Stj.mál

Fréttamynd

Órofa tengsl

Samskipti verkalýðshreyfingarinnar og Samfylkingarinnar hafa talsvert verið til umræðu. Slík tengsl eiga sér langa sögu í íslenskum stjórnmálum og hafa velflestir flokkar kappkostað við að hafa ítök í launþegahreyfingunum og þær um leið í flokkunum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki skoðanir verkalýðsmálaráðs

Sex menn úr forystu verkalýðshreyfinga og allir fulltrúar í verkalýðsmálaráði Samfylkingarinnar sendu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að skoðanir Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær séu ekki skoðanir verkalýðsmálaráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Utanríkismálanefnd má birta gögnin

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að utanríkismálanefnd mætti sín vegna birta það sem henni sýndist um umræður um aðdraganda stríðsins í Írak. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar, skoraði á Halldór að hreinsa loftið með því að aflétta trúnaði af eigin ummælum í fundargerðum nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Halldór neitar ásökunum

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra þvertekur fyrir að málflutningur hans um þá ákvörðun að setja Ísland á lista hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu hafi verið villandi. Hann segir utanríkismálanefnd Alþingis frjálst að birta það sem hún vill varðandi málið. 

Innlent
Fréttamynd

Stuðningurinn hófst í febrúar 2003

Íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars. Í millitíðinni töluðu formenn stjórnarflokkanna í austur og vestur í afstöðunni til Íraksdeilunnar.

Innlent
Fréttamynd

Öll mismunun máð úr lögum

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur þingmenn til þess að má úr lögum alla mismunun á grundvelli kynhneigðar. Stjórn SUS segir lög um staðfesta samvist og lög um tæknifrjóvganir fela í sér mismunun sem byggist á fordómum en ekki rökum.

Innlent
Fréttamynd

Reiði Össurar tilefnislaus

IMG Gallup er ekki að gera skoðanakönnun fyrir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, eins og Össur Skarphéðinsson hélt fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Varaþingmaður Samfylkingarinnar segir Össur hafa sýnt tilefnislausa reiði með ummælum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarmenn í ójafnvægi

"Mig undrar að Framsóknarmenn skuli kalla fréttaskrif Fréttablaðsins aðför að forsætisráðherra. Blaðið hefur ekki gert annað en segja fréttir af umræðunni dagana sem Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson ákváðu stuðning Íslendinga við innrásina í Írak," sagði Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri á Fréttablaðinu, um fullyrðingar Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, um að Fréttablaðið væri með aðför að Halldóri Ágrímssyni forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Borgarfulltrúar leiti sér sálfræðihjálpar

Formaður bæjarráðs Kópavogs segir að vegna minnimáttarkenndar gagnvart Kópavogi ættu borgarfulltrúar R-listans kannski að leita sér sálfræðihjálpar. Reykjavíkurborg meinar Kópavogi að leggja vatnsleiðslu um land sitt. Iðnaðarráðuneytið er með málið til skoðunar. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Friðarákvæði í Stjórnarskrá

Samfylkingin leggur fram lagafrumvarp á Alþingi í dag þar sem lagt er til að í 21. grein stjórnarskrárinnar verði heimild til að lýsa yfir stuðningi eða eiga aðild að stríði bundin við meirihlutasamþykki Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Segir smáþjóðir geta skipt sköpum

Ísland og aðrar smáþjóðir geta skipt sköpum í sáttaumleitunum með því að sýna hógværð í umdeildum alþjóðamálum, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs. Hann telur smáþjóðir geta haft mikil áhrif með starfi innan öflugra alþjóðastofnana.

Innlent
Fréttamynd

Kárahnjúkar og Írak á Alþingi

Formenn þingflokkanna segjast eiga von á því að Íraksmálið og Kárahnjúkar verði meðal þeirra mála sem rædd verði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi sem kemur saman að nýju í dag eftir jólaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Vísa skoðun prófessors á bug

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar vísa algerlega á bug þeirri skoðun forseta lagadeildar Háskóla Íslands að oddvitum ríkisstjórnarinnar hafi verið heimilt að styðja innrásina í Írak án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd. Þeir segja Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson klárlega hafa brotið lög og formaður Vinstri - grænna útilokar ekki að það geti leitt til afsagnar þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um stuðningsyfirlýsingu

"Mönnum finnst að Gylfi sé að taka að sér umboð sem hann ekki hefur og það sé ómaklegt," segir Árni Guðmundsson formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og félagi í verkalýðsmálaráði Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Segir árásir flokksfélaga grófar

Formaður Samfylkingarinnar segir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa ráðist að sér með grófari og persónulegri hætti á síðustu dögum en andstæðingar hans í pólitík hafi nokkru sinni gert. Einn af áhrifamönnum innan Samfylkingarinnar vill að Ingibjörg Sólrún dragi formannsframboð sitt til baka.

