Mikael Torfason

Fréttamynd

Ég kýs Sósíalistaflokk Íslands

Í fyrstu kosningunum sem ég kaus í var jöfnuður hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Ég var ungur rithöfundur og nýbúinn að kaupa mér íbúð og kaus Alþýðubandalagið.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað getur maður sagt?

Íslendingar verja um tíu þúsund milljónum í ríkisstyrki til menningar og lista. Inni í því er fjármögnun RÚV og Þjóðleikhúss. Í heild veltir íslensk menning 200 þúsund milljónum. Margvísleg rök hafa verið færð fyrir því að króna í styrki til menningar og lista margfaldi sig.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaþjónustan getur greitt sitt

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskatti og stefnt er að því að þær breytingar taki gildi um næstu áramót. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum Bylgjunnar í síðustu viku að þessar breytingar ættu að ná til ferðaþjónustunnar sem býr við flókið og torskilið skattkerfi. "Þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins,“ sagði Vigdís.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta reddast“

Því miður er þetta enn ein skoðanagreinin um þá staðreynd að við stöndum okkur ekki nógu vel sem samfélag þegar kemur að kynferðisofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

1.460 Ísraelar og 63 Palestínumenn

Ímyndum okkur ef búið væri að drepa eitt þúsund fjögur hundruð og sextíu Ísraelsmenn – mest börn og saklausa borgara – og sextíu og þrjá Palestínumenn – mest vopnaða Hamas-liða. Já, dokum við og hugsum aðeins um hver afstaða heimsins til þessara átaka fyrir botni Miðjarðarhafs væri þá. Verðlaunablaðamaðurinn Robert Fisk orðaði

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrjú prósent

Druslugangan verður haldin í fjórða sinn í dag. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö en einnig verður gengið á Akureyri, Ísafirði og í Vestmannaeyjum. Að lokinni göngu verða haldnir tónleikar í miðbæ Reykjavíkur. Druslugangan er þarft framtak

Fastir pennar
Fréttamynd

Stríðsfréttaritarar á Facebook

Stjórnvöld í Ísrael hafa uppgötvað að nær ómögulegt er fyrir nokkurt ríki að komast upp með hernaðarbrölt sem til dæmis felur í sér morð á saklausum borgurum án þess að það spyrjist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áróður íþróttafélaga bannaður

Svo vanhugsaðar voru reglur um samskipti skóla og svonefndra lífsskoðunarfélaga að upphaflega stóð til að banna jólaföndur í grunnskólum Reykjavíkurborgar ásamt öllu öðru er gæti tengst trúaráróðri.

Fastir pennar
Fréttamynd

1,6%

Í gær skaut svonefndur draugur upp kollinum á netinu; gamalt myndband af Sir Nicholas Winton í sjónvarpssal BBC. Án þess að vita af því situr hann í fullum sal af gyðingum frá Prag, fólki sem hann bjargaði frá nasistum þegar þau voru börn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dauðarefsingar og hvalveiðar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á Facebook í gær að honum þætti undarlegt að þjóð sem gengi illa að aflífa fanga væri að gagnrýna Íslendinga fyrir hvalveiðar. Tilefnið var að Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt veiðar okkar Íslendinga á langreyði og Barack Obama hefur sagst vilja endurskoða tvíhliða samstarf þjóðanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samkeppni í flugrekstri

Icelandair hefur átt í stökustu vandræðum með að ná samningum við starfsfólk sitt. Ferðaáætlanir þúsunda ferðalanga röskuðust í stuttum verkfallsaðgerðum flugmanna fyrirtækisins sem endaði með því að alþingi setti lög sem bönnuðu verkfallið. Það hlýtur að vera þungbært fyrir ríkisstjórnina að þurfa að grípa inn í frjálsa samninga á vinnumarkaði

Skoðun
Fréttamynd

Niðurgreitt nikótín

Það eru þrefalt meiri líkur á því að fátækt fólk reyki en efnameira. Sömu sögu er að segja um fólk með grunnskólapróf, fleiri þeirra reykja en þeir sem eru með háskólapróf. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem kynnt var undir heitinu Heilsa og líðan Íslendinga 2012.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hlutverk fjölmiðla

Fyrir um níu árum birti danska dagblaðið Jyllands-Posten skopmyndir af Múhameð spámanni. Viðbrögðin urðu ofsafengin. Ýmsir litu á myndirnar sem afsprengi fordóma gegn múslimum í Danmörku eða að þetta væri slíkt mál að sýna þyrfti sérstaka tillitsemi og kröfðust afsökunarbeiðni. Ritstjórarnir neituðu og teiknarar urðu að fara í felur vegna morðhótana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Meðferð er arðbær fjárfesting

Á morgun lýkur árlegri álfasölu SÁÁ en í tuttugu og fimm ár hafa samtökin selt álfa til að fjármagna starfsemina. Í ár er yfirskrift söluátaksins: "Álfurinn fyrir unga fólkið“ en söfnunin hófst formlega á miðvikudag og þá fylgdi sérstakt edrúblað SÁÁ með Fréttablaðinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Miðað við höfðatölu

Í helgarblaði Fréttablaðsins nú um helgina deildi Páll Stefánsson ferðasögu sinni í máli og myndum en hann heimsótti flóttafólk í Sýrlandi og Líbanon. Það eru nú komin þrjú ár síðan borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi og um þrjár milljónir manna hafa flúið heimaland sitt. Aðrar fimm milljónir eru á vergangi í Sýrlandi en um helmingur flóttamanna er börn.

