Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Pulis hvílir níu menn í seinni leiknum gegn Valencia

Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur augljóslega ekki mikla trú á því að liðið sitt geti slegið spænska liðið Valencia út úr 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Valencia vann fyrri leikinn 1-0 á Britannia en sá seinni fer fram á Spáni í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Nicky Butt og Bryan Robson hrifnir af Tom Cleverley

Nicky Butt og Bryan Robson spiluðu báðir á miðjunni hjá Manchester United á sínum tíma og eiga það líka sameiginlegt að vera mjög hrifnir af hinum 22 ára gamla Tom Cleverley sem er að stimpla sig inn í aðallið United á þessu tímabili.

Enski boltinn
Fréttamynd

Manchester City kom til baka og vann Porto í Portúgal

Manchester City er í flottum málum eftir 2-1 útisigur á móti Porto í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fór í Portúgal í kvöld. Sjálfsmark heimamanna gæti reynst Porto-liðinu dýrkeypt en það breytti leiknum í kvöld. Það var varamaðurinn Sergio Agüero sem skoraði sigurmark City.

Fótbolti
Fréttamynd

Hernandez: Viljum vinna alla bikara

Það er óhætt að segja að Evrópudeildin hafi aldrei áður verið eins áhugaverð og í vetur með tilkomu Man. Utd og Man. City. Man. Utd mun spila gegn Ajax á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Jóhann Berg og félagar í AZ fóru áfram í Evrópudeildinni

Hollenska félagið AZ Alkmaar tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evróudeildarinnar með því að gera 1-1 jafntefli á heimavelli á móti úkraínska liðinu Metalist Kharkiv í kvöld. Metalist var þegar búið að tryggja sigur í riðlinum en AZ náði öðru sætinu á markatölu.

Fótbolti
Fréttamynd

Birmingham og Tottenham úr leik - úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld

Ensku liðin Birmingham og Tottenham duttu bæði út úr Evrópudeildinni í kvöld og fóru því sömu leið og Fulham í gær. Stoke var því eina enska liðið sem komst upp úr sínum riðli. Rubin Kazan, Club Brugge, AZ Alkmaar og Udinese voru síðustu liðin til þess að tryggja sæti í 32 liða úrslitunum í lokaumferðinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórsigur Tottenham dugði ekki - úr leik í Evrópudeildinni

Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er lokið og þar var aðeins eitt laust sæti í boði í 32 liða úrslitin. Standard Liege og Hannover voru komin áfram úr B-riðli og sömu sögu er að segja af PSV Eindhoven og Legia Varsjá í C-riðli. Spennan var hinsvegar í A-riðlinum þar sem Tottenham þurfti á hálfgerðu kraftaverki að halda. Tottenham vann 4-0 útisigur á Shamrock Rovers en það dugði ekki því Rubin Kazan náði 1-1 jafntefli á móti PAOK.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimmti leikurinn í röð án sigurs hjá FCK

FC Kaupmannahöfn náði ekki að enda á sigri í síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kövld það var þegar ljóst fyrir lokaumferðina að FCK sæti eftir í B-riðlinum og að Standard Liege og Hannover 96 færu í sextán liða úrslitin. FCK tapaði 0-1 á heimavelli á móti belgíska félaginu Standard Liege.

Fótbolti
Fréttamynd

Í beinni: Fulham - OB

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Fulham og danska liðsins OB í K-riðli Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristinn dæmir í Madrid á fimmtudaginn

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Hann dæmir þá leik Atletico Madrid frá Spáni og Rennes frá Frakklandi en leikurinn er í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti