Orð Kristrúnar vöktu „gott bros“ Bandaríkjaforseta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júní 2025 13:55 Kristrún og Þorgerður Katrín spjölluðu við Donald Trump. NATO Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Haag í Hollandi í dag gekk vel og mikil samstaða var í hópi leiðtoga að sögn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Hún segir að mikill skilningur ríki gagnvart stöðu Íslands sem herlauss ríkis en hún lagði á fundinum meðal annars áherslu á áframhaldandi stuðning við Úkraínu, öryggismál á Norðurslóðum og hvatti bandalagsríki, einkum Donald Trump Bandaríkjaforseta, til að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. Kristrún segir í samtali við fréttastofu að fyrst og fremst hafi ríkt mikil samstaða í hópnum. „Fundurinn gekk afar vel, það eru allir einhuga um að NATO er farið að styrkja sig verulega og það eru komin auðvitað aukin framlög og vilyrði um aukin framlög inn í bandalagið.“ Hún hafi lagt áherslu á að Ísland sé að styrkja sig á sviði borgaralegra og almennra innviða og hún ítrekar að fullur skilningur ríki gagnvart Íslandi sem herlauss ríkis. Sjá einnig: Senda þjóðinni „skýr skilaboð“ á óróatímum „Það er ekki verið að gera kröfu um neina eðlisbreytingu á sambandi við NATO. Það ríkir fullur skilningur á því að við erum herlaus þjóð, en það eru líka tækifæri í þeirri stöðu að það sé vilji til þess að sjá aðra innviði vaxa í þessu umhverfi og ríkisstjórnin mun fylgja því eftir,“ segir Kristrún. Átti stutt spjall við Trump Bandaríkjaforseti sé engin undantekning hvað varðar skilning gagnvart Íslandi. „Ég ræddi stuttlega við Bandaríkjaforseta í gær í kvöldverði. Hann er auðvitað mjög meðvitaður um það góða samband sem er á milli ríkjanna og meðvitaður um tvíhliða samninginn okkar þegar kemur að vörnum og ríkur vilji til að standa vörð um þann samning. Þannig ég hef ekki fundið annað en bara jákvæðni í okkar garð,“ segir Kristrún, spurð hvort Bandaríkjaforseti hafi sýnt Íslandi sama skilning og aðrir leiðtogar hvað varðar til dæmis framlög til öryggis- og varnarmála. Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra áttu spjall við Trump Bandaríkjaforseta og Marco Rubio utanríkisráðherra landsins í hátíðarkvöldverði leiðtoganna í Haag í gær.utanríkisráðuneyti Hollands Úkraína var einnig til umræðu á fundinum og skilaboðin frá Íslandi þau að áfram væri mikilvægt að styðja við varnarbaráttu Úkraínu gegn innrásarstríði Rússa. „Ég kom líka þeim skilaboðum til hópsins, til fundarins, og hvatti Bandaríkjaforseta til þess að ýta undir og koma á vopnahléi á Gasa. Þannig það er margt undir, mikið í umræðunni og miklar hreyfingar. En fyrst og fremst bara rík samstaða í hópnum og það er gott fyrir okkur að finna að við tilheyrum hópi sem er jafn breiður og þetta, með öflugar varnir og mikil samstaða.“ Hvernig var tekið í þessa hvatningu um að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa? „Ég fékk að minnsta kosti gott bros, ég sat beint á móti Bandaríkjaforseta þegar ég flutti mína ræðu, og það er ríkur vilji mjög víða í þessum hópi að sjá vopnahlé sem allra fyrst. Fólk er mjög meðvitað um það og við verðum að skapa aukinn þrýsting. Og fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að aukin átök annars staðar í heiminum geri það að verkum að fólk gleymi kannski Úkraínu og Gasa en það var vel minnst á það á þessum fundi,“ svarar Kristrún. NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Kristrún segir í samtali við fréttastofu að fyrst og fremst hafi ríkt mikil samstaða í hópnum. „Fundurinn gekk afar vel, það eru allir einhuga um að NATO er farið að styrkja sig verulega og það eru komin auðvitað aukin framlög og vilyrði um aukin framlög inn í bandalagið.“ Hún hafi lagt áherslu á að Ísland sé að styrkja sig á sviði borgaralegra og almennra innviða og hún ítrekar að fullur skilningur ríki gagnvart Íslandi sem herlauss ríkis. Sjá einnig: Senda þjóðinni „skýr skilaboð“ á óróatímum „Það er ekki verið að gera kröfu um neina eðlisbreytingu á sambandi við NATO. Það ríkir fullur skilningur á því að við erum herlaus þjóð, en það eru líka tækifæri í þeirri stöðu að það sé vilji til þess að sjá aðra innviði vaxa í þessu umhverfi og ríkisstjórnin mun fylgja því eftir,“ segir Kristrún. Átti stutt spjall við Trump Bandaríkjaforseti sé engin undantekning hvað varðar skilning gagnvart Íslandi. „Ég ræddi stuttlega við Bandaríkjaforseta í gær í kvöldverði. Hann er auðvitað mjög meðvitaður um það góða samband sem er á milli ríkjanna og meðvitaður um tvíhliða samninginn okkar þegar kemur að vörnum og ríkur vilji til að standa vörð um þann samning. Þannig ég hef ekki fundið annað en bara jákvæðni í okkar garð,“ segir Kristrún, spurð hvort Bandaríkjaforseti hafi sýnt Íslandi sama skilning og aðrir leiðtogar hvað varðar til dæmis framlög til öryggis- og varnarmála. Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra áttu spjall við Trump Bandaríkjaforseta og Marco Rubio utanríkisráðherra landsins í hátíðarkvöldverði leiðtoganna í Haag í gær.utanríkisráðuneyti Hollands Úkraína var einnig til umræðu á fundinum og skilaboðin frá Íslandi þau að áfram væri mikilvægt að styðja við varnarbaráttu Úkraínu gegn innrásarstríði Rússa. „Ég kom líka þeim skilaboðum til hópsins, til fundarins, og hvatti Bandaríkjaforseta til þess að ýta undir og koma á vopnahléi á Gasa. Þannig það er margt undir, mikið í umræðunni og miklar hreyfingar. En fyrst og fremst bara rík samstaða í hópnum og það er gott fyrir okkur að finna að við tilheyrum hópi sem er jafn breiður og þetta, með öflugar varnir og mikil samstaða.“ Hvernig var tekið í þessa hvatningu um að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa? „Ég fékk að minnsta kosti gott bros, ég sat beint á móti Bandaríkjaforseta þegar ég flutti mína ræðu, og það er ríkur vilji mjög víða í þessum hópi að sjá vopnahlé sem allra fyrst. Fólk er mjög meðvitað um það og við verðum að skapa aukinn þrýsting. Og fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að aukin átök annars staðar í heiminum geri það að verkum að fólk gleymi kannski Úkraínu og Gasa en það var vel minnst á það á þessum fundi,“ svarar Kristrún.
NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira