Múlaþing Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. Innlent 15.6.2024 16:27 Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. Innlent 15.6.2024 08:08 Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. Innlent 12.6.2024 15:08 Fjósalykt leggst yfir Seyðisfjörð Seyðfirðingar hafa verið varaðir við „sveitalykt“ sem á að leggjast yfir bæinn á næstu dögum. Héraðsverk, verktakinn í varnargörðunum, munu dreifa kúamykju yfir uppgræðslusvæðin á næstu dögum. Innlent 10.6.2024 12:17 Fannst yfirgefin tveggja daga gömul en lifir góða lífinu í dag Hálfs mánaðar gamall hreindýrskálfur er nýjasti íbúinn í Hreindýragarðinum á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Nýliðinn hefur vakið mikla lukku þrátt fyrir að mikil vinna liggi að baki því að sjá um móðurlausan kálf. Innlent 5.6.2024 15:20 Skattheimtumenn ISAVIA Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, en þá vék eldri grasflugbraut fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar nýr malbikaður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkun flugvallarins fyrir Austurland allt. Öll loforð um akbrautir og stæði hafa verið vanefnd í áraraðir. Skoðun 30.5.2024 15:00 Bílastæðagjöld á Akureyri og á Egilsstöðum Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa. Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir. Skoðun 30.5.2024 14:45 Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. Innlent 30.5.2024 11:43 Mótmæla harðlega fyrirætlun Isavia um gjaldtöku við flugvöllinn Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðarflugvöll og lýsir óánægju með vinnubrögð Isavia í málinu. Innlent 29.5.2024 12:24 Síðasti naglinn í líkkistu innanlandsflugs? Nýverið tilkynnti Isavia hf um nýtt bílastæðakerfi við flugvöll sinn á Egilsstöðum. Ekki er það svo sem í frásögur færandi að rekstraraðili flugvallarinns taki upp nýtt, og að sögn þeirra, betra kerfi en tilgangurinn með þessu kerfi er að „tryggja gestum Egilsstaðaflugvallar bætta þjonustu og betri ferðaupplifun“. Skoðun 23.5.2024 12:01 Horfir vonandi niður af himnum og sér börnin blómstra á bóndabænum Aníta Mjöll Ásgeirsdóttir og Sigfús Jörgen Oddsson eru yngstu bændur í fyrstu þáttaröðinni af Sveitarómantík á Stöð 2 en í öðrum þætti fengu áhorfendur að skyggnast inn í líf þeirra á bænum Staffelli Austurlandi. Lífið 16.5.2024 10:30 Kviknaði í bragga á Egilsstöðum Kviknað hefur í bragga í húsnæði Austurljóss á Egilsstöðum. Slökkviliðið var kallað út klukkan 11:20 og slökkvistarf enn í gangi. Innlent 12.5.2024 12:45 Norskir herrar eða íslenskir? Mér finnst umræðan um sjókvíaeldið farin að snúast um of um hvaða verðmiða við setjum á firðina okkar og hverjum við ætlum gefa þá eða selja. Ég held að að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki stofna lífríkinu í hættu, þótt búið sé að þröngva Vestfirðingum í nær ómögulega stöðu þar sem sjálfsbjargarviðleitni og rústabjörgun virðast einu valkostirnir gagnvart sjókvíunum. Skoðun 2.5.2024 13:30 Komu litlum fiskibáti til bjargar Lítill fiskibátur missti vélarafl í mynni Seyðisfjarðar í hádeginu í dag og rak hægt til suðurs. Björgunarskipið Hafbjörg í Neskaupstað var kallað út vegna málsins. Innlent 24.4.2024 16:06 Blöskrar að ekki hafi verið leitað til heimafólks Rekstrarstjóri hljóðkerfa- og ljósaleigu á Akureyri segir óeðlilegt að tæki og tól sem notuð voru á árshátíð Landsvirkjunar hafi verið keyrð austur frá Reykjavík í stað þess að þau væru leigð af aðilum á Norðurlandi. Hann segir Þóru Arnórsdóttir fara með rangt mál þegar hún fullyrði að ferðin skili nærsamfélaginu tugum milljóna. Innlent 16.4.2024 15:27 Öllum rýmingum aflétt á Austurlandi Hættustigi og rýmingum vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Rýmingar sem gripið var til á Austurlandi hafi því verið aflétt að fullu. Óvissustig vegna snjófljóðahættu er enn í gildi á Austfjörðum. Innlent 8.4.2024 15:41 Aflétta rýmingu í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Búið er að aflétta hættustigi og rýmingu í Neskaupstað. