
Átök í Ísrael og Palestínu

Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt
Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina.

Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék fyrr í mánuðinum tvo umspilsleiki við Ísrael um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta 2026.

„Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision
Utanríkisráðherra segir óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og vill að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Ráðherra telur þó að Ísland eigi ekki að sniðganga keppnina.

Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum
Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“.

Skýrslan sé „full af lygum“
Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi.

Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna
Ísraelsher hefur viðurkennt að „fagleg mistök“ og brot á skipunum hafi átt sér stað þegar fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasaströndinni voru drepnir. Þeir neita hins vegar að þeir hafi reynt að fela atvikið.

Mannskæðasta árásin á Húta hingað til
Minnst 74 eru taldir af eftir loftárás Bandaríkjahers á eldsneytisgeymslur Húta við Ras Isa höfnina í Jemen í morgun. Árásin er sú mannskæðasta síðan herinn hóf að auka árásir á herstöðvar Húta í fyrra.

Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé
Hamas hefur hafnað nýjustu tillögu Ísrael um vopnahlé. Forsvarsmenn Hamas segjast þó tilbúnir að ræða annan samning sem feli í sér endalok stríðsins og frelsi allra gísla í þeirra haldi gegn því að palestínskum föngum verði sleppt. 37, flestir óbreyttir borgarar, létust í árásum Ísraelshers á tjaldbúðir.

Hugleiðingar á páskum
Stríðið í Úkraínu er tapað eins og önnur stríð sem háð hafa verið með vopnum, sama hvernig það fer. Hvorki lönd né þjóðir verða unnin með hernaði, ekki fremur að friðsamlegu og varanlega öruggu þjóðskipulagi verði komið á með vopnavaldi.

„Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“
Hjálparsamtök hafa miklar áhyggjur af stöðunni á Gasaströndinni þar sem Ísraelar hafa stöðvað innflutning hjálpargagna í yfir sex vikur. Þúsundir barna eru vannærð og borðar flest fólk á stríðshrjáðu svæðinu einungis eina máltíð annan hvern dag, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Mig óar orðið við því að kveikja á fréttatíma sjónvarps. Þar er sýnt þjóðarmorð í beinni útsendingu. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, í hálft annað ár.

Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“
Forsætisráðherra Ísraels lýsti harðri andstöðu við áform frönsku ríkisstjórnarinnar um að viðurkenna Palestínu sem ríki í símtali við forseta Frakklands í dag. Sagði hann að það yrði stórsigur fyrir hryðjuverkastarfsemi Hamas og Íran.

Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega
Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu.

Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla
Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans.

Ísraelsher réðst á sjúkrahús
Ísraelsher gerði árás á sjúkrahús á Gasaströndinni og er það nú ónothæft. Enginn lést í árásinni en hundruðir sjúklinga og særðra þurftu að flýja um miðja nótt.

Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg
Ísraelar vörpuðu í nótt sprengjum á síðasta starfandi sjúkrahús Gasaborgar á norðanverðri Gasaströnd. Gjörgæslu og skurðstofuhlutar Al-Ahli sjúkrahússins eru sagðir í rúst eftir árásirnar en enginn mun hafa látið lífið.

Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni
Varnarmálaráðherra Ísrael tilkynnti að ísraelski herinn stefnir á „öfluga“ yfirtöku allrar Gasastrandarinnar. Herinn hefur einnig fyrirskipað brottflutning íbúa á svæðinu.

Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum
Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum.

Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision
Spænska ríkissjónvarpið RTVE hefur óskað eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í bréfi til Evrópska útvarpssambandsins (EBU).

Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“
Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna leikja liðsins við Ísrael og aðdragandans að þeim. Þær spyrja hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skora á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar.

Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sæti sitt á HM með öðrum öruggum sigrinum á Ísrael á jafnmörgum dögum að Ásvöllum í gær. HM-sætinu var fagnað en stuðningsaðili HSÍ falinn í myndatöku eftir leik.

NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku
Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar.

Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum
Mótmælendur spörkuðu ítrekað í hurðir á Ásvöllum í gær þar sem umspilsleikur Ísland og Ísraels fór fram í handbolta. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra gekk öryggisgæsla að öðru leyti vel. Næsti leikur fer fram í kvöld og verður tekið mið af gærdeginum við gæsluna.

Mótmæli við leik Íslands og Ísrael
Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur.

Sniðganga var rædd innan HSÍ
„Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur.

„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti.

Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael
Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn.

„Ekki leika þennan leik“
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið.

Þjóðarmorðið í blokkinni
Um 16.000 börn hafa verið drepin á Gaza á einu og hálfu ári. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngildir það því að öll grunnskólabörn í Reykjavík væru drepin. 1. til 10. bekkur í öllum grunnskólum Reykjavíkur þurrkaður út í blóðbaði.

Mikilvægur fundur með Íran framundan
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsið. Þeir ræddu meðal annars tollgjöld forsetans, fund Bandaríkjamanna við Íran og átök á milli Ísrael og Gasa.