Samgöngur

Fréttamynd

Tólf prósent noti almenningssamgöngur

Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Rúmur milljarður á hvern kílómetra Borgarlínunnar

Í fréttatilkynningu segir að markmiðið með Borgarlínunni sé að auka vægi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stutt verður á milli vagna og muni hraði í samgöngum aukast. Borgarlínan sé nauðsynleg þróun í samgöngum, sér í lag ef ferðavenjur fólks breytast ekki. Óbreytt ástand geti, með auknum fólksfjölda, aukið umferðaröngþveiti og minnkað pláss.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er Borgarlína?

Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð.

Skoðun
Fréttamynd

Kjördæmapólitík ræður vegabótum

Fjárveitingar til vegabóta eru í engu samræmi við slysatölfræði. Hægt væri að fækka alvarlegum umferðarslysum stórkostlega á stuttum tíma, væri það gert. Á samgönguáætlun eru vegabætur á tveimur af 20 hættulegustu vegköflunum.

Innlent
Fréttamynd

Engin viðbrögð við aðvörun flugmanna

Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háska geta hafa skapast ef þotan sem fór út af braut hefði gert það á háannatíma. Varaflugvellir séu í ólestri en stjórnvöld sinni ekki ábendingum.

Innlent
Fréttamynd

Túristar vekja ótta með íbúum á Vatnsnesi

Fjöldi ferðamanna í Húnaþingi áttfaldaðist á fimm árum. Miklar áhyggjur eru meðal íbúa af öryggi vegna kunnáttuleysis gestanna og framgöngu þeirra á Vatnsnesvegi. Byggðaráð Húnaþings segir veginn kominn að ystu þolmörkum.

Innlent
Fréttamynd

Svona gæti Borgarlínan litið út

Borgarlína, nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi, mun tengja kjarna sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Kortið sýnir mögulega leið Borgarlínu. Kortið var unnið eftir frumniðurstöðum sem sýndar eru í skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits.

Innlent
Fréttamynd

Hágæða almenningssamgöngukerfi mun rísa 2040

Nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var staðfest í gær. Markmiðið er að á höfuðborgarsvæðinu þróist nútímalegt borgarsvæði. Öflugt og umhverfisvænt léttlestar- eða hraðvagnakerfi mun rísa.

Innlent