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að úrkomulítið sé orðið í Norðfirði, bloti kominn í snjóinn og að lítill snjór sé í neðri hluta hlíða. Veður 8.4.2024 09:12 Endurmeta rýmingar í fyrramálið Rýmingar á merktum svæðum á Seyðisfirði og í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu eru enn í gildi. Veðurstofa metur stöðuna að nýju í fyrramálið. Innlent 7.4.2024 21:44 Fólk á Austfjörðum sleppi því að vera á ferðinni Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi fundaði fyrir skemmstu með Veðurstofu og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu í nótt. Búið er að rýma svæði á Seyðisfirði og Neskaupstað. Innlent 6.4.2024 21:13 Rýma svæði á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur eflt til rýminga á tveimur svæðum á Seyðisfirði og einu á Neskaupstað frá klukkan tíu í kvöld vegna snjóflóðahættu. Innlent 6.4.2024 18:24 Sigurður Ingi frestar fundum Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. Innlent 3.4.2024 14:10 Bæjarstjóri Akureyrar telur þörf á göngum Ástihildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir þurfa að huga alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og á fleiri stöðum á landinu. Innlent 1.4.2024 23:28 Öxnadalsheiðin áfram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun. Innlent 1.4.2024 22:18 Íbúar á Seyðisfirði enn innilokaðir Fjarðarheiði hefur verið lokuð síðastliðna fjóra daga og íbúar Seyðisfjarðar því verið innilokuð frá því á fimmtudag. Innlent 1.4.2024 13:44 Ófært víða um land: Bændur að „drukkna í mjólk“ sem hefur ekki verið sótt síðan fyrir helgi Mjólk hefur ekki verið sótt í Engihlíð í Vopnafirði frá því fyrir helgi vegna ófærðar. Bændurnir hafa boðið fólki að sækja mjólk til að þurfa ekki að hella henni. Verði mjólkin ekki sótt á morgun þarf að hella sex daga birgðum sem yrði mikið tjón. Ófært er víða um Austurland og gular viðvaranir um allt norðanvert landið. Innlent 31.3.2024 18:26 Salvador á Djúpavogi reyndist heita Buszek og búa í Sandgerði Heimilislaus köttur sem fannst á Djúpavogi og gefið var nafnið Salvador reyndist í raun heita Buszek og eiga heimili í Sandgerði. Þaðan hvarf hann fyrir þremur árum síðan. Eigandinn segist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hún rak augun í mynd af Buszek á Facebook síðu Villikatta á Austurlandi. Lífið 17.3.2024 11:01 Jarðgöng sem gagnast Undanfarnar vikur höfum við Austfirðingar orði vitni að vakningu, sem er þvert á stefnu stjórnvalda í gangagerð og forgangsröðun þeirra í fjórðungnum. Þetta eru svo sem engin ný tíðindi vegna þess að þegar á að gera eitthvað í samgöngumálum tengdum Múlaþingi, þá finna einhverjir sig knúna að grafa undan þeim hugmyndum. Skoðun 15.3.2024 14:30 Vorboði Austurlands óvenju snemma í ár Vegurinn um Öxi var opnaður þann 8. mars og umferð hleypt um veginn. Óvenju lítill snjór var á veginum, en vegurinn hefur ekki verið opnaður svona snemma síðan 2012. Innlent 13.3.2024 10:24 Hreindýraveiðileyfi dregin út á föstudaginn Stöðugur samdráttur hefur verið í kvóta á hreindýr. Fleiri sækja um nú en í fyrra. Innlent 12.3.2024 11:55 Halda enn í vonina um loðnuvertíð Fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar eru ekki búnir að gefa upp vonina um að nægilega stórar loðnutorfur gætu fundist þennan veturinn til að heimila veiðar. Þannig er fiskiskipinu Heimaey VE enn haldið í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum til að sigla út til loðnumælinga berist sterkar vísbendingar. Viðskipti innlent 12.3.2024 10:31 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 22 ›
Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. Innlent 15.6.2024 16:27
Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. Innlent 15.6.2024 08:08
Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. Innlent 12.6.2024 15:08
Fjósalykt leggst yfir Seyðisfjörð Seyðfirðingar hafa verið varaðir við „sveitalykt“ sem á að leggjast yfir bæinn á næstu dögum. Héraðsverk, verktakinn í varnargörðunum, munu dreifa kúamykju yfir uppgræðslusvæðin á næstu dögum. Innlent 10.6.2024 12:17
Fannst yfirgefin tveggja daga gömul en lifir góða lífinu í dag Hálfs mánaðar gamall hreindýrskálfur er nýjasti íbúinn í Hreindýragarðinum á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Nýliðinn hefur vakið mikla lukku þrátt fyrir að mikil vinna liggi að baki því að sjá um móðurlausan kálf. Innlent 5.6.2024 15:20
Skattheimtumenn ISAVIA Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, en þá vék eldri grasflugbraut fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar nýr malbikaður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkun flugvallarins fyrir Austurland allt. Öll loforð um akbrautir og stæði hafa verið vanefnd í áraraðir. Skoðun 30.5.2024 15:00
Bílastæðagjöld á Akureyri og á Egilsstöðum Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa. Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir. Skoðun 30.5.2024 14:45
Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. Innlent 30.5.2024 11:43
Mótmæla harðlega fyrirætlun Isavia um gjaldtöku við flugvöllinn Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðarflugvöll og lýsir óánægju með vinnubrögð Isavia í málinu. Innlent 29.5.2024 12:24
Síðasti naglinn í líkkistu innanlandsflugs? Nýverið tilkynnti Isavia hf um nýtt bílastæðakerfi við flugvöll sinn á Egilsstöðum. Ekki er það svo sem í frásögur færandi að rekstraraðili flugvallarinns taki upp nýtt, og að sögn þeirra, betra kerfi en tilgangurinn með þessu kerfi er að „tryggja gestum Egilsstaðaflugvallar bætta þjonustu og betri ferðaupplifun“. Skoðun 23.5.2024 12:01
Horfir vonandi niður af himnum og sér börnin blómstra á bóndabænum Aníta Mjöll Ásgeirsdóttir og Sigfús Jörgen Oddsson eru yngstu bændur í fyrstu þáttaröðinni af Sveitarómantík á Stöð 2 en í öðrum þætti fengu áhorfendur að skyggnast inn í líf þeirra á bænum Staffelli Austurlandi. Lífið 16.5.2024 10:30
Kviknaði í bragga á Egilsstöðum Kviknað hefur í bragga í húsnæði Austurljóss á Egilsstöðum. Slökkviliðið var kallað út klukkan 11:20 og slökkvistarf enn í gangi. Innlent 12.5.2024 12:45
Norskir herrar eða íslenskir? Mér finnst umræðan um sjókvíaeldið farin að snúast um of um hvaða verðmiða við setjum á firðina okkar og hverjum við ætlum gefa þá eða selja. Ég held að að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki stofna lífríkinu í hættu, þótt búið sé að þröngva Vestfirðingum í nær ómögulega stöðu þar sem sjálfsbjargarviðleitni og rústabjörgun virðast einu valkostirnir gagnvart sjókvíunum. Skoðun 2.5.2024 13:30
Komu litlum fiskibáti til bjargar Lítill fiskibátur missti vélarafl í mynni Seyðisfjarðar í hádeginu í dag og rak hægt til suðurs. Björgunarskipið Hafbjörg í Neskaupstað var kallað út vegna málsins. Innlent 24.4.2024 16:06
Blöskrar að ekki hafi verið leitað til heimafólks Rekstrarstjóri hljóðkerfa- og ljósaleigu á Akureyri segir óeðlilegt að tæki og tól sem notuð voru á árshátíð Landsvirkjunar hafi verið keyrð austur frá Reykjavík í stað þess að þau væru leigð af aðilum á Norðurlandi. Hann segir Þóru Arnórsdóttir fara með rangt mál þegar hún fullyrði að ferðin skili nærsamfélaginu tugum milljóna. Innlent 16.4.2024 15:27
Öllum rýmingum aflétt á Austurlandi Hættustigi og rýmingum vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Rýmingar sem gripið var til á Austurlandi hafi því verið aflétt að fullu. Óvissustig vegna snjófljóðahættu er enn í gildi á Austfjörðum. Innlent 8.4.2024 15:41
