
Sambandsdeild Evrópu

UEFA sé að missa þolinmæðina gagnvart Íslandi
Eftir langt ferli liggur nú fyrir að Evrópuleikir Víkings fara fram hér á landi í vetur. Fara þarf í vissar aðgerðir áður en að Evrópuboltinn fer að rúlla.

Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu
Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags.

Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“
Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, virðist ekki parsáttur við skrif Pawels Bartoszek, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, á Vísi í gær. Pawel birti skoðanapistil þar sem hann veltir upp vandræðum Víkinga vegna þátttöku þeirra í Sambandsdeild Evrópu, kröfurnar sem fylgja og kostnaðinn sem það ber í för með sér fyrir skattgreiðendur.

Heimavöllurinn skráður í Færeyjum en vonast til að spila á Íslandi
Víkingur hefur tilkynnt UEFA að heimaleikir félagsins í Sambandsdeild Evrópu fari fram í Þórshöfn í Færeyjum. Frestur til að breyta leikstað rennur út á mánudag, Víkingur vill spila hér á landi og sendi út neyðarkall til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir aðgerðum. Framkvæmdastjóri Víkings er bjartsýnn á að það takist.

Chelsea leyfir Cole Palmer ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur
Enski landsliðsmaðurinn Cole Palmer er ekki í leikmannahópi Chelsea fyrir komandi Sambandsdeild Evrópu.

56 dagar á milli útileikja Víkinga í Sambandsdeildinni
Á föstudaginn kom í ljós hverjir verða mótherjar Íslandsmeistara Víkings í Sambandsdeildinni í vetur og nú er jafnframt komið í ljós hvenær Víkingar spila þessa sex leiki sína.

Arnar um komandi Evrópuleiki Víkinga: „Mjög spennuþrunginn dráttur“
Í dag varð ljóst hvaða liðum Víkingur mætir í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þeirra bíður ferðalag víða um álfuna.

Þungbrýndur Kári á fornar slóðir
Það var ekki að sjá mikla gleði á andlitum þeirra Kára Árnasonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Víkingi, og Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra félagsins, þegar liðið dróst gegn FC Noah frá Armeníu úr sjötta styrkleikaflokki Sambandsdeildarinnar.

Víkingar sluppu við stórliðin en mæta Gumma Tóta
Víkingar fengu í dag að vita hvaða sex liðum þeir mæta í nýrri Sambandsdeild Evrópu. Dregið var í beinni útsendingu á Vísi.

Helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði
Víkingar verða í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í dag. Annað árið í röð er íslenskt lið með í aðalkeppninni. Það hafði aldrei gerst áður.

Chelsea tapaði gegn Servette en vann einvígið
Chelsea tapaði leik sínum gegn svissneska félaginu Servette 2-1 en tryggði sæti í Sambandsdeildinni með samanlögum 3-2 sigri í einvíginu.

„Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór“
Víkingur er á leið í Sambandsdeild Evrópu eftir 5-0 sigur gegn UE Santa Coloma. Stuðningsmenn liðsins hópuðu sig saman á Ölveri og fögnuðu sigrinum.

Fjögur Íslendingalið unnu sín einvígi
Fjögur lið með Íslendinga innanborðs tryggðu sér sæti í Sambands- eða Evrópudeildinni í kvöld.

Mikil dramatík en sæti í Sambandsdeildinni tryggt
Guðmundur Þórarinsson og félagar í armenska liðinu Noah munu leika í Sambandsdeild Evrópu í vetur. Þeir unnu umspilseinvígi sitt gegn Ruzomberok frá Slóvakíu með afar dramatískum hætti.

