Áliðnaður

Fréttamynd

Ekki tjaldað til einnar nætur í íslenskum áliðnaði

Ríkissjóður hefur verulegar tekjur af ETS-kerfinu, viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir, þar sem ríkið fær úthlutað heimildum sem kallast á við útgjöld stóriðjunnar. Þó að útfærslan hafi ekki verið þannig hér á landi, þá er hugsunin með ETS-kerfinu er sú, að tekjur ríkja af kerfinu renni aftur til atvinnulífsins í formi styrkja til loftslagsvænna verkefna. Ekki er því lagt upp með að þetta sé bein skattlagning heldur að stjórnvöld og atvinnulíf leggist á eitt við að leysa loftslagsvandann.

Umræðan
Fréttamynd

Hag­kerfið við­kvæmara fyrir verð­sveiflum sjávar­af­urða en áls

Hátt afurðaverð sjávarfangs á fyrstu níu mánuðum ársins tryggir að viðskiptajöfnuður þjóðarbúsins hefur haldist í horfinu. Verðþróun á þorski skiptir höfuðmáli fyrir útflutningstekjur Íslands og því gæti skörp, efnahagsleg niðursveifla í Bretlandi haft slæm áhrif á viðskiptajöfnuð Íslands. Hagkerfið er orðið minna viðkvæmt fyrir sveiflum í álverði en áður var.

Innherji
Fréttamynd

Norðurál leggst á árar með Norsk Hydro

Fjöldi álframleiðenda hefur kallað eftir því að viðskiptaþvinganir Vesturlanda nái líka til rússneskra framleiðenda. Norðurál, dótturfélag Century Aluminum á Íslandi, tekur undir þann málflutning og kallar eftir því að hömlur verði settar á útflutning á rússnesku áli til Evrópu og Bandaríkjanna.

Innherji
Fréttamynd

Austfirðir væru ekki það sem þeir eru í dag hefði álverið ekki komið

Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Fimmtán ár eru um þessar mundir frá því rekstur þess hófst.

Innlent
Fréttamynd

Dregið úr ál­fram­leiðslu í Noregi

Norski álframleiðandinn Norsk Hydro mun draga úr álframleiðslu í það minnsta tímabundið vegna minnkandi eftirspurnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Innherji
Fréttamynd

Flúor ekki mælst meiri í lofti og lömbum við Grundar­tanga

Magn flúors var óvenjuhátt í kringum iðnaðarsvæðið á Grundartanga á seinasta ári þar sem Norðurál, Alur Álvinnsla og Elkem eru meðal annars með starfsemi. Þá var styrkur brennisteinstvíoxíðs og brennisteinsvetnis með því hæsta sem mælst hefur.

Innlent
Fréttamynd

Miklar hækkanir á álverði skilar Norðuráli hagnaði upp á tíu milljarða

Miklar verðhækkanir á álverði á heimsmarkaði skiluðu sér í því að tekjur Norðuráls á Grundartanga jukust um 39 prósent á árinu 2021 og námu samtals 791 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 103 milljarða króna. Mikil umskipti voru í afkomu álversins sem hagnaðist um 79,4 milljónir dala eftir skatta borið saman við tap upp á tæplega 9 milljónir dala á árinu 2020.

Innherji
Fréttamynd

Það er alltaf hægt að gera (eitt­hvað) betur

Við hjá Norðuráli vinnum við að framleiða ál, en við gerum það ekki hvernig sem er. Við teljum okkar hlutverk vera að skapa verðmæti á samkeppnishæfan hátt, framleiða ál sem mætir þörfum viðskiptavina og að vera ábyrgur samfélagsþegn.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­virkjun skerti orku til fiski­mjöls­bræðslna

Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjálf­bær orku­fram­tíð

„Sjálfbær orkuframtíð“ er yfirskrift orkustefnu Íslands sem kynnt var í vetur að frumkvæði iðnaðarráðherra, en að henni stóð starfshópur með aðkomu allra þingflokka. Uppleggið var að skapa sátt um framtíðarsýn Íslands í orkumálum.

Skoðun
Fréttamynd

Ál er ekki það sama og ál

Alvarleg staða í loftslagsmálum er flestum ljós, en engu að síður er sláandi að lesa niðurstöður nýútkominnar ástandsskýrslu milliríkjanefndar um loftslagsmál.

Skoðun
Fréttamynd

Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Alcoa sendir fólk utan í nám

„Þó að stór hluti starfseminnar séu framleiðslustörf þá krefst starfsemin fjölbreyttra þekkingar og menntunar á fjölmörgum fagsviðum. Sum þeirra eru kennd í okkar háskólum hér á landi en önnur höfum við þurft að sækja erlendis, til dæmis til Noregs og Bretlands. Að auki þjálfum við okkar starfmenn reglulega innan fyrirtækisins,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðhalds og áreiðanleika hjá Fjarðaráli.

Atvinnulíf