Skoðun Lengi hefur Fjallkonan hrópað á hjálp! Árið 1888, fyrir 124 árum, heldur Jón Bjarnason prestur, fyrst í Álftafirði og svo í Gimli í Nýja Íslandi, erindi um Ísland. Það var flutt í Dakota á 4. ársþingi hins ev.lút. kirkjufélags í Vesturheimi. Erindið fjallar að mestu leyti um hina skelfilegu gróðureyðingu á Íslandi. Síðan að skóginum var eytt sé hún orðin mjög hraðfara, nú liggi jarðvegurinn sem er ekki þegar eyddur opinn fyrir algerri eyðileggingu. Á meðan fjallshlíðarnar, holtin og hæðirnar voru hrísi vaxnar hélst jarðvegurinn kyrr. Það var ekki heyjað nóg fyrir skepnurnar sem settar voru á. Þess í stað var treyst sem mest á vetrarbeit sem var, og er, einhver versta landnýting sem hugsast getur, segir landfræðingurinn Ólafur Arnalds. Skoðun 5.9.2012 18:01 Nýtur ríkisstjórnin sannmælis? Núverandi ríkisstjórn er með eindæmum óvinsæl um þessar mundir. Nýjustu kannanir mæla stuðning við stjórnina upp á aðeins 34%. Þetta er einkennilegt í ljósi þess hversu vel hefur gengið að koma hagkerfinu aftur á rétta braut eftir hrunið og einnig í ljósi þess hversu mörgum stórum og mikilvægum málum ríkisstjórninni hefur tekist að koma í gegn á skömmum tíma. Skoðun 5.9.2012 18:01 Það er mikilvægt að eiga val: fermingarfrelsi í aldarfjórðung! Árið 1988 datt mér í hug að efna til borgaralegrar fermingar á Íslandi. Ég þekkti til slíkra ferminga í öðrum löndum sem voru óháðar trú og börnin mín sem voru að nálgast fermingaraldur höfðu áhuga á slíku vegna þess að við erum ekki kristin. Ég skrifaði grein í dagblöðin og sagði að börnin mín myndu verða fyrstu Íslendingarnir til að fermast borgaralega og spurði hvort fleiri vildu vera með. Síminn byrjaði að hringja og hefur ekki stoppað síðan. Það sem ég ætlaði að gera einu sinni hefur orðið að ævistarfi. Fimmtán aðrar fjölskyldur höfðu samband við mig fyrsta árið og við bjuggum til nefnd sem setti saman fermingarnámskeið. Við tókum til fyrirmyndar skipulag Norðmanna sem hafa staðið að borgaralegum fermingum síðan 1951. Við höfum verið að þróa námskeiðið síðan. Skoðun 5.9.2012 18:01 Ríkið tekur til sín stóran hluta lífeyrissjóðsgreiðslna Hið opinbera klípur, oft duglega, af greiðslum til lífeyrisþega úr tveimur áttum. Annars vegar í gegnum tekjuskatt og/eða fjármagnstekjuskatt og hins vegar með tekjutengingum, þar sem skattskyldar tekjur fyrir skatt skerða lífeyrisgreiðslur, sem fólk fær úr almannatryggingakerfinu. Veigamest er tekjutengingin á sérstaka uppbót til framfærslu, en hún skerðist krónu á móti krónu (100% skerðing) við skattskyldar tekjur fyrir skatt. Lítum á dæmi: Skoðun 5.9.2012 18:01 Fjölföldun er ekki í boði Í upphafi nýrrar árstíðar, eins og nú þegar haustönn er að ganga í garð, óska ég þess ætíð að ég gæti fjölfaldað sjálfa mig. Vegna þess að það er svo ótrúlega margt skemmtilegt, spennandi og uppbyggjandi í boði, lítið bara yfir síður dagblaðanna. Ótal viðburðir, námskeið og tilboð um þátttöku í öllu sem nöfnum tjáir að nefna, auðvitað er þetta framboð bara dásemdin ein í sjálfu sér og vitnar um kraft og líf samfélagsins okkar. Skoðun 5.9.2012 18:02 Er Strætó bs ekki fyrir fatlaða? Mál sem hefur vakið litla athygli er fyrirhugað útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. En er þetta ekki þjónusta sem á heima undir hatti Strætó? Skoðun 5.9.2012 18:01 Ben Stiller og samkeppnishæfni Fréttir af Ben Stiller og fylgdarliði hans hafa verið áberandi á síðustu vikum og mánuðum. Það er ekki hægt annað en vera stoltur af athyglinni sem vakin er á landinu okkar með veru hans og annarra kvikmyndastjarna hér. En það er vert að minna sig á það af hverju þau eru hér. Við viljum gjarnan tengja það beint við okkar stórbrotna landslag og fögru náttúru sem að sjálfsögðu eiga þar stóran þátt. En fyrst og fremst komum við til greina sem tökustaður fyrir stórmyndir eins og "The Secret life of Walter