HM kvenna í handbolta 2023

Fréttamynd

„Lærum eitt­hvað nýtt á hverjum degi“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir að leikmenn og starfsteymi íslenska kvennalandsliðsins læri margt á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Ísland mætir Ólympíumeisturum Frakka klukkan 17:00 í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir um Ís­land: „Rosa­lega mikil­vægt“

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs, segir gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska kvennalandsliðið að vera á yfirstandandi heimsmeistaramóti upp á frekari þróun liðsins. Hann vonast til að fleiri leikmenn í liðinu komist að utan landssteinanna.

Handbolti
Fréttamynd

„Hlakka til að berja að­eins á þeim“

Hægri skyttan Díana Dögg Magnúsdóttir segir að það þýði ekki að dvelja við tap Íslands fyrir Slóveníu í fyrsta leik á HM í fyrradag. Afar spennandi verkefni gegn Frakklandi er fram undan í dag.

Handbolti
Fréttamynd

„Snerist um brjóta vonina þeirra“

Þórir Hergeirsson, þjálfari ríkjandi heims- og Evrópumeistara Noregs, var að vonum ánægður með yfirgnæfandi sigur hans kvenna á Austurríki í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Lykillinn var að drepa von andstæðingsins, sem tókst snemma.

Handbolti
Fréttamynd

Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur

Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik.

Handbolti
Fréttamynd

„Flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum“

„Við ætluðum okkur sigur í þessum leik. Sást á löngum köflum að við eigum fullt erindi í að spila við þessar stelpur og gátum alveg unnið þær,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Lang­þráður draumur að rætast

„Við erum mjög spenntar og kannski aðeins óþolinmóðar,“ segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir um leik Íslands við Slóveníu sem fram fer í dag. Leikurinn verður hennar fyrsti á stórmóti á ferlinum, líkt og hjá stærstum hluta íslenska hópsins.

Handbolti
Fréttamynd

„Núna er komið að al­vörunni“

Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Slóveníu á HM kvenna í handbolta í dag. Hún naut góðs af hvíld gegn Angóla á sunnudaginn var.

Handbolti
Fréttamynd

Dómaramútur og skrautsendingar í harðri jólakeppni

Herbergisfélagarnir Sunna Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir ætla sér sigur í jólaskreytingakeppni milli landsliðskvenna í handbolta í kvöld. Slegið var til keppninnar milli herbergja til að létta á stressi kvöldið fyrir fyrsta leik á HM.

Handbolti
Fréttamynd

Halda spilunum þétt að sér | Stjarna Slóvena tæp

Slóvenía er fyrsti andstæðingur Íslands á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Meiðsli hafa herjað á útilínu liðsins sem er þó ljóst að er afar sterkur andstæðingur. Stjarna liðsins hefur glímt við meiðsli síðustu vikur.

Handbolti
Fréttamynd

PlayStation eða fyrirtækisrekstur?

Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag.

Handbolti
Fréttamynd

Mættu mót­herjunum á göngunum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lenti í Stafangri í Noregi í dag eftir stutt 45 mínútna flug frá höfuðborginni Osló. Liðið æfði þar saman í Íþróttahöll Stafangurs, líkt og hún er kölluð, síðdegis – sem er þó ekki keppnishöllin hjá liðinu á HM.

Handbolti