Hundar Hundabíói aflýst vegna leyfisvandræða Bíósýningu þar sem gestir máttu taka hundana sína með hefur verið aflýst. Ekki tókst að fá leyfi eða undanþágu frá reglum sem banna hunda í kvikmyndahúsum. Lífið 19.1.2023 20:36 Fjallabyggð mátti aflífa Kasper Ákvörðun Fjallabyggðar um að láta aflífa hundinn Kasper, eftir að hann beit mann, í sumar, var í samræmi við valdheimildir sveitarfélagsins. Eigendur Kaspers vildu að ákvörðun sveitarfélagsins um að aflífa Kasper yrði úrskurðuð ógild. Innlent 12.1.2023 11:45 Tíkin Wanna fannst eftir átta daga leit í fönn í hlíðum Ingólfsfjalls Mikil gleði er á heimili í Hveragerði þessa dagana eftir að tíkin Wanna fannst eftir að hafa verið týnd í átta sólarhringa og fimm klukkustundir í bruna gaddi og miklum snjó. Innlent 1.1.2023 11:04 Hundurinn á „doge“-skopmyndinni með hvítblæði Shiba Inu-hundurinn Kabosu sem netverjar þekkja líklegast sem „doge-hundurinn“ er alvarlega veikur. Hann berst nú við hvítblæði og lifrasjúkdóm. Lífið 28.12.2022 13:22 Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel. Innlent 27.12.2022 23:58 Fíkniefnaleitarhundurinn Buster tekur við á Vestfjörðum Nýr fíkniefnaleitarhundur, sem nefndur er Buster, hefur verið afhentur lögreglunni á Vestfjörðum. Buster tekur við af fíkniefnaleitarhundinum Tindi sem lýkur starfsskyldu sinni á næsta ári. Innlent 8.11.2022 22:46 Golfkúluhundurinn Kjói á Ísafirði Hundurinn Kjói á Ísafirði er magnaður þegar kemur að golfi og golfíþróttinni því hann týnir upp í kjaftinn sinn allar golfkúlur, sem eru fyrir utan golfvöllinn í bænum. Hann tekur engar kúlur inn á vellinum, bara kúlurnar fyrir utan og skilar þeim til eiganda síns, sem er með mörg hundruð kúlur, sem Kjói hefur komið með heim. Innlent 7.10.2022 20:20 Segir hundinn ekki hafa ráðist á neinn Eigandi hundsins á Akureyri sem fjallað var um á Vísi í gær segir hann ekki hafa bitið neinn heldur einungis hlaupið í átt að stúlku með annan hund í bandi. Hundurinn sé aldrei skilinn einn eftir úti. Innlent 27.9.2022 21:31 Segir hund nágrannans hafa ráðist á litla stelpu: „Maður bara fékk sjokk“ Íbúi á Akureyri segist ráðalaus vegna hunds sem börnum stafi ógn af. Hundurinn hafi glefsað í litla stelpu fyrr í dag, og kallað hafi verið á lögreglu. Hún segir hundinn sitja bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana og gelta stanslaust. Íbúinn vill hundinn burt. Innlent 26.9.2022 21:11 Vilja stækka Hundavinahópinn: „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga“ Hundavinir Rauða krossins leita að sjálfboðaliðum sem vilja bætast í starfið en þegar eru 42 virk pör sem sinna heimsóknum til einstaklinga og stofnana. Verkefnastjóri segir alltaf þörf á fleiri sjálfboðaliðum og eru allir og hundar þeirra, stórir sem smáir, velkomnir. Innlent 20.9.2022 17:32 Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum. Erlent 12.9.2022 06:57 Dolly selur hárkollur ætlaðar hundum Ástsæla tónlistarkonan Dolly Parton hefur sett vörumerkið „Doggy Parton“ á laggirnar en merkið selur vörur fyrir hunda. Hluti af ágóðanum frá sölu varningsins mun fara til samtaka sem bjarga dýrum og gefa þeim heimili. Lífið 1.9.2022 23:58 Hundrað hundar hlupu hundahlaup með húsbændum Hundrað hundaeigendur sprettu fyrr í kvöld úr spori í hundahlaupi UMFÍ á Seltjarnarnesi. Þetta er fyrsta skiptið sem hundahlaupið er haldið. Innlent 25.8.2022 20:35 Dýralæknar mátu að aflífa þyrfti Kasper eftir að hann beit mann „mjög illa“ í hendina Lögregla segir að hundur fjölskyldu á Siglufirði hafi bitið gamlan mann „mjög illa“ í hendina að ástæðulausu, hann hafi verið ógn við nágranna sína „í langan tíma“ og að dýraeftirlitsmaður og dýralæknar hafi metið það svo að aflífa þyrfti hundinn. Innlent 25.8.2022 15:18 „Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. Innlent 23.8.2022 13:29 Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. Innlent 