Erlend sakamál Rannsaka koss Rubiales sem mögulegt kynferðisbrot Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi. Sport 29.8.2023 10:27 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. Erlent 28.8.2023 17:31 Árásarmaðurinn í Kristjaníu átján ára Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið átján ára gamlan mann í tengslum við skotárás í Kristjaníu í gærkvöldi. Hann er grunaður um morð og tilraunir til morðs í félagi við óþekktan vitorðsmann. Erlent 27.8.2023 14:00 Reyndi að brjótast út eins og fórnarlamb hans Karlmaður, sem sakaður er um að hafa rænt konu og haldið henni fanginni í klefa á heimili hans í Oregon í Bandaríkjunum, reyndi að brjótast út úr fangelsi á fimmtudagskvöld. Lögregla gómaði manninn eftir að konunni tókst að brjóta niður hurð klefans með berum höndum. Erlent 26.8.2023 13:33 Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. Innlent 25.8.2023 08:47 Rannsaka andlát 88 einstaklinga í tengslum við „eitursala“ í Kanada Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum telja að minnsta kosti 88 einstaklinga þar í landi hafa látist eftir að hafa verslað efni af „eitursala“ í Kanada. Kenneth Law var handtekinn í maí síðastliðnum og er grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að fremja sjálfsvíg. Erlent 25.8.2023 08:06 Óttast að móðir þeirra hafi verið síðasta fórnarlambið Ættingjar og vinir konu sem hefur verið saknað um árabil óttast að hún hafi verið fórnarlamb Rex Heuermann, sem er grunaður um að myrða fjölda kvenna. Lögreglan vestanhafs rannsakar nú hvort mál konunnar og Heuermann tengist, og þá hvort hún hafi verið síðasta fórnarlamb hans. Erlent 23.8.2023 16:37 Segja Bankman-Fried lifa á vatni og brauði í tugthúsinu Verjandi Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, sagði að hann lifði aðeins á vatni og brauði í fangelsi vegna þess að honum væri ekki boðið upp á veganfæði þar. Bankman-Fried neitaði sök þegar saksóknarar lögðu fram uppfærða ákæru á hendur honum í dag. Viðskipti erlent 22.8.2023 15:32 Daníel grunaður um að hafa stungið kærustu sína til bana með ísnál Réttarhöld í máli Daníels Gunnarssonar hófust í Kaliforníu í seinustu viku. Íslendingurinn er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Hann er grunaður um að hafa orðið fyrrum bekkjarsystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt. Vikurnar fyrir morðið höfðu þau átt í stuttu ástarsambandi. Erlent 21.8.2023 16:29 Mun aldrei sleppa úr fangelsi Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016. Erlent 21.8.2023 12:15 Tíu ára fangelsi vegna dauða leikara úr The Wire Irvin Cartagena, dópsali í New York borg í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa útvegað leikaranum Michael K Williams, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í HBO þáttunum The Wire, heróín sem búið var að blanda saman við fentaníl en efnið dró leikarann til dauða. Erlent 19.8.2023 22:23 Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. Erlent 18.8.2023 12:48 Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. Erlent 18.8.2023 09:42 Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi. Erlent 17.8.2023 21:18 Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. Erlent 17.8.2023 08:43 Rekinn eftir að safnmunir hurfu Starfsmaður British museum hefur verið rekinn og sætir lögreglurannsókn eftir að dýrmætir safnmunir hurfu og fundust síðar í kompu á safninu. Erlent 16.8.2023 17:33 Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. Erlent 15.8.2023 18:28 Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Erlent 15.8.2023 13:59 Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. Viðskipti erlent 15.8.2023 09:18 Grínaðist með hjónabandið og drap konuna fjórum árum síðar Bandarískur maður sem grínaðist með hjónaband sitt í þáttunum Family Feud fékk lífstíðardóm fyrir að skjóta fyrrverandi eiginkonu sína til bana. Hann hafði rannsakað ítarlega hvernig hann ætti að fremja morðið. Erlent 14.8.2023 10:55 Rafmyntakóngur í steininn fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, verður vistaður í fangelsi í Brooklyn fram yfir réttarhöldin yfir honum eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitna. Fangelsið er sagt alræmt fyrir slæman aðbúnað fanga. Viðskipti erlent 14.8.2023 10:50 Twitter sektað fyrir að afhenda ekki gögn um Trump tímanlega Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump. Erlent 10.8.2023 11:40 Heimsfrægur barnaníðingur í lífshættu eftir stunguárás Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír samfangar hans réðust á hann vopnaðir eggvopni í klefa hans í fangelsi. Hann afplánar 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Erlent 6.8.2023 09:27 Eftirlýstur í ellefu ár: Ljósmynd af fögnuði eftir sigurleik Napólí kom upp um ítalskan glæpamann Ítalskur maður sem eftirlýstur hefur verið í ellefu ár var gripinn á grísku eyjunni Corfu eftir að ljósmynd af honum að fagna sigri knattspyrnuliðs síns gaf til kynna hvar hann héldi sig. Erlent 6.8.2023 00:02 Braut sér leið út úr klefa eftir að hafa verið rænt Alríkislögreglu Bandaríkjanna grunar að kona hafi bjargað kynsystrum sínum frá raðkynferðisafbrotamanni og mannræningja, með því að ná að brjóta sér leið út úr klefa á heimili mannsins. Hann er grunaður um kynferðisbrot í fimm ríkjum Bandaríkjanna. Erlent 3.8.2023 16:32 Slóst við innbrotsþjóf og gaf honum svo að borða Níræð kona vaknaði á dögunum við innbrotsþjóf sem sagðist ætla að skera hana. Hún slóst við innbrotsþjófinn og gaf honum svo að borða áður en hann lét sig hverfa. Erlent 2.8.2023 16:34 Myrti ólétta kærustu sína Hnefaleikakappinn Félix Verdejo Sánchez hefur verið dæmdur fyrir að fremja mannrán og myrða Keishla Rodríguez Ortiz, sem var ólétt þegar hún var myrt. Tæp tvö ár eru síðan lík Ortiz fannst í lóni í San Juan, höfuðborg Puerto Rico. Erlent 29.7.2023 15:46 Sveik níræðan mann um hundruð milljóna Peaches Stergo, 36 ára gömul kona frá Flórída ríki í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í fangelsi í rúm fjögur ár fyrir að hafa ævisparnaðinn af 87 ára gömlum manni sem lifði af helförina. Alls sveik Stergo rúmlega 2,8 milljónir dala af manninum, það samsvarar um 368 milljónum í íslenskum krónum. Erlent 29.7.2023 10:17 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. Erlent 27.7.2023 11:36 Kom að líki hinnar 16 ára Amber Gibson: Snerti líkið á óviðeigandi hátt og faldi það svo Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið fundinn sekur um að hafa snert lík hinnar sextán ára Amber Gibson á óviðeigandi hátt, eftir að hann kom að því, og í kjölfarið falið það. Bróðir stúlkunnar var á dögunum fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á henni. Erlent 26.7.2023 18:38 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 23 ›
Rannsaka koss Rubiales sem mögulegt kynferðisbrot Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi. Sport 29.8.2023 10:27
Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. Erlent 28.8.2023 17:31
Árásarmaðurinn í Kristjaníu átján ára Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið átján ára gamlan mann í tengslum við skotárás í Kristjaníu í gærkvöldi. Hann er grunaður um morð og tilraunir til morðs í félagi við óþekktan vitorðsmann. Erlent 27.8.2023 14:00
Reyndi að brjótast út eins og fórnarlamb hans Karlmaður, sem sakaður er um að hafa rænt konu og haldið henni fanginni í klefa á heimili hans í Oregon í Bandaríkjunum, reyndi að brjótast út úr fangelsi á fimmtudagskvöld. Lögregla gómaði manninn eftir að konunni tókst að brjóta niður hurð klefans með berum höndum. Erlent 26.8.2023 13:33
Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. Innlent 25.8.2023 08:47
Rannsaka andlát 88 einstaklinga í tengslum við „eitursala“ í Kanada Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum telja að minnsta kosti 88 einstaklinga þar í landi hafa látist eftir að hafa verslað efni af „eitursala“ í Kanada. Kenneth Law var handtekinn í maí síðastliðnum og er grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að fremja sjálfsvíg. Erlent 25.8.2023 08:06
Óttast að móðir þeirra hafi verið síðasta fórnarlambið Ættingjar og vinir konu sem hefur verið saknað um árabil óttast að hún hafi verið fórnarlamb Rex Heuermann, sem er grunaður um að myrða fjölda kvenna. Lögreglan vestanhafs rannsakar nú hvort mál konunnar og Heuermann tengist, og þá hvort hún hafi verið síðasta fórnarlamb hans. Erlent 23.8.2023 16:37
Segja Bankman-Fried lifa á vatni og brauði í tugthúsinu Verjandi Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, sagði að hann lifði aðeins á vatni og brauði í fangelsi vegna þess að honum væri ekki boðið upp á veganfæði þar. Bankman-Fried neitaði sök þegar saksóknarar lögðu fram uppfærða ákæru á hendur honum í dag. Viðskipti erlent 22.8.2023 15:32
Daníel grunaður um að hafa stungið kærustu sína til bana með ísnál Réttarhöld í máli Daníels Gunnarssonar hófust í Kaliforníu í seinustu viku. Íslendingurinn er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Hann er grunaður um að hafa orðið fyrrum bekkjarsystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt. Vikurnar fyrir morðið höfðu þau átt í stuttu ástarsambandi. Erlent 21.8.2023 16:29
Mun aldrei sleppa úr fangelsi Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016. Erlent 21.8.2023 12:15
Tíu ára fangelsi vegna dauða leikara úr The Wire Irvin Cartagena, dópsali í New York borg í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa útvegað leikaranum Michael K Williams, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í HBO þáttunum The Wire, heróín sem búið var að blanda saman við fentaníl en efnið dró leikarann til dauða. Erlent 19.8.2023 22:23
Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. Erlent 18.8.2023 12:48
Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. Erlent 18.8.2023 09:42
Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi. Erlent 17.8.2023 21:18
Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. Erlent 17.8.2023 08:43
Rekinn eftir að safnmunir hurfu Starfsmaður British museum hefur verið rekinn og sætir lögreglurannsókn eftir að dýrmætir safnmunir hurfu og fundust síðar í kompu á safninu. Erlent 16.8.2023 17:33
Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. Erlent 15.8.2023 18:28
Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Erlent 15.8.2023 13:59
Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. Viðskipti erlent 15.8.2023 09:18
Grínaðist með hjónabandið og drap konuna fjórum árum síðar Bandarískur maður sem grínaðist með hjónaband sitt í þáttunum Family Feud fékk lífstíðardóm fyrir að skjóta fyrrverandi eiginkonu sína til bana. Hann hafði rannsakað ítarlega hvernig hann ætti að fremja morðið. Erlent 14.8.2023 10:55
Rafmyntakóngur í steininn fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, verður vistaður í fangelsi í Brooklyn fram yfir réttarhöldin yfir honum eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitna. Fangelsið er sagt alræmt fyrir slæman aðbúnað fanga. Viðskipti erlent 14.8.2023 10:50
Twitter sektað fyrir að afhenda ekki gögn um Trump tímanlega Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump. Erlent 10.8.2023 11:40
Heimsfrægur barnaníðingur í lífshættu eftir stunguárás Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír samfangar hans réðust á hann vopnaðir eggvopni í klefa hans í fangelsi. Hann afplánar 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Erlent 6.8.2023 09:27
Eftirlýstur í ellefu ár: Ljósmynd af fögnuði eftir sigurleik Napólí kom upp um ítalskan glæpamann Ítalskur maður sem eftirlýstur hefur verið í ellefu ár var gripinn á grísku eyjunni Corfu eftir að ljósmynd af honum að fagna sigri knattspyrnuliðs síns gaf til kynna hvar hann héldi sig. Erlent 6.8.2023 00:02
Braut sér leið út úr klefa eftir að hafa verið rænt Alríkislögreglu Bandaríkjanna grunar að kona hafi bjargað kynsystrum sínum frá raðkynferðisafbrotamanni og mannræningja, með því að ná að brjóta sér leið út úr klefa á heimili mannsins. Hann er grunaður um kynferðisbrot í fimm ríkjum Bandaríkjanna. Erlent 3.8.2023 16:32
Slóst við innbrotsþjóf og gaf honum svo að borða Níræð kona vaknaði á dögunum við innbrotsþjóf sem sagðist ætla að skera hana. Hún slóst við innbrotsþjófinn og gaf honum svo að borða áður en hann lét sig hverfa. Erlent 2.8.2023 16:34
Myrti ólétta kærustu sína Hnefaleikakappinn Félix Verdejo Sánchez hefur verið dæmdur fyrir að fremja mannrán og myrða Keishla Rodríguez Ortiz, sem var ólétt þegar hún var myrt. Tæp tvö ár eru síðan lík Ortiz fannst í lóni í San Juan, höfuðborg Puerto Rico. Erlent 29.7.2023 15:46
Sveik níræðan mann um hundruð milljóna Peaches Stergo, 36 ára gömul kona frá Flórída ríki í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í fangelsi í rúm fjögur ár fyrir að hafa ævisparnaðinn af 87 ára gömlum manni sem lifði af helförina. Alls sveik Stergo rúmlega 2,8 milljónir dala af manninum, það samsvarar um 368 milljónum í íslenskum krónum. Erlent 29.7.2023 10:17
Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. Erlent 27.7.2023 11:36
Kom að líki hinnar 16 ára Amber Gibson: Snerti líkið á óviðeigandi hátt og faldi það svo Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið fundinn sekur um að hafa snert lík hinnar sextán ára Amber Gibson á óviðeigandi hátt, eftir að hann kom að því, og í kjölfarið falið það. Bróðir stúlkunnar var á dögunum fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á henni. Erlent 26.7.2023 18:38