JBT Marel Viðar Erlingsson tekur við Marel Software Solutions Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Marel Software Solutions.Hann mun bera ábyrgð á framtíðarsýn og stefnu hugbúnaðarlausna Marel á heimsvísu. Í því felst meðal annars að tryggja stöðu félagsins sem lykilsölu- og þjónustuaðila á sviði stafrænna lausna í matvælavinnslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Viðskipti 9.12.2022 17:31 IFS lækkaði verðmat Marels um 22 prósent og ráðleggur að halda bréfunum IFS Greining hefur lækkað verðmat sitt á Marel um 22 prósent og mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum. Lækkunina má einkum rekja til þess að meðaltal fjármagnskostnaðar (e. Weighted Average Cost of Capital, WACC) hækkaði um 1,4 prósentustig vegna þess að áhættulausir vextir og áhættuálag á hlutabréf hafa hækkað. Innherji 21.11.2022 14:18 Marel fjárfestir í tæknifyrirtæki sem sótti fjóra milljarða til fjárfesta Marel fjárfesti í tæknifyrirtækinu Soft Robotics fyrir skemmstu ásamt fleiri fjárfestum. Fyrirtækið, sem staðsett er í Boston í Bandaríkjunum, þróar sjálfvirkar lausnir til að grípa til dæmis matvæli af færibandi með þjörkum og raðar þeim í kassa. Innherji 18.11.2022 15:23 Citi hækkaði verðmat á Marel og horfir jákvæðum augum á bættan rekstur Fjárfestingabankinn Citi hækkaði lítillega markgengi sitt á Marel í gærkvöldi. Greinendur bankans eru mun bjartsýnni á gengi íslenska fyrirtækisins en kollegar þeirra hjá hollenska fjármálafyrirtækinu ING. Mat Citi er 19 prósentum hærra en ING sem birti líka verðmat í gær. Innherji 8.11.2022 16:02 Lækkar verðmat sitt á Marel og segir að það taki tíma að bæta framlegðina Hollenska fjármálafyrirtækið ING hefur lækkað markgengi sitt á Marel um 28 prósent frá fyrra mati. Verðmatið er um átta prósent yfir markaðsvirði. Greinendur ING segja að verkefnið að auka framlegð sé rétt að hefjast, það muni taka tíma, en að uppgjör þriðja ársfjórðung sé „góð byrjun“. Innherji 7.11.2022 17:30 Tekur Árni við af Árna? Þeir sem eru öllum hnútum kunnugir í íslensku atvinnulífi hafa litið svo á að Árni Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel, væri líklegastur til að taka við forstjórastólnum þegar Árni Oddur Þórðarson myndi vilja beina kröftum sínum annað. Klinkið 4.11.2022 10:35 Marel sýnt að það getur lækkað skuldahlutfallið „hratt“ Stjórnendur Marels segja að félagið hafi margítrekað sýnt að það getur lækkað skuldahlutfall sitt hratt eftir að hafa ráðist í stórar yfirtökur. Ekki kemur til greina að lækka útgefið markmið félagsins um skuldsetningu þrátt fyrir að vaxtakostnaður hafi aukist talsvert. Erlendir greinendur tóku vel í uppgjör Marels sem þeir sögðu gefa til kynna að sterkur rekstrarbati væri í vændum. Innherji 3.11.2022 16:58 „Fulldjúpt í árina tekið“ að tala um viðsnúning hjá Marel Uppgjör Marels á þriðja ársfjórðungi einkenndist af lágri framlegð ásamt miklum tekjuvexti og sameiningarkostnaði samfara kaupum á Wenger. Vísbendingar eru um rekstrarbata ef litið fram hjá sameiningarkostnaði en það er „fulldjúpt í árina tekið að tala um einhvern viðsnúning“ í rekstri. Innherji 3.11.2022 15:15 Marel fellur í verði eftir uppgjör og 25 milljarða lán til stærsta hluthafans Gengi bréfa Marels, verðmætasta fyrirtækisins í Kauphöllinni, lækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Félagið birti í gærkvöldi uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung og þá upplýsti stærsti hluthafi Marels um 175 milljóna evra lánasamning við tvö erlend fjárfestingarfélög með breytirétti í allt að átta prósenta hlut í Marel. Innherji 3.11.2022 09:55 Leggja Eyri til 25 milljarða og geta eignast átta prósenta hlut í Marel Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, langsamlega stærsti hluthafi Marels, hefur gengið frá samkomulagi við erlendu fjárfestingarsjóðina JNE Partners og The Boupost Group um að leggja Eyri til 175 milljónir evra, jafnvirði um 25 milljarða íslenskra króna, í lán til fjögurra ára. Með samkomulaginu öðlast sjóðirnir um leið kauprétt að allt að rúmlega átta prósenta hlut í Marel frá Eyri Invest í lok lánstímans í nóvember 2026. Innherji 2.11.2022 23:44 Rekstrarhagnaður Marels jókst um 30 prósent og var yfir spám greinenda Marel færist markmiði sínu um að skila 14 til 16 prósenta EBIT-framlegð fyrir árslok 2023 eftir að félagið skilaði rekstrarhagnaði upp á 46,2 milljónir evra, jafnvirði 6,6 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi og jókst hann um nærri 30 prósent frá sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður Marels var talsvert yfir meðalspá greinenda, og sömuleiðis tekjur félagsins sem voru samtals tæplega 451 milljón evra á fjórðungnum. Innherji 2.11.2022 21:18 Hlutabréf á siglingu með Marel í stafni Hlutabréfaverð hefur verið á mikilli siglingu á undanförnum dögum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um ellefu prósent á einni viku. Þar munar miklu um að Marel, sem vegur þyngst í vísitölunni, hefur hækkað um 14 prósent. Fjárfestar gera sér vonir um að uppgjör fyrirtækisins, sem birtist á morgun, verði gott. Innherji 1.11.2022 16:30 Áformar að styrkja fjárhagsstöðuna eftir helmingslækkun á Marel Eyrir Invest, langsamlega stærsti hluthafi Marels, vinnur nú að því með ráðgjöfum að styrkja eiginfjárstöðu sína frekar þar sem til greina kemur að fá inn nýtt hlutafé í félagið, samkvæmt heimildum Innherja. Stjórnarformaður fjárfestingafélagsins segir að verið sé að „skoða fjármögnun“ Eyris en telur að sama skapi að hlutabréfaverð Marels sé búið að lækka „óeðlilega“ mikið að undanförnu. Innherji 19.10.2022 07:04 Einungis þrjú fyrirtæki hækkuðu í virði í september Virði nítján fyrirtækja á aðallista Kauphallarinnar lækkaði í september. Vísitala Kauphallarinnar í heild sinni lækkaði um 8,3 prósent sem er það næst mesta yfir heilan mánuð á árinu. Mesta lækkunin var hjá Eimskip. Viðskipti innlent 11.10.2022 09:57 Selt í Marel fyrir á annan tug milljarða á örfáum mánuðum Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem var um skeið stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels, hefur á nokkrum mánuðum selt liðlega þriðjung allra bréfa sinna í íslenska félaginu. Stórfelld sala sjóða í stýringu Capital hefur átt sinn þátt í því að drífa áfram miklar lækkanir á hlutabréfaverði Marels. Innherji 26.9.2022 07:00 Sjóvá stækkaði stöðu sína í Marel fyrir um 800 milljónir á skömmum tíma Sjóvá margfaldaði hlutabréfastöðu sína í Marel yfir nokkurra vikna tímabil í aðdraganda þess að íslenski markaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE vísitölufyrirtækinu í byrjun vikunnar. Innherji 23.9.2022 17:32 Stærsta sjóðastýringarfyrirtæki heims keypti í Marel fyrir á fjórða milljarð Vísitölusjóðir bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Vanguard keyptu nánast öll þau bréf í Marel sem voru seld í sérstöku lokunaruppboði í Kauphöllinni síðasta föstudag í aðdraganda þess að íslenski markaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE vísitölufyrirtækinu. Innherji 22.9.2022 16:11 Undirbúningur sjóða sem seldu íslensku bréfin „langur og vel skipulagður“ Ótti innlendra fjárfesta um að það sé talsvert uppsafnað framboð af hlutabréfum sem ekki hafi náðst að selja á þeim verðum þegar erlendir vísitölusjóðir komu inn á markaðinn í uppboði eftir lokun Kauphallarinnar síðasta föstudag skýrir meðal annars það verðfall sem hefur orðið á bréfum flestra skráða félaga í vikunni. Innherji 20.9.2022 17:30 Marel vanmetnasta iðnfyrirtækið í Evrópu samkvæmt JP Morgan Greindendur fjárfestingabankans JP Morgan telja að Marel sé vanmetnasta iðnfyrirtækið í Evrópu samkvæmt ýtarlegri greiningu á skráðum fyrirtækjum í atvinnugreininni sem bankinn birti í byrjun september. Að þeirra mati gæti hlutabréfaverð íslenska fyrirtækisins hækkað um allt að 53 prósent á næstu 14 mánuðum. Innherji 13.9.2022 10:31 Hlutdeildarfélag Marels komið í greiðsluþrot Stranda Prolog, norskur framleiðandi hátæknilausna fyrir laxaiðnað sem Marel á 40 prósenta hlut í, hefur lýst sig gjaldþrota, samkvæmt frétt á heimasíðu íslenska tæknifyrirtækisins. Innherji 6.9.2022 16:06 Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. Viðskipti innlent 18.8.2022 10:18 Ellert hættir hjá Gildi og fer yfir til Marels Ellert Guðjónsson, sem hefur verið sjóðstjóri í eignastýringu Gildis lífeyrissjóðs frá því í ársbyrjun 2020, hefur látið að störfum hjá sjóðnum og ráðið sig yfir til Marels. Þar mun hann gegna starfi fjárfestatengils hjá stærsta félaginu í Kauphöllinni. Klinkið 10.8.2022 15:49 Framlegð Marels óviðunandi að mati forstjóra Tekjur Marels á öðrum ársfjórðungi námu 397.3 milljónum króna en hagnaður var aðeins 25 milljónir evra eða 6,3 prósent af tekjum. Forstjórinn segir framlegðina óviðunandi. Viðskipti innlent 28.7.2022 10:56 Gengi bréfa Marels og Kviku hríðfellur eftir afkomuviðvaranir Gengi hlutabréfa Marels og Kviku banka hefur lækkað mikið í verði í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun eftir að félögin sendu frá sér neikvæða afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Hagnaður félaganna á öðrum ársfjórðungi verður mun lægri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir vegna erfiðra markaðstæðna. Innherji 20.7.2022 10:05 Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best „Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel. Atvinnulíf 4.7.2022 07:01 Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. Atvinnulíf 1.6.2022 07:01 Óbeinn hlutur Landsbankans í Marel lækkað í virði um sex milljarða á árinu Mikið verðfall á gengi hlutabréfa Marels, sem hefur lækkað um 26 prósent frá áramótum, þýðir að óbeinn eignarhlutur Landsbankans í félaginu hefur fallið í virði úr 23,5 milljörðum króna í 17,3 milljarða á fjórum og hálfum mánuði, eða um liðlega 6,2 milljarða. Meira en 250 milljarðar hafa samtals þurrkast út af markaðsvirði Marels frá því í lok ágúst í fyrra þegar hlutabréfaverð félagsins var hvað hæst. Innherji 17.5.2022 07:00 Enginn annar kostur en að slíta viðskiptum í ljósi aðgerða Rússa Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir að íslensk fyrirtæki stundi enn viðskipti við Rússland tveimur mánuðum eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Hann segir að Ísland beri siðferðislega ábyrgð til að bregðast við hryllingnum í Úkraínu og að einangra þurfi Rússa eins mikið og hægt er. Viðskipti innlent 25.4.2022 13:01 « ‹ 2 3 4 5 ›
Viðar Erlingsson tekur við Marel Software Solutions Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Marel Software Solutions.Hann mun bera ábyrgð á framtíðarsýn og stefnu hugbúnaðarlausna Marel á heimsvísu. Í því felst meðal annars að tryggja stöðu félagsins sem lykilsölu- og þjónustuaðila á sviði stafrænna lausna í matvælavinnslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Viðskipti 9.12.2022 17:31
IFS lækkaði verðmat Marels um 22 prósent og ráðleggur að halda bréfunum IFS Greining hefur lækkað verðmat sitt á Marel um 22 prósent og mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum. Lækkunina má einkum rekja til þess að meðaltal fjármagnskostnaðar (e. Weighted Average Cost of Capital, WACC) hækkaði um 1,4 prósentustig vegna þess að áhættulausir vextir og áhættuálag á hlutabréf hafa hækkað. Innherji 21.11.2022 14:18
Marel fjárfestir í tæknifyrirtæki sem sótti fjóra milljarða til fjárfesta Marel fjárfesti í tæknifyrirtækinu Soft Robotics fyrir skemmstu ásamt fleiri fjárfestum. Fyrirtækið, sem staðsett er í Boston í Bandaríkjunum, þróar sjálfvirkar lausnir til að grípa til dæmis matvæli af færibandi með þjörkum og raðar þeim í kassa. Innherji 18.11.2022 15:23
Citi hækkaði verðmat á Marel og horfir jákvæðum augum á bættan rekstur Fjárfestingabankinn Citi hækkaði lítillega markgengi sitt á Marel í gærkvöldi. Greinendur bankans eru mun bjartsýnni á gengi íslenska fyrirtækisins en kollegar þeirra hjá hollenska fjármálafyrirtækinu ING. Mat Citi er 19 prósentum hærra en ING sem birti líka verðmat í gær. Innherji 8.11.2022 16:02
Lækkar verðmat sitt á Marel og segir að það taki tíma að bæta framlegðina Hollenska fjármálafyrirtækið ING hefur lækkað markgengi sitt á Marel um 28 prósent frá fyrra mati. Verðmatið er um átta prósent yfir markaðsvirði. Greinendur ING segja að verkefnið að auka framlegð sé rétt að hefjast, það muni taka tíma, en að uppgjör þriðja ársfjórðung sé „góð byrjun“. Innherji 7.11.2022 17:30
Tekur Árni við af Árna? Þeir sem eru öllum hnútum kunnugir í íslensku atvinnulífi hafa litið svo á að Árni Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel, væri líklegastur til að taka við forstjórastólnum þegar Árni Oddur Þórðarson myndi vilja beina kröftum sínum annað. Klinkið 4.11.2022 10:35
Marel sýnt að það getur lækkað skuldahlutfallið „hratt“ Stjórnendur Marels segja að félagið hafi margítrekað sýnt að það getur lækkað skuldahlutfall sitt hratt eftir að hafa ráðist í stórar yfirtökur. Ekki kemur til greina að lækka útgefið markmið félagsins um skuldsetningu þrátt fyrir að vaxtakostnaður hafi aukist talsvert. Erlendir greinendur tóku vel í uppgjör Marels sem þeir sögðu gefa til kynna að sterkur rekstrarbati væri í vændum. Innherji 3.11.2022 16:58
„Fulldjúpt í árina tekið“ að tala um viðsnúning hjá Marel Uppgjör Marels á þriðja ársfjórðungi einkenndist af lágri framlegð ásamt miklum tekjuvexti og sameiningarkostnaði samfara kaupum á Wenger. Vísbendingar eru um rekstrarbata ef litið fram hjá sameiningarkostnaði en það er „fulldjúpt í árina tekið að tala um einhvern viðsnúning“ í rekstri. Innherji 3.11.2022 15:15
Marel fellur í verði eftir uppgjör og 25 milljarða lán til stærsta hluthafans Gengi bréfa Marels, verðmætasta fyrirtækisins í Kauphöllinni, lækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Félagið birti í gærkvöldi uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung og þá upplýsti stærsti hluthafi Marels um 175 milljóna evra lánasamning við tvö erlend fjárfestingarfélög með breytirétti í allt að átta prósenta hlut í Marel. Innherji 3.11.2022 09:55
Leggja Eyri til 25 milljarða og geta eignast átta prósenta hlut í Marel Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, langsamlega stærsti hluthafi Marels, hefur gengið frá samkomulagi við erlendu fjárfestingarsjóðina JNE Partners og The Boupost Group um að leggja Eyri til 175 milljónir evra, jafnvirði um 25 milljarða íslenskra króna, í lán til fjögurra ára. Með samkomulaginu öðlast sjóðirnir um leið kauprétt að allt að rúmlega átta prósenta hlut í Marel frá Eyri Invest í lok lánstímans í nóvember 2026. Innherji 2.11.2022 23:44
Rekstrarhagnaður Marels jókst um 30 prósent og var yfir spám greinenda Marel færist markmiði sínu um að skila 14 til 16 prósenta EBIT-framlegð fyrir árslok 2023 eftir að félagið skilaði rekstrarhagnaði upp á 46,2 milljónir evra, jafnvirði 6,6 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi og jókst hann um nærri 30 prósent frá sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður Marels var talsvert yfir meðalspá greinenda, og sömuleiðis tekjur félagsins sem voru samtals tæplega 451 milljón evra á fjórðungnum. Innherji 2.11.2022 21:18
Hlutabréf á siglingu með Marel í stafni Hlutabréfaverð hefur verið á mikilli siglingu á undanförnum dögum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um ellefu prósent á einni viku. Þar munar miklu um að Marel, sem vegur þyngst í vísitölunni, hefur hækkað um 14 prósent. Fjárfestar gera sér vonir um að uppgjör fyrirtækisins, sem birtist á morgun, verði gott. Innherji 1.11.2022 16:30
Áformar að styrkja fjárhagsstöðuna eftir helmingslækkun á Marel Eyrir Invest, langsamlega stærsti hluthafi Marels, vinnur nú að því með ráðgjöfum að styrkja eiginfjárstöðu sína frekar þar sem til greina kemur að fá inn nýtt hlutafé í félagið, samkvæmt heimildum Innherja. Stjórnarformaður fjárfestingafélagsins segir að verið sé að „skoða fjármögnun“ Eyris en telur að sama skapi að hlutabréfaverð Marels sé búið að lækka „óeðlilega“ mikið að undanförnu. Innherji 19.10.2022 07:04
Einungis þrjú fyrirtæki hækkuðu í virði í september Virði nítján fyrirtækja á aðallista Kauphallarinnar lækkaði í september. Vísitala Kauphallarinnar í heild sinni lækkaði um 8,3 prósent sem er það næst mesta yfir heilan mánuð á árinu. Mesta lækkunin var hjá Eimskip. Viðskipti innlent 11.10.2022 09:57
Selt í Marel fyrir á annan tug milljarða á örfáum mánuðum Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem var um skeið stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels, hefur á nokkrum mánuðum selt liðlega þriðjung allra bréfa sinna í íslenska félaginu. Stórfelld sala sjóða í stýringu Capital hefur átt sinn þátt í því að drífa áfram miklar lækkanir á hlutabréfaverði Marels. Innherji 26.9.2022 07:00
Sjóvá stækkaði stöðu sína í Marel fyrir um 800 milljónir á skömmum tíma Sjóvá margfaldaði hlutabréfastöðu sína í Marel yfir nokkurra vikna tímabil í aðdraganda þess að íslenski markaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE vísitölufyrirtækinu í byrjun vikunnar. Innherji 23.9.2022 17:32
Stærsta sjóðastýringarfyrirtæki heims keypti í Marel fyrir á fjórða milljarð Vísitölusjóðir bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Vanguard keyptu nánast öll þau bréf í Marel sem voru seld í sérstöku lokunaruppboði í Kauphöllinni síðasta föstudag í aðdraganda þess að íslenski markaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE vísitölufyrirtækinu. Innherji 22.9.2022 16:11
Undirbúningur sjóða sem seldu íslensku bréfin „langur og vel skipulagður“ Ótti innlendra fjárfesta um að það sé talsvert uppsafnað framboð af hlutabréfum sem ekki hafi náðst að selja á þeim verðum þegar erlendir vísitölusjóðir komu inn á markaðinn í uppboði eftir lokun Kauphallarinnar síðasta föstudag skýrir meðal annars það verðfall sem hefur orðið á bréfum flestra skráða félaga í vikunni. Innherji 20.9.2022 17:30
Marel vanmetnasta iðnfyrirtækið í Evrópu samkvæmt JP Morgan Greindendur fjárfestingabankans JP Morgan telja að Marel sé vanmetnasta iðnfyrirtækið í Evrópu samkvæmt ýtarlegri greiningu á skráðum fyrirtækjum í atvinnugreininni sem bankinn birti í byrjun september. Að þeirra mati gæti hlutabréfaverð íslenska fyrirtækisins hækkað um allt að 53 prósent á næstu 14 mánuðum. Innherji 13.9.2022 10:31
Hlutdeildarfélag Marels komið í greiðsluþrot Stranda Prolog, norskur framleiðandi hátæknilausna fyrir laxaiðnað sem Marel á 40 prósenta hlut í, hefur lýst sig gjaldþrota, samkvæmt frétt á heimasíðu íslenska tæknifyrirtækisins. Innherji 6.9.2022 16:06
Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. Viðskipti innlent 18.8.2022 10:18
Ellert hættir hjá Gildi og fer yfir til Marels Ellert Guðjónsson, sem hefur verið sjóðstjóri í eignastýringu Gildis lífeyrissjóðs frá því í ársbyrjun 2020, hefur látið að störfum hjá sjóðnum og ráðið sig yfir til Marels. Þar mun hann gegna starfi fjárfestatengils hjá stærsta félaginu í Kauphöllinni. Klinkið 10.8.2022 15:49
Framlegð Marels óviðunandi að mati forstjóra Tekjur Marels á öðrum ársfjórðungi námu 397.3 milljónum króna en hagnaður var aðeins 25 milljónir evra eða 6,3 prósent af tekjum. Forstjórinn segir framlegðina óviðunandi. Viðskipti innlent 28.7.2022 10:56
Gengi bréfa Marels og Kviku hríðfellur eftir afkomuviðvaranir Gengi hlutabréfa Marels og Kviku banka hefur lækkað mikið í verði í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun eftir að félögin sendu frá sér neikvæða afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Hagnaður félaganna á öðrum ársfjórðungi verður mun lægri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir vegna erfiðra markaðstæðna. Innherji 20.7.2022 10:05
Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best „Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel. Atvinnulíf 4.7.2022 07:01
Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. Atvinnulíf 1.6.2022 07:01
Óbeinn hlutur Landsbankans í Marel lækkað í virði um sex milljarða á árinu Mikið verðfall á gengi hlutabréfa Marels, sem hefur lækkað um 26 prósent frá áramótum, þýðir að óbeinn eignarhlutur Landsbankans í félaginu hefur fallið í virði úr 23,5 milljörðum króna í 17,3 milljarða á fjórum og hálfum mánuði, eða um liðlega 6,2 milljarða. Meira en 250 milljarðar hafa samtals þurrkast út af markaðsvirði Marels frá því í lok ágúst í fyrra þegar hlutabréfaverð félagsins var hvað hæst. Innherji 17.5.2022 07:00
Enginn annar kostur en að slíta viðskiptum í ljósi aðgerða Rússa Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir að íslensk fyrirtæki stundi enn viðskipti við Rússland tveimur mánuðum eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Hann segir að Ísland beri siðferðislega ábyrgð til að bregðast við hryllingnum í Úkraínu og að einangra þurfi Rússa eins mikið og hægt er. Viðskipti innlent 25.4.2022 13:01