Mygla

Fréttamynd

Hlaut varan­legan skaða vegna myglu en fær ekki krónu

Orkuveitan hefur verið sýknuð af öllum kröfum konu sem starfaði hjá fyrirtækinu en þurfti að hætta vegna veikinda af völdum myglu. Landsréttur taldi Orkuveituna hafa gripið til nægra ráðstafana með því að færa starfsmenn úr þeim hluta Orkuveituhússins sem var myglaður.

Innlent
Fréttamynd

Mygla og spilli­efni hafi flækt fram­kvæmdirnar

Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós.

Innlent
Fréttamynd

Selja höfuð­stöðvarnar sem voru rýmdar vegna myglu

Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að selja höfuðstöðvar félagsins að Háaleitisbraut 68 í Reykjavík. Lýkur þar með endanlega tæplega hálfrar aldar aðsetri orkufyrirtækis þjóðarinnar á þeim stað. Landsvirkjun hefur ekki haft aðsetur í húsinu í tæpt ár vegna myglu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mygla fannst í stjórn­sýslu­húsinu

Mygla hefur greinst í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík. Niðurstaða greiningar verkfræðistofunnar Verkís hefur leitt í ljós að myglu er að finna á þremur stöðum en að kjallarinn sé verst farinn.

Innlent
Fréttamynd

Mygla í Blóðbankanum hafi ekki á­hrif á starf­semi bankans

Mygla greindist í Blóðbankanum í sumar. Læknir segir ekkert benda til þess að mygla og raki hafi áhrif á blóð sem geymt er í bankanum, loftgæði séu góð í húsinu og forsvaranlegt að halda starfseminni áfram. Öryggi starfsmanna, blóðgjafa og starfseminnar sé tryggt. 

Innlent
Fréttamynd

Mygla í sam­hæfingar­stöð al­manna­varna

Víðir Reynisson segir að það hafi komið upp mygla í rými í samhæfingarstöð almannavarna. Rýminu hefur verið lokað og lokunin mun ekki hafa áhrif á starfsemina. Til greina kemur að flytja starfsemina tímabundið annað á meðan unnið er að viðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

„Mjög þungt högg fyrir Akur­eyri“

Tveir heimilislæknar hafa sagt upp störfum á heilsugæslunni á Akureyri og nýverið var tveimur yfirlæknum sagt upp. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir ástandið þungt högg fyrir bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Mygla varð til þess að báðum yfir­læknum var sagt upp

Báðum yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum en boðið að starfa áfram sem heimilislæknar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að uppsagnir hafi verið nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn.

Innlent
Fréttamynd

Steypan í mörgum skólum varla gerð til að halda vatni

Í Vörðuskóla við Barónstíg í Reykjavík standa nú yfir tilraunir þar sem rannsakað er hvað þarf nákvæmlega að gera til að koma í veg fyrir myglu sem hefur komið upp víða. Framkvæmdastjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir enn fleiri skóla þurfa að búa sig undir það sama á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

Engin réttindi, engin þekking, engin á­byrgð

Um langa hríð hafa lekavandamál og mygla í íbúðarbyggingum verið áberandi umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Haldnar hafa verið fjölmargar ráðstefnur og fundir auk þess sem nefndir hafa verið settar saman til að fjalla um þessi vandamál.

Skoðun
Fréttamynd

Framkvæmdir dregist og skólasetningu frestað

Viðgerðir standa nú yfir á skólalóð Hagaskóla vegna myglu sem fannst í meirihluta bygginga. Uppbygging bráðabirgðahúsnæðis hefur dregist á eftir áætlun og því hefur skólasetningu í lok þessa mánaðar verið frestað.

Innlent
Fréttamynd

Mygla í Val­húsa­skóla

Mygla hefur greinst í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Tvær skólastofur komu verst út í greiningu á húsnæðinu og þarf að bregðast strax við í þeim. Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar er þó bjartsýnn á að rask vegna viðgerða verði ekki of mikið.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra kort­leggur loft­gæði grunn- og leik­skóla­barna

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að ráðast í átaksverkefni um kortlagningu innilofts í skólum og leikskólum. Markmið verkefnisins er að fá yfirsýn yfir stöðuna en samkvæmt minnisblaði ráðherra eru engin heildstæð opinber gögn til um málefnið.

Innlent
Fréttamynd

Skóla­stjóri og fleira starfs­fólk hætt vegna myglu

Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Lands­virkjun flytur vegna myglu

Landsvirkjun er búin að flytja höfuðstöðvar sínar úr Háaleitisbraut 68 vegna myglu sem fannst þar síðasta haust. Frekari rannsóknir sýndu að umfang myglunnar var töluvert. Höfuðstöðvarnar verða nú tímabundið að Katrínartúni 2 í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Myglan hafi engin á­hrif á skóla­haldið

Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. 

Innlent
Fréttamynd

Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa vegna myglu

Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi eru um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Nýlega barst borgarfulltrúum ályktun frá fulltrúum starfsfólks Laugarnesskóla sem segir komið að þolmörkum. 

Innlent
Fréttamynd

Alveg ljóst að kennt verði í MS í haust

Byggingar Menntaskólans við Sund þarfnast mikils viðhalds og loka gæti þurft skólanum í þrjú ár á framkvæmdatímanum. Formaður kennarafélags MS segir þó alveg ljóst að kennt verði við skólann í haust.

Innlent