Landsdómur Bjarni: Tillaga meirihlutans ótraustvekjandi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tillaga meirihluta þingmannanefndar varðandi ráðherraábyrgð sé ekki trausvekjandi. Meirihlutinn vill að fjórir fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm vegna refsiverðrar háttsemi. Innlent 11.9.2010 19:01 Steingrímur: Nefndin vann mikið og vandað starf Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að það hafi hafi verið óskandi að þingmannanefndin hefði komist að sameiginlegri niðurstöðu. Meirihluti nefndarinnar vill að fjórir fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm vegna refsiverðrar háttsemi. Innlent 11.9.2010 18:53 "Þetta er mikill áfellisdómur“ Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir að skýrsla þingmannanefndarinnar sem undanfarna mánuði hefur fjallað um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur fyrir stjórnkerfið, fjármálakerfið og Alþingi. "Þetta er mikill áfellisdómur," sagði Jóhanna eftir þingflokksfund Samfylkingarinnar fyrr í dag. Innlent 11.9.2010 18:16 Geir og Ingibjörg útilokuðu Björgvin Fulltrúar Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fallast ekki á rökstuðning og niðurstöður meirihluta nefndarinnar sem vill að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verði dreginn fyrir landsdóm. Þeir segja að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hafi útilokað Björgvin frá ákvarðunum er vörðuðu ráðuneyti hans. Innlent 11.9.2010 17:48 Brutu af ásetningi eða sýndu stórkostlegt hirðuleysi Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson brutu á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er mat fulltrúar Framsóknarflokks, VG og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fulltrúar Samfylkingarinnar eru sammála meirihluta nefndarinnar nema þegar kemur að Björgvini. Innlent 11.9.2010 17:26 Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. Innlent 11.9.2010 16:54 Hannes Hólmsteinn: Geir og Ingibjörg eru ekki glæpamenn "Þau Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eru ekki glæpamenn, þótt oft hafi þeim eflaust verið mislagðar hendur í aðdraganda bankahrunsins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ákveði meirihluti þingmanna að ákæra Geir og Ingibjörg vill Hannes að sömu þingmenn verði gert að sæta ábyrgð fyrir misnotkun valds. Innlent 11.9.2010 15:31 Þingflokkar funda um skýrsluna Þingmenn allra flokka eru í þessum töluðu orðum að koma sér fyrir á þingflokksfundum niðrá Alþingi. Þar fá þeir munnlega skýrslu frá nefndarmönnum í þingmannanefnd sem ætlað var að móta viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en klukkan fimm. Innlent 11.9.2010 15:01 Geir tjáir sig ekki Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki tjá sig í dag um skýrslu þingmannanefndar sem lögð verður fram seinnipartinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefur séð hvað kemur fram í henni. Innlent 11.9.2010 13:33 Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar. Innlent 11.9.2010 12:22 Mun leiða til átaka "Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag. Innlent 11.9.2010 11:27 Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber. Innlent 11.9.2010 09:54 Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Innlent 10.9.2010 21:55 Grafarþögn um niðurstöðuna Þingnefnd sem fjallar um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk fundi um áttaleytið í kvöld og hafði þá verið að störfum mestan hluta dagsins. Nefndin hefur enn ekki lokið störfum og hefur verið boðað til fundar aftur á morgun. Innlent 10.9.2010 21:31 Gísli Tryggvason: Telur ríkið ekki verða skaðabótaskylt Aðspurður segist Gísli Tryggvason talsmaður neytenda ekki vera þeirrar skoðunar að ríkið verði skaðabótaskylt ákveði Landsdómur að sakfella fyrrverandi ráðherra fyrir vanrækslu. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í gær vandséð hvernig hægt væri að sakfella ráðherrana fyrir vanrækslu án þess að ríkið sjálft verði bótaskylt vegna afleiðinga meintra misgjörða þeirra. Innlent 10.9.2010 15:45 Guðni Th.: Erfitt að draga fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, segir að erfitt geti reynst að draga fyrrverandi ráðherra úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, fyrir Landsdóm vegna gjörða í aðdraganda bankahrunsins. Ákæruefni geti ekki verið almenn, heldur þurfi að negla niður saknæmar athafnir. Innlent 10.9.2010 12:18 Tryggvi Þór: Lág laun þingmanna leiða til spillingar Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, trúir því staðfastlega að skaðinn af efnahagshruninu hefði verið minni ef ríkisstjórnin hefði farið að ráðleggingum hans á sínum tíma. „Ég benti ráðamönnum á að ef hin svokallaða Glitnisleið yrði farin þá myndi það skapa Dominoáhrif og kerfið myndi hrynja." Innlent 10.9.2010 08:51 Segir meirihluta fyrir því að kalla Landsdóm saman Morgunblaðið hefur það eftir heimildum, sem blaðið metur áreiðanlegar, að meirihluti hafi myndast fyrir því, í nefnd sem Alþingi skipaði til að fara yfir rannasóknarskýrslu Alþingis, að Landsdómur verði kallaður saman. Innlent 9.9.2010 07:52 Ákvörðun um ákærur tekin fyrir vikulok Stefnt er að því að um næstu helgi liggi fyrir afstaða þingmannanefndar til þess hvort þeim ráðherrum, sem rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið taldi að gerst hefðu sekir um vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins 2008, verði stefnt fyrir landsdóm. Innlent 5.9.2010 21:00 Sérfræðingar skoða álitamál um ráðherraábyrgð Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur falið þremur sérfræðingum að skoða álitaefni sem varða ráðherraábyrgð. Búist er við skýrslu frá þeim í ágúst en eftir það verður væntanlega tekin ákvörðun um það hvort landsdómur verður kallaður saman í fyrsta sinn. Viðskipti innlent 21.7.2010 18:32 Þingmannanefnd ætlar að ljúka störfum fyrir ágústlok Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, segir að nefndin stefni að því að ljúka störfum fyrir lok ágúst. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu í málum ráðherra sem eru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Innlent 27.6.2010 18:41 Fyrrverandi forstjóri FME sakar þingmenn um pólitískt sjónarspil Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann teldi að ákvörðun þingnefndar um að senda ábendingu til setts ríkissaksóknara um meinta vanrækslu væri pólitískt sjónarspil. Innlent 31.5.2010 18:39 Vilja sjónarmið nítján ráðherra frá 2007 Allir ráðherrar sem sátu í ríkisstjórn frá 1. janúar fram að hruni hafa fengið bréf frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Þar er þeim gefinn kostur á því að útskýra sitt sjónarmið varðandi aðkomu þeirra að hruninu eða aðgerðaleysi. Innlent 28.5.2010 22:23 Fyrrverandi ráðherrar væntanlega kallaðir fyrir í sumarlok Þeir fyrrverandi ráðherrar sem eru sakaðir um að hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins verða væntanlega kallaðir fyrir þingmannanefnd í lok sumars. Nefndin mun þá fyrst taka afstöðu til þess hvort ráðherrarnir fyrrverandi verða ákærðir. Innlent 13.5.2010 19:21 Víðtækar refsiheimildir vegna ráðherra Refsiheimildir vegna vanrækslu ráðherra á starfsskyldum ná bæði yfir ráðleggingar og fortölur sem ráðherra beitir vegna máls sem annar ráðherra ber ábyrgð á og til þess sem fram fer á ríkisstjórnarfundum þar sem ráðherrar skiptast á skoðunum og ráða ráðum. Þetta má lesa í sextánda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Innlent 