Stj.mál

Fréttamynd

Björn tjáir sig um R-listann

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og fyrrverandi borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, gerir R-listann að umfjöllunarefni í pistli á heimasíðu sinni í dag. Björn segir listann hættan að snúast um annað en útdeilingu á völdum, hugmyndafræðilegt inntak hans sé ekkert og stjórn hans á málefnum Reykjavíkurborgar sé sorglegt dæmi um, hvernig fari, þegar hver höndin sé uppi á móti annarri og allir séu með hugann við að skara eld að eigin köku.

Innlent
Fréttamynd

Koma ekki á óvart

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir fréttir af endalokum R-listans síst orðum auknar og ekki koma á óvart. Björn gagnrýnir R-listann harðlega í pistli á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Réðist á andstæðinga sína

Gerhard Schröder, Þýskalandskanslari og leiðtogi jafnaðarmanna, réðist harkalega að Kristilegum demókrötum þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar sem haldnar verða eftir rúman mánuð.

Erlent
Fréttamynd

Vill skipa sér í forystusveit

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Harka í þýsku kosningabaráttunni

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands hóf kosningabaráttu sína með formlegum hætti í dag. Kristilegir demókratar hafa langtum meira fylgi í skoðanakönnunum, en Schröder virðist ætla að treysta á eigin persónutöfra, reynsluleysi andstæðings síns, Angelu Merkel, og innanflokksdeilur hjá kristilegum til að hífa fylgið upp.

Erlent
Fréttamynd

Hugsanlega í samstarfi og baráttu

Sú ótrúlega staða gæti verið að koma upp að R-listaflokkarnir þrír þurfi að starfa áfram saman fram að kosningum en standi jafnframt í harðvítugri kosningabaráttu sín á milli.

Innlent
Fréttamynd

Danir flæktir í síldardeilu

Danir hafa flækst inn í deilu Íslendinga og Norðmanna um kvótaskiptingu úr norsk-íslenska síldarstofninum. Hans Christian Schmidt ráðherra sjávarúrvegs-, matvæla- og landbúnaðarmála Danmerkur er nú staddur hér í vinnuferð til þess að leita málamiðlunar í deilunum.

Erlent
Fréttamynd

Tekið á móti útgerðum með hörku

Það verður tekið á móti með hörku, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður vegna yfirlýsinga útgerðarmanna um að höfða mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans og línuívilnunar. Þá er sjávarútvegsráðherra hvergi banginn.

Innlent
Fréttamynd

R-listinn virðist í andarslitrunum

Dagar R-listans virðast taldir. Svartsýni um áframhaldandi samstarf ríkir í herbúðum þeirra þriggja flokka sem að honum standa og vilji Vinstri-grænna og Samfylkingar til samstarfs er lítill sem enginn.

Innlent
Fréttamynd

Einhleypar konur fái tæknifrjógvun

Einhleypar konur ættu að fá að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun að mati formanns Félags einstæðra foreldra. Hann segir löngu tímabært að afnema það ákvæði í lögum að kona þurfi að vera í samsvistum við karl til að teljast hæfur uppalandi.

Innlent
Fréttamynd

Fáheyrð ósvífni útvegsmanna

"Útgerðarmenn sýna fáheyrða ósvífni með því að krefjast þess að dómsúrskurður færi þeim beinan eignarrétt yfir fiskinum í sjónum," segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar.

Innlent
Fréttamynd

Samvinna um afnám niðurgreiðslna

Danir og Íslendingar ætla að vinna sameiginlega að afnámi niðurgreiðslna í sjávarútvegi, segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hann segir mikilvægt að þjóðirnar samhæfi krafta sína á alþjóðlegum vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Telja dvínandi líkur á samstarfi

Menn úr öllum flokkum sem standa að R-listanum telja mjög dvínandi líkur á að R-listi verði boðinn fram við næstu borgarstjórnarkosningar eftir að starf viðræðunefndar flokkanna sigldi í strand í gær. Boltinn er nú aftur hjá félögum flokkanna þriggja í Reykjavík og hafa Vinstri -grænir boðað til félagsfundar á mánudag, en Samfylkingin og Framsóknarflokkur hafa ekki ákveðið fundartíma.

Innlent
Fréttamynd

Fjöregg R-listans hjá VG

Borgarstjórnarflokkur R-listans kom saman til fundar í gær, en margt bendir til þess að hann þurfi næstu mánuðina að starfa við ný skilyrði þar sem dagar R-listans kunna að vera taldir. Félagsfundur Reykjavíkurfélags Vinstri grænna hefur verið boðaður á mánudag en þar kann framtíð samstarfsins að ráðast.

Innlent
Fréttamynd

Hefur skömm á stjórnarþingmönnum

"Þetta er algjör leikaraskapur og ég hef sífellt meiri og meiri skömm á því hvernig stjórnarþingmenn geta komið fram við fólkið á landsbyggðinni," segir Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslindaflokksins aðspurður um viðbrögð stjórnarþingmanna við ástandinu á Bíldudal.

