Bergsteinn Sigurðsson

Fréttamynd

Ég veit af hverju krókódíllinn í púltinu grætur

Það stirndi af þeim Þresti Leó Gunnarssyni og Birni Thors í hlutverkum bræðranna Coleman og Valene, í Vestrinu eina sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrr í vetur. Bræðurnir búa í krummaskuði á Írlandi og lifa fyrir það eitt að gera hvor öðrum lífið leitt. Sóknar-presturinn hefur hins vegar einsett sér að sýna þeim villur síns vegar, en þegar örvæntingin ber sálusorgarann ofurliði styttir hann sér aldur með þeim skilaboðum að eina leiðin til að forða sálu hans úr víti sé sú að bræðurnir fyrirgefi hvor öðrum hið liðna.

Bakþankar
Fréttamynd

Senn er sigruð þraut

Það er frost á Fróni í öllum mögulegum skilningi. Eftir nokkurra mánaða skeið af þræsingi og garra kveikti fólk elda við Alþingi til að ylja sér við. Búsáhaldabyltingin var dásamleg birtingarmynd þess að það er hægt að þíða hrímað hjarta í heilli þjóð. Ylurinn var ekki fyrr farinn að breiðast frá hjartanu og út í krókna útlimi en heilinn - sem öllu ræður - ákvað að hlusta á æðasláttinn og verða við kröfum hans. Bóndi minn þitt bú, betur stunda þú. Um leið lægði storminn en að sama skapi slokknaði bálið. Nú er dottið á logn; heiðbjört en hrollköld stilla.

Bakþankar
Fréttamynd

Geir til varnar

Kæri Geir. Það er ábyggilega erfitt að vera þú núna. Mér datt þess vegna í hug að skrifa uppörvandi pistil um leiðtogahæfileika þína og hvað þú ert góður forsætisráðherra. Allt frá falli bankanna hefur Geir H. Haarde sýnt að hann er…öh… góður í að…mmm… Geir kann að…nei­neinei…bæta upplýsingaflæði - nei, ekki það…bíðum við, ekki síðan Davíð…nei, ekki það heldur. Maður fólks…nei, bíddu…maður sem horfist í augu við…við hvað? …horfist í augu við…ástand…sem fæstir myndu…fæstir gætu…? öh…æi fokk!

Bakþankar
Fréttamynd

Hreint fyrir dyrum

Fyrir fáeinum misserum voru á dagskrá Stöðvar tvö þættir sem nefndust Extreme Makeover, eða Ærleg yfirhalning. Þar gafst sérútvöldu fólki tækifæri til að gangast undir rækilega yfirhalningu með aðstoð læknavísindanna, leikfimikennara og snyrtifræðinga.

Bakþankar
Fréttamynd

Þvæla útvarpsstjóra

Í reglum um fréttir og dagskrárefni tengt þeim í Ríkisútvarpinu, segir meðal annars: "Útvarpsstjóri setur starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem vinna að fréttaskrifum, fréttaflutningi og tengdu dagskrárefni eftirfarandi reglur: [...] 9. "Óheimilt er að útvarpa án leyfis ummælum manns ef hann vissi ekki að þau voru hljóð- eða myndrituð, nema ummælin hafi verið viðhöfð á opnum vettvangi."

Skoðun
Fréttamynd

Hví að kjósa?

Gott kvöld góðir gestir og verið velkomin í Útsvar. Þátturinn í kvöld verður með dálítið breyttu sniði. Einu sinni sprakk ríkisstjórn í beinni útsendingu, en nú verður ríkisstjórn mynduð í beinni útsendingu. Næstu þrjá föstudaga munu fjórir stjórnmálaflokkar keppa um hverjir komast í næstu stjórn. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkisstjórn er valin með þessum hætti og kemur ýmislegt þar til, til dæmis sú staðreynd að það er víst ekki hægt að boða til aukakosninga um vetur og ekki síður sú staðreynd að RÚV bráðvantar ódýrt sjónvarpsefni eftir sársaukarfullan niðurskurð – ekki satt Þorgerður Katrín? Haha! Neinei, þetta er nú bara létt grín.“

Bakþankar
Fréttamynd

Komdu fagnandi

Hrollvekjan Dýragrafreiturinn – Pet Cemetery – eftir Stephen King fjallar um grafreit sem er þeirri ónáttúru gæddur að þeir sem þar eru huslaðir, dýr og menn, ganga aftur og ekki eins og þeir áttu að sér að vera; einhver meinsemd hefur tekið sér bólfestu í þeim – einhver illska. Það er auðvitað ljótt að segja en sá grunur læðist að manni að eitthvað álíka hljóti að hafa hent Davíð Oddsson. Þegar pólitískur ferill Davíðs var borinn í grafhýsið við Kalkofnsveg undir fallegum minningarorðum héldum við að þar með væri þetta búið, einum kafla væri lokið og annar að hefjast. Aldeilis ekki. Davíð er snúinn aftur og skæðari en nokkru sinni áður. Er Seðlabankinn nokkuð reistur á fornu kumli?

Bakþankar
Fréttamynd

Björgvin Geisp Zzzigurðsson

Í vor sá ég merkilega fréttaskýringu í hinum virta bandaríska sjónvarpsþætti 60 mínútur. Inn­slagið fjallaði um svefnrannsóknir og nýjustu niðurstöður sprenglærðra háskólamanna þar í landi, sem hafa komist að því að svefn sé manninum miklu mikilvægari en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir.

Bakþankar
Fréttamynd

Spjöld sögunnar

Á mánudag kom sonur minn átta ára heim með hrúgu af myndaspjöldum með andlitum sem ég kannaðist við úr sjónvarpinu. „Hvað er þetta?" spurði ég. „Hagfræðingaspjöld," svaraði hann. Við skiptumst á þeim í skólanum." „Svona eins og körfuboltaspjöldum?"

Fastir pennar
Fréttamynd

Eftir atvikum

Sem betur fer þurfum við ekki að halda sönsum til að líkaminn sinni grunnskyldum sínum; hjartað heldur áfram að slá og lungun að draga andann jafnvel þótt við missum meðvitund. Þá ríður hins vegar á að skrúfa ekki fyrir súrefnið.

Bakþankar
Fréttamynd

Sýsifos á Bessastöðum

Áhugamenn um goðafræði eru sjálfsagt í essinu sínu nú þegar allt úir og grúir af dæmum sem hreinlega hrópa á að fornar táknmyndir verði heimfærðar upp á. Útrásarvíkingarnir ósnertanlegu eru til dæmis komnir í hlutverk Íkarusar, sem flaug of nálægt sólinni og hrapaði til jarðar. Einn beljakinn hét meira að segja Samson, eins og þessi í Biblíunni, og þegar síðast fréttist var bæði búið að skera af honum hárið og rýja hann inn að skinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Gjörið svo vel

Hingað til hefur verið um það þegjandi sátt að Seðlabanki Íslands sé hinn pólitíski súr sem fullnýttir stjórnmálamenn eru lagðir í og geymdir aftast í búrinu. Nú hefur hins vegar einn sláturkeppurinn í troginu talið sér trú um að hann sé jafn ferskur og meyr lund af nýslátruðu ungnauti, ýtt norska hamborgarhryggnum til hliðar og sett sjálfan sig efst á matseðil íslenskra stjórnmála.

Bakþankar
Fréttamynd

Haustlægð

Undanfarið hefur sótt að mér einhver drungi. Að gömlum sið kenndi ég veðrinu um en í gær fór að leita á mig grunur um að kannski væri ástæðan önnur. Kíkjum á litla samantekt á nokkrum fyrirsögnum sem birtust á síðum dagblaðanna í liðinni viku.

Bakþankar
Fréttamynd

Ljósmæður í myrkrinu

Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki samist í deilu ljósmæðra og ríkisins, og fátt bendir til að það eigi eftir að breytast á næstu dögum. Ljósmæður byrja á tveimur tveggja daga verkfallslotum áður gripið verður til allsherjarverkfalls í lok mánaðarins.

Bakþankar
Fréttamynd

Gabbhreyfingin

Í stjórnmálum er vinsælt að styðjast við líkingamál úr íþróttum; snúa vörn í sókn, sjá sóknarfæri, ná góðum endaspretti, búa sig undir langhlaup og þar fram eftir götunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Með rakstri skal borg bæta

Fyrir nokkrum mánuðum tók við völdum borgarstjóri sem gustaði af. Áður en langt um leið sótti hann enn frekar í sig veðrið og hvítur stormsveipur reið yfir stræti og torg. En illu heilli hélt stormurinn áfram að bæta í sig.

Bakþankar
Fréttamynd

Bessastaða­ráðdeildin

Rætnar tungur finna því nú allt til foráttu að forseti Íslands hafi boðið sjónvarpskonunni Mörtu Stewart í mat á Bessastaði, ásamt nokkrum vel völdum gestum. Er Ólafi núið um nasir að Marta hafi þurft að dúsa í fangelsi eftir að hún missteig sig í þokukenndu reglugerðarfargani verðbréfaviðskipta, auk þess sem annar matargestur hafi einnig komist í kast við lögin. Það þykir sem sagt ekki lengur viðeigandi að dæmdir einstaklingar heimsæki gamla tukthúsið á Álftanesi.

Bakþankar
Fréttamynd

Í mat

Nokkur sumur á tíunda áratugnum var ég svo heppinn að fá að forframast upp í starf skóflustráks í Pósti og síma. Að húka niðri í skurði með skóflu var ekki ónýtt starf, að minnsta kosti í minningunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Flóuð meinsemd

Sem borinn og barnfæddur Vestfirðingur, sem nú býr í sollinum 101 Reykjavík, hef ég fengið að kynnast ófáum ranghugmyndum sem borgarbúar hafa alið með sér um okkur dreifarana.

Bakþankar
Fréttamynd

Dýr dropi

Hvað rekur sjötugan hollenskan ferðamann á húsbíl til að smygla 190 kílóum af eiturlyfjum til Íslands? Mér finnst ekki ólíklegt að sá hollenski hafi kynnt sér bensínverðið á Íslandi áður en hann lagði í hann og komist að þeirri niðurstöðu að ef hann ætlaði að keyra hringveginn kæmi hann með þessu móti kannski út á sléttu.

Bakþankar
Fréttamynd

Æran hans Geira

Héraðsdómur Reykjavíkur skar úr um í vikunni að umfjöllun tímaritsins Ísafoldar um Geira á Goldfinger hefði vegið að æru hans. Ekki hefðu verið færðar sönnur á ásakanir um að á Goldfinger færi fram mansal og vændi. Geiri fékk milljón til að jafna sig.

Bakþankar
Fréttamynd

Grillir í sumar

Hamingjan þarf ekki að fara með himinskautum, segir í ágætri bók. Það eru orð að sönnu og sést sjaldan jafn greinilega á Íslandi og um kvöldmatarleytið á sólríkum sumardögum, þegar svalir, bakgarðar, verandir og pallar iða af lífi.

Bakþankar
Fréttamynd

Þegar Musso var málið

Munið þið þegar þeirri skrítnu hugmynd skaut niður á Íslandi að enginn væri maður með mönnum nema hann eignaðist straumlínu­­lagaðan jeppa sem hét hinu af­spyrnu kjánalega og óþjála nafni SsangYong Musso?

Bakþankar
Fréttamynd

Rónaspónar

Þar sem miðborg Reykjavíkur var orðin hættuleg að mati nítjándualdargötumyndarmannsins og ekki þverfótað fyrir sprautunálum og sjónvarpsvænum sveðjumorðingjum á Laugavegi, var ekki seinna vænna en borgaryfirvöld efndu til ímyndarherferðar og hreinsunarátaks.

Bakþankar
Fréttamynd

Til Búkarest

Geir kastaði sér í brúnan leðursófa einkaþotunnar, klæddi sig úr skónum og teygði úr sér. „Ahh, svona á lífið að vera,“ dæsti hann og trommaði á magann á sér.

Bakþankar
Fréttamynd

Lömbin þagna

Senn gengur í garð sá árstími þegar fjórtán ára þrautaganga margra foreldra er á enda og börnin ganga í fullorðinna manna tölu. Ungviðinu er smalað í kirkju eins og lömbum til slátrunar, sem er í vissum skilningi viðeigandi líking því úr kirkjunni snúa engin lömb; aðeins spengilegar ær og graðir hrútar. Barndómnum er formlega lokið.

Bakþankar
Fréttamynd

Auli

Fyrir skemmstu tók ég mér frí frá vinnu á föstudegi, drakk kaffi á kaffihúsi og vafraði um netið. Ég notaði líka tækifærið til að skrifa útlenskum vini tölvupóst á ensku. Skyndilega tók ég eftir að tölvan var að verða rafmagnslaus.

Bakþankar
Fréttamynd

Hættu nú

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var ekki mjög góður borgarstjóri. Að minnsta kosti ekki farsæll. Kannski hefði hann átt að segja skilið við stjórnmál eftir að hann hrökklaðist úr embætti, í stað þess að þráast við og leiða áfram hóp sem vill ekkert með hann hafa.

Bakþankar
Fréttamynd

Álagabærinn

Þriðjudaginn 10. júní 2003 kom bæjarstjórn Kópavogs saman til fundar að Fannborg 2 og tók þá örlagaríku ákvörðun að vegur sem liggur sunnarlega í gegnum Kórahverfi skyldi heita Rjúpnavegur. Þessi samþykkt fór algjörlega fram hjá mér.

Bakþankar