Ingrid Kuhlman

Fréttamynd

Líknarmeðferð og dánaraðstoð eiga að fara hönd í hönd

Dagana 20.-21. september síðastliðinn var haldin ráðstefnu á vegum World Federation of Right to Die Societies, eða heimssamtaka félaga um dánaraðstoð. Ráðstefnan fór fram í Dyflinni á Írlandi og tóku um 150 manns víðs vegar að úr heiminum þátt. Margar hliðar dánaraðstoðar voru ræddar, þar á meðal tengsl hennar við líknarmeðferð.

Skoðun
Fréttamynd

Hlustum til að skilja

Virk hlustun snýst ekki aðeins um að heyra orðin sem sögð eru heldur einnig um að greina og skilja þær tilfinningar, hugmyndir og undirliggjandi merkingu sem býr að baki orðanna. Virk hlustun krefst óskiptinnar athygli þar sem við setjum eigin skoðanir og fyrirfram gefnar hugmyndir til hliðar til að skapa rými fyrir sjónarhorn viðmælandans.

Skoðun
Fréttamynd

Að þróa og efla grósku­hugar­far

Carol S. Dweck, prófessor í sálfræði við Stanford háskóla, er frumkvöðull í rannsóknum á hugarfari. Í bók sinni Mindset: The New Psychology of Success gerir hún greinarmun á gróskuhugarfari annars vegar (e. growth mindset) og fastmótuðu hugarfari hins vegar (e. fixed mindset).

Skoðun
Fréttamynd

Af­staða fólks með fötlun til dánar­að­stoðar

Umræðan um dánaraðstoð kallar á víðtækt samtal ólíkra hópa samfélagsins. Einn hópur sem hefur lýst yfir áhyggjum af mögulegri lögleiðingu dánaraðstoðar er fólk með fötlun. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð er til umræðu hafa komið fram varnaðarorð frá hagsmunasamtökum fatlaðra.

Skoðun
Fréttamynd

Vegna um­ræðunnar um dánar­að­stoð

Í grein sem birtist á Vísi þann 7. maí síðastliðinn fjallar heimspekingurinn Henry Alexander Henrysson ítarlega um umræðuna um dánaraðstoð. Greinarhöfundur sér ástæðu til að nefna að hann sé vel að sér í málefnum dánaraðstoðar og gagnrýnir málflutning Lífsvirðingu sem hefur leitt umræðuna um málefnið undanfarin sjö ár.

Skoðun
Fréttamynd

Dánar­að­stoð og siða­reglur lækna

Löggjöf um læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying eða MAID) tók gildi í Kaliforníu árið 2016. Samkvæmt lögunum þurfa tveir læknar að meta sjálfstætt hvort sjúklingur (1) eigi 6 mánuði eða skemur eftir, (2) sé fær um að taka upplýsta og sjálfviljuga ákvörðun, og (3) sé andlega hæfur til að taka slíka ákvörðun.

Skoðun
Fréttamynd

Ræktum já­kvæðar til­finningar

Alþjóðlegi hamingjudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 20. mars árið 2013. Dagurinn er m.a. notaður til að draga fram þá þætti sem stuðla að aukinni hamingju. Jákvæðar tilfinningar spila lykilhlutverk í að stuðla að vellíðan og hamingju.

Skoðun
Fréttamynd

Krafturinn í hrósi

Alþjóðlegi hrós­dag­ur­inn, sem er hald­inn hátíðleg­ur 1. mars ár hvert, er gott tækifæri til að minna okkur á kraftinn í hrósinu. Haldið var fyrst upp á hrósdaginn í Hollandi fyr­ir 21 ári en hann hefur síðan þá náð útbreiðslu um heim allan, þar með talið hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Að skilja og takast á við nei­kvæðni­skekkjuna

Neikvæðniskekkjan (e. negativity bias) er sálfræðilegt fyrirbæri þar sem heilinn stillir sig frekar inn á neikvæða atburði, reynslu og upplýsingar en jákvæðar upplifanir. Neikvæðar fréttir í fjölmiðlum toga sem dæmi frekar í okkur en uppbyggilegar fréttir.

Skoðun
Fréttamynd

Af eitraðri já­kvæðni

Þó að það sé almennt talið gagnlegt að hafa jákvætt viðhorf snýst eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) um að viðhalda ávallt jákvæðu hugarfari burtséð frá þeim flóknu og tilfinningalega erfiðu aðstæðum sem maður finnur sig í.

Skoðun
Fréttamynd

Veldu ó­þægindi fram yfir gremju eða eftir­sjá

Við höfum oft tilhneigingu til að forðast óþægindi, t.d. með því að fresta erfiðu samtali, setja ekki mörk í samskiptum, veigra okkur við að biðja um aðstoð, ýta vandamáli á undan okkur eða leggja ekki á okkur aukavinnu til að komast skrefi nær því sem við viljum fá út úr lífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Virkjum kraft til­hlökkunar

Á þýsku er orðatiltæki sem segir: „Vorfreude ist die beste Freude!“, sem þýðir „Jákvæð tilhlökkun (bókstaflega „for-gleði“) er besta tegund af gleði.“ Þó að bæði gleði í núinu og eftirgleði (að ylja sig við góðar minningar) sé mikilvæg, er „forgleði“ eða tilhlökkun vannýtt uppspretta hamingju.

