Rannsóknarskýrsla Alþingis

Fréttamynd

Segir upplýsingum hafa verið haldið frá sér

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í andsvari sínu til þingmannanefndarinnar sem vann úr rannsóknarskýrslu Alþingis, að upplýsingum hefði verið haldið frá sér.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn BSRB vill rannsókn á einkavæðingunni

Stjórn BSRB kallar eftir því að einkavæðing bankanna verði rannsökuð. Í ályktun frá stjórninni segir að Rannsóknarnefnd Alþingis hafi komist að því í skýrslu sinni að víða hefði pottur verið brotinn hvað hana varðar og hinu sama má finna stað í skýrslu þingmannanefndar.

Innlent
Fréttamynd

Einhugur um að bæta vinnubrögðin á Alþingi

Einhugur var meðal þingmanna á Alþingi í dag að bæta þyrfti vinnubrögðin á þinginu og styrkja áhrif þess gagnvart framkvæmdavaldinu. Umræður um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum hefjast undir lok vikunnar.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslu á Íslandi

„Það er sérlega dapurt að lesa í gegnum rannsóknarskýrslu Alþingis og sjá að þeir 147 aðilar sem komu fyrir nefndina, taldi enginn þeirra sig bera ábyrgð og vísuðu á hvorn annan. Það segir meira um íslenska stjórnsýslu en þúsund orð,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Atli vildi ekki rjúfa samstöðu

Atli Gíslason tók ekki afstöðu til þess hvort fara ætti fram rannsókn á einkavæðingu bankanna vegna þess að hann vildi ekki rjúfa samstöðu innan nefndarinnar. Það vakti athygli þegar skýrsla þingmannanefndar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis að ekki náðst samstaða um það í nefndinni að slik rannsókn færi fram.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi má ekki vera verkfæri framkvæmdavaldsins

Meginniðurstöður þingmannanefndar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis er að það þarf að auka sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu og gera stjórnsýsluna faglegri. Alþingi má ekki vera verkfæri í höndum framkvæmdavaldsins. Þetta segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar. Umræða um skýrslu nefndarinnar hófst klukkan hálfellefu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður Katrín snýr aftur á þing

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins tók sæti á Alþingi í dag. Þorgerður hefur verið í leyfi frá þingstörfum frá því í apríl þegar hún sagði af sér sem varaformaður flokksins og vék af þingi tímabundið.

Innlent
Fréttamynd

Sigmundur Ernir: Stjórnsýslan með klíkukenndum blæ

„Almennt séð hafa vinnubrögðin á Alþingi komið manni mjög á óvart miðað við það sem maður þekkir utan af akrinum,“ segir Sigrmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann undrast mjög hversu hægt það gengur innan Alþingis og innan stjórnsýslunnar að taka ákvarðanir sem virðast liggja beint fyrir og koma þeim í framkvæmd.

Innlent
Fréttamynd

Óflokkspólitískt mál

"Ég er enn þá að fara yfir gögnin og geri ekki ráð fyrir að tjá mig um þetta fyrr en í ræðu í þinginu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, inntur eftir viðbrögðum við skýrslu þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Atli sat hjá

Afstaða Atla Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna, varð til þess að ekki náðist meirihluti innan uppgjörsnefndar Alþingis um að rannsaka á ný einkavæðingu ríkisbankanna. Atli sat hjá við afgreiðslu málsins.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008.

Innlent
Fréttamynd

Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt

„Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki að einkavæðing bankanna verði rannsökuð

Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skilaði af sér niðurstöðum í dag telja að rannsókn á einkavæðingarferlinu við sölu ríkisbankanna skili samfélaginu engu. Þeir leggjast því gegn slíkri úttekt.

Innlent
Fréttamynd

Gangast ekki við ábyrgð

Þeir ráðherrar sem eru sakaðir um að hafa sýnt vanrækslu í starfi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafa hingað til ekki viljað gangast við ábyrgð. Erfitt getur orðið fyrir landsdóm að sakfella í málinu þar sem refsiákvæði eru óljós.

