti
Fréttamynd

Opinn fyrir öllu á Ís­landi

Körfu­bolta­þjálfarinn Baldur Þór Ragnars­son, sem starfar sem þjálfari hjá þýska liðinu Ratiop­harm í Ulm, segir endur­komu í ís­lenska boltann klár­lega vera val­mögu­leika fyrir sig. Baldur hefur verið orðaður við þjálfara­stöður hjá nokkrum ís­lenskum liðum undan­farið.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun, myndir og við­töl: Grinda­vík - Valur 98-67 | Grind­víkingar rassskelltu toppliðið

Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Rétta úr kynjahlutfallinu á Álfta­nesi

Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson og unnusta hans Sara Dögg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur eiga von á sínu þriðja barni. Parið tilkynnti í einlægri færslu á Instgram að von væri á dreng. 

Lífið
Fréttamynd

Luka-laust Dallas gætið endað í um­spili

Oklahoma City Thunder lagði Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Dallas – líkt og Phoenix Suns – eru við það að falla niður í umspilssæti Vesturdeildar ef Los Angeles Lakers og Golden State Warriors girða sig í brók.

Körfubolti
Fréttamynd

Klaufa­legar staf­setningar­villur á Kobe-styttunni

Los Angeles Lakers heiðraði Kobe Bryant heitinn í síðasta mánuði með því að afhjúpa styttu af honum í treyju númer átta er hann gekk af velli eftir að skora 81 stig gegn Toronto Raptors árið 2006. Neðst á styttunni má finna stigayfirlit frá þessum fræga leik en þar má því miður finna nokkrar heldur klaufalegar stafsetningarvillur.

Körfubolti
Fréttamynd

Ó­heppnin eltir Hauk Helga

Körfuboltamaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur verið frá keppni síðustu vikur vegna meiðsla en stefnir á endurkomu í Subway-deildinni.

Sport
Fréttamynd

Martin skilaði sínu í naumum sigri

Alba Berlín vann eins stigs sigur á Rostock Seawolves í efstu deild karla í þýska körfuboltanum, lokatölur 76-75. Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson skilaði sínu í liði Berlínar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Verður ekki aftur snúið“

Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið.

Sport
Fréttamynd

Martin og Jón Axel skapandi á Spáni

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín urðu að sætta sig við enn eitt tapið í EuroLeague, sterkustu deildakeppni Evrópu, í kvöld. Þeir mættu Baskonia á Spáni og töpuðu 88-71. Jón Axel Guðmundsson spilaði einnig á Spáni í kvöld og fagnaði sigri.

Körfubolti
Fréttamynd

Tryggvi í plús en allir hinir í mínus

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao urðu að sætta sig við nítján stiga tap gegn Legia Varsjá, 83-64, á útivelli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikars FIBA í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Sonur Martins sló í gegn

Óhætt er að segja að sonur íslenska landsliðsmannsins í körfubolta, Martins Hermannssonar leikmanns Alba Berlin í Þýskalandi hafi slegið í gegn á æfingu liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már öflugur í tapi

Elvar Már Friðriksson og félagar í PAOK máttu þola 11 stiga tap gegn AEK í grísku úrvalsdeild karla í körfubolta í dag. Elvar Már átt að venju góðan leik sóknarlega.

Körfubolti
Fréttamynd

Segir Guar­diola besta þjálfara heims

Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, er mikill knattspyrnuaðdáandi en hann horfir mikið upp til Pep Guardiola og nýtir sér hugmyndafræði Spánverjans þó svo að lið hans spili í NBA-deildinni í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þurfum að þora og þora að vera til“

Haukar glímdu við þriðja Suðurnesjaliðið í kvöld þegar liðið tók á móti Njarðvík í miklum spennuleik. Öfugt við síðustu tvo leiki þá kláruðu Haukar þennan jafna leik að lokum, lokatölur á Ásvöllum 88-78.

Körfubolti