Umhverfismál

Fréttamynd

Flótta­menn tóku for­skot á stóra plokkdaginn

Hátt í fimmtíu flóttamenn og sjálfboðaliðar frá hinum ýmsu löndum fóru í dag um Landspítalasvæðið í Fossvogi til að hreinsa og fegra svæðið. Fólkið fór á vegum Rauða krossins til að hita upp fyrir stóra plokkdaginn.

Innlent
Fréttamynd

Segir um­mæli sam­ráð­herra um orku­mál ein­földun

Formaður Vinstri grænna segist ósammála því að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklum mæli og helst án tafar. Þar sé um mikla einföldun að ræða. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa nýlega sagt að virkja þurfi meira, strax.

Innlent
Fréttamynd

Orka, lofts­lag og náttúra

Orðræðan í samfélaginu um orkumál hefur tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gengur sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklu mæli og helst án tafar. Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég vil fræða en ekki hræða“

„Við erum allan daginn að anda að okkur eða komast í snertingu við hin og þessi efni, það er óhjákvæmilegt. Hvort sem það eru raftækin sem við notum, eldhúsáhöldin, matvælaumbúðirnar, rúmdýnurnar sem við sofum á, kertin sem við kveikjum á,“ segir Sunneva Halldórsdóttir meistaranemi í líf og læknavísindum.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar að virkja meira

Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur.

Innlent
Fréttamynd

Leita að fólki sem vill leigja dótið sitt til ó­kunnugra

Á vefsíðunni stoff.is, eða Stöff.is, er nú hægt að leigja út dótið sitt til ókunnugra. Síðan er nýkomin í loftið en þónokkuð af dóti er þegar komið inn. Til dæmis er hægt að leigja þar kajak, rafhjól, sous-vide tæki og allskonar tölvuleiki. Að síðunni standa þrír vinir sem kynntust í vinnu hjá Advania.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Felldu úr gildi frið­lýsingu en mátu Mumma ekki van­hæfan

Hæstirétt­ur hef­ur fellt úr gildi friðlýs­ingu vatna­sviðs Jök­uls­ár á Fjöll­um fyr­ir orku­vinnslu og sneri þar með við ákvörðun Héraðsdóms Aust­ur­lands sem hafði staðfest friðlýs­ing­una. Dómurinn mat fyrrverandi ráðherra ekki vanhæfan vegna fyrri starfa hans hjá Landvernd.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar þú að gefa bestu fermingar­gjöfina?

Það hefur varla farið framhjá neinum síðustu daga að vor er í lofti. Vorið markar nýtt upphaf með lengri og bjartari dögum. Umhverfið lifnar við eftir langan vetur, páskarnir eru handan við hornið og fermingar ársins eru þegar hafnar.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Má þetta bara?

Samtök atvinnulífsins og Deloitte á Íslandi halda árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni. Yfirskrift fundarins er Má þetta bara?

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Van­nýtt tæki­færi

Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til 2026 snýr að „Sjálfbærni og fjölbreytileika.“ Þessu höfum við í Röskvu fagnað enda höfum við krafist þess að háskólinn taki þessum málum föstum tökum.

Skoðun
Fréttamynd

Þreytandi græn­þvottur

Íslendingar eru mjög meðvitaðir um eigin umhverfisáhrif og flestir gera sitt besta til að versla umhverfisvænna. Seljendur hafa brugðist við þessu með að reyna að lyfta upp vörum sem eru betri kostur fyrir umhverfið og reyna að auðvelda neytendum valið.

Skoðun
Fréttamynd

„Eins og að setja hurðina utan í bíl og keyra í burtu“

Aðsókn ferðamanna og innfæddra að Gróttu og Snoppu á Seltjarnarnesi hefur aukist gríðarlega síðustu ár og þá sérsaklega þegar búist er við Norðurljósum. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir bæinn vera að skoða gjaldtöku til að geta byggt upp innviði á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Er náttúru­verndin í öðru sæti?

Við sameiningu nokkurra sveitarfélaga á Austurlandi í eitt, sem nú ber nafnið Múlaþing, höfðu félagar í VG og þáverandi sveitarstjórnarfulltrúi V-lista af því áhyggjur að ekki yrði starfrækt sérstök náttúruverndarnefnd í sveitarfélaginu.

Skoðun