Innlent
Fréttamynd

Merkilegar tillögur

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að skýrsla þingmannanefndarinnar sem birt var í dag afar merkileg. Að hans mati er um umbótatillögur að ræða.

Innlent
Fréttamynd

"Þetta er mikill áfellisdómur“

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir að skýrsla þingmannanefndarinnar sem undanfarna mánuði hefur fjallað um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur fyrir stjórnkerfið, fjármálakerfið og Alþingi. "Þetta er mikill áfellisdómur," sagði Jóhanna eftir þingflokksfund Samfylkingarinnar fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Geir og Ingibjörg útilokuðu Björgvin

Fulltrúar Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fallast ekki á rökstuðning og niðurstöður meirihluta nefndarinnar sem vill að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verði dreginn fyrir landsdóm. Þeir segja að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hafi útilokað Björgvin frá ákvarðunum er vörðuðu ráðuneyti hans.

Innlent
Fréttamynd

Brutu af ásetningi eða sýndu stórkostlegt hirðuleysi

Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson brutu á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er mat fulltrúar Framsóknarflokks, VG og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fulltrúar Samfylkingarinnar eru sammála meirihluta nefndarinnar nema þegar kemur að Björgvini.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslunni útbýtt á Alþingi

Skýrslu þingmannanefndar sem skipuð var til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar hefur verið útbýtt á Alþingi. Hún er aðgengileg á vef Alþingis. Þá hefur verið útbýtt niðurstöðum þingmannanefndar um ábyrgð ráðherra samkvæmt ráðherraábyrgðarlögum. Umræður um skýrslu þingmannanefndarinnar munu hefjast í þinginu næstkomandi mánudag klukkan 10:30. Ræðutími þingmanna verður rýmri en þingsköp ákveða.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm

Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm.

Innlent
Fréttamynd

Hannes Hólmsteinn: Geir og Ingibjörg eru ekki glæpamenn

"Þau Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eru ekki glæpamenn, þótt oft hafi þeim eflaust verið mislagðar hendur í aðdraganda bankahrunsins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ákveði meirihluti þingmanna að ákæra Geir og Ingibjörg vill Hannes að sömu þingmenn verði gert að sæta ábyrgð fyrir misnotkun valds.

Innlent
Fréttamynd

Þingflokkar funda um skýrsluna

Þingmenn allra flokka eru í þessum töluðu orðum að koma sér fyrir á þingflokksfundum niðrá Alþingi. Þar fá þeir munnlega skýrslu frá nefndarmönnum í þingmannanefnd sem ætlað var að móta viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en klukkan fimm.

Innlent
Fréttamynd

Geir tjáir sig ekki

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki tjá sig í dag um skýrslu þingmannanefndar sem lögð verður fram seinnipartinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefur séð hvað kemur fram í henni.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana

Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar.

Innlent
Fréttamynd

Mun leiða til átaka

"Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú

Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber.

Innlent
Fréttamynd

Grafarþögn um niðurstöðuna

Þingnefnd sem fjallar um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk fundi um áttaleytið í kvöld og hafði þá verið að störfum mestan hluta dagsins. Nefndin hefur enn ekki lokið störfum og hefur verið boðað til fundar aftur á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðun um ákærur tekin fyrir vikulok

Stefnt er að því að um næstu helgi liggi fyrir afstaða þingmannanefndar til þess hvort þeim ráðherrum, sem rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið taldi að gerst hefðu sekir um vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins 2008, verði stefnt fyrir landsdóm.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstöður þingmannanefndar fyrirferðarmestar

Tveggja vikna septemberþing verður sett í dag. Það er fyrst og fremst hugsað til að afgreiða mál sem ekki tókst að klára fyrr í ár. Fjölmiðlalög og lagabálkur um útlendinga og flóttamenn meðal þess sem ræða á.

Innlent