22.8.2022 17:14 Mæla gegn því að taka hunda að gosstöðvunum Matvælastofnun (MAST) ræður fólki eindregið frá því að taka hunda og önnur dýr með að gosstöðvunum í Meradölum. Mengun getur haft afar skaðleg áhrif á dýrin. Innlent 17.8.2022 16:29 Vissi ekki að hundahlaup væri íþrótt Dýrahjúkrunarfræðingurinn Kolbrún Arna hefur hlaupið með husky-hundunum sínum í mörg ár. Hún segir mikilvægt að vera með rétta búnaðinn svo að bæði hundar og fólk njóti hlaupsins. Samstarf 17.8.2022 11:14 Hefur engar áhyggjur af hundasjúkdómi sem getur smitast í menn Starfandi sóttvarnalæknir segir að bakterían sem grunur leikur á að hafi greinst í hundi hér á landi í fyrsta skipti smitist mjög ólíklega yfir í menn þó hún geti það vissulega. Hún hefur ekki áhyggjur af stöðunni sem Matvælastofnun hafi þegar náð vel utan um. Innlent 26.7.2022 17:26 Grunur um nýja bakteríusýkingu í hundum hér á landi Matvælastofnun hefur borist tilkynning um grun og Brucella canis bakteríusýkingu í hundi hér á landi. Sýkingin er súna, sem sagt sjúkdómur sem getur smitast á milli dýra og manna. Þetta er í fyrsta sinn sem grunur um Brucella canis kemur upp hér á landi. Innlent 26.7.2022 14:00 Í útrýmingarhættu fyrir 70 árum en nú í stórsókn í Bandaríkjunum Dagur íslenska fjárhundsins er haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn í dag með fjölbreyttri dagskrá um allt land. Forsvarsmaður segir alþjóðlegan aðdáendahóp tegundarinnar fara sístækkandi - enda hundarnir þeir bestu í heimi, að hennar sögn. Innlent 18.7.2022 11:13 Sjö ára drengur bitinn af hundi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í póstnúmerinu 113 í gærkvöldi eftir að sjö ára drengur var bitinn af hundi. Drengurinn var með bitsár á öðru lærinu og var roði í kringum sárið. Innlent 15.7.2022 06:53 Sparkaði í konu og hundana hennar Lögreglu barst í dag tilkynning frá konu sem hafði orðið fyrir árás manns en hún segir árásarmanninn hafa sparkað í sig og hundana sína. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 14.7.2022 17:31 Íslenska fjárhundinum fagnað á Árbæjarsafni Dagur íslenska fjárhundsins verður haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafni mánudaginn 18. júlí frá klukkan eitt til fimm. Þar munu íslenskir fjárhundar og eigendur þeirra koma saman til að heilsa upp á gesti og gangandi. Menning 14.7.2022 16:56 4.000 dýrum bjargað í „hundaverksmiðju“ í Bandaríkjunum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa bjargað 4.000 hundum í „hvolpaverksmiðju“ í Virginíu í kjölfar fjölda brota á lögum og reglum um dýravelferð. Þau hafa nú um tvo mánuði til að finna heimili fyrir dýrin. Erlent 13.7.2022 13:01 Björguðu hundi sem féll um tuttugu metra Björgunarsveitir á Sauðárkróki og Mývatni voru kallaðar út með stuttu millibili á áttunda tímanum í kvöld. Fyrsta útkallið sneri að hundi sem lenti féll um tuttugu metra fram af kletti í Skagafirði og hið seinna var vegna mótorhjólaslys við afleggjarann að Herðubreiðalindum. Innlent 5.7.2022 22:41 Yrðlingur og hundur bestu vinir á Mjóeyri á Eskifirði Tíkin Skotta og nokkra vikna yrðlingur á bænum Mjóeyri við Eskifjörð eru bestu vinir og leika sér mikið saman. Þá er mjög gæf maríuerla líka á bænum og heiti potturinn á staðnum vekur sérstaka athygli. Innlent 5.7.2022 21:01 Binni og Bassi í skrautlegri hundaþjálfun Fjórða þáttaröðin af Æði er farin í loftið og eru þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. Þar er fylgst með lífi Patreki Jaime, Binna Glee og Bassa Maraj. Lífið 9.6.2022 13:31 Fræðum fólkið! Ég var reyndar ekki spurður álits en í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna hefði ég innt frambjóðendur eftir því hvað þeir hyggðust gera til að bæta aðbúnað og lífskjör okkar hunda í Reykjavík. Skoðun 8.6.2022 15:30 „Lifði hamingjusöm til æviloka“ Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn. Lífið 2.6.2022 16:30 « ‹ 2 3 4 5 6 7 … 7 ›
Hundabíói aflýst vegna leyfisvandræða Bíósýningu þar sem gestir máttu taka hundana sína með hefur verið aflýst. Ekki tókst að fá leyfi eða undanþágu frá reglum sem banna hunda í kvikmyndahúsum. Lífið 19.1.2023 20:36
Fjallabyggð mátti aflífa Kasper Ákvörðun Fjallabyggðar um að láta aflífa hundinn Kasper, eftir að hann beit mann, í sumar, var í samræmi við valdheimildir sveitarfélagsins. Eigendur Kaspers vildu að ákvörðun sveitarfélagsins um að aflífa Kasper yrði úrskurðuð ógild. Innlent 12.1.2023 11:45
Tíkin Wanna fannst eftir átta daga leit í fönn í hlíðum Ingólfsfjalls Mikil gleði er á heimili í Hveragerði þessa dagana eftir að tíkin Wanna fannst eftir að hafa verið týnd í átta sólarhringa og fimm klukkustundir í bruna gaddi og miklum snjó. Innlent 1.1.2023 11:04
Hundurinn á „doge“-skopmyndinni með hvítblæði Shiba Inu-hundurinn Kabosu sem netverjar þekkja líklegast sem „doge-hundurinn“ er alvarlega veikur. Hann berst nú við hvítblæði og lifrasjúkdóm. Lífið 28.12.2022 13:22
Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel. Innlent 27.12.2022 23:58
Fíkniefnaleitarhundurinn Buster tekur við á Vestfjörðum Nýr fíkniefnaleitarhundur, sem nefndur er Buster, hefur verið afhentur lögreglunni á Vestfjörðum. Buster tekur við af fíkniefnaleitarhundinum Tindi sem lýkur starfsskyldu sinni á næsta ári. Innlent 8.11.2022 22:46
Golfkúluhundurinn Kjói á Ísafirði Hundurinn Kjói á Ísafirði er magnaður þegar kemur að golfi og golfíþróttinni því hann týnir upp í kjaftinn sinn allar golfkúlur, sem eru fyrir utan golfvöllinn í bænum. Hann tekur engar kúlur inn á vellinum, bara kúlurnar fyrir utan og skilar þeim til eiganda síns, sem er með mörg hundruð kúlur, sem Kjói hefur komið með heim. Innlent 7.10.2022 20:20
Segir hundinn ekki hafa ráðist á neinn Eigandi hundsins á Akureyri sem fjallað var um á Vísi í gær segir hann ekki hafa bitið neinn heldur einungis hlaupið í átt að stúlku með annan hund í bandi. Hundurinn sé aldrei skilinn einn eftir úti. Innlent 27.9.2022 21:31
Segir hund nágrannans hafa ráðist á litla stelpu: „Maður bara fékk sjokk“ Íbúi á Akureyri segist ráðalaus vegna hunds sem börnum stafi ógn af. Hundurinn hafi glefsað í litla stelpu fyrr í dag, og kallað hafi verið á lögreglu. Hún segir hundinn sitja bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana og gelta stanslaust. Íbúinn vill hundinn burt. Innlent 26.9.2022 21:11
Vilja stækka Hundavinahópinn: „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga“ Hundavinir Rauða krossins leita að sjálfboðaliðum sem vilja bætast í starfið en þegar eru 42 virk pör sem sinna heimsóknum til einstaklinga og stofnana. Verkefnastjóri segir alltaf þörf á fleiri sjálfboðaliðum og eru allir og hundar þeirra, stórir sem smáir, velkomnir. Innlent 20.9.2022 17:32
Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum. Erlent 12.9.2022 06:57
Dolly selur hárkollur ætlaðar hundum Ástsæla tónlistarkonan Dolly Parton hefur sett vörumerkið „Doggy Parton“ á laggirnar en merkið selur vörur fyrir hunda. Hluti af ágóðanum frá sölu varningsins mun fara til samtaka sem bjarga dýrum og gefa þeim heimili. Lífið 1.9.2022 23:58
Hundrað hundar hlupu hundahlaup með húsbændum Hundrað hundaeigendur sprettu fyrr í kvöld úr spori í hundahlaupi UMFÍ á Seltjarnarnesi. Þetta er fyrsta skiptið sem hundahlaupið er haldið. Innlent 25.8.2022 20:35
Dýralæknar mátu að aflífa þyrfti Kasper eftir að hann beit mann „mjög illa“ í hendina Lögregla segir að hundur fjölskyldu á Siglufirði hafi bitið gamlan mann „mjög illa“ í hendina að ástæðulausu, hann hafi verið ógn við nágranna sína „í langan tíma“ og að dýraeftirlitsmaður og dýralæknar hafi metið það svo að aflífa þyrfti hundinn. Innlent 25.8.2022 15:18
„Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. Innlent 23.8.2022 13:29
Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. Innlent 22.8.2022 17:14