Mitty“ vegna laga um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar sem sett voru árið 1999. Lögin byggja á því að veita endurgreiðslu á 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda sem fellur til á Íslandi. Við setningu þessara laga varð Ísland samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi sem tökustaður fyrir erlendar stórmyndir. Skoðun 5.9.2012 18:01 Staðan í dag Þann 1. september fékk ég útborgað. Það heyrir ekki til tíðinda hjá launþegum en þessi útborgun gerði mig hugsi. Föstudaginn 31. ágúst sat ég ráðstefnu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis um innleiðingu sex nýrra grunnþátta í allt skólastarf. Grunnþættirnir auk annarra breytinga sem kveðið er á um í nýjum lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla valda umbyltingu í öllu skólastarfi. Ég fagna breytingunum en innleiðingarferli er ekki til og fjármagn er óskilgreint. Með öðrum orðum; það fjármagn og sú fræðsla sem þarf til að barnið komist til manns er ekki til staðar. Þetta mun auka það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum og þeir eiga ekkert að fá borgað fyrir ómakið. Mér var kennt að gera alltaf mitt besta og nýta hvert tækifæri vel en hér er það ekki í boði. Skoðun 5.9.2012 18:01 Vilja konur láta nauðga sér? Töluverð umræða hefur sprottið í kjölfar útgáfu bókar þar sem konur lýsa kynferðislegum fantasíum sínum. Án þess að hafa séð umrædda bók hef ég hnotið um umfjöllun þar sem spurt er hvort skrif af þessu tagi séu til þess fallin að endurvekja mýtuna um að innst inni þrái konur að láta nauðga sér. Þýðir nei kannski ekki nei? Skoðun 5.9.2012 18:01 Ég sé fyrir mér mennskan heim Þegar ég vaknaði einn fallegan morgun í janúar 1996 eða fyrir 16 árum setti ég á blað persónulega yfirlýsingu sem ég nefndi "Ég sé fyrir mér mennskan heim“. Það sem þarna var ritað stóð einhvern veginn ljóslifandi fyrir mér og tiltrú mín hefur ekki minnkað á þá mennsku framtíð sem þar er lýst þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sem við göngum nú í gegnum. Ekki síst er tiltrú mín sterk á unga fólkið sem er kraftmikið og skapandi og reiðubúið til þess að leita nýrra leiða eins og kom vel fram í bús-áhaldabyltingunni sem ekki hefði átt sér stað án þess. Skoðun 5.9.2012 18:01 Lítil athugasemd Í Fréttablaðinu 3. sept. sl. vakti athygli mína lítil klausa. Tilefnið var undirskrift gegn því að öræfi Íslands væru seld útlendingum, en greinarhöfundur setur síðan atburðinn í óvænt samhengi við undirskriftasöfnun sextíumenninganna frá 1964 þar sem hvatt var til takmörkunar á útsendingum hersjónvarpsins sem þá var við lýði. Skoðun 4.9.2012 21:44 Að finnast lífið vera ævintýri Eftir stúdentspróf ákvað ég að fara að vinna á leikskóla. Ég var heppinn með vinnustað því þar var mér treyst til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi á deildinni minni. Ég beið með óþreyju hvers deildarfundar þar sem skoðanir mínar voru virtar en vænst þótti mér um að fá minn eigin hóp til að vinna með. Hópurinn samanstóð af nokkrum fjögurra ára einstaklingum. Eitt af því sem ég tók mér fyrir hendur var að fara með hópinn í skipulagða vettvangsferð í hverri viku. Við tókum með okkur farangur svo sem stækkunargler, vatnsbrúsa og stundum rúsínupoka. Ferðin var skipulögð af mér um nærumhverfi leikskólans. Með þessum börnum lærði ég í fyrsta skipti á mínum ferli eitthvað nýtt. Ég uppgötvaði að kennsla er alltaf gagnkvæm. Ég lærði kennslufræði. Skoðun 4.9.2012 17:01 Frönsk barnalög tryggja mannréttindi Frönsku barnalögin frá 4. mars 2002 tryggja mannréttindi barna og foreldra, eins og sænsk og norsk barnalög. Enda meta löggjafar Frakklands, Svíþjóðar og Noregs þau grunnréttindi að börn njóti heilbrigðra tengsla við báða foreldra sína og báðar stórfjölskyldur – og þau grunnréttindi að foreldrar eigi óheft og eðlileg samskipti við börnin sín – meðal allra ríkustu mannréttinda. Skoðun 4.9.2012 17:02 Burt með allt pukur og baktjaldamakk Í síðustu viku skýrði framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá því opinberlega að „starfshópur" væri að útfæra þá hugmynd að val á framboðslistum flokksins í næstu alþingiskosningum færi fram „á fulltrúaráðsfundi" eins og það var orðað. Flesta stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hefur vafalaust sett hljóða við þessi tíðindi. Skoðun 4.9.2012 17:01 Nýtt ráðuneyti allra atvinnugreina Á laugardaginn tók til starfa nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og með því hafa stjórnvöld og atvinnulífið eignast öflugt tæki til stefnumótunar, framþróunar og nýsköpunar. Markmiðið er skýrt og klárt – að búa eins vel og kostur er í haginn fyrir öflugt atvinnulíf. Skoðun 4.9.2012 21:44 Vilt þú að náttúruauðlindir verði þjóðareign? Skoðun 4.9.2012 17:12 Hestamenn hunsaðir Nú er til kynningar hjá Reykjavíkurborg nýtt deiliskipulag fyrir Heiðmörk og hægt að gera athugasemdir við það til 12. september nk. Hestaíþróttin er þriðja fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ með um tólf þúsund félagsmenn. Á höfuðborgarsvæðinu einu eru skráðir félagsmenn um sex þúsund. Fjöldi þeirra sem stunda hestamennsku er þó mun meiri þar sem stór hluti hestamanna er ekki félagsbundinn. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig margir reiðskólar og hestaleigur og áætlað er að um átján þúsund manns stundi hestamennsku á ári hverju á höfuðborgarsvæðinu. Skoðun 3.9.2012 17:12 Skólaforeldrar í aðalhlutverki Nú í haust hófu um það bil 1.400 nýir nemendur skólagöngu í 1. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Við þau tímamót er gaman að láta hugann reika til þess dags þegar við foreldrarnir vorum í þessum sporum og mættum full eftirvæntingar fyrsta skóladaginn. Þetta er stór dagur fyrir börnin en ekki síður fyrir okkur foreldrana. Litlu ungarnir okkar á leið inn í tíu ára grunnskólaferðalag og við teljum okkur jú vita manna best hvað þau eiga eftir að læra og reyna á vegferð þessari. Skoðun 3.9.2012 17:12 Krónan á þunnum ís, 1. hluti Íslandi hefur tekist vel upp í glímu sinni við afleiðingar bankakreppunnar og þjóðir heims líta nú til landsins í leit að lausnum á eigin vandamálum. Þetta þýðir ekki að Ísland sé komið á lygnan sjó. Þvert á móti stendur landið frammi fyrir óleystum vandamálum sem takast þarf á við á næstu árum. Á Íslandi búa 315.000 íbúar og þeir halda úti óháðum gjaldmiðli án þess að festa gengi hans við nokkurn annan gjaldmiðil. Þessi gjaldmiðill er íslenska krónan. Íslendingar þurfa að svara þeirri spurningu hvort það sé heppilegt fyrirkomulag að búa áfram við krónuna. Skoðun 3.9.2012 17:12 Aukið öryggi á norðlægum slóðum Umtalsverðar breytingar hafa orðið á framkvæmd varnarstarfsins við Bandaríkin eftir brottför varnarliðsins árið 2006. Breyttar aðstæður á alþjóðavettvangi kölluðu á endurskoðun á stefnu íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum. Skoðun 3.9.2012 17:12 Það er ekki hlaupið að því að fá örorkumat Að vera öryrki er hugtak sem erfitt er að útskýra. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma sem viðkomandi hefur orðið fyrir á lífsleiðinni. Það að verða öryrki er langt og flókið ferli. Ef viðkomandi er á vinnumarkaði við slys fær hann laun í veikindaleyfi samkvæmt samningi þess verkalýðsfélags sem hann er í. Veikindalaun greiðast eftir áunnum réttindum, en því næst fær hann greitt frá sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Mismunandi er hvað þær greiðslur berast lengi, en yfirleitt ekki meira en ár. Því næst fer fram mat á því hvort viðkomandi geti farið í endurhæfingu sem er líkleg til að skila árangri. Ef svo er þá er sótt um endurhæfingarlífeyri, annars er sótt um örorkulífeyri. Viðkomandi getur einnig farið í örorkumat