Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Þriðji Ólympíumeistaratitill Dana

Ólympíuleikunum í Aþenu lýkur í kvöld. Í morgun unnu Danir gullið í handboltakeppni kvenna. Danir unnu Suður-Kóreu í vítakeppni eftir að tvíframlengdum leik hafði lokið 34-34.

Sport
Fréttamynd

Enn ein rós í hnappagat Króata

Heimsmeistarar Króata bættu annarri rós í hnappagatið í gær þegar þeir unnu Þjóðverja, 26-24, í leik um gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í Aþenu.

Sport
Fréttamynd

Argentínumenn unnu gullið

Carlos Tevez skoraði eina mark úrslitaleiksins í knattspyrnu karla á Ólympíuleikunum í Aþenu og tryggði Argentínumenn sitt fyrsta knattspyrnugull í sögu knattspyrnukeppninnar á Ólympíuleikunum og fyrstu gullverðlaun þjóðarinnar í 52 ár. Argentínumenn unnu nágranna sína í Pargvæ í úrslitaleiknum, 1-0.

Sport
Fréttamynd

Kelly Holmes vann annað gull

Kelly Holmes setti landsmet og varð aðeins þriðja konan í sögu Ólympíuleikanna til að vinna bæði millivegarhlaupin þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 1500 metra hlaupi í Aþenu í gær. Holmes vann 800 metra hlaupið á mánudaginn og bætti nú sigri í 1500 metra hlaupinu við.

Sport
Fréttamynd

Bandaríkin enn með flest verðlaun

Í byrjun næst síðasta keppnisdags Ólympíuleikanna hafa Bandaríkjamenn unnið 29 gullverðlaun. Kínverjar eru einu gulli á eftir þeim en Rússar og Ástralar hafa unnið 17 gullverðlaun á leikunum.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta ólympíugullið í 52 ár

Argentínumenn urðu í gær ólympíumeistarar í karlafótbolta þegar þeir lögðu Paragvæja í úrslitaleiknum með einu marki gegn engu. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Argentínumanna á Ólympíuleikum síðan 1952 eða í meira en hálfa öld. Ítalir tóku svo bronsið með því að leggja spútniklið Íraka að velli með einu marki gegn engu.

Sport
Fréttamynd

Argentína - Ítalía í úrslitum

Argentínumenn mæta Ítölum í úrslitaleik í körfubolta karla á Ólympíuleikunum í Aþenu. Argentínumenn sigruðu Bandaríkjamenn í gær, 89-81, þar sem David Ginobili skoraði 29 stig. Ítalir unnu Litháa 100-91. Gianluca Basile var stigahæstur í ítalska liðinu með 31 stig.

Sport
Fréttamynd

Bandaríska sveitin datt út

Óvænt úrslit urðu í 4x100 metra boðhlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í gær. Fyrirfram var bandaríska sveitin talin örugg með gullverðlaunin en Marion Jones mistókst að koma boðkeflinu áfram til Lauryn Williams sem varð til þess að sveitin lauk ekki keppni. Sveit Jamaíka kom fyrst í mark á undan Rússum og Frökkum.

Sport
Fréttamynd

Slæmir leikar fyrir Marion Jones

Föstudagurinn átti að vera dagurinn hennar Marion Jones en þá keppti þessi fræga og vinsæla bandaríska frjálsíþróttakona bæði í langstökki og boðhlaupi.

Sport
Fréttamynd

Powell hætti við að fara til Aþenu

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirvaralaust hætt við ferð til Aþenu þar sem hann ætlaði að sitja lokahátíð Ólympíuleikanna. Andstæðingar stríðsreksturs virðast hafa skotið honum skelk í bringu.

Sport
Fréttamynd

Ólympíumeistarar í þriðja sinn

Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta vann gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í Aþenu með því að leggja Ástralíu 74-63 í úrslitaleiknum í dag. Staðan var jöfn, 50-50, þegar lítið var eftir af þriðja leikhluta en þá hrökk bandaríska liðið í gang og skoraði ellefu stig gegn aðeins einu stigi áströlsku stúlknanna.

Sport
Fréttamynd

Eiðurmerkurrefurinn með tvö gull

Eiðurmerkurrefurinn, Hicham El Guerrouj, frá Marokkó vann 5000 metra hlaup karla í gær og varð fyrstur hlaupara í 80 ár til þess að vinna bæði 1500 metra og 5000 metra hlaup á sömu Ólympíuleikum síðan Finninni fljúgandi Paavo Nurmi afrekaði það 1924.

Sport
Fréttamynd

Brasilía mætir Ítalíu í blakinu

Brasilía og Ítalía leika til úrslita um Ólympíumeistaratitilinn í blaki karla. Heimsmeistarar Brasilíu sigruðu Bandaríkjamenn 3-0 en Ítalir lögðu Rússa að velli, einnig í þremur hrinum. Rússar og Kínverjar mætast í úrslitum í kvennaflokki.