Mæla gegn því að taka hunda að gosstöðvunum Matvælastofnun (MAST) ræður fólki eindregið frá því að taka hunda og önnur dýr með að gosstöðvunum í Meradölum. Mengun getur haft afar skaðleg áhrif á dýrin. Innlent 17.8.2022 16:29
Vissi ekki að hundahlaup væri íþrótt Dýrahjúkrunarfræðingurinn Kolbrún Arna hefur hlaupið með husky-hundunum sínum í mörg ár. Hún segir mikilvægt að vera með rétta búnaðinn svo að bæði hundar og fólk njóti hlaupsins. Samstarf 17.8.2022 11:14
Hefur engar áhyggjur af hundasjúkdómi sem getur smitast í menn Starfandi sóttvarnalæknir segir að bakterían sem grunur leikur á að hafi greinst í hundi hér á landi í fyrsta skipti smitist mjög ólíklega yfir í menn þó hún geti það vissulega. Hún hefur ekki áhyggjur af stöðunni sem Matvælastofnun hafi þegar náð vel utan um. Innlent 26.7.2022 17:26
Grunur um nýja bakteríusýkingu í hundum hér á landi Matvælastofnun hefur borist tilkynning um grun og Brucella canis bakteríusýkingu í hundi hér á landi. Sýkingin er súna, sem sagt sjúkdómur sem getur smitast á milli dýra og manna. Þetta er í fyrsta sinn sem grunur um Brucella canis kemur upp hér á landi. Innlent 26.7.2022 14:00
Í útrýmingarhættu fyrir 70 árum en nú í stórsókn í Bandaríkjunum Dagur íslenska fjárhundsins er haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn í dag með fjölbreyttri dagskrá um allt land. Forsvarsmaður segir alþjóðlegan aðdáendahóp tegundarinnar fara sístækkandi - enda hundarnir þeir bestu í heimi, að hennar sögn. Innlent 18.7.2022 11:13
Sjö ára drengur bitinn af hundi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í póstnúmerinu 113 í gærkvöldi eftir að sjö ára drengur var bitinn af hundi. Drengurinn var með bitsár á öðru lærinu og var roði í kringum sárið. Innlent 15.7.2022 06:53
Sparkaði í konu og hundana hennar Lögreglu barst í dag tilkynning frá konu sem hafði orðið fyrir árás manns en hún segir árásarmanninn hafa sparkað í sig og hundana sína. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 14.7.2022 17:31
Íslenska fjárhundinum fagnað á Árbæjarsafni Dagur íslenska fjárhundsins verður haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafni mánudaginn 18. júlí frá klukkan eitt til fimm. Þar munu íslenskir fjárhundar og eigendur þeirra koma saman til að heilsa upp á gesti og gangandi. Menning 14.7.2022 16:56
4.000 dýrum bjargað í „hundaverksmiðju“ í Bandaríkjunum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa bjargað 4.000 hundum í „hvolpaverksmiðju“ í Virginíu í kjölfar fjölda brota á lögum og reglum um dýravelferð. Þau hafa nú um tvo mánuði til að finna heimili fyrir dýrin. Erlent 13.7.2022 13:01
Björguðu hundi sem féll um tuttugu metra Björgunarsveitir á Sauðárkróki og Mývatni voru kallaðar út með stuttu millibili á áttunda tímanum í kvöld. Fyrsta útkallið sneri að hundi sem lenti féll um tuttugu metra fram af kletti í Skagafirði og hið seinna var vegna mótorhjólaslys við afleggjarann að Herðubreiðalindum. Innlent 5.7.2022 22:41
Yrðlingur og hundur bestu vinir á Mjóeyri á Eskifirði Tíkin Skotta og nokkra vikna yrðlingur á bænum Mjóeyri við Eskifjörð eru bestu vinir og leika sér mikið saman. Þá er mjög gæf maríuerla líka á bænum og heiti potturinn á staðnum vekur sérstaka athygli. Innlent 5.7.2022 21:01
Binni og Bassi í skrautlegri hundaþjálfun Fjórða þáttaröðin af Æði er farin í loftið og eru þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. Þar er fylgst með lífi Patreki Jaime, Binna Glee og Bassa Maraj. Lífið 9.6.2022 13:31
Fræðum fólkið! Ég var reyndar ekki spurður álits en í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna hefði ég innt frambjóðendur eftir því hvað þeir hyggðust gera til að bæta aðbúnað og lífskjör okkar hunda í Reykjavík. Skoðun 8.6.2022 15:30
„Lifði hamingjusöm til æviloka“ Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn. Lífið 2.6.2022 16:30