Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Sýndi ungur afburðagáfur

Kári Jónsson er búinn að semja við spænska stórliðið Barcelona. Hann mun leika með B-liði félagsins. Finnur Freyr Stefánsson þjálfaði Kára í yngri landsliðum Íslands og þekkir vel til Hafnfirðingsins knáa.

Körfubolti
Fréttamynd

Aftur grátlegt tap á móti Búlgörum og vonin mjög veik

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er í vondum málum í sínum riðli í undankeppni HM eftir tveggja stiga tap í útileik á móti Búlgaríu í æsispennandi leik í dag. Búlgarir unnu með tveimur stigum í kvöld, 88-86, og unnu fyrri leikinn í Laugardalshöllinni með þremur stigum, 77-74.

Körfubolti
Fréttamynd

Einn mesti nagli sem ég hef þjálfað

Bob McKillop, þjálfari körfuboltaliðs Davidson háskólans, var aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði hér á landi um helgina. Hann hefur þjálfað Jón Axel Guðmundsson síðustu tvö ár og ber honum vel söguna.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob atkvæðamikill í tapi Borås

Jakob Örn Sigurðarson var á meðal stigahæstu manna í liði Borås sem tapaði fyrir Jämtland í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Ólafur Helgi til Njarðvíkur

Ólafur Helgi Jónsson er genginn til liðs við Njarðvík en körfuknattleiksdeild félagsins staðfesti það fyrr í dag en hann skrifaði undir þriggja ára samning.

Körfubolti
Fréttamynd

Ryan Taylor í þriggja leikja bann

Ryan Taylor, leikmaður ÍR, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann eftir að hafa gefið Hlyni Bæringssyni þungt höfuðhögg í leik ÍR og Stjörnunnar í vikunni en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi í málinu í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Danielle með stórleik í sigri Stjörnunnar

Stjarnan fór með sigur af hólmi gegn Njarðvík í Dominos deild kvenna í kvöld en Danielle Victoria Rodriguez skoraði hvorki meira né minna en 46 stig í leiknum, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.

Körfubolti