Innlent
Fréttamynd

Útvegsmenn geti ekki farið í mál

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur útilokað fyrir útvegsmenn að fara í mál við íslensk stjórnvöld til að fá svonefndan byggðakvóta afnuminn, sem þeir segja að skerði sinn eigin kvóta.

Innlent
Fréttamynd

Ráðuneytum verður fækkað

Meðal þess sem rætt hefur verið um endurskoðun á skipulagi stjórnsýslunnar er tilkoma aðstoðarráðherra. Forsætisráðherra segir löngu tímabært að hefja vinnu við uppstokkun ráðuneyta.

Innlent
Fréttamynd

Össur snuprar útgerðarmenn

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur útgerðarmenn á beinið fyrir að ætla að kæra úthlutun byggðakvóta á þeim forsendum að með því sé verið að taka af þeim stjórnarskrárvarin eignarréttindi af því byggðakvótinn minnkar þeirra hlut.

Innlent
Fréttamynd

Áfall ef R-listi býður ekki fram

"Þegar R-listinn tók við völdum 1994 ríkti ófremdar ástand í boarginni, meðal annars í skóla-, dagsvistar- og atvinnumálum. R-listinn hefur gerbreytt stöðunni," segir Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í R-listanum.

Innlent
Fréttamynd

Færeyingar vilja aðild að EFTA

Færeyingar vilja sækja um að aðild að Norðurlandaráði og EFTA en Færeyingar lúta enn yfirráðum Dana og hafa aðeins sjálfsstjórn og utanríkismál landsins eru í höndum Dana.

Erlent
Fréttamynd

Mismunun verði afnumin með öllu

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur þingmenn til þess að afnema alla mismunun á grundvelli kynhneigðar í ályktun sem félagið samþykkti í janúar síðastliðnum og ítrekar nú í tilefni umræðu síðustu daga. Í ályktun SUS segir að í lögum um staðfesta samvist og lögum um tæknifrjóvganir séu ákvæði sem fela í sér þessa mismunun og það sé ekki líðandi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja úttekt á nýju leiðakerfi

Minnihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarráði flutti í dag tillögu þar sem skorað var á forstjóra Strætós bs. og fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn fyrirtækisins að beita sér fyrir ýtarlegri úttekt á nýju leiðakerfi Strætós.

Innlent
Fréttamynd

Viðræðuslit alvaraleg tíðindi

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir ótímabært að gefa út dánarvottorð fyrir R-lista samstarfið á næsta kjörtímabili. "Nefndin sendi málið heim til flokkannna og það er þeirra að stíga næstu skref."

Innlent
Fréttamynd

Líst ekki á stöðuna

"Mér líst ekki vel á stöðunna eins og er en ekki er öll nótt úti enn," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar um strand R-lista viðræðna. "Það á eftir að ræða stöðuna á félagsfundum á næstu dögum."

Innlent
Fréttamynd

Ekki bjartsýnn á R-listaframboð

Í kvöld ætti að skýrast hvort áframhald verði á samstarfi R-lista flokkanna. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem segist hafa verið bjartsýnn á samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna í aðdraganda síðustu tvennra borgarstjórnarkosninga, er það ekki lengur.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert styðji innflutningsbann

Formaður Dýralæknafélags Ísland segir landbúnaðarráðherra beita sjúkdómsvarnarákvæði þar sem það eigi ekki við. Hann segir ekkert styðja þá kenningu ráðherra að banna eigi innflutning á nautakjöti frá Argentínu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki umsóknir samkynhneigðra

Óttast er að erlend ríki hætti að senda munaðarlaus börn hingað til lands fái samkynhneigðir rétt til ættleiðinga. Ekkert þeirra fimm ríkja sem Íslendingar ættleiða frá leyfa slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Matvælaráðherra Dana í heimsókn

Hans Christian Schmidt, matvælaráðherra Danmerkur, er nú staddur í vinnuferð hér á landi til að kynna sér íslenskan sjávarútveg. Ráðherrann á fund með Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra í dag auk þess sem hann mun heimsækja sjávarútvegs- og sölufyrirtæki á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Fundi lauk án árangurs

Öllum á óvörum lauk viðræðunefnd R-listaflokkanna fundi sínum nú fyrir fáeinum mínútum, án nokkurs árangurs. Nefndarmenn geta engu svarað um það hvert framhaldið verður. Þrátt fyrir þessi snautlegu lok segir í sameiginlegri yfirlýsingu að vilji sé fyrir áframhaldandi samstarfi.

Innlent
Fréttamynd

R-lista viðræður í strand

Nefnd, sem rætt hefur samstarf R-listaflokkana á næsta kjörtímabili, ákvað á fundi í gær að slíta frekari viðræðum og fela flokksfélögunum að taka endanlega ákvörðun um framtíð samstarfsins. Dagur B. Eggertsson ætlar ekki að bjóða sig fram hætti R-listinn við framboð.

Innlent