Bandaríkin

Fréttamynd

Biden viðurkennir þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

Joe Biden Bandaríkjaforseti varð í gær fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að formlega lýsa fjöldamorðunum á Armenum árið 1915 sem þjóðarmorði. Morðin áttu sér stað í þá deyjandi Ottómanveldinu þar sem nú er Tyrkland.

Erlent
Fréttamynd

Rudy Giuli­ani versti auka­leikari þessa árs

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og lögmaður Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni Hindberinu (e. Raspberry Awards). Hlaut hann þar verðlaun fyrir versta aukahlutverkið og versta samleikinn á síðasta ári.

Lífið
Fréttamynd

Stendur ekki við gefin lofts­lagslof­orð

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjaher leggur leitinni að kafbátnum lið

Flugvélar Bandaríkjahers er nú á leiðinni til að aðstoða við leit að indónesískum kafbáti sem hvarf með 53 manna áhöfn við æfingar norður af Balí á miðvikudag. Aðeins nokkrar klukkustundir eru taldar til stefnu áður en súrefnið í kafbátnum er á þrotum.

Erlent
Fréttamynd

Was­hington DC skrefi nær því að verða ríki

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag tillögu þess efnis að Washington DC verði 51. ríki Bandaríkjanna. Það er annað skiptið á innan við ári sem málið er tekið fyrir í fulltrúadeildinni en verður því nú vísað til öldungadeildar þingsins.

Erlent
Fréttamynd

Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar

Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Eldgosið í eldlínunni í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna

Sjónvarpsþátturinn „Good Morning America“ hjá sjónvarpsstöðinni ABC News bauð upp á ýtarlega umfjöllun um eldgosið í Fagradalsfjalli í þætti dagsins. Þátturinn er einn allra vinsælasti fréttaþáttur í Bandaríkjunum og hann er langsamlega vinsælasti morgunþátturinn.

Innlent
Fréttamynd

Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd

Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða.

Erlent
Fréttamynd

Segir sönnunargögnin í máli Chauvin yfirþyrmandi

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir sönnunargögnin í máli fyrrverandi lögregluþjónsins Derek Chauvin fyrir meint morð hans á George Floyd, vera „yfirþyrmandi“. Forsetinn ræddi við fjölskyldu Floyd í síma í dag.

Erlent
Fréttamynd

Höfði stendur þeim Blinken og Lavrov til boða

„Þessar fréttir eru nýtilkomnar og eru mikið gleðiefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um staðfesta komu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands hingað til lands í maí.

Innlent
Fréttamynd

Xi vill sanngjarnari heimsstjórn

Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því málefnum heimsins yrðu stýrt á sanngjarnari máta og að ríki heimsins legðu ekki tálma á önnur. Hann kallaði eftir aukinni ráðfærslu milli ríkja á alþjóðasviðinu og sagði að aðskilnaður og útskúfun á heimsmarkaði væri ekki jákvæð.

Erlent
Fréttamynd

„Notið skynsemina“

Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin

Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin.

Erlent
Fréttamynd

Leita manns sem skaut þrjú til bana

Lögregla í Texas leitar nú Stephen Nicholas Broderick, 41 árs gamals manns sem grunaður er um að hafa skotið þrjú til bana í borginni Austin í dag. Maðurinn, sem er fyrrverandi lögreglumaður, er talinn vopnaður og hættulegur.

Erlent
Fréttamynd

Helmingur full­orðinna í Banda­ríkjunum fengið fyrri skammt

Yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að helmingur allra yfir átján ára aldri í landinu hefðu nú fengið fyrri skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni, eða tæplega 130 milljónir einstaklinga. 84 milljónir fullorðinna hafa verið bólusettar að fullu.

Erlent
Fréttamynd

Stefna á þyrluflug á Mars á morgun

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum

Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið.

Innlent