Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Dagur: Fannst margt mæla með Erlingi

Ráðning Erlings Richardssonar til þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin var staðfest í gær. Erlingur hefur náð góðum árangri með austurríska félagið Westwien og verður eftirmaður Dags Sigurðssonar í þýsku höfuðborginni frá og með næsta sumri.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur í Makedóníu

Ísland lagi Makedóníu 28-22 í síðasta leik sínum í forkeppni heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna sem fram fer í Danmörku að ári liðnu. Ísland vann alla fjóra leiki sína í forkeppninni.

Handbolti
Fréttamynd

Karen Knútsdóttir meidd

Karen Knútsdóttir sem farið hefur á kostum með íslenska kvenna landsliðinu í handbolta er tæp fyrir landsleik Íslands og Makedóníu í dag í forkeppni heimsmeistaramótsins. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Handbolti
Fréttamynd

Hverjir verða strákarnir okkar í Katar?

Fréttablaðið fór yfir það í helgarblaði sínu hvaða leikmenn eigi að skipa sextán manna landsliðshóp Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst í Katar 15. janúar næstkomandi.

Handbolti
Fréttamynd

Fékk gæsahúð þegar fyrsta markið kom

Hin sautján ára Þórey Anna Ásgeirsdóttir er rísandi stjarna í íslenska landsliðinu. Hún var ekki orðin sextán ára þegar hún hélt út til Noregs ein síns liðs þar sem hún nemur við íþróttaframhaldsskóla og spilar með liði í B-deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst: Stórkostleg frammistaða hjá Karen

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var að vonum sáttur með tíu marka sigur á Makedóníu í Laugardalshöll í kvöld, en með sigrinum gulltryggði Ísland sér sæti í umspili um sæti á HM 2015 í Danmörku.

Handbolti
Fréttamynd

Þórey: Ég bjóst við þeim betri

"Ég er mjög sátt. Við spiluðum mikið betri leik en gegn Ítalíu hérna heima. Það var mikið betri stemning og mikið betra flot á sóknarleiknum og mikið betri hraðaupphlaup,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir hægri hornmaður Íslands eftir sigurinn á Makedóníu í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Karen: Við erum mikið betri en þetta lið

"Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur. Í síðasta leik náðum við ekki að nýta vörnina með hraðaupphlaupum en við náðum því í dag og allir skiluðu sínu,“ sagði Karen Knútsdóttir leikstjórnandi Íslands sem fór mikinn þegar Ísland lagði Makedóníu í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Arna Sif: Spiluðum miklu betur saman

Arna Sif Pálsdóttir var í stóru hlutverki þegar Ísland vann tíu marka sigur, 33-23, á Makedóníu í undankeppni HM 2015, en með sigrinum gulltryggði Ísland sér sæti í umspili um sæti á HM.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar mega tapa með ellefu marka mun

Sú staða gæti komið upp í riðli Íslands í forkeppni HM 2015 að öll þrjú liðin verði jöfn að stigum að henni lokinni. Til þess þarf Makedónía að vinna Ísland tvívegis, fyrst í Laugardalshöllinni í kvöld og svo ytra á laugardaginn.

Handbolti
Fréttamynd

Ætlum að klára dæmið á heimavelli

Ísland mætir Makedóníu í forkeppni HM 2015 í kvöld. Stelpurnar okkar eru í góðri stöðu og þurfa aðeins eitt stig til að gulltryggja sæti sitt í umspilskeppninni í vor. Íslenska liðið er þó við öllu búið og reiknar með öflugum andstæðingi.

Handbolti
Fréttamynd

Arna Sif: Við eigum skilið að fara alla leið á HM

Guðjón Guðmundsson kíkti á æfingu kvennalandsliðsins í handbolta í dag og ræddi við þær Karen Knútsdóttur, fyrirliða liðsins og Örnu Sif Pálsdóttur línumann. Íslenska landsliðið mætir Makedóníu í Laugardalshöll annað kvöld og tryggir sér með sigri sæti í umspili um laust sæti á HM 2015.

Handbolti
Fréttamynd

Sunna: Sigurinn það mikilvægasta

Sunna Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta unnu það ítalska öðru sinni í undankeppni HM 2015 í Laugardalshöll í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til

Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar.

Handbolti