Bandaríkin

Fréttamynd

„Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“.

Erlent
Fréttamynd

Smith biður hæsta­rétt um að tefja ekki réttar­höldin

Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Rússar þrói kjarna­vopn í geimnum

Bandarísk yfirvöld óttast að Rússar muni vilja koma kjarnavopnum umhverfis sporbaug. Ætlunin yrði að beita þeim gegn gervihnöttum en tæknin er nú í þróun í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Tókst að á­kæra Mayorkas í annarri til­raun

Repúblikönum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings tókst í gær að ákæra Alejandro N. Mayorkas, yfirmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot. Þetta var í annað sinn sem þeir greiddu atkvæði um ákæru og var hún samþykkt með einu atkvæði.

Erlent
Fréttamynd

Demó­krati nældi í þing­sæti Santos

Demókratinn Tom Suozzi bar sigur úr býtum í baráttu um þingsæti í New York og minnkaði þar með meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni enn meira. Áður hafði George Santos setið í þingsætinu en honum var vikið af þingi í byrjun desember.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja til aukinnar hernaðar­upp­byggingar Evrópu

Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Trump vill frest fram yfir kosningar

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020.

Erlent
Fréttamynd

Gera aðra til­raun með hernaðar­að­stoð

Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Jon Stewart snýr aftur: „Hvað erum við að gera?“

Sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart sneri aftur í sett The Daily Show í gærkvöldi, í fyrsta sinn frá því hann hætti árið 2015. Fyrir það hafði hann og rithöfundar hans á sextán árum gert þáttinn að ákveðnu stórveldi á sviði pólitískrar satíru.

Lífið
Fréttamynd

Sagður kalla Netanjahú drullusokk

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður út í Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og hefur kallað hann drullusokk. Það hefur hann meðal annars gert í samræðum við stuðningsmenn forsetaframboðs síns og snýst reiði forsetans að mestu um það hvernig Netanjahú hefur haldið á spöðunum varðandi hernað Ísrael á Gasaströndinni.

Erlent
Fréttamynd

Kennedy biðst af­sökunar á Super Bowl-auglýsingu

Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 

Erlent
Fréttamynd

Allar aug­lýsingar Super Bowl á einum stað

Kansas City Chiefs vann Ofurskáina í annað sinn í röð í nótt. Leikurinn var æsispennandi og fór í framlengingu en í huga margra skipta auglýsingarnar meira máli en leikurinn, þar sem um er að ræða heimsins dýrustu auglýsingapláss.

Lífið
Fréttamynd

Síðasta vonin um ljúfa ævi­daga

Kraftaverk má telja að Páll Kristrúnar Magnússon hafi lifað af heilablóðfall á ferðalagi með fjölskyldu sinni um landið haustið 2022 þvert á spár lækna. Hann glímir í dag við margvíslegar líkamlegar skerðingar. Fjölskyldunni hefur verið tjáð að litlar líkur séu á frekari bata og blasir nú við að Páll þurfi að fara inn á hjúkrunarheimili, einungis 62 ára gamall. Þau halda þó í eina von.

Lífið
Fréttamynd

Vill morðingja fyrir blaða­mann

Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð.

Erlent
Fréttamynd

Biden brást reiður við skýrslu um leyniskjöl

Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem rannsakað hefur opinber og leynileg skjöl sem fundust í vörslu Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, frá þeim tíma er hann var óbreyttur borgari, birti í gær skýrslu um rannsókn sína. Þar sagði hann ekki tilefni til að ákæra Biden en sagði hann hafa vísvitandi haldið eftir leynilegum gögnum og jafnvel sýnt öðrum þau.

Erlent
Fréttamynd

Kántrí­stjarna tók upp nýtt mynd­band á Ís­landi

Kántrísöngkonan Kacey Musgraves gefur út nýja plötu í mars á þessu ári. Titillag plötunnar, Deeper Well, er það fyrsta sem formlega er gefið út af plötunni en myndbandið við lagið er tekið upp á Íslandi. Meðal annars á Árbæjarsafninu.

Lífið
Fréttamynd

Kjör­gengi Trumps rætt í Hæsta­rétti

Málflutningur um það hvort ríki Bandaríkjanna hafi rétt til að meina Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að vera á kjörseðlum þar í forsetakosningunum sem haldnar verða í nóvember, stendur nú yfir fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Tusk segir Repúblikönum að skammast sín

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum.

Erlent
Fréttamynd

Swift ferðast nú bara með einni einka­þotu

Söngkonan Taylor Swift þarf nú að sætta sig við að hafa bara eina einkaþotu til afnota þegar hún ferðast um heiminn. Fjórtánfaldi Grammy-verðlaunahafinn seldi aðra þotu sína um síðustu mánaðamót. 

Lífið