Skoðun
Fréttamynd

Nornaveiðar

Þjóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi leikritið Eldraunina, eða The Crucible, eftir bandaríska leikskáldið Arthur Miller. Leikritið er byggt á sögulegum atburðum sem áttu sér stað í Salem á austurströnd Bandaríkjanna við lok sautjándu aldar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að sigra tindinn

Á föstudaginn langa féll snjóflóð í vesturhlíðum Everest með þeim afleiðingum að sextán fjallaleiðsögumenn, allt sjerpar, létust.

Skoðun
Fréttamynd

25 þúsund manns skaðast í verkfalli

Vonandi og væntanlega verður fljótlega samið í verkfalli framhaldsskólakennara. Niðurstaðan verður á þá leið að flestir telja sig geta lifað með henni en fórnarkostnaðurinn er þegar orðinn mikill.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ósk um að sagan endurtaki sig ekki

Bók Bjargar Guðrúnar Gísladóttur, Hljóðin í nóttinni, hefur fengið verðskuldaða athygli síðustu daga. Í bókinni, sem er sársaukafullt uppgjör Bjargar við æsku sína, erum við aftur minnt á fordóma okkar Íslendinga og hvernig við höfum ekki staðið okkur í að vernda þau okkar sem minnst mega sín.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stutt saga úr Reykjavík Pútíns

Það mun taka okkur tíma að uppræta fordóma gagnvart hinsegin fólki og við megum alls ekki sofna á verðinum. Við eigum ekki langa sögu fordómaleysis og umburðarlyndis hér á landi. Þess vegna er svo mikilvægt að við leggjum við hlustir þegar svona kannanir eins og sú sem Samtökin "78 létu gera sýna okkur svart á hvítu að þessi þjóðfélagshópur upplifir enn fordóma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf

Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Saga fórnarlambs

Þurfum við virkilega að ræða það eithvað frekar að stríðið gegn fíkniefnum er tapað og að halda því áfram kemur sárast niður á þeim sem síst skyldi. Í stríðinu gegn fíkniefnum er öllu snúið á hvolf og erfitt að sjá fyrir hvern þetta stríð er. Saga fórnarlambsins sem rakin hér að ofan er saga margra og við dæmum þessi fórnarlömb í fangelsi í stað þess að aðstoða þau. Skömmin er okkar en ekki ungu konunnar sem við dæmdum í fangelsi fjórum dögum fyrir jól.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fitan má fjúka

Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, ritar áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún lýsir vandræðum stofnunarinnar sem "rekin er fyrir þjónustugjöld frá fyrirtækjum en hefur ekki heimild til að nýta þau til fulls“. Lyfjastofnun fær ekkert framlag úr ríkissjóði og skilaði tekjuafgangi 2012. Stofnunin sinnir eftirlitshlutverki og

Fastir pennar
Fréttamynd

Stóra rjómamálið vindur upp á sig

Vitleysan ríður ekki við einteyming þegar íslenskur landbúnaður er annars vegar. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor skrifaði áhugaverða grein um rjóma í Fréttablaðið í gær. Þar kom fram að samkvæmt öllu ætti heildsöluverð rjóma að vera undir 300 krónum en er vel yfir 600 krónum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Færri ferðamenn sem eyða meiru

Eins og staðan er má færa fyrir því sterk rök að ekki þurfi að fjölga erlendum ferðamönnum á Íslandi heldur væri nær að fá meira út úr þeim. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins þola ekki meiri ágang og við virðumst ekki hafa neinar raunhæfar áætlanir um hvernig við ætlum að fjármagna vernd náttúruperlna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jól á Vogi

Við skulum vera minnug þess nú á áramótum að þjóðarsjúkdómur Íslendinga er alkóhólismi. Jól og áramót eru hátíð fjölskyldunnar og við skulum lofa börnunum að njóta þeirra með okkur, edrú.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þarfir nemenda en ekki kennara

Við erum ekki að gera það sem passar nemendum heldur það sem passar kjarasamningum, sagði Ársæll Guðmundsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, í fróðlegu viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Bylgjunni í gær. Ársæll hefur áhyggjur af stöðu framhaldsskólanna en á Íslandi útskrifumst við elst allra innan OECD og erum að jafnaði fjórum árum lengur í námi. Enda er brottfall úr framhaldsskólum hér á landi með því mesta í heimi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óvinir Ríkisútvarpsins

Sátt um Ríkisútvarp í almannaeigu var ekki rofin með niðurskurðinum nú. Sáttin var rofin með ohf-væðingunni svokölluðu. Þá var tekin upp sú grímulasua stefna að um fyrirtæki í samkeppnisrekstri væri að ræða.

Fastir pennar