Innlent
Fréttamynd

Aðför Fréttablaðsins að Halldóri

Páll Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins og aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að Fréttablaðið sé í herferð gegn Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins. Páll vísar þar til umfjöllunar Fréttablaðsins um aðdraganda Íraksstríðsins og veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan á villigötum

Fréttir um að listi hinna staðföstu þjóða sé ekki lengur til undirstrikar á hvaða villigötum stjórnarandstaðan er í Íraksmálinu, að mati Sólveigar Pétursdóttur, formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Hún segir stjórnarliða aldrei hafa efast um að rétt hafi verið staðið að ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina í Írak.

Innlent
Fréttamynd

Sérkennilegar kveðjur

Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur segir lögnámsbeiðni Kópavogs vera ótímabæra og ummæli Gunnars I. Birgissonar sérkennilega kveðju. Bæjarráðsmaður í Kópavogi segir ummæli Gunnars fordómafull og afturhaldssöm.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Stoltenberg ræðir um öryggismál

Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, verður aðalræðumaður á málþingi framtíðarhóps Samfylkingarinnar um stöðu öryggismála í heiminum, sem fram fer á Grand Hóteli í Reykjavík í dag.

Innlent
Fréttamynd

Heimurinn hættulegri eftir innrás

Heimurinn er hættulegri og hryðjuverkaógnin hefur aukist eftir innrásina í Írak, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, sem var aðalræðumaður á málþingi um öryggismál í heiminum, sem Samfylkingin hélt í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aðild Íslands að innrásinni gangi á svig við friðarímynd landsins.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu heimild til að taka ákvörðun

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu fulla lagalega heimild til þess að taka einir þá ákvörðun að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Þetta segir Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Listinn ekki lengur notaður

Ísland er ekki lengur á neinum lista yfir bandamenn Bandaríkjanna í Íraksmálinu, samkvæmt því sem Reuters-fréttastofan hafði eftir ónefndum bandarískum embættismanni í gær.

Erlent
Fréttamynd

Brunabótamatið ónothæft

Brunbótamat er ónothæfur grundvöllur til að ákvarða veðhæfni eigna. Því ber að breyta strax og miða lánveitingar við kaupverð eigna, að mati Jónnu Sigurðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Jóhanna ritar um málið á heimasíðu sinni og segir að vegna misræmis brunabótamats og kaupverðs hafi rýmkaðir lánamöguleikar Íbúðalánasjóðs ekki hafa nýst sem skyldi.

Innlent
Fréttamynd

Mikil viðbrögð

Mikil viðbrögð hafa borist vegna auglýsingar Þjóðarhreyfingarinnar sem birtist í dagblaðinu New York Times á föstudag, að sögn Ólafs Hannibalssonar.

Innlent
Fréttamynd

Fátækt nýja ógnin

Hagsmunum Norðurlandaþjóðanna er best borgið innan alþjóðlegra stofnana líkt og Sameinuðu þjóðanna, NATO og Evrópusambandsins. Þetta sagði Thorvald Stoltenberg, fyrrum utanríkisráðherra Noregs og forseti norska Rauða Krossins, á málþingi framtíðarhóps Samfylkingar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki opinbera fundargerðir

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis vill ekki að fundargerðir nefndarinnar verði gerðar opinberar. Hann ætlar að boða til fundar í nefndinni í næstu viku til að ræða hvort einhverjir nefndarmanna hafi rofið trúnað og lekið fundargerðum í fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Fundargerð orðin opinber

Fréttablaðið birtir í morgun orðréttan texta upp úr fundargerðum utanríkismálanefndar Alþingis. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum nefndarinnar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak og um að Ísland skyldi vera sett á lista hinna staðföstu þjóða.

Innlent
Fréttamynd

Samið um leikhús til fimm ára

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og Hilmar Jónsson, leikhússtjóri Hermóðs og Háðvarar undirrituðu í gær samning til næstu fimm ára um stuðning ríkisins og Hafnafjarðarbæjar við starfsemi leikhússins.

Innlent
Fréttamynd

Ekki minnst á Gallup

Auglýsing Þjóðarhreyfingarinnar þar sem íraska þjóðin er beðin afsökunar á stuðningi íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak birtist í New York Times í gær.

Innlent
Fréttamynd

Dreifbýli megi síst við hækkunum

Húshitunarkostnaður á Vestfjörðum hækkar um 70 til 80 milljónir króna á ári, eða um hátt í tíu þúsund krónur á hvert mannsbarn, í kjölfar breytinga á rekstrarumhverfi raforkufyrirtækja. Einar K. Guðfinnsson alþingismaður segir að strjálbýlið megi alls ekki við slíku og að leita verði allra leiða til að koma í veg fyrir þetta.

Innlent