Bandaríkin Maxwell segist víst hafa verið góð vinkona Andrésar prins Ghislaine Maxwell, sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við að finna og tæla unglingsstúlkur, segist kenna í brjósti um Andrés, bróður Karls III Bretakonungs. Hún segir jafnframt að þau hafi verið góðir vinir, þvert á það sem Andrés heldur fram. Erlent 16.10.2022 21:59 Anna Sorokin telur sig eiga skilið að fá annað tækifæri Hin rússneska Anna Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur lítinn áhuga á að yfirgefa Bandaríkin og telur sig eiga skilið að fá annað tækifæri. Lífið 14.10.2022 14:49 „Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. Erlent 14.10.2022 14:16 Cuba Gooding Jr. sleppur við fangelsi Leikarinn Cuba Gooding Jr. slapp við fangelsisrefsingu þegar dómur yfir honum var kveðinn upp í dag í New York ríki. Hann játaði að hafa kynferðislega áreitt þrjár konur árin 2018 og 2019. Með því skilyrði að halda áfengismeðferð sinni áfram hlaut hann sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Erlent 13.10.2022 23:45 Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. Erlent 13.10.2022 20:03 Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook. Erlent 13.10.2022 19:39 Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. Erlent 13.10.2022 16:00 Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum. Erlent 13.10.2022 15:18 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. Erlent 13.10.2022 08:59 Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. Erlent 12.10.2022 20:22 Heitir Sádum afleiðingum vegna skerðingar á olíuframleiðslu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hét því í gær að ákvörðun OPEC+ ríkjanna svokölluðu um að draga verulega úr olíuframleiðslu myndi hafa afleiðingar fyrir Sádi-Arabíu, sem leiða samtökin og eiga að heita bandalagsríki Bandaríkjanna. Þingmenn Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að Bandaríkin frysti allt varnarsamstarf með einræðisríkinu. Erlent 12.10.2022 15:49 Lögregluþjónn ákærður eftir skothríð á tvo táninga Saksóknarar í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum ákærðu í gær lögregluþjón sem skaut sautján ára dreng á bílastæði við McDonalds um þar síðustu helgi, 2. október. James Brennand, lögregluþjóninn, skaut hinn sautján ára gamla Erik Cantu, sem liggur á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Erlent 12.10.2022 13:46 Adnan Syed hreinsaður af sök Hinn bandaríski Adnan Syed, sem hefur setið í fangelsi í 23 ár fyrir á morðið á fyrrverandi kærustu sinni, hefur verið hreinsaður af sök. Mál Syeds vakti heimsathygli í rannsóknarhlaðvarpinu Serial, sem kom út fyrir átta árum síðan. Erlent 12.10.2022 08:00 Sterkur Bandaríkjadalur setur þrýsting á afurðaverð til Evrópu Minnkandi kaupmáttur í Evrópu samfara styrkingu Bandaríkjadalsins hefur haft nokkur áhrif á markaði fyrir sjávarafurðir, að sögn viðmælenda Innherja. Vöruútflutningur Íslands í Bandaríkjadal er töluvert veigameiri en í evrum, þrátt fyrir að stór hluti kaupenda sé staðsettur í Evrópu. Innherji 12.10.2022 07:15 Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. Erlent 12.10.2022 07:12 Ný Iphone-tækni ruglar rússíbanaferð saman við bílslys Svo virðist sem að ný tækni sem kynnt var til sögunnar með nýjustu gerð Iphone-síma bandaríska tæknirisans Apple geti ruglað rússíbanaferð saman við bílslys. Viðskipti erlent 11.10.2022 22:57 Khloé Kardashian segist hafa fundið æxli á andliti sínu Khloé Kardashian greindi frá því fyrr í kvöld á Instagram síðu sinni að hún hafi þurft að láta fjarlægja æxli af andliti sínu. Hún hefur áður þurft að láta fjarlægja sortuæxli af baki sínu. Lífið 11.10.2022 22:38 NASA tókst að stýra smástirni af braut en það kostaði 47 milljarða króna Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur tilkynnt að tilraun á nýrri aðferð þeirra til þess að afstýra smástirnum sem séu á leið til Jarðar hafi tekist. Stofnunin framkvæmdi tilraunina sjálfa fyrir um tveimur vikum síðan og kostaði hún 325 milljónir Bandaríkjadala eða 47,5 milljarða króna. Erlent 11.10.2022 21:09 Tónleikaferðalag og ný plata á leiðinni Bandaríska popp-pönk hljómsveitin Blink-182 ætlar sér á tónleikaferðalag á næsta ári til að fagna útgáfu nýrrar plötu sem kemur út á næstunni. Hljómsveitin gefur út nýtt lag á föstudaginn. Tónlist 11.10.2022 14:29 Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. Erlent 10.10.2022 21:33 Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. Erlent 10.10.2022 11:20 Bernanke í hópi nýrra handhafa Nóbelsins í hagfræði Bandarísku hagfræðingarnir Ben S. Bernanke, Douglas W. Diamond og Philip H. Dybvig fá hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nóbel í ár fyrir rannsóknir sínar á bönkum og fjármálakreppum. Viðskipti innlent 10.10.2022 09:52 Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð. Viðskipti erlent 9.10.2022 14:14 Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. Erlent 8.10.2022 23:54 Leitað að hjálpartækjum ástarlífsins í afturenda Niemann fyrir skákeinvígi Skákmeistarinn Hans Niemann þurfti að þola nánari öryggisgæslu en aðrir keppendur á bandaríska meistaramótinu í skák í vikunni þegar leitað var sérstaklega í afturenda Niemann af hjálpartækjum ástarlífsins. Sport 8.10.2022 17:08 Söngkonan Jody Miller er látin Bandaríska söngkonan Jody Miller, sem er einna þekktust fyrir að sungið lagið Queen of the House, er látin, áttræð að aldri. Lífið 7.10.2022 14:22 Nýr sendiherra Bandaríkjanna afhenti forseta trúnaðarbréf Carrin Patman, nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta trúnaðarbréf í gær. Sendiherralaust hefur verið frá því að umdeildur forveri Patman lét af embættinu í janúar í fyrra. Innlent 7.10.2022 10:37 Telja Trump enn vera með opinber gögn Starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja Donald Trump, fyrrverandi forseta, enn hafa opinber gögn í vörslu sinni. Hann hafi ekki enn ekki skilað öllum þeim skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu á sínum tíma. Erlent 7.10.2022 10:10 Sagt upp því áfanginn var of erfiður Kennara við Háskólann í New York var nýlega sagt upp eftir að nemendur hans kvörtuðu yfir því að áfangi hans væri of erfiður. Samstarfsmenn kennarans hafa kvartað yfir uppsögninni. Erlent 7.10.2022 08:33 Óttast „ragnarök“ ef Pútín ákveður að nota kjarnorkuvopn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað við því að heimsbyggðin gæti staðið frammi fyrir „ragnarökum“ ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveður að nota kjarnorkuvopn til að freista þess að vinna stríðið í Úkraínu. Erlent 7.10.2022 07:20 « ‹ 109 110 111 112 113 114 115 116 117 … 334 ›
Maxwell segist víst hafa verið góð vinkona Andrésar prins Ghislaine Maxwell, sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við að finna og tæla unglingsstúlkur, segist kenna í brjósti um Andrés, bróður Karls III Bretakonungs. Hún segir jafnframt að þau hafi verið góðir vinir, þvert á það sem Andrés heldur fram. Erlent 16.10.2022 21:59
Anna Sorokin telur sig eiga skilið að fá annað tækifæri Hin rússneska Anna Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur lítinn áhuga á að yfirgefa Bandaríkin og telur sig eiga skilið að fá annað tækifæri. Lífið 14.10.2022 14:49
„Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. Erlent 14.10.2022 14:16
Cuba Gooding Jr. sleppur við fangelsi Leikarinn Cuba Gooding Jr. slapp við fangelsisrefsingu þegar dómur yfir honum var kveðinn upp í dag í New York ríki. Hann játaði að hafa kynferðislega áreitt þrjár konur árin 2018 og 2019. Með því skilyrði að halda áfengismeðferð sinni áfram hlaut hann sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Erlent 13.10.2022 23:45
Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. Erlent 13.10.2022 20:03
Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook. Erlent 13.10.2022 19:39
Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. Erlent 13.10.2022 16:00
Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum. Erlent 13.10.2022 15:18
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. Erlent 13.10.2022 08:59
Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. Erlent 12.10.2022 20:22
Heitir Sádum afleiðingum vegna skerðingar á olíuframleiðslu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hét því í gær að ákvörðun OPEC+ ríkjanna svokölluðu um að draga verulega úr olíuframleiðslu myndi hafa afleiðingar fyrir Sádi-Arabíu, sem leiða samtökin og eiga að heita bandalagsríki Bandaríkjanna. Þingmenn Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að Bandaríkin frysti allt varnarsamstarf með einræðisríkinu. Erlent 12.10.2022 15:49
Lögregluþjónn ákærður eftir skothríð á tvo táninga Saksóknarar í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum ákærðu í gær lögregluþjón sem skaut sautján ára dreng á bílastæði við McDonalds um þar síðustu helgi, 2. október. James Brennand, lögregluþjóninn, skaut hinn sautján ára gamla Erik Cantu, sem liggur á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Erlent 12.10.2022 13:46
Adnan Syed hreinsaður af sök Hinn bandaríski Adnan Syed, sem hefur setið í fangelsi í 23 ár fyrir á morðið á fyrrverandi kærustu sinni, hefur verið hreinsaður af sök. Mál Syeds vakti heimsathygli í rannsóknarhlaðvarpinu Serial, sem kom út fyrir átta árum síðan. Erlent 12.10.2022 08:00
Sterkur Bandaríkjadalur setur þrýsting á afurðaverð til Evrópu Minnkandi kaupmáttur í Evrópu samfara styrkingu Bandaríkjadalsins hefur haft nokkur áhrif á markaði fyrir sjávarafurðir, að sögn viðmælenda Innherja. Vöruútflutningur Íslands í Bandaríkjadal er töluvert veigameiri en í evrum, þrátt fyrir að stór hluti kaupenda sé staðsettur í Evrópu. Innherji 12.10.2022 07:15
Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. Erlent 12.10.2022 07:12
Ný Iphone-tækni ruglar rússíbanaferð saman við bílslys Svo virðist sem að ný tækni sem kynnt var til sögunnar með nýjustu gerð Iphone-síma bandaríska tæknirisans Apple geti ruglað rússíbanaferð saman við bílslys. Viðskipti erlent 11.10.2022 22:57
Khloé Kardashian segist hafa fundið æxli á andliti sínu Khloé Kardashian greindi frá því fyrr í kvöld á Instagram síðu sinni að hún hafi þurft að láta fjarlægja æxli af andliti sínu. Hún hefur áður þurft að láta fjarlægja sortuæxli af baki sínu. Lífið 11.10.2022 22:38
NASA tókst að stýra smástirni af braut en það kostaði 47 milljarða króna Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur tilkynnt að tilraun á nýrri aðferð þeirra til þess að afstýra smástirnum sem séu á leið til Jarðar hafi tekist. Stofnunin framkvæmdi tilraunina sjálfa fyrir um tveimur vikum síðan og kostaði hún 325 milljónir Bandaríkjadala eða 47,5 milljarða króna. Erlent 11.10.2022 21:09
Tónleikaferðalag og ný plata á leiðinni Bandaríska popp-pönk hljómsveitin Blink-182 ætlar sér á tónleikaferðalag á næsta ári til að fagna útgáfu nýrrar plötu sem kemur út á næstunni. Hljómsveitin gefur út nýtt lag á föstudaginn. Tónlist 11.10.2022 14:29
Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. Erlent 10.10.2022 21:33
Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. Erlent 10.10.2022 11:20
Bernanke í hópi nýrra handhafa Nóbelsins í hagfræði Bandarísku hagfræðingarnir Ben S. Bernanke, Douglas W. Diamond og Philip H. Dybvig fá hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nóbel í ár fyrir rannsóknir sínar á bönkum og fjármálakreppum. Viðskipti innlent 10.10.2022 09:52
Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð. Viðskipti erlent 9.10.2022 14:14
Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. Erlent 8.10.2022 23:54
Leitað að hjálpartækjum ástarlífsins í afturenda Niemann fyrir skákeinvígi Skákmeistarinn Hans Niemann þurfti að þola nánari öryggisgæslu en aðrir keppendur á bandaríska meistaramótinu í skák í vikunni þegar leitað var sérstaklega í afturenda Niemann af hjálpartækjum ástarlífsins. Sport 8.10.2022 17:08
Söngkonan Jody Miller er látin Bandaríska söngkonan Jody Miller, sem er einna þekktust fyrir að sungið lagið Queen of the House, er látin, áttræð að aldri. Lífið 7.10.2022 14:22
Nýr sendiherra Bandaríkjanna afhenti forseta trúnaðarbréf Carrin Patman, nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta trúnaðarbréf í gær. Sendiherralaust hefur verið frá því að umdeildur forveri Patman lét af embættinu í janúar í fyrra. Innlent 7.10.2022 10:37
Telja Trump enn vera með opinber gögn Starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja Donald Trump, fyrrverandi forseta, enn hafa opinber gögn í vörslu sinni. Hann hafi ekki enn ekki skilað öllum þeim skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu á sínum tíma. Erlent 7.10.2022 10:10
Sagt upp því áfanginn var of erfiður Kennara við Háskólann í New York var nýlega sagt upp eftir að nemendur hans kvörtuðu yfir því að áfangi hans væri of erfiður. Samstarfsmenn kennarans hafa kvartað yfir uppsögninni. Erlent 7.10.2022 08:33
Óttast „ragnarök“ ef Pútín ákveður að nota kjarnorkuvopn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað við því að heimsbyggðin gæti staðið frammi fyrir „ragnarökum“ ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveður að nota kjarnorkuvopn til að freista þess að vinna stríðið í Úkraínu. Erlent 7.10.2022 07:20