Salan á Íslandsbanka

Fréttamynd

Krist­rún segir traustið á sölu­ferlinu horfið

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli.

Innlent
Fréttamynd

Traustið á sölu­ferli Ís­lands­banka horfið

„Almenna reglan held ég að menn hafi sent á allan sinn kúnnahóp tölvupósta um leið og þetta var tilkynnt svo allir vissu að þetta væri komið. Svo var þetta tilkynnt formlega. Söluaðilinn hefur líka hagsmuni af því að sem flestir frá honum skili sér inn því þóknanatekjurnar koma vegna þess. Þannig að allir hvatar hjá sölufyrirtækjunum eru til þess að reyna að fjölga sem mest þeim sem taka þátt.“

Skoðun
Fréttamynd

Hyggst birta lista yfir kaup­endur í Ís­lands­banka ef lög leyfa

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur leitað til Bankasýslu ríkisins og óskað eftir lista yfir þá sem keyptu hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem fram fór á dögunum þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum. Hann segir listann verða birtan telji Fjármálaeftirlit Seðlabankans slíkt standast lög.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SKEL, Stálskip og BYGG meðal stórra fjárfesta í útboði Íslandsbanka

Í hópi þeirra 140 einkafjárfesta sem tóku þátt í útboði ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka og keyptu hvað mest, eða fyrir á bilinu um 200 til 500 milljónir hvor um sig, voru meðal annars Ólafur D. Torfason, aðaleigandi Íslandshótela, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG), fjárfestingafélagið Stálskip, útgerðarfélagið Jakob Valgeir, Hannes Hilmarsson, stjórnarformaður Air Atlanta, og eignarhaldsfélagið Kadúseus sem er í meirihlutaeigu Sveins Valfells.

Innherji
Fréttamynd

Hver fékk bankann okkar gefins?

Í síðustu viku var fimmtungur í Íslandsbanka seldur á undirverði. Okkar sameiginlegu eigur voru seldar með verulegum afslætti til einhverra sem við vitum ekki hver eru. Við þekkjum þetta handrit allt of vel, þar sem hugmyndafræði frjálshyggjunnar ræður för. Það er talið knýjandi að losa sig við almannaeignir og röksemdirnar eru einfaldlega: af því bara.

Skoðun
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir keyptu fyrir 20 milljarða, einkafjárfestar með þriðjung útboðsins

Íslenskir lífeyrissjóðir fengu úthlutað meira en þriðjung þeirra eignarhluta í Íslandsbanka sem ríkissjóður seldi í hlutafjárútboðinu sem kláraðist í síðustu viku. Samtals keyptu 23 lífeyrissjóðir, sem áttu fyrir útboðið samanlagt um 16 prósenta hlut í bankanum, fyrir 19,5 milljarða króna, eða sem jafngildir liðlega 8,5 prósenta eignarhlut.

Innherji
Fréttamynd

Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka

Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum.

Innherji
Fréttamynd

Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum

Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða.

Innherji
Fréttamynd

Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt

Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkið selur í Ís­lands­banka fyrir tæp­lega 53 milljarða króna

Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutur ríkisins í Ís­lands­banka fer niður fyrir fimm­tíu prósent

Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum

Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum.

Innherji
Fréttamynd

Vill selja yfir 15 prósenta hlut í Íslandsbanka í næsta áfanga

Bankasýsla ríkisins, sem heldur utan um eftirstandandi 65 prósenta eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, mun stefna að því að selja að lágmarki svo stóran hlut í næsta áfanga söluferlisins á komandi vikum að eignarhald íslenska ríkisins fari niður fyrir helmingshlut í bankanum, samkvæmt heimildum Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Útboð og skráning Íslandsbanka kostaði ríkissjóð yfir 1.700 milljónir

Beinn kostnaður íslenska ríkisins við skráningu og hlutafjárútboð Íslandsbanka um mitt síðasta ár nam 1.704 milljónum króna, að stærstum hluta vegna söluþóknunar til fjölda erlendra og íslenskra ráðgjafa. Kostnaðurinn jafngilti um 3,1 prósenti af söluandvirðinu en ríkið seldi 35 prósenta hlut í bankanum fyrir rúmlega 55 milljarða króna.

Innherji
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir hafa bætt 6 prósentum við hlut sinn í Íslandsbanka

Lífeyrissjóðir hafa bætt töluvert við hlut sinn í Íslandsbanka frá hlutafjárútboði bankans í júní á síðasta ári en á sama tíma hefur hlutdeild erlendra fjárfesta í bankanum minnkað. Þetta má lesa úr skýrslu fjármálaráðherra um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, sem var lögð fyrir Alþingi.

Innherji