Sport
Fréttamynd

Grikkir reiðir vegna lyfjamálsins

Grikkir fjölmenntu á úrslit 200 metra hlaupsins á Ólympíuleikunum þó svo að þeirra maður, Kostas Kenteris, væri fjarri góðu gamni vegna lyfjamisferlis.

Sport
Fréttamynd

Bandaríkjamann með flest verðlaun

Bandaríkjamenn hafa hlotið flest verðlaun á Ólympíuleikunum í Aþenu, 28 gullverðlaun, 31 silfurverðlaun og 24 bronsverðlaun, eða alls 83 verðlaun. Kínverjar koma næstir með alls með 54 verðlaun, þar af 25 gull, Ástralir hafa hlotið 43 verðlaun, þar af 16 gull, og Rússar 60 verðlaun, þar af 15 gullverðlaun.

Sport
Fréttamynd

Bandaríkjamenn ötulir

Bandaríkjamenn fara svo sannarlega ekki tómhentir heim af Ólympíuleikunum, ef marka má frammistöðu þeirra á fimmtudaginn þegar þeir sópuðu til sín fimm verðlaunum, nánast á einu bretti.

Sport
Fréttamynd

Skilaðu gullinu, takk!

Alþjóðafimleikasambandið hefur sent Bandaríkjamanninum Paul Hamm beiðni um að skila gullverðlaununum sem hann hlaut á Ólympíuleikunum.

Sport
Fréttamynd

Þórey Edda verður fánaberi

Ákveðið var í gær að Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari, verði fánaberi íslenska hópsins þegar gengið verður inn á ólympíuleikvanginn á lokaathöfn leikanna. Eins og flestum er enn í fersku minni náði Þórey frábærum árangri, varð í fimmta sæti í stangarstökki kvenna í fyrradag. Lokaathöfnin fer fram á sunnudagskvöld.

Sport
Fréttamynd

Argentínumenn með fullt hús á ÓL

Lið Argentínumanna í fótboltanum hefur lagt öðrum liðum línurnar með framúrskarandi leik og ef fram fer sem horfir mun fátt koma í veg fyrir sigur þess á Ólympíuleikunum. Argentína hefur skorað 16 mörk í fimm leikjum og haldið marki sínu hreinu. 

Sport
Fréttamynd

Tíu fallnir á lyfjaprófi

Yfirmenn Alþjóðaólympíusambandsins segja að ólögleg lyfjanotkun sé ekki að eyðileggja leikana í Aþenu en óvenju margir íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi. Þegar er búið að svipta tvo Ólympíumeistara gullinu vegna lyfjaneyslu og dæma átta aðra keppendur úr leik. Þrír keppendur mættu ekki í próf sem þeir höfðu verið boðaðir í.

Sport
Fréttamynd

Fyrstu verðlaun Ísraels

Ísraelsmenn unnu til fyrstu gullverðlauna sinna á Ólympíuleikum frá upphafi, þegar Gal Fridman sigraði í brimbrettakeppni á leikunum.

Sport
Fréttamynd

Ekkert lát á lyfjahneykslunum á ÓL

Lyfjahneykslin á ólympíuleikunum virðast engan endi ætla að taka. Í dag var greint frá því að Francoise Mbango Etone, frá Afríkuríkinu Kamerún, sem bar sigur úr býtum í þrístökki kvenna á ólympíuleikunum, á mánudagskvöld, hafi fallið á lyfjaprófi.

Sport
Fréttamynd

Heimsmeistararnir urðu neðstir

Riðlakeppni körfubolta karla lauk á Ólympíuleikunum í gær. Kínverjar sigruðu heimsmeistara Serba, 67-66. Serbar urðu neðstir í A-riðli og spila um 11. sætið. Þetta er versti árangur þeirra á stórmóti frá 1947 þegar Júgóslavar urðu þrettándu á Evrópumeistaramótinu.

Sport
Fréttamynd

Þórey Edda í fimmta sæti

Þórey Edda sýndi og sannaði að hún er komin í hóp allra bestu stangastökkvara í heimi.  Stökk hennar uppá 4,55 metra fleytti henni upp í fimmta sætið á Ólympíuleikunu í Aþenu. Isinbayeva frá Rússlandi setti heimsmet þegar hún stökk 4,91 metra eftir einvígi gegn löndu sinni Feofanova.

Sport
Fréttamynd

Áfall fyrir Bandaríkjamenn

Katie Smith, einn af lykilleikmönnum bandaríska kvennalandsliðsins í körfuknattleik, verður ekki meira með á Ólympíuleikunum vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Bandaríkin - Brasilía í úrslitum

Bandaríkjamenn og Brasilíumenn leika um gullið í knattspyrnukeppni kvenna á Ólympíuleikunum á fimmtudaginn. Bandarísku stúlkurnar sigruðu heimsmeistara Þjóðverja með tveimur mörkum gegn einu í framlengdum leik.

Sport