Tækni

Fréttamynd

Segir sjald­gæft að raf­ræn skil­ríki séu mis­notuð

Framkvæmdastjóri Auðkennis, sem fer með þjónustu rafrænna skilríkja hér á landi, segir enga ástæðu til að óttast misnotkun á rafrænum skilríkjum í auðgunarskyni. Slík svik séu nokkuð erfið í framkvæmd og fátíðari en annars konar fjármálasvik.

Innlent
Fréttamynd

Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall

Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka.

Erlent
Fréttamynd

Mikki Mús veitir íslenskum miðlum harða samkeppni

43,1% íslenskra heimila er með áskrift að streymisveitunni Disney+ og hefur fjöldinn hátt í tvöfaldast á einu ári. Þetta sýna nýjar niðurstöður Maskínu sem rýndi í áhorfsvenjur Íslendinga. Í fyrra sögðu 24,0% svarenda að einhver á heimilinu væri með aðgang að Disney+.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samkeppnismál stóru tæknifyrirtækjanna

Það er ljóst að viðhorf bæði almennings og yfirvalda gagnvart stóru tæknifyrirtækjunum hefur breyst umtalsvert á örfáum árum. Umrædd viðhorfsbreyting endurspeglast ekki síst í víðtækum rannsóknum samkeppnisyfirvalda á starfsemi tæknifyrirtækjanna og fjölda sektarákvarðana á hendur þeim, auk fyrirhugaðrar lagasetningar beggja vegna Atlantshafsins.

Umræðan
Fréttamynd

Geim­gagna­vinnsla hefst á Blöndu­ósi

Borealis Data Center og ítalska fyrirtækið Leaf Space hafa gert samning sem felst í hýsingu og rekstri á búnaði fyrir gervitunglafjarskipti. Gervihnattastöðin er staðsett við gagnaver Boeralis á Blönduósi. Forstjóri Borealis segir ánægjulegt að geimgagnavinnsla sé að hefjast á Blönduósi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þarf ekki lengur að vera með hreint saka­vott­orð

Nú geta allir landsmenn sótt sér stafrænt sakavottorð. Áður var þessi þjónusta einungis í boði fyrir fólk sem þurfti að sækja einfalt eða hreint sakavottorð en nú er hægt að nota rafræn skilríki til að sækja stafrænt sakavottorð óháð stöðu í sakaskrá.

Innlent
Fréttamynd

KPMG kaupir OZIO

KPMG á Íslandi hefur keypt rekstur OZIO, sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarþróun á starfrænum lausnum fyrir Microsoft-vinnuumhverfið. Hjá OZIO starfa í dag fjórir starfsmenn en forsvarsmaður fyrirtækisins er Sigurjón Hákonarson.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema

„Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar.

Erlent
Fréttamynd

Vill auka fjölbreytileikann í forritun

Gamithra Marga var fyrsta stelpan sem vann forritunarkeppni framhaldsskólanna og tók þátt fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í keppnisforritun. Hún heldur nú forritunarnámskeið sem er ætlað stelpum, sís og trans, intersex og kynsegin ungmennum.

Lífið
Fréttamynd

Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum

Forsvarsmenn breska fyrirtækisins Space Entertainment Enterprise hafa tilkynnt áætlanir um að framleiða nýja viðbót við Alþjóðlegu geimstöðina. Þessa viðbót á að skjóta út í geim og nota sem sérstakt kvikmyndatökuver.

Erlent
Fréttamynd

James Webb kominn á á­fanga­stað

James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið.

Erlent
Fréttamynd

Opin Kerfi og Premis sameinast

Framtakssjóðurinn VEX I, sem keypti í desember allt hlutafé í Opnum Kerfum, og hluthafar upplýsingatæknifélagsins Premis hafa undirritað samning um að sameina félögin og eignarhald þeirra. Sameiningin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Viðskipti innlent