Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Tvö ný heimsmet á lokadegi HM í frjálsíþróttum

Lokadagur HM í frjálsíþróttum kláraðist í nótt og því var vel við hæfi að tvö heimsmet hafi fallið. Svíinn Armand Duplantis bætti eigið heimsmet í stangastökki þegar hann flaug yfir 6,21m og nígeríska hlaupakonan Tobi Amusan setti nýtt heimsmet í 100m grindahlaupi.

Sport
Fréttamynd

Óvænt úrslit í boðhlaupum næturinnar

Óvænt úrslit urðu í boðhlaupum á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Eugene í Oregon í Bandaríkjunum. Næst síðasti keppnisdagur mótsins var í nótt.

Sport
Fréttamynd

Átti eitt besta hlaup sögunnar og gekk frá heimsmetinu

Óhætt er að segja að hin bandaríska Sydney McLaughlin hafi stolið senunni á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Oregon í nótt. Hún lék sér að því að slá eigið heimsmet í 400 metra grindahlaupi.

Sport
Fréttamynd

Höfðinu styttri en lögreglan leysti málið

Þau sem fylgst hafa með heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum hafa ef til vill orðið vör við stórt, gult lukkudýr, Stórfót, sem glatt hefur bæði áhorfendur og keppendur. Höfði hans var stolið á mánudaginn.

Sport
Fréttamynd

Einstakt afrek á hlaupabrautinni

Hin jamaíska Shericka Jackson varð í nótt heimsmeistari í frábæru 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum. Hún hjó nærri heimsmeti.

Sport
Fréttamynd

Pabbinn lýsti afar óvæntum HM-sigri sonarins

Einn óvæntasti sigurinn á HM í frjálsum íþróttum vannst í nótt þegar Bretinn Jake Wightman, sem 28 ára gamall þekkti það varla að hafa unnið verðlaun á stórmóti, vann 1.500 metra hlaup. Pabbi hans lýsti hlaupinu fyrir öllum áhorfendum á Hayward Field leikvanginum.

Sport
Fréttamynd

Lærisveini Vésteins velt af Ståhlli

Það var mikið um óvænt úrslit á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum í nótt og sigurstranglegir ólympíumeistarar þurftu að horfa á eftir gullverðlaunum.

Sport
Fréttamynd

Tökumaður þvældist fyrir í úrslitahlaupi á HM

Keppendur í úrslitum 3.000 metra hindrunarhlaups þurftu að glíma við nýja og óvænta hindrun á sjálfu heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum í nótt. Myndatökumaður hafði gleymt sér á hlaupabrautinni.

Sport
Fréttamynd

Ung­linga­land­smót UMFÍ snýst um gleði og sam­veru

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Selfossi 29. til 31. júlí. Skráning er í fullum gangi og stendur til mánudagsins 25. júlí. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, segir mótið langþráðan viðburð eftir tveggja ára hlé. Þar geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Samstarf
Fréttamynd

„Já, ég sagði 35 ára“

Shelly-Ann Fraser-Pryce gerði nokkuð sem engri manneskju hefur tekist þegar hún, 35 ára gömul, varð í nótt heimsmeistari í 100 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Oregon í Bandaríkjunum.

Sport
Fréttamynd

Mo Farah var seldur í man­sal sem barn

Langhlauparinn Sir Mo Farah var seldur í mansal sem barn en hann kom til Bretlands frá Sómalíu þegar hann var einungis níu ára gamall. Hann var látinn gera húsverk hjá fjölskyldu í Bretlandi og fékk ekki að fara í skóla fyrstu þrjú árin.

Erlent
Fréttamynd

Hlynur kom fyrstur í mark á nýju mótsmeti

Hlauparinn Hlynur Andrésson úr ÍR kom fyrstur í mark í 5000 metra hlaupi á nýju mótsmeti á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór um helgina. Í kvennaflokki var það Íris Anna Skúla­dótt­ir sem kom fyrst í mark.

Sport
Fréttamynd

Guðni Valur rétt marði sigur og Erna Sól­ey vann með yfir­burðum

Íslandsmethafinn í kringlukasti, Guðni Valur Guðnason úr ÍR, rétt marði sigur í kringlukasti karla á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fer í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina. Þá sigraði Íslandsmethafinn Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi kvenna.

Sport
Fréttamynd

Bætingar í Breið­holti á 115 ára af­mæli ÍR

Það er ekki lítið sem ÍR hefur lagt til samfélagsins á sinni 115 ára sögu! Á frjálsíþróttasviðinu voru ÍR-ingar í fararbroddi á síðustu öld allt frá upphafi, báðir verðlaunahafar Íslands á Ólympíuleikum ÍR-ingar. Fjöldi annarra Ólympíufara, landsliðsmanna og leiðtoga hefur stolt borið ÍR merkið í barmi.

Skoðun
Fréttamynd

Gamlir mótherjar mætast á Landsmóti UMFÍ 50+

„Þarna fær maður tækifæri til að rifja upp mjög gamla takta og spila við gamla keppinauta sem maður hefur kannski ekki séð í mörg ár. Keppnisandinn er enn til staðar og menn stífna upp í vöðvum og fá tak í nára, sem er mjög vinsælt á Landsmótinu 50+. Ég fékk einmitt tak aftan í læri á síðasta móti þannig að þetta kemur fyrir bestu menn,“ segir Garðar Jónsson en hann tekur þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Borgarnesi 24. til 26. júní.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Bætti eigið Íslandsmet

Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir, úr ÍR, bætti í dag eigið Íslandsmet á móti sem fram fer í Þýskalandi. 

Sport