hjá lífeyrissjóði sínum. Skoðun 3.9.2012 17:12 Frændi minn er með krabbamein Frændi minn er með krabbamein og var eitthvað ósáttur við að vera sendur heim af spítalanum vegna þess að tæki sem er hluti af meðferð hans var bilað. Samkvæmt fréttum þá kostar svona tæki um fjögur hundruð milljónir króna. Það eru ekki til peningar segja stjórnmálamennirnir sem hafa sumir unnið myrkranna á milli í þrjú ár og eru orðnir þreyttir. Ég sagði frænda mínum að vera ekki að þessu væli, honum væri ekki vorkunn, stjórnvöld væru alltaf að hugsa um hann en það væru ekki til peningar. Honum væri nær að hugsa um þreyttu stjórnmálamennina sem væru alltaf að vinna, enginn vorkenndi þeim. Skoðun 3.9.2012 17:12 Úrskurður um aukið meðlag – brot á jafnréttislögum? Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. Þegar foreldrar barns búa ekki saman hér á Íslandi er lágmarksframfærsla með barni svokallað einfalt meðlag sem er fastsett af Tryggingastofnun ríkisins. Í dag nemur einfalt meðlag kr. 24.230 kr. Meðlagið tilheyrir barninu en það er forsjárforeldrið eða það foreldrið sem barn býr hjá sem tekur við meðlaginu og hefur umsjón með því. Skoðun 3.9.2012 17:12 Er Georg Bjarnfreðarson hæfastur? Kærunefnd jafnréttismála er áhrifamikill úrskurðaraðili í deilumálum um opinberar ráðningar hér á landi. Þegar kærunefndin tekur mál til umfjöllunar leggur hún almennt til hliðar fyrra mat sem gert hefur verið og framkvæmir sitt eigið sjálfstæða mat á kæranda og þeim sem var ráðinn. Kærunefndin úrskurðar svo um hæfni þeirra, oft með mjög afgerandi hætti. Skoðun 3.9.2012 17:12 Hvatning til kennara Kennarar þurfa hvatningu og þakklæti eins og aðrir. Að fá jákvæð viðbrögð við góðri frammistöðu til að gera sitt besta. En þetta gleymist því miður allt of oft. Skoðun 3.9.2012 17:12 Hvað ef það væri þitt barn? Síðustu daga og vikur hafa fjölmiðlar fjallað um málefni lítils drengs með þroskahömlun. Litli drengurinn hefur gengið í almennan grunnskóla fram að þessu. Þar líður honum ekki vel og foreldrar hans hafa metið það svo að hag hans sé betur borgið í Klettaskóla sem er er sérskóli fyrir þroskahömluð og fötluð börn. En sérfræðingarnir segja nei, í umboði pólitíkusa eins og þín, og þeir hafa ekki einu sinni hitt barnið að sögn foreldranna. Skoðun 3.9.2012 17:12 Foreldrar komi að ráðningum skólastjóra grunnskólanna Víða erlendis taka foreldrar grunnskólabarna mun virkari þátt í ráðningarferli skólastjóra en tíðkast á Íslandi. Talið er æskilegt að foreldrar, skattgreiðendur, hafi þannig beina aðkomu að þeirri lykilákvörðun, sem ráðning skólastjóra vissulega er fyrir skólann og viðkomandi íbúahverfi. Skoðun 3.9.2012 17:12 Valkostur í stjórnarskrármálinu Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í kjölfar búsáhaldabyltingar, snemma árs 2009, varpaði ég fram þeirri spurningu hvort það væri sanngjörn ályktun að lýðveldisstjórnarskráin hefði brugðist íslensku samfélagi og hvort það væri óhjákvæmilegur þáttur í viðreisn Íslands að byrjað væri frá grunni við mótun íslenskrar stjórnskipunar. Skoðun 29.8.2012 17:14 Minni þjónusta Hversu langt er hægt að ganga í niðurskurði í framhaldsskólum á sama tíma og þess er krafist að skólarnir innleiði nýja aðalnámskrá sem ætlað er að auka gæði náms og kennslu, bæta þjónustu við nemendur og stuðla að fjölbreyttara skólastarfi? Skoðun 27.8.2012 17:06 Þegar niðurlæging og ofbeldi er fyndið og flott Hvernig getum við bætt samfélagið okkar? Hvernig getum við hvert og eitt lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að samfélagið okkar temji sér siði, venjur, viðhorf og samskipti sem endurspegla ætíð jákvæð gildi? Gildi sem við erum öll sammála um á hátíðarstundum en virðast hreinlega afskrifuð við ákveðnar aðstæður eða atburði eins og þau eigi ekki við þar og þá sé bara eðlilegt og sjálfsagt að vaða fram með öðrum hætti. Skoðun 27.8.2012 22:07 « ‹ 23 24 25 26 27 28 29 30 31 … 45 ›
Lengi hefur Fjallkonan hrópað á hjálp! Árið 1888, fyrir 124 árum, heldur Jón Bjarnason prestur, fyrst í Álftafirði og svo í Gimli í Nýja Íslandi, erindi um Ísland. Það var flutt í Dakota á 4. ársþingi hins ev.lút. kirkjufélags í Vesturheimi. Erindið fjallar að mestu leyti um hina skelfilegu gróðureyðingu á Íslandi. Síðan að skóginum var eytt sé hún orðin mjög hraðfara, nú liggi jarðvegurinn sem er ekki þegar eyddur opinn fyrir algerri eyðileggingu. Á meðan fjallshlíðarnar, holtin og hæðirnar voru hrísi vaxnar hélst jarðvegurinn kyrr. Það var ekki heyjað nóg fyrir skepnurnar sem settar voru á. Þess í stað var treyst sem mest á vetrarbeit sem var, og er, einhver versta landnýting sem hugsast getur, segir landfræðingurinn Ólafur Arnalds. Skoðun 5.9.2012 18:01
Nýtur ríkisstjórnin sannmælis? Núverandi ríkisstjórn er með eindæmum óvinsæl um þessar mundir. Nýjustu kannanir mæla stuðning við stjórnina upp á aðeins 34%. Þetta er einkennilegt í ljósi þess hversu vel hefur gengið að koma hagkerfinu aftur á rétta braut eftir hrunið og einnig í ljósi þess hversu mörgum stórum og mikilvægum málum ríkisstjórninni hefur tekist að koma í gegn á skömmum tíma. Skoðun 5.9.2012 18:01
Það er mikilvægt að eiga val: fermingarfrelsi í aldarfjórðung! Árið 1988 datt mér í hug að efna til borgaralegrar fermingar á Íslandi. Ég þekkti til slíkra ferminga í öðrum löndum sem voru óháðar trú og börnin mín sem voru að nálgast fermingaraldur höfðu áhuga á slíku vegna þess að við erum ekki kristin. Ég skrifaði grein í dagblöðin og sagði að börnin mín myndu verða fyrstu Íslendingarnir til að fermast borgaralega og spurði hvort fleiri vildu vera með. Síminn byrjaði að hringja og hefur ekki stoppað síðan. Það sem ég ætlaði að gera einu sinni hefur orðið að ævistarfi. Fimmtán aðrar fjölskyldur höfðu samband við mig fyrsta árið og við bjuggum til nefnd sem setti saman fermingarnámskeið. Við tókum til fyrirmyndar skipulag Norðmanna sem hafa staðið að borgaralegum fermingum síðan 1951. Við höfum verið að þróa námskeiðið síðan. Skoðun 5.9.2012 18:01
Ríkið tekur til sín stóran hluta lífeyrissjóðsgreiðslna Hið opinbera klípur, oft duglega, af greiðslum til lífeyrisþega úr tveimur áttum. Annars vegar í gegnum tekjuskatt og/eða fjármagnstekjuskatt og hins vegar með tekjutengingum, þar sem skattskyldar tekjur fyrir skatt skerða lífeyrisgreiðslur, sem fólk fær úr almannatryggingakerfinu. Veigamest er tekjutengingin á sérstaka uppbót til framfærslu, en hún skerðist krónu á móti krónu (100% skerðing) við skattskyldar tekjur fyrir skatt. Lítum á dæmi: Skoðun 5.9.2012 18:01
Fjölföldun er ekki í boði Í upphafi nýrrar árstíðar, eins og nú þegar haustönn er að ganga í garð, óska ég þess ætíð að ég gæti fjölfaldað sjálfa mig. Vegna þess að það er svo ótrúlega margt skemmtilegt, spennandi og uppbyggjandi í boði, lítið bara yfir síður dagblaðanna. Ótal viðburðir, námskeið og tilboð um þátttöku í öllu sem nöfnum tjáir að nefna, auðvitað er þetta framboð bara dásemdin ein í sjálfu sér og vitnar um kraft og líf samfélagsins okkar. Skoðun 5.9.2012 18:02
Er Strætó bs ekki fyrir fatlaða? Mál sem hefur vakið litla athygli er fyrirhugað útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. En er þetta ekki þjónusta sem á heima undir hatti Strætó? Skoðun 5.9.2012 18:01
Ben Stiller og samkeppnishæfni Fréttir af Ben Stiller og fylgdarliði hans hafa verið áberandi á síðustu vikum og mánuðum. Það er ekki hægt annað en vera stoltur af athyglinni sem vakin er á landinu okkar með veru hans og annarra kvikmyndastjarna hér. En það er vert að minna sig á það af hverju þau eru hér. Við viljum gjarnan tengja það beint við okkar stórbrotna landslag og fögru náttúru sem að sjálfsögðu eiga þar stóran þátt. En fyrst og fremst komum við til greina sem tökustaður fyrir stórmyndir eins og "The Secret life of Walter Mitty“ vegna laga um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar sem sett voru árið 1999. Lögin byggja á því að veita endurgreiðslu á 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda sem fellur til á Íslandi. Við setningu þessara laga varð Ísland samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi sem tökustaður fyrir erlendar stórmyndir. Skoðun 5.9.2012 18:01
Staðan í dag Þann 1. september fékk ég útborgað. Það heyrir ekki til tíðinda hjá launþegum en þessi útborgun gerði mig hugsi. Föstudaginn 31. ágúst sat ég ráðstefnu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis um innleiðingu sex nýrra grunnþátta í allt skólastarf. Grunnþættirnir auk annarra breytinga sem kveðið er á um í nýjum lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla valda umbyltingu í öllu skólastarfi. Ég fagna breytingunum en innleiðingarferli er ekki til og fjármagn er óskilgreint. Með öðrum orðum; það fjármagn og sú fræðsla sem þarf til að barnið komist til manns er ekki til staðar. Þetta mun auka það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum og þeir eiga ekkert að fá borgað fyrir ómakið. Mér var kennt að gera alltaf mitt besta og nýta hvert tækifæri vel en hér er það ekki í boði. Skoðun 5.9.2012 18:01
Vilja konur láta nauðga sér? Töluverð umræða hefur sprottið í kjölfar útgáfu bókar þar sem konur lýsa kynferðislegum fantasíum sínum. Án þess að hafa séð umrædda bók hef ég hnotið um umfjöllun þar sem spurt er hvort skrif af þessu tagi séu til þess fallin að endurvekja mýtuna um að innst inni þrái konur að láta nauðga sér. Þýðir nei kannski ekki nei? Skoðun 5.9.2012 18:01
Ég sé fyrir mér mennskan heim Þegar ég vaknaði einn fallegan morgun í janúar 1996 eða fyrir 16 árum setti ég á blað persónulega yfirlýsingu sem ég nefndi "Ég sé fyrir mér mennskan heim“. Það sem þarna var ritað stóð einhvern veginn ljóslifandi fyrir mér og tiltrú mín hefur ekki minnkað á þá mennsku framtíð sem þar er lýst þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sem við göngum nú í gegnum. Ekki síst er tiltrú mín sterk á unga fólkið sem er kraftmikið og skapandi og reiðubúið til þess að leita nýrra leiða eins og kom vel fram í bús-áhaldabyltingunni sem ekki hefði átt sér stað án þess. Skoðun 5.9.2012 18:01
Lítil athugasemd Í Fréttablaðinu 3. sept. sl. vakti athygli mína lítil klausa. Tilefnið var undirskrift gegn því að öræfi Íslands væru seld útlendingum, en greinarhöfundur setur síðan atburðinn í óvænt samhengi við undirskriftasöfnun sextíumenninganna frá 1964 þar sem hvatt var til takmörkunar á útsendingum hersjónvarpsins sem þá var við lýði. Skoðun 4.9.2012 21:44
Að finnast lífið vera ævintýri Eftir stúdentspróf ákvað ég að fara að vinna á leikskóla. Ég var heppinn með vinnustað því þar var mér treyst til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi á deildinni minni. Ég beið með óþreyju hvers deildarfundar þar sem skoðanir mínar voru virtar en vænst þótti mér um að fá minn eigin hóp til að vinna með. Hópurinn samanstóð af nokkrum fjögurra ára einstaklingum. Eitt af því sem ég tók mér fyrir hendur var að fara með hópinn í skipulagða vettvangsferð í hverri viku. Við tókum með okkur farangur svo sem stækkunargler, vatnsbrúsa og stundum rúsínupoka. Ferðin var skipulögð af mér um nærumhverfi leikskólans. Með þessum börnum lærði ég í fyrsta skipti á mínum ferli eitthvað nýtt. Ég uppgötvaði að kennsla er alltaf gagnkvæm. Ég lærði kennslufræði. Skoðun 4.9.2012 17:01
Frönsk barnalög tryggja mannréttindi Frönsku barnalögin frá 4. mars 2002 tryggja mannréttindi barna og foreldra, eins og sænsk og norsk barnalög. Enda meta löggjafar Frakklands, Svíþjóðar og Noregs þau grunnréttindi að börn njóti heilbrigðra tengsla við báða foreldra sína og báðar stórfjölskyldur – og þau grunnréttindi að foreldrar eigi óheft og eðlileg samskipti við börnin sín – meðal allra ríkustu mannréttinda. Skoðun 4.9.2012 17:02
Burt með allt pukur og baktjaldamakk Í síðustu viku skýrði framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá því opinberlega að „starfshópur" væri að útfæra þá hugmynd að val á framboðslistum flokksins í næstu alþingiskosningum færi fram „á fulltrúaráðsfundi" eins og það var orðað. Flesta stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hefur vafalaust sett hljóða við þessi tíðindi. Skoðun 4.9.2012 17:01
Nýtt ráðuneyti allra atvinnugreina Á laugardaginn tók til starfa nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og með því hafa stjórnvöld og atvinnulífið eignast öflugt tæki til stefnumótunar, framþróunar og nýsköpunar. Markmiðið er skýrt og klárt – að búa eins vel og kostur er í haginn fyrir öflugt atvinnulíf. Skoðun 4.9.2012 21:44
Hestamenn hunsaðir Nú er til kynningar hjá Reykjavíkurborg nýtt deiliskipulag fyrir Heiðmörk og hægt að gera athugasemdir við það til 12. september nk. Hestaíþróttin er þriðja fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ með um tólf þúsund félagsmenn. Á höfuðborgarsvæðinu einu eru skráðir félagsmenn um sex þúsund. Fjöldi þeirra sem stunda hestamennsku er þó mun meiri þar sem stór hluti hestamanna er ekki félagsbundinn. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig margir reiðskólar og hestaleigur og áætlað er að um átján þúsund manns stundi hestamennsku á ári hverju á höfuðborgarsvæðinu. Skoðun 3.9.2012 17:12
Skólaforeldrar í aðalhlutverki Nú í haust hófu um það bil 1.400 nýir nemendur skólagöngu í 1. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Við þau tímamót er gaman að láta hugann reika til þess dags þegar við foreldrarnir vorum í þessum sporum og mættum full eftirvæntingar fyrsta skóladaginn. Þetta er stór dagur fyrir börnin en ekki síður fyrir okkur foreldrana. Litlu ungarnir okkar á leið inn í tíu ára grunnskólaferðalag og við teljum okkur jú vita manna best hvað þau eiga eftir að læra og reyna á vegferð þessari. Skoðun 3.9.2012 17:12
Krónan á þunnum ís, 1. hluti Íslandi hefur tekist vel upp í glímu sinni við afleiðingar bankakreppunnar og þjóðir heims líta nú til landsins í leit að lausnum á eigin vandamálum. Þetta þýðir ekki að Ísland sé komið á lygnan sjó. Þvert á móti stendur landið frammi fyrir óleystum vandamálum sem takast þarf á við á næstu árum. Á Íslandi búa 315.000 íbúar og þeir halda úti óháðum gjaldmiðli án þess að festa gengi hans við nokkurn annan gjaldmiðil. Þessi gjaldmiðill er íslenska krónan. Íslendingar þurfa að svara þeirri spurningu hvort það sé heppilegt fyrirkomulag að búa áfram við krónuna. Skoðun 3.9.2012 17:12
Aukið öryggi á norðlægum slóðum Umtalsverðar breytingar hafa orðið á framkvæmd varnarstarfsins við Bandaríkin eftir brottför varnarliðsins árið 2006. Breyttar aðstæður á alþjóðavettvangi kölluðu á endurskoðun á stefnu íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum. Skoðun 3.9.2012 17:12
Það er ekki hlaupið að því að fá örorkumat Að vera öryrki er hugtak sem erfitt er að útskýra. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma sem viðkomandi hefur orðið fyrir á lífsleiðinni. Það að verða öryrki er langt og flókið ferli. Ef viðkomandi er á vinnumarkaði við slys fær hann laun í veikindaleyfi samkvæmt samningi þess verkalýðsfélags sem hann er í. Veikindalaun greiðast eftir áunnum réttindum, en því næst fær hann greitt frá sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Mismunandi er hvað þær greiðslur berast lengi, en yfirleitt ekki meira en ár. Því næst fer fram mat á því hvort viðkomandi geti farið í endurhæfingu sem er líkleg til að skila árangri. Ef svo er þá er sótt um endurhæfingarlífeyri, annars er sótt um örorkulífeyri. Viðkomandi getur einnig farið í örorkumat hjá lífeyrissjóði sínum. Skoðun 3.9.2012 17:12
Frændi minn er með krabbamein Frændi minn er með krabbamein og var eitthvað ósáttur við að vera sendur heim af spítalanum vegna þess að tæki sem er hluti af meðferð hans var bilað. Samkvæmt fréttum þá kostar svona tæki um fjögur hundruð milljónir króna. Það eru ekki til peningar segja stjórnmálamennirnir sem hafa sumir unnið myrkranna á milli í þrjú ár og eru orðnir þreyttir. Ég sagði frænda mínum að vera ekki að þessu væli, honum væri ekki vorkunn, stjórnvöld væru alltaf að hugsa um hann en það væru ekki til peningar. Honum væri nær að hugsa um þreyttu stjórnmálamennina sem væru alltaf að vinna, enginn vorkenndi þeim. Skoðun 3.9.2012 17:12
Úrskurður um aukið meðlag – brot á jafnréttislögum? Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. Þegar foreldrar barns búa ekki saman hér á Íslandi er lágmarksframfærsla með barni svokallað einfalt meðlag sem er fastsett af Tryggingastofnun ríkisins. Í dag nemur einfalt meðlag kr. 24.230 kr. Meðlagið tilheyrir barninu en það er forsjárforeldrið eða það foreldrið sem barn býr hjá sem tekur við meðlaginu og hefur umsjón með því. Skoðun 3.9.2012 17:12
Er Georg Bjarnfreðarson hæfastur? Kærunefnd jafnréttismála er áhrifamikill úrskurðaraðili í deilumálum um opinberar ráðningar hér á landi. Þegar kærunefndin tekur mál til umfjöllunar leggur hún almennt til hliðar fyrra mat sem gert hefur verið og framkvæmir sitt eigið sjálfstæða mat á kæranda og þeim sem var ráðinn. Kærunefndin úrskurðar svo um hæfni þeirra, oft með mjög afgerandi hætti. Skoðun 3.9.2012 17:12
Hvatning til kennara Kennarar þurfa hvatningu og þakklæti eins og aðrir. Að fá jákvæð viðbrögð við góðri frammistöðu til að gera sitt besta. En þetta gleymist því miður allt of oft. Skoðun 3.9.2012 17:12
Hvað ef það væri þitt barn? Síðustu daga og vikur hafa fjölmiðlar fjallað um málefni lítils drengs með þroskahömlun. Litli drengurinn hefur gengið í almennan grunnskóla fram að þessu. Þar líður honum ekki vel og foreldrar hans hafa metið það svo að hag hans sé betur borgið í Klettaskóla sem er er sérskóli fyrir þroskahömluð og fötluð börn. En sérfræðingarnir segja nei, í umboði pólitíkusa eins og þín, og þeir hafa ekki einu sinni hitt barnið að sögn foreldranna. Skoðun 3.9.2012 17:12
Foreldrar komi að ráðningum skólastjóra grunnskólanna Víða erlendis taka foreldrar grunnskólabarna mun virkari þátt í ráðningarferli skólastjóra en tíðkast á Íslandi. Talið er æskilegt að foreldrar, skattgreiðendur, hafi þannig beina aðkomu að þeirri lykilákvörðun, sem ráðning skólastjóra vissulega er fyrir skólann og viðkomandi íbúahverfi. Skoðun 3.9.2012 17:12
Valkostur í stjórnarskrármálinu Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í kjölfar búsáhaldabyltingar, snemma árs 2009, varpaði ég fram þeirri spurningu hvort það væri sanngjörn ályktun að lýðveldisstjórnarskráin hefði brugðist íslensku samfélagi og hvort það væri óhjákvæmilegur þáttur í viðreisn Íslands að byrjað væri frá grunni við mótun íslenskrar stjórnskipunar. Skoðun 29.8.2012 17:14
Minni þjónusta Hversu langt er hægt að ganga í niðurskurði í framhaldsskólum á sama tíma og þess er krafist að skólarnir innleiði nýja aðalnámskrá sem ætlað er að auka gæði náms og kennslu, bæta þjónustu við nemendur og stuðla að fjölbreyttara skólastarfi? Skoðun 27.8.2012 17:06
Þegar niðurlæging og ofbeldi er fyndið og flott Hvernig getum við bætt samfélagið okkar? Hvernig getum við hvert og eitt lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að samfélagið okkar temji sér siði, venjur, viðhorf og samskipti sem endurspegla ætíð jákvæð gildi? Gildi sem við erum öll sammála um á hátíðarstundum en virðast hreinlega afskrifuð við ákveðnar aðstæður eða atburði eins og þau eigi ekki við þar og þá sé bara eðlilegt og sjálfsagt að vaða fram með öðrum hætti. Skoðun 27.8.2012 22:07