Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Askja Bárðarbungu byrjuð að rísa á ný?

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem reyndist ótrúlega sannspár um goslok í Holuhrauni, vekur athygli á því á bloggsíðu sinni að merki kunni nú að vera farin að sjást um að askja Bárðarbungu sé byrjuð að rísa aftur.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta myndin af þúfunum þar sem eldsprungan opnaðist

Ljósmyndir sem taldar eru þær síðustu sem teknar voru fyrir gos á svæðinu austast á Heimaey þar gossprungan opnaðist aðfararnótt 23. janúar 1973 verða sýndar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, sunnudag, að loknum fréttum klukkan 18.55. Guðmundur E. Jóelsson átti myndavélina en í viðtali í þættinum greinir hann frá því að myndirnar voru teknar í gönguferð 5-6 frændsystkina af Kirkjubæjartorfunni sunnudaginn 21. janúar, aðeins rúmum sólarhring áður en jörðin rifnaði þar upp.

Innlent
Fréttamynd

Væri gaman að sjá barnavagninn eftir 40 ár

"Ég hefði nú gaman af því að sjá barnavagninn. Hann á að vera þarna," sagði Guðrún Ingibergsdóttir í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, þar sem fjallað var um eldgosið á Heimaey.

Innlent
Fréttamynd

Lýsti yfir goslokum í ylvolgum gíg Eldfells

Eyjamaðurinn Svavar Steingrímsson var í hópi sex manna, undir forystu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem fyrstir fóru ofan í gíg Eldfells að kvöldi 2. júlí árið 1973 til að kanna hvort eldgosinu á Heimaey væri lokið.

Innlent
Fréttamynd

BBC rýnir í