Skoðun
Fréttamynd

Að þora að vera byrjandi

Hvenær gerðir þú síðast eitthvað í fyrsta skipti? Frá því augnabliki sem við fæðumst tileinkum við okkur hug byrjandans þar sem við erum byrjendur í öllu. Á hverjum degi tökumst við á við nýjar áskoranir og óvissu.

Skoðun
Fréttamynd

Listin að slaka á og njóta sumar­frísins

Þó að sumarfríinu sé ætlað að vera tími afslöppunar, samveru og ánægjulegra athafna, getur það einnig valdið kvíða og streitu. Að skipuleggja sumarfrí getur falið í sér samhæfingu og ákvarðanatöku, allt frá því að velja áfangastað, bóka gistingu, pakka niður, undirbúa tjaldvagninn og gera ferðaáætlun.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er gott eða virðu­legt and­lát?

Við hugsum sjaldan mikið um eigið andlát fyrr en það er yfirvofandi. Sigmund Freud sagði reyndar að við værum ófær um að ímynda okkur eigið andlát. Jafnvel þó að við vitum og getum ímyndað okkur fráfall einhvers annars, erum við sannfærð um eigin ódauðleika.

Skoðun
Fréttamynd

Sköpum minningar á Degi barnsins

Í dag 21. maí fögnum við Degi barnsins. Dagurinn, sem helgaður er börnum, var haldinn háíðlegur í fyrsta sinn þann 25. maí 2008. Eitt helsta markmið dagsins er að hvetja til ánægjulegra samverustunda foreldra og barna. Mikilvægt er að skapa fjölskylduvænt samfélag þar börn finna að á þau sé hlustað, þau tilheyri, upplifi ást og öryggi.

Skoðun
Fréttamynd

Máttur góð­vildar í eigin garð

Góðvild í eigin garð er hugtak innan jákvæðrar sálfræði sem vísar til þess að koma fram við sjálfan sig af mildi og hlýju, sérstaklega þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum eða erfiðleikum. Að sögn Kristin Neff, sem er leiðandi fræðimaður og höfundur bóka um góðvild í eigin garð, felur hún í sér þrjá meginþætti.

Skoðun
Fréttamynd

Njótum ís­lenska vorsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða

Að varðveita og njóta, sem kallast á ensku „savoring“, er sú athöfn að meta, taka inn og njóta jákvæðrar upplifunar, skynjunar eða tilfinningar. Þetta snýst um að taka fullan þátt í augnablikinu og beina athyglinni vísvitandi á ánægjulega þætti upplifunar í þeim tilgangi til að auka hamingjutilfinningar og þakklæti.

Skoðun
Fréttamynd

Góð barna­bók er gulli betri

Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar er haldinn hátíðlegur árlega í kringum 2. apríl, sem er fæðingardagur ævintýraskáldsins Hans Christian Andersen. Að þessu sinni er hann haldinn hérlendis í dag, 13. apríl. Tilgangur dagsins er að minna á mikilvægi barnabóka.

Skoðun
Fréttamynd

Máttur örkær­leika í dag­legu lífi

Örkærleikur („micro kindness“) felur í sér litlar einlægar og sjálfviljugar athafnir og viðhorf sem sýna öðrum að við kunnum að meta þá. Örkærleikur getur lífgað upp á daginn hjá öðrum og stuðlað að jákvæðum samskiptum.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðlum að vel­líðan barna

Alþjóðlegi ham­ingju­dag­ur­inn er hald­inn í ellefta sinn í dag, 20. mars, að frum­kvæði Sam­einuðu þjóðanna. Mark­miðið er að vekja stjórn­völd og ein­stak­linga til vit­und­ar um mik­il­vægi ham­ingj­unn­ar.

Skoðun
Fréttamynd

Hrós getur gert krafta­verk

Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. mars um heim all­an. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyr­ir 20 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Markmiðið með deginum er að stuðla að aukinni vellíðan með því að hvetja fólk til að gefa og þiggja hrós.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­væntar stað­reyndir um ást og vel­líðan

Valentínusardagurinn er runninn upp á ný, dagur sem er helgaður ástinni og sveipaður rósrauðum ljóma. Þrátt fyrir það sem kortafyrirtæki, súkkulaðiframleiðendur og blómasalar telja okkur trú um, snýst það að elska um meira en að gefa blóm, konfekt eða Valentínusarkort. Það að finna, deila og gefa ást getur haft djúpstæð áhrif á líkamlega heilsu okkar, efnafræði heilans og almenna vellíðan.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2