Aflétta rýmingu í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Búið er að aflétta hættustigi og rýmingu í Neskaupstað. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að úrkomulítið sé orðið í Norðfirði, bloti kominn í snjóinn og að lítill snjór sé í neðri hluta hlíða. Veður 8.4.2024 09:12
Endurmeta rýmingar í fyrramálið Rýmingar á merktum svæðum á Seyðisfirði og í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu eru enn í gildi. Veðurstofa metur stöðuna að nýju í fyrramálið. Innlent 7.4.2024 21:44
Fólk á Austfjörðum sleppi því að vera á ferðinni Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi fundaði fyrir skemmstu með Veðurstofu og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu í nótt. Búið er að rýma svæði á Seyðisfirði og Neskaupstað. Innlent 6.4.2024 21:13
Rýma svæði á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur eflt til rýminga á tveimur svæðum á Seyðisfirði og einu á Neskaupstað frá klukkan tíu í kvöld vegna snjóflóðahættu. Innlent 6.4.2024 18:24
Sigurður Ingi frestar fundum Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. Innlent 3.4.2024 14:10
Bæjarstjóri Akureyrar telur þörf á göngum Ástihildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir þurfa að huga alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og á fleiri stöðum á landinu. Innlent 1.4.2024 23:28
Öxnadalsheiðin áfram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun. Innlent 1.4.2024 22:18
Íbúar á Seyðisfirði enn innilokaðir Fjarðarheiði hefur verið lokuð síðastliðna fjóra daga og íbúar Seyðisfjarðar því verið innilokuð frá því á fimmtudag. Innlent 1.4.2024 13:44
Ófært víða um land: Bændur að „drukkna í mjólk“ sem hefur ekki verið sótt síðan fyrir helgi Mjólk hefur ekki verið sótt í Engihlíð í Vopnafirði frá því fyrir helgi vegna ófærðar. Bændurnir hafa boðið fólki að sækja mjólk til að þurfa ekki að hella henni. Verði mjólkin ekki sótt á morgun þarf að hella sex daga birgðum sem yrði mikið tjón. Ófært er víða um Austurland og gular viðvaranir um allt norðanvert landið. Innlent 31.3.2024 18:26
Salvador á Djúpavogi reyndist heita Buszek og búa í Sandgerði Heimilislaus köttur sem fannst á Djúpavogi og gefið var nafnið Salvador reyndist í raun heita Buszek og eiga heimili í Sandgerði. Þaðan hvarf hann fyrir þremur árum síðan. Eigandinn segist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hún rak augun í mynd af Buszek á Facebook síðu Villikatta á Austurlandi. Lífið 17.3.2024 11:01
Jarðgöng sem gagnast Undanfarnar vikur höfum við Austfirðingar orði vitni að vakningu, sem er þvert á stefnu stjórnvalda í gangagerð og forgangsröðun þeirra í fjórðungnum. Þetta eru svo sem engin ný tíðindi vegna þess að þegar á að gera eitthvað í samgöngumálum tengdum Múlaþingi, þá finna einhverjir sig knúna að grafa undan þeim hugmyndum. Skoðun 15.3.2024 14:30
Vorboði Austurlands óvenju snemma í ár Vegurinn um Öxi var opnaður þann 8. mars og umferð hleypt um veginn. Óvenju lítill snjór var á veginum, en vegurinn hefur ekki verið opnaður svona snemma síðan 2012. Innlent 13.3.2024 10:24
Hreindýraveiðileyfi dregin út á föstudaginn Stöðugur samdráttur hefur verið í kvóta á hreindýr. Fleiri sækja um nú en í fyrra. Innlent 12.3.2024 11:55
Halda enn í vonina um loðnuvertíð Fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar eru ekki búnir að gefa upp vonina um að nægilega stórar loðnutorfur gætu fundist þennan veturinn til að heimila veiðar. Þannig er fiskiskipinu Heimaey VE enn haldið í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum til að sigla út til loðnumælinga berist sterkar vísbendingar. Viðskipti innlent 12.3.2024 10:31
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent