Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Landið helga?

Mikið hefur verið talað og enn meira þagað um fjöldamorð síonista á íbúum Gaza. Undarleg er sú hugsun að láta eins og það sé bara sjálfsagt að salla niður fólk sem hefur verið innilokað í áraraðir, sneytt aðgangi að vatni, rafmagni, eldsneyti; hersetna þjóð sem á allt undir kúgurum sínum sem stjórna aðgangi hennar að umheiminum, þjóð sem fær mestallan sinn matarforða með flutningabílum á degi hverjum sem kannski er hleypt inn í þessar útifangabúðir sem hafa ekkert efnahagslíf, enga flugvelli, flugvélar, lestir, hafnir eða undankomuleiðir yfirleitt; og svo geta kúgararnir fækkað flutningabílum og valdið hungursneyð í fangabúðunum þar sem skólplagnir eru löngu ónýtar og sorp hleðst upp.

Skoðun
Fréttamynd

Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramóta­skaupsins

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands sýknaði Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnanda á Morgunblaðinu, af kæru Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur, leikkonu, vegna ummæla sem hún taldi stríða gegn siðareglum blaðamanna. Stefán Einar neitaði sjálfur að viðurkenna að siðanefndin hefði lögsögu yfir honum.

Innlent
Fréttamynd

Við­ræður um vopna­hlé sagðar á lokametrunum

Embættismenn í bæði Palestínu og Ísrael hafa gefið til kynna að eftir margra mánaða viðræður sé vopnahlé á Gasaströndinni í sjónmáli. Viðræður um vopnahlé og mögulega frelsun þeirra gísla sem Hamas-liðar halda enn hafa virst frosnar um mánaða skeið.

Erlent
Fréttamynd

Ísrael lokar sendi­ráði sínu á Ír­landi

Ísraelsk stjórnvöld hafa tilkynnt um að sendiráði Ísraels í Dyflinni á Írlandi verði lokað. Utanríkisráðuneytið segir það helst koma til vegna „öfgafullrar“ og „andsemitískrar“ stefnu írskra stjórnvalda í garð Ísraels.

Erlent
Fréttamynd

Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza

Tilfinningarnar báru stórleikarann Ólaf Darra Ólafsson nær ofurliði þar sem hann kynnti innslag um Silu, unga stúlku frá Gaza, í söfnunarþætti UNICEF Búðu til pláss sem nú er í beinni útsendingu á Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans.

Lífið
Fréttamynd

Al­mennum borgurum út­rýmt af á­setningi

Ísraelar hafa framið hópmorð af ásettu ráði á Gasa samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna segir gögn og vitnisburði sýna ótvírætt fram á þetta og kallar eftir sterkum viðbrögðum alþjóðasamfélagsins og íslenskra stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Segja Ís­raels­menn fremja þjóðar­morð á Gaza

Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International segja Ísraelsmenn hafa framið, og halda áfram að fremja, hópmorð gegn Palestínumönnum á Gaza. Hópmorð eru jafnan kölluð þjóðarmorð í daglegu tali. Samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna hafa ísraelsk stjórnvöld gengið fram í þeim tilgangi að útrýma Palestínubúum á Gaza. 

Erlent
Fréttamynd

Stúlka frá Gaza sem að missti allt

Ég hefði átt að fæðast í borginni Be’er Sheva, en í staðinn fæddist ég í borginni Khan Younis á Gaza, af því að Ísraelar ráku forfeður mína frá Be’er Sheva árið 1948, þegar þeir hertóku borg afa míns.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig getur þú stutt þjóðar­morð?

Öll vitum við að árangursríkasta leiðin til að styðja þjóðarmorð er ekki að segja beint út „ég styð þjóðarmorð“. Það sama á við um þá sem ætla að fremja þjóðarmorð. Þeir segja ekki „ég ætla að fremja þjóðarmorð“, þeir segja „við verðum að drepa alla þá sem ógna okkur og því miður munum við í leiðinni drepa öll börnin þeirra, frændur, frænkur, foreldra, afa og ömmur, en það er í raun þeim sem ógna okkur að kenna.“

Skoðun
Fréttamynd

Vopna­hléið heldur en í­búar Gasa telja sig svikna

Vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og Hezbollah í nótt hefur haldið að mestu í dag, þó það þyki brothætt og að Ísraelar hafi varpað sprengjum á tvö þorp í suðurhluta Líbanon. Fólk sem þurft hefur að flýja heimili sín streymir til suðurs þó herir bæði Ísrael og Líbanon hafi varað fólk við því.

Erlent
Fréttamynd

Hveiti­poki á fjöru­tíu þúsund

Kæru samborgarar. Ég er ekki í framboði. Þessa grein má lesa sem eins konar skilaboð til ykkar sem hryllir yfir því sem er að gerast í Palestínu og finnið til samkenndar með fólkinu sem bókstaflega berst fyrir lífi sínu á hverjum degi.

Skoðun
Fréttamynd

Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum

Ísraelski herinn tilkynnti í dag umfangsmiklar loftárásir í Beirút, höfuðborg Líbanon. Þær voru tilkynntar skömmu áður en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, mun funda með ráðherrum sínum um mögulegt vopnahlé milli Ísraela og Hezbollah-samtakanna.

Erlent
Fréttamynd

Á­kall um að­gerðir gegn þjóðar­morði í Gaza

Ástandið í Gaza er skelfilegt og kallar á tafarlaus viðbrögð. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst aðgerðum Ísraels á Gaza sem þjóðarmorði, þar sem fjöldi brota gegn alþjóðalögum og mannréttindum hefur verið staðfestur.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir Ísland virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag sama hver eigi í hlut. Dómstóllinn gaf í fyrradag út handtökuskipanir á hendur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, og þremur leiðtogum Hamas, sem allir eru taldir látnir.

Innlent
Fréttamynd

„Tími til kominn að taka af­stöðu gegn Ís­rael“

Íþróttir eru ef til vill bitlaust verkfæri til að knýja fram samfélagsbreytingar en það er kominn tími til að taka afstöðu gegn Ísrael. Svona hljómar þýdd fyrirsögn pistilsins sem Jonathan Liew, íþróttablaðamaður The Guardian, birti á föstudag.

Sport
Fréttamynd

Trump-liðar heita að­gerðum gegn sakamáladómstólnum

Ráðamenn í Ísrael hafa brugðist reiðir við ákvörðun dómara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) að gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. Báðir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu á Gasa, þar sem Ísraelar hafa verið að gera mannskæðar árásir í rúmt ár.

Erlent
Fréttamynd

Gefa út hand­töku­skipun á hendur Netanjahú

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 

Erlent
Fréttamynd

Felldu tals­mann Hez­bollah í mið­borg Beirút

Aðaltalsmaður Hezbollah-samtakanna féll í loftárás Ísraelshers á miðborg Beirút í Líbanon í dag. Ísraelar hafa gert harðar árásir á Líbanon undanfarnar vikur en fæstar þeirra hafa verið á miðborgina.

Erlent
Fréttamynd

Frið­helgar fótboltabullur

Viðbrögð vestrænna leiðtoga og fjölmiðla í eigu milljarðamæringa vegna ofbeldis glæpalýðsins sem fylgdi ísraelska knattspyrnuliðinu Maccabi Tel Aviv til Amsterdam sýnir okkur stöðuna í hnotskurn.

Skoðun