Orð Kristrúnar vöktu „gott bros“ Bandaríkjaforseta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júní 2025 13:55 Kristrún og Þorgerður Katrín spjölluðu við Donald Trump. NATO Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Haag í Hollandi í dag gekk vel og mikil samstaða var í hópi leiðtoga að sögn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Hún segir að mikill skilningur ríki gagnvart stöðu Íslands sem herlauss ríkis en hún lagði á fundinum meðal annars áherslu á áframhaldandi stuðning við Úkraínu, öryggismál á Norðurslóðum og hvatti bandalagsríki, einkum Donald Trump Bandaríkjaforseta, til að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. Kristrún segir í samtali við fréttastofu að fyrst og fremst hafi ríkt mikil samstaða í hópnum. „Fundurinn gekk afar vel, það eru allir einhuga um að NATO er farið að styrkja sig verulega og það eru komin auðvitað aukin framlög og vilyrði um aukin framlög inn í bandalagið.“ Hún hafi lagt áherslu á að Ísland sé að styrkja sig á sviði borgaralegra og almennra innviða og hún ítrekar að fullur skilningur ríki gagnvart Íslandi sem herlauss ríkis. Sjá einnig: Senda þjóðinni „skýr skilaboð“ á óróatímum „Það er ekki verið að gera kröfu um neina eðlisbreytingu á sambandi við NATO. Það ríkir fullur skilningur á því að við erum herlaus þjóð, en það eru líka tækifæri í þeirri stöðu að það sé vilji til þess að sjá aðra innviði vaxa í þessu umhverfi og ríkisstjórnin mun fylgja því eftir,“ segir Kristrún. Átti stutt spjall við Trump Bandaríkjaforseti sé engin undantekning hvað varðar skilning gagnvart Íslandi. „Ég ræddi stuttlega við Bandaríkjaforseta í gær í kvöldverði. Hann er auðvitað mjög meðvitaður um það góða samband sem er á milli ríkjanna og meðvitaður um tvíhliða samninginn okkar þegar kemur að vörnum og ríkur vilji til að standa vörð um þann samning. Þannig ég hef ekki fundið annað en bara jákvæðni í okkar garð,“ segir Kristrún, spurð hvort Bandaríkjaforseti hafi sýnt Íslandi sama skilning og aðrir leiðtogar hvað varðar til dæmis framlög til öryggis- og varnarmála. Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra áttu spjall við Trump Bandaríkjaforseta og Marco Rubio utanríkisráðherra landsins í hátíðarkvöldverði leiðtoganna í Haag í gær.utanríkisráðuneyti Hollands Úkraína var einnig til umræðu á fundinum og skilaboðin frá Íslandi þau að áfram væri mikilvægt að styðja við varnarbaráttu Úkraínu gegn innrásarstríði Rússa. „Ég kom líka þeim skilaboðum til hópsins, til fundarins, og hvatti Bandaríkjaforseta til þess að ýta undir og koma á vopnahléi á Gasa. Þannig það er margt undir, mikið í umræðunni og miklar hreyfingar. En fyrst og fremst bara rík samstaða í hópnum og það er gott fyrir okkur að finna að við tilheyrum hópi sem er jafn breiður og þetta, með öflugar varnir og mikil samstaða.“ Hvernig var tekið í þessa hvatningu um að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa? „Ég fékk að minnsta kosti gott bros, ég sat beint á móti Bandaríkjaforseta þegar ég flutti mína ræðu, og það er ríkur vilji mjög víða í þessum hópi að sjá vopnahlé sem allra fyrst. Fólk er mjög meðvitað um það og við verðum að skapa aukinn þrýsting. Og fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að aukin átök annars staðar í heiminum geri það að verkum að fólk gleymi kannski Úkraínu og Gasa en það var vel minnst á það á þessum fundi,“ svarar Kristrún. NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Kristrún segir í samtali við fréttastofu að fyrst og fremst hafi ríkt mikil samstaða í hópnum. „Fundurinn gekk afar vel, það eru allir einhuga um að NATO er farið að styrkja sig verulega og það eru komin auðvitað aukin framlög og vilyrði um aukin framlög inn í bandalagið.“ Hún hafi lagt áherslu á að Ísland sé að styrkja sig á sviði borgaralegra og almennra innviða og hún ítrekar að fullur skilningur ríki gagnvart Íslandi sem herlauss ríkis. Sjá einnig: Senda þjóðinni „skýr skilaboð“ á óróatímum „Það er ekki verið að gera kröfu um neina eðlisbreytingu á sambandi við NATO. Það ríkir fullur skilningur á því að við erum herlaus þjóð, en það eru líka tækifæri í þeirri stöðu að það sé vilji til þess að sjá aðra innviði vaxa í þessu umhverfi og ríkisstjórnin mun fylgja því eftir,“ segir Kristrún. Átti stutt spjall við Trump Bandaríkjaforseti sé engin undantekning hvað varðar skilning gagnvart Íslandi. „Ég ræddi stuttlega við Bandaríkjaforseta í gær í kvöldverði. Hann er auðvitað mjög meðvitaður um það góða samband sem er á milli ríkjanna og meðvitaður um tvíhliða samninginn okkar þegar kemur að vörnum og ríkur vilji til að standa vörð um þann samning. Þannig ég hef ekki fundið annað en bara jákvæðni í okkar garð,“ segir Kristrún, spurð hvort Bandaríkjaforseti hafi sýnt Íslandi sama skilning og aðrir leiðtogar hvað varðar til dæmis framlög til öryggis- og varnarmála. Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra áttu spjall við Trump Bandaríkjaforseta og Marco Rubio utanríkisráðherra landsins í hátíðarkvöldverði leiðtoganna í Haag í gær.utanríkisráðuneyti Hollands Úkraína var einnig til umræðu á fundinum og skilaboðin frá Íslandi þau að áfram væri mikilvægt að styðja við varnarbaráttu Úkraínu gegn innrásarstríði Rússa. „Ég kom líka þeim skilaboðum til hópsins, til fundarins, og hvatti Bandaríkjaforseta til þess að ýta undir og koma á vopnahléi á Gasa. Þannig það er margt undir, mikið í umræðunni og miklar hreyfingar. En fyrst og fremst bara rík samstaða í hópnum og það er gott fyrir okkur að finna að við tilheyrum hópi sem er jafn breiður og þetta, með öflugar varnir og mikil samstaða.“ Hvernig var tekið í þessa hvatningu um að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa? „Ég fékk að minnsta kosti gott bros, ég sat beint á móti Bandaríkjaforseta þegar ég flutti mína ræðu, og það er ríkur vilji mjög víða í þessum hópi að sjá vopnahlé sem allra fyrst. Fólk er mjög meðvitað um það og við verðum að skapa aukinn þrýsting. Og fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að aukin átök annars staðar í heiminum geri það að verkum að fólk gleymi kannski Úkraínu og Gasa en það var vel minnst á það á þessum fundi,“ svarar Kristrún.
NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira