Borgarstjórn

Fréttamynd

Atlantsolía fær lóð

Borgarráð staðfesti í gær breytingu á borgarskipulaginu sem gerir ráð fyrir að reist verði sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og olíu við Bústaðaveg. Atlantsolía hefur þegar fengið fyrirheit um lóðina, sem stendur norðan við veitingastaðinn Sprengisand og austan hesthúsa Fáks á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Samstaða um sölu borgarfyrirtækja

Lagt er til að Þórólfur Árnason, borgarstjóri Reykjavíkur, feli þriggja manna verkefnisstjórn að móta tillögu að sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöð ehf. og Malbikunarstöðinni Höfða hf. og leggja fyrir borgarráð fyrir árslok.

Innlent