Framhaldsskólar

Fréttamynd

Skólar á Akur­eyri og Suður­nesjum einnig undir smá­sjá ráð­herra

Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 

Innlent
Fréttamynd

Framhaldsskólanemar gagnrýna nemendaskort í starfshópi

Samband íslenskra framhaldsskólanema gagnrýnir að starfshópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla hafi ekki innihaldið einn nemanda. Bæði er verið að skoða að sameina annars vegar Flensborgarskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann, og hinsvegar Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar í Kvennó og MS boðaðir á starfs­manna­fund

Skólameistarar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund hafa boðað kennara við skólana á fund, hvorn í sínum skólanum, með stuttum fyrirvara. Á fundunum stendur til að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps menntamálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að grípa börn með les­blindu snemma

Um tuttugu prósent ungmenna á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára hér á landi glíma við lesblindu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Félag lesblindra. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir niðurstöðurnar sláandi.

Innlent
Fréttamynd

Skrá sig á spjöld sögunnar í næstu viku

Þau tímamót verða eftir viku að fyrsta kvennaliðið keppir til úrslita í ræðukeppninni MORFÍS. Stelpurnar í liðinu eru stoltar af því að skrá sig svona á spjöld sögunnar - en finna þó enn fyrir fordómum á þessum áður karllæga vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Íslands ræddi um bómullarforeldra

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi um snjóruðningsforeldra, þyrluforeldra og Excel-foreldra, sem saman mynda bómullarforeldra, þegar hann ávarpaði nemendur og gesti á 70 ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft

Það var hátíðarstemning á Laugarvatni í dag þegar menntaskólinn á staðnum fagnaði 70 ára afmæli sínu. Um 130 nemendur stunda nám við skólann og búa þeir allir á heimavist. Nemendur segja félagslífið langskemmtilegast við skólann.

Innlent
Fréttamynd

Sjötíu ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni fagnað

Menntaskólinn að Laugarvatni fagnar sjötíu ára afmæli sínu í vikunni, eða miðvikudaginn 12. apríl. Sérstök hátíðardagskrá verður að því tilefni þar sem forseti Íslands verður sérstakur heiðursgestur. Einnig verður opið hús í skólanum á afmælisdaginn þar sem öllum landsmönnum er boðið að koma í heimsókn til að skoða skólann, heimavistina og þiggja veitingar.

Innlent
Fréttamynd

Gabríel Douane dæmdur í tveggja ára fangelsi

Gabríel Douane hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í Borgarholtsskólamálinu svokallaða og tvær aðrar líkamsárásir. Þrír ungir karlmenn fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm en einn ákærðu var sýknaður. 

Innlent
Fréttamynd

Mennta­skólinn í Reykja­vík vann Gettu betur

Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, rétt í þessu. Lið MR hlaut 36 stig gegn 25 stigum liðs Framhaldsskóla Suðurlands. MR varði þannig titilinn og Hljóðneminn fer aftur á sinn stað á þriðju hæð Gamla skóla.

Lífið
Fréttamynd

Sér­­­stöku land­­steymi ætlað að bregðast við erfiðari málum strax

Á fimmta hundruð manns tóku þátt í svokölluðum þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu í Hörpu í dag, þar sem ný heildarlöggjöf í málaflokknum er væntanleg. Mennta- og barnamálaráðherra segir þau hafa skort löggjöf og stofnun til að aðstoða kerfið við að bregðast við áskorunum en við því sé verið að bregðast. Hann mun koma á fót landsteymi á næstu dögum sem er ætlað er að taka á erfiðum málum.

Innlent
Fréttamynd

„Það liggur alveg fyrir að við þurfum sterkara kerfi“

Þörf er á sterkara kerfi til að mæta auknum þörfum skólasamfélagsins að sögn verkefnastjóra hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Margir skólar og nemendur séu ekki að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að dafna eins og staðan er í dag. Tilkoma miðlægrar stofnunar sé skref í rétta átt en mörg úrlausnarefni standi eftir.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Meira og betra verk­nám

Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Jóna Katrín nýr skóla­meistari ML

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Jónu Katrínu Hilmarsdóttur í embætti skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni til fimm ára frá 15. febrúar 2023.

Innlent
Fréttamynd

Rakaskemmdir í Menntaskólanum við Sund

Hluti húsnæðis Menntaskólans við Sund hefur orðið fyrir rakaskemmdum og þarf að loka tveimur svæðum í húsnæðinu. Skemmdirnar fundust við rakaskimun og sýnatöku verkfræðistofunnar EFLU vegna hugsanlegrar myglu.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar kveikja í nem­endum

Umræða um meinta pólitíska innrætingu í framhaldsskólum hefur fengið mikið rými í fjölmiðlum undanfarið og hafa ýmsir fengið að dylgja linnulítið um misnotkun kennara á aðstöðu sinni gagnvart nemendum.

Skoðun
Fréttamynd

„Innræting er ekki orð sem við notum“

Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir í Íslandi í dag: „Ef ég væri Sigmundur Davíð myndi mér ekki þykja þægilegt að vera settur á sömu glæru og þessir þarna.“

Innlent
Fréttamynd

Á að ritskoða kennara?

Nýlega hafa ljósmyndir af glærum úr kennslustundum framhaldsskóla ratað í fréttir og vakið hörð viðbrögð. Maður hefur gengið undir manns hönd að fordæma „hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum“ og velt fyrir sér hvort „óþverrabragð“ kennara stafi eingöngu af „löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt“ eða fáfræði viðkomandi.

Skoðun
Fréttamynd

Kennarinn í MS: „Afi minn var for­ystu­­maður Sjálf­­stæðis­­flokksins“

Kennari í Menntaskólanum við Sund segir af og frá að glæra sem fór í dreifingu í vikunni sé merki um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Glæran hafi verið til að sýna öfgar í stjórnmálastefnum, til dæmis þegar farið er úr sterkum foringjum yfir í einræði. Nákvæmlega eins glæra hafi verið til að sýna hættulega þróun á vinstrivæng stjórnmála.

Innlent
Fréttamynd

Verzló verður grár

Viðamiklar endurbætur standa nú yfir á skólabyggingu Verzlunarskóla Íslands. Húsið verður endursteinað með gráum tónum og gluggum skipt út.

Innlent