29.4.2010 22:22 Landsdómur er æðsti dómur Lög um Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sérhver sá sem dómstóll finnur sekan fyrir afbrot, skuli hafa rétt til að láta æðri dóm fjalla á ný um sakfellinguna eða refsinguna. Svo segir í fyrstu málsgrein 2. greinar í sjöunda viðauka laganna. Innlent 29.4.2010 22:22 Ástráður Haraldsson: Ábyrgð ráðherra Á dögunum féll í héraðsdómi dómur í máli eins umsækjenda um dómarastöðu í norðaustur-amtinu. Sá taldi settan dómsmálaráðherra hafa brotið á sér með því að skipa síður hæfan umsækjanda í stöðuna. Niðurstaðan varð áfall fyrir dómsmálaráðherra og ríkið. Það er að vonum. Þetta tilvik er í hópi ömurlegustu dæma um misbeitingu opinbers valds hér á landi. Hitt vakti athygli að héraðsdómur taldi settan dómsmálaráðherra persónulega ábyrgan í málinu. Skoðun 28.4.2010 09:12 Deilt um Landsdóm Vafi leikur á hvort Landsdómur standist Mannréttindarsáttmála Evrópu þar sem ekki er hægt að áfrýja niðurstöðu dómsins. Innlent 19.4.2010 19:24 Efast um lögmæti landsdóms Vafi leikur á hvort landsdómur standist Mannréttindasáttmála Evrópu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, benti á í grein á laugardag að samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu verði allir að eiga þess kost að mál þeirra sé tekið fyrir á tveimur dómstigum. „Landsdómur uppfyllir ekki þetta skilyrði. Hann er því ónothæfur,“ skrifar Þorsteinn. Innlent 18.4.2010 22:39 Ólafur Þ. Stephensen: Afsagnir og afsökunarbeiðnir Þrír þingmenn hafa nú brugðizt við niðurstöðum rannsóknarskýrslu Alþingis með því að segja af sér embættum eða fara tímabundið í leyfi frá þingstörfum. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er í skýrslunni talinn hafa sýnt af sér vanrækslu, ásamt tveimur öðrum ráðherrum. Fastir pennar 18.4.2010 22:12 « ‹ 14 15 16 17 18 ›
Bjarni: Tillaga meirihlutans ótraustvekjandi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tillaga meirihluta þingmannanefndar varðandi ráðherraábyrgð sé ekki trausvekjandi. Meirihlutinn vill að fjórir fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm vegna refsiverðrar háttsemi. Innlent 11.9.2010 19:01
Steingrímur: Nefndin vann mikið og vandað starf Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að það hafi hafi verið óskandi að þingmannanefndin hefði komist að sameiginlegri niðurstöðu. Meirihluti nefndarinnar vill að fjórir fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm vegna refsiverðrar háttsemi. Innlent 11.9.2010 18:53
"Þetta er mikill áfellisdómur“ Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir að skýrsla þingmannanefndarinnar sem undanfarna mánuði hefur fjallað um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur fyrir stjórnkerfið, fjármálakerfið og Alþingi. "Þetta er mikill áfellisdómur," sagði Jóhanna eftir þingflokksfund Samfylkingarinnar fyrr í dag. Innlent 11.9.2010 18:16
Geir og Ingibjörg útilokuðu Björgvin Fulltrúar Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fallast ekki á rökstuðning og niðurstöður meirihluta nefndarinnar sem vill að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verði dreginn fyrir landsdóm. Þeir segja að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hafi útilokað Björgvin frá ákvarðunum er vörðuðu ráðuneyti hans. Innlent 11.9.2010 17:48
Brutu af ásetningi eða sýndu stórkostlegt hirðuleysi Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson brutu á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er mat fulltrúar Framsóknarflokks, VG og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fulltrúar Samfylkingarinnar eru sammála meirihluta nefndarinnar nema þegar kemur að Björgvini. Innlent 11.9.2010 17:26
Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. Innlent 11.9.2010 16:54
Hannes Hólmsteinn: Geir og Ingibjörg eru ekki glæpamenn "Þau Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eru ekki glæpamenn, þótt oft hafi þeim eflaust verið mislagðar hendur í aðdraganda bankahrunsins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ákveði meirihluti þingmanna að ákæra Geir og Ingibjörg vill Hannes að sömu þingmenn verði gert að sæta ábyrgð fyrir misnotkun valds. Innlent 11.9.2010 15:31
Þingflokkar funda um skýrsluna Þingmenn allra flokka eru í þessum töluðu orðum að koma sér fyrir á þingflokksfundum niðrá Alþingi. Þar fá þeir munnlega skýrslu frá nefndarmönnum í þingmannanefnd sem ætlað var að móta viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en klukkan fimm. Innlent 11.9.2010 15:01
Geir tjáir sig ekki Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki tjá sig í dag um skýrslu þingmannanefndar sem lögð verður fram seinnipartinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefur séð hvað kemur fram í henni. Innlent 11.9.2010 13:33
Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar. Innlent 11.9.2010 12:22
Mun leiða til átaka "Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag. Innlent 11.9.2010 11:27
Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber. Innlent 11.9.2010 09:54
Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Innlent 10.9.2010 21:55
Grafarþögn um niðurstöðuna Þingnefnd sem fjallar um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk fundi um áttaleytið í kvöld og hafði þá verið að störfum mestan hluta dagsins. Nefndin hefur enn ekki lokið störfum og hefur verið boðað til fundar aftur á morgun. Innlent 10.9.2010 21:31
Gísli Tryggvason: Telur ríkið ekki verða skaðabótaskylt Aðspurður segist Gísli Tryggvason talsmaður neytenda ekki vera þeirrar skoðunar að ríkið verði skaðabótaskylt ákveði Landsdómur að sakfella fyrrverandi ráðherra fyrir vanrækslu. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í gær vandséð hvernig hægt væri að sakfella ráðherrana fyrir vanrækslu án þess að ríkið sjálft verði bótaskylt vegna afleiðinga meintra misgjörða þeirra. Innlent 10.9.2010 15:45
Guðni Th.: Erfitt að draga fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, segir að erfitt geti reynst að draga fyrrverandi ráðherra úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, fyrir Landsdóm vegna gjörða í aðdraganda bankahrunsins. Ákæruefni geti ekki verið almenn, heldur þurfi að negla niður saknæmar athafnir. Innlent 10.9.2010 12:18
Tryggvi Þór: Lág laun þingmanna leiða til spillingar Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, trúir því staðfastlega að skaðinn af efnahagshruninu hefði verið minni ef ríkisstjórnin hefði farið að ráðleggingum hans á sínum tíma. „Ég benti ráðamönnum á að ef hin svokallaða Glitnisleið yrði farin þá myndi það skapa Dominoáhrif og kerfið myndi hrynja." Innlent 10.9.2010 08:51
Segir meirihluta fyrir því að kalla Landsdóm saman Morgunblaðið hefur það eftir heimildum, sem blaðið metur áreiðanlegar, að meirihluti hafi myndast fyrir því, í nefnd sem Alþingi skipaði til að fara yfir rannasóknarskýrslu Alþingis, að Landsdómur verði kallaður saman. Innlent 9.9.2010 07:52
Ákvörðun um ákærur tekin fyrir vikulok Stefnt er að því að um næstu helgi liggi fyrir afstaða þingmannanefndar til þess hvort þeim ráðherrum, sem rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið taldi að gerst hefðu sekir um vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins 2008, verði stefnt fyrir landsdóm. Innlent 5.9.2010 21:00
Sérfræðingar skoða álitamál um ráðherraábyrgð Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur falið þremur sérfræðingum að skoða álitaefni sem varða ráðherraábyrgð. Búist er við skýrslu frá þeim í ágúst en eftir það verður væntanlega tekin ákvörðun um það hvort landsdómur verður kallaður saman í fyrsta sinn. Viðskipti innlent 21.7.2010 18:32
Þingmannanefnd ætlar að ljúka störfum fyrir ágústlok Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, segir að nefndin stefni að því að ljúka störfum fyrir lok ágúst. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu í málum ráðherra sem eru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Innlent 27.6.2010 18:41
Fyrrverandi forstjóri FME sakar þingmenn um pólitískt sjónarspil Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann teldi að ákvörðun þingnefndar um að senda ábendingu til setts ríkissaksóknara um meinta vanrækslu væri pólitískt sjónarspil. Innlent 31.5.2010 18:39
Vilja sjónarmið nítján ráðherra frá 2007 Allir ráðherrar sem sátu í ríkisstjórn frá 1. janúar fram að hruni hafa fengið bréf frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Þar er þeim gefinn kostur á því að útskýra sitt sjónarmið varðandi aðkomu þeirra að hruninu eða aðgerðaleysi. Innlent 28.5.2010 22:23
Fyrrverandi ráðherrar væntanlega kallaðir fyrir í sumarlok Þeir fyrrverandi ráðherrar sem eru sakaðir um að hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins verða væntanlega kallaðir fyrir þingmannanefnd í lok sumars. Nefndin mun þá fyrst taka afstöðu til þess hvort ráðherrarnir fyrrverandi verða ákærðir. Innlent 13.5.2010 19:21
Víðtækar refsiheimildir vegna ráðherra Refsiheimildir vegna vanrækslu ráðherra á starfsskyldum ná bæði yfir ráðleggingar og fortölur sem ráðherra beitir vegna máls sem annar ráðherra ber ábyrgð á og til þess sem fram fer á ríkisstjórnarfundum þar sem ráðherrar skiptast á skoðunum og ráða ráðum. Þetta má lesa í sextánda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Innlent 29.4.2010 22:22
Landsdómur er æðsti dómur Lög um Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sérhver sá sem dómstóll finnur sekan fyrir afbrot, skuli hafa rétt til að láta æðri dóm fjalla á ný um sakfellinguna eða refsinguna. Svo segir í fyrstu málsgrein 2. greinar í sjöunda viðauka laganna. Innlent 29.4.2010 22:22
Ástráður Haraldsson: Ábyrgð ráðherra Á dögunum féll í héraðsdómi dómur í máli eins umsækjenda um dómarastöðu í norðaustur-amtinu. Sá taldi settan dómsmálaráðherra hafa brotið á sér með því að skipa síður hæfan umsækjanda í stöðuna. Niðurstaðan varð áfall fyrir dómsmálaráðherra og ríkið. Það er að vonum. Þetta tilvik er í hópi ömurlegustu dæma um misbeitingu opinbers valds hér á landi. Hitt vakti athygli að héraðsdómur taldi settan dómsmálaráðherra persónulega ábyrgan í málinu. Skoðun 28.4.2010 09:12
Deilt um Landsdóm Vafi leikur á hvort Landsdómur standist Mannréttindarsáttmála Evrópu þar sem ekki er hægt að áfrýja niðurstöðu dómsins. Innlent 19.4.2010 19:24
Efast um lögmæti landsdóms Vafi leikur á hvort landsdómur standist Mannréttindasáttmála Evrópu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, benti á í grein á laugardag að samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu verði allir að eiga þess kost að mál þeirra sé tekið fyrir á tveimur dómstigum. „Landsdómur uppfyllir ekki þetta skilyrði. Hann er því ónothæfur,“ skrifar Þorsteinn. Innlent 18.4.2010 22:39
Ólafur Þ. Stephensen: Afsagnir og afsökunarbeiðnir Þrír þingmenn hafa nú brugðizt við niðurstöðum rannsóknarskýrslu Alþingis með því að segja af sér embættum eða fara tímabundið í leyfi frá þingstörfum. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er í skýrslunni talinn hafa sýnt af sér vanrækslu, ásamt tveimur öðrum ráðherrum. Fastir pennar 18.4.2010 22:12
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent