Landslið karla í handbolta

Fréttamynd

„Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“

„Ég er sáttur með þetta, geggjaður leikur,“ sagði mennski múrinn Viktor Gísli Hallgrímsson en hann fór á kostum í marki Íslands þegar strákarnir lögðu Slóveníu á HM í handbolta. Um var að ræða síðasta leik í riðlinum en sigurliðið færi með fleiri stig með sér í milliriðil.

Handbolti
Fréttamynd

„Þeir eru með hraða tætara“

„Mér fannst við gera þetta gríðarlega vel. Tókum þetta af krafti og settum fókusinn á okkar. Keyrðum yfir þessu lið og nú hefst alvaran,“ segir Elvar Örn Jónsson sáttur við framgöngu íslenska liðsins í skyldusigrunum tveimur á HM.

Handbolti
Fréttamynd

„Núna byrjar al­varan“

Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til.

Handbolti
Fréttamynd

„Fram­haldið er erfiðara og skemmti­legra“

„Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta verður geggjaður leikur“

Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum.

Handbolti
Fréttamynd

Segir Ís­land verða að vinna Slóveníu

„Þetta er auðvitað bara svekkelsi,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Barein, eftir naumt 26-25 tap hans manna fyrir Argentínu í H-riðli HM karla í handbolta í Zagreb.

Handbolti