Orð Kristrúnar vöktu „gott bros“ Bandaríkjaforseta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júní 2025 13:55 Kristrún og Þorgerður Katrín spjölluðu við Donald Trump. NATO Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Haag í Hollandi í dag gekk vel og mikil samstaða var í hópi leiðtoga að sögn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Hún segir að mikill skilningur ríki gagnvart stöðu Íslands sem herlauss ríkis en hún lagði á fundinum meðal annars áherslu á áframhaldandi stuðning við Úkraínu, öryggismál á Norðurslóðum og hvatti bandalagsríki, einkum Donald Trump Bandaríkjaforseta, til að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. Kristrún segir í samtali við fréttastofu að fyrst og fremst hafi ríkt mikil samstaða í hópnum. „Fundurinn gekk afar vel, það eru allir einhuga um að NATO er farið að styrkja sig verulega og það eru komin auðvitað aukin framlög og vilyrði um aukin framlög inn í bandalagið.“ Hún hafi lagt áherslu á að Ísland sé að styrkja sig á sviði borgaralegra og almennra innviða og hún ítrekar að fullur skilningur ríki gagnvart Íslandi sem herlauss ríkis. Sjá einnig: Senda þjóðinni „skýr skilaboð“ á óróatímum „Það er ekki verið að gera kröfu um neina eðlisbreytingu á sambandi við NATO. Það ríkir fullur skilningur á því að við erum herlaus þjóð, en það eru líka tækifæri í þeirri stöðu að það sé vilji til þess að sjá aðra innviði vaxa í þessu umhverfi og ríkisstjórnin mun fylgja því eftir,“ segir Kristrún. Átti stutt spjall við Trump Bandaríkjaforseti sé engin undantekning hvað varðar skilning gagnvart Íslandi. „Ég ræddi stuttlega við Bandaríkjaforseta í gær í kvöldverði. Hann er auðvitað mjög meðvitaður um það góða samband sem er á milli ríkjanna og meðvitaður um tvíhliða samninginn okkar þegar kemur að vörnum og ríkur vilji til að standa vörð um þann samning. Þannig ég hef ekki fundið annað en bara jákvæðni í okkar garð,“ segir Kristrún, spurð hvort Bandaríkjaforseti hafi sýnt Íslandi sama skilning og aðrir leiðtogar hvað varðar til dæmis framlög til öryggis- og varnarmála. Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra áttu spjall við Trump Bandaríkjaforseta og Marco Rubio utanríkisráðherra landsins í hátíðarkvöldverði leiðtoganna í Haag í gær.utanríkisráðuneyti Hollands Úkraína var einnig til umræðu á fundinum og skilaboðin frá Íslandi þau að áfram væri mikilvægt að styðja við varnarbaráttu Úkraínu gegn innrásarstríði Rússa. „Ég kom líka þeim skilaboðum til hópsins, til fundarins, og hvatti Bandaríkjaforseta til þess að ýta undir og koma á vopnahléi á Gasa. Þannig það er margt undir, mikið í umræðunni og miklar hreyfingar. En fyrst og fremst bara rík samstaða í hópnum og það er gott fyrir okkur að finna að við tilheyrum hópi sem er jafn breiður og þetta, með öflugar varnir og mikil samstaða.“ Hvernig var tekið í þessa hvatningu um að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa? „Ég fékk að minnsta kosti gott bros, ég sat beint á móti Bandaríkjaforseta þegar ég flutti mína ræðu, og það er ríkur vilji mjög víða í þessum hópi að sjá vopnahlé sem allra fyrst. Fólk er mjög meðvitað um það og við verðum að skapa aukinn þrýsting. Og fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að aukin átök annars staðar í heiminum geri það að verkum að fólk gleymi kannski Úkraínu og Gasa en það var vel minnst á það á þessum fundi,“ svarar Kristrún. NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Kristrún segir í samtali við fréttastofu að fyrst og fremst hafi ríkt mikil samstaða í hópnum. „Fundurinn gekk afar vel, það eru allir einhuga um að NATO er farið að styrkja sig verulega og það eru komin auðvitað aukin framlög og vilyrði um aukin framlög inn í bandalagið.“ Hún hafi lagt áherslu á að Ísland sé að styrkja sig á sviði borgaralegra og almennra innviða og hún ítrekar að fullur skilningur ríki gagnvart Íslandi sem herlauss ríkis. Sjá einnig: Senda þjóðinni „skýr skilaboð“ á óróatímum „Það er ekki verið að gera kröfu um neina eðlisbreytingu á sambandi við NATO. Það ríkir fullur skilningur á því að við erum herlaus þjóð, en það eru líka tækifæri í þeirri stöðu að það sé vilji til þess að sjá aðra innviði vaxa í þessu umhverfi og ríkisstjórnin mun fylgja því eftir,“ segir Kristrún. Átti stutt spjall við Trump Bandaríkjaforseti sé engin undantekning hvað varðar skilning gagnvart Íslandi. „Ég ræddi stuttlega við Bandaríkjaforseta í gær í kvöldverði. Hann er auðvitað mjög meðvitaður um það góða samband sem er á milli ríkjanna og meðvitaður um tvíhliða samninginn okkar þegar kemur að vörnum og ríkur vilji til að standa vörð um þann samning. Þannig ég hef ekki fundið annað en bara jákvæðni í okkar garð,“ segir Kristrún, spurð hvort Bandaríkjaforseti hafi sýnt Íslandi sama skilning og aðrir leiðtogar hvað varðar til dæmis framlög til öryggis- og varnarmála. Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra áttu spjall við Trump Bandaríkjaforseta og Marco Rubio utanríkisráðherra landsins í hátíðarkvöldverði leiðtoganna í Haag í gær.utanríkisráðuneyti Hollands Úkraína var einnig til umræðu á fundinum og skilaboðin frá Íslandi þau að áfram væri mikilvægt að styðja við varnarbaráttu Úkraínu gegn innrásarstríði Rússa. „Ég kom líka þeim skilaboðum til hópsins, til fundarins, og hvatti Bandaríkjaforseta til þess að ýta undir og koma á vopnahléi á Gasa. Þannig það er margt undir, mikið í umræðunni og miklar hreyfingar. En fyrst og fremst bara rík samstaða í hópnum og það er gott fyrir okkur að finna að við tilheyrum hópi sem er jafn breiður og þetta, með öflugar varnir og mikil samstaða.“ Hvernig var tekið í þessa hvatningu um að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa? „Ég fékk að minnsta kosti gott bros, ég sat beint á móti Bandaríkjaforseta þegar ég flutti mína ræðu, og það er ríkur vilji mjög víða í þessum hópi að sjá vopnahlé sem allra fyrst. Fólk er mjög meðvitað um það og við verðum að skapa aukinn þrýsting. Og fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að aukin átök annars staðar í heiminum geri það að verkum að fólk gleymi kannski Úkraínu og Gasa en það var vel minnst á það á þessum fundi,“ svarar Kristrún.
NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent