Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Bröndby steinlá

Fjórir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Stefán Gíslason var að venju í liði Bröndby sem steinlá 3-0 heima fyrir Randers.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur Örn skoraði í sigri Brann

Ólafur Örn Bjarnason skoraði fyrsta mark Brann úr vítaspyrnu í kvöld þegar liðið vann 4-1 sigur á Ham Kam í norsku úrvalsdeildinni. Birkir Már Sævarsson og Kristján Örn Sigurðsson voru einnig í byrjunarliði Brann í leiknum og spiluðu allar 90 mínúturnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Gautaborg lagði Malmö

Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson voru á sínum stað í byrjunarliði Gautaborgar í dag þegar liðið vann 2-0 sigur á Malmö í úrvalsdeildinni. Meistararnir létu finna vel fyrir sér í leiknum sem sýndi sig best á því að tveir leikmanna Malmö voru fluttir alblóðugir af velli til aðhlynningar. Gautaborg er í þriðja sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hannes skoraði í sigri Sundsvall

Sundsvall vann 2-0 útisigur á GAIS í sænska boltanum í kvöld. Sverrir Garðarsson, Ari Freyr Skúlason og Hannes Þ. Sigurðsson léku allan leikinn fyrir Sundsvall.

Fótbolti
Fréttamynd

Djurgården heldur áfram að tapa

Djurgården tapaði enn einu sinni í dag, að þessu sinni fyrir Helsingborg 2-1. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í apríl en þjálfari þess er Sigurður Jónsson.

Fótbolti
Fréttamynd

Aftur tap hjá Gunnari Heiðari

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í Esbjerg hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni. Liðið beið lægri hlut fyrir Velje í dag 0-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Fredrikstad í efsta sætið

Fredrikstad vann Brann 1-0 í norska boltanum í kvöld. Með sigrinum komst Fredrikstad í efsta sæti deildarinnar, hefur eins stigs forskot á Stabæk sem á leik til góða.

Fótbolti
Fréttamynd

Indriði framlengdi við Lyn

Indriði Sigurðsson framlengdi í dag samning sinn við norska úrvalsdeildarfélagið Lyn út leiktíðina 2011. Indriði hefur verið hjá Lyn síðan árið 2005 og í samtali við Aftenposten í dag sagði Indriði aldrei hafa komið til greina að fara annað, en sagt var að nokkur dönsk félög hefðu verið að spyrjast fyrir um hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Molde rótburstaði Brann í bikarnum

Einn leikur fór fram í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Molde gerði sér lítið fyrir og rótburstaði Íslendingalið Brann 8-0 á heimavelli sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hrakfarir Djurgården halda áfram

Í gær hitnaði enn meira undir Sigurði Jónssyni en þá tapaði Djurgården 2-0 fyrir Helsingborg. Djurgården er í 10. sæti deildarinnar og hefur ekki unnið leik síðan í apríl.

Fótbolti
Fréttamynd

Stabæk vann toppslaginn

Stabæk náði fimm stiga forskoti í norsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið gerði sér lítið fyrir og vann Fredrikstad í toppslag deildarinnar 5-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Pálmi búinn að skrifa undir

Pálmi Rafn Pálmason er formlega orðinn leikmaður norska liðsins Stabæk. Hann skrifaði í dag undir samning til þriggja og hálfs árs við liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Brann tapaði fyrir Álasundi

Það urðu óvænt úrslit í norska boltanum í gær. Brann tapaði þá 1-2 á heimavelli fyrir Álasundi en fyrir leikinn hafði Álasund tapað í 12 útileikjum í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Indriði skoraði fyrir Lyn

Þrír leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Indriði Sigurðsson skoraði fyrsta mark Lyn þegar liðið lagði Stomsgodset 3-2 á heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigur hjá Helga og félögum

Helgi Valur Daníelsson og félagar í sænska liðinu Elfsborg unnu 2-1 útisigur á Halmstad í sænska boltanum í dag. Helgi Valur lék allan leikinn á miðju Elfsborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur með jöfnunarmark Brann

Það var sannkallaður Íslendingaslagur í Noregi í kvöld þegar Brann og Lyn gerðu jafntefli 1-1. Ólafur skoraði jöfnunarmark Brann úr vítaspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sundsvall tapaði fyrir Örebro

Íslendingaliðið Sundsvall tapaði fyrir Örebro 2-1 í sænska boltanum í kvöld. Ari Freyr Skúlason og Hannes Þ. Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Sundsvall.

Fótbolti
Fréttamynd

Garðar skoraði tvö

Fredrikstad vann Lilleström 4-0 í norsku úrvalsdeildinni í dag. Garðar Jóhannsson skoraði tvö af mörkunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ragnar maður leiksins

Ragnar Sigurðsson var besti leikmaður IFK Gautaborgar sem vann 2-1 sigur á Djurgården á útivelli í gær samkvæmt Expressen.

Fótbolti
Fréttamynd

Helgi Valur og félagar áfram

Helgi Valur Daníelsson átti góðan leik fyrir sænska liðið Elfsborg sem vann 2-0 heimasigur á Hibernian í Intertoto keppninni. Elfsborg vann leikinn í Skotlandi með sömu markatölu.

Fótbolti
Fréttamynd

Gautaborg vann Djurgården

Gautaborg vann 2-1 útisigur á Sigurði Jónssyni og lærisveinum hans í Djurgården í sænska boltanum í dag. Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku báðir allan leikinn fyrir Gautaborg.

Fótbolti