Uppgjörið: Santa Coloma - Víkingur 0-0 | Engin flugeldasýning en sætið tryggt
Íslandsmeistarar Víkings gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Santa Coloma í seinni leik liðanna í baráttu um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Andorrski foringinn bætti treyju Pablo Punyed í safnið
Íslandsmeistarar Víkings eru staddir í Andorra í Pýreneafjöllum og eiga þar síðari leik við Santa Coloma í umspili Sambandsdeildarinnar fyrir höndum klukkan 18:00 í kvöld. Í Andorra er maður sem lætur heimsóknir erlendra fótboltamanna aldrei fram hjá sér fara.

Arnar gefur engan slaka: „Það er bara ekki í boði“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hugsar ekkert um leik helgarinnar við Val þegar kemur að liðsvali fyrir Evrópuleik kvöldsins við Santa Coloma í Andorra. Víkingar leiða einvígið 5-0.

Dagskráin í dag: Víkingar taka risaskref í Andorra
Afar líklegt er að Víkingar taki stórt skref í fótboltasögu sinni í kvöld með því að tryggja sig inn í Sambandsdeild Evrópu, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Andri Lucas í Sambandsdeildina og gæti komið til Íslands
Belgíska liðið Gent er komið áfram í aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, rétt eins og í fyrra þegar liðið var í riðli með Breiðabliki og vann báða leiki sína.

Sjáðu 4. deildar hetjur HK gegn KR og markasúpu Víkinga
Það voru tveir bráðskemmtilegir leikir á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöld og nóg af mörkum sem nú má sjá á Vísi.

Klúðraði færi sem voru 94 prósent líkur á að skora úr
Marc Guiu, leikmaður Chelsea, klúðraði sannkölluðu dauðafæri í leik gegn Servette í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær.

„Sá þetta ekki fyrir mér þegar ég átti afmæli síðast“
Óskar Örn Hauksson hélt upp á fertugsafmælið sitt með því að koma inn á í 5-0 sigri Víkings gegn Santa Coloma í fyrri leik liðanna um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Panathinaikos tapaði þrátt fyrir að vera fleiri í sjötíu mínútur en Chelsea vann
Þrátt fyrir að vera manni fleiri í sjötíu mínútur tókst Panathinaikos ekki að vinna Lens í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandseildar Evrópu. Lokatölur 2-1, Lens í vil.

„Ég elska bara að skora“
Nikolaj Hansen skoraði fyrsta og síðasta mark Víkings er liðið vann afar sannfærandi 5-0 sigur gegn Santa Coloma í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

„Snýst um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir það vera skrýtna tilfinningu að hafa unnið 5-0 stórsigur gegn Santa Coloma í forkeppni Sambandsdeildarinnar, en hugsa samt eftir leik að sigurinn hafi getað verið mun stærri.

Uppgjörið: Víkingur - Santa Coloma 5-0 | Stórsigur Víkinga þrátt fyrir tvö vítaklikk
Þrátt fyrir að klúðra tveimur vítaspyrnum vann Víkingur stórsigur á Santa Coloma frá Andorra, 5-0, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Valgeir lagði upp en Orri fagnaði sigri
Lið íslensku landsliðsmannanna Valgeirs Lunddal Friðrikssonar og Orra Steins Óskarssonar áttu ólíku gengi að fagna í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

21 tap í 22 Evrópuleikjum og markatalan 7-62
Víkingur spilar í kvöld fyrri leik sinn á móti liði UE Santa Coloma frá Andorra en í boði í þessu einvígi félaganna er sæti í Sambandsdeildinni á þessari leiktíð.

Uppselt í Víkina í kvöld
Íslands- og bikarmeistarar Víkings fá góðan stuðning í kvöld í fyrri leik sínum á móti UE Santa Coloma í umspil um sæti í Sambandsdeildinni.

„Erum alls ekki að fara vanmeta þá“
„Mér líður mjög vel fyrir leiknum og við erum allir með góða tilfinningu fyrir þessu og við erum að fara vinna þennan leik,“ segir Nikolaj Hansen fyrirliði Víkinga fyrir fyrri leikinn gegn UE Santa Coloma í umspili um laust sæti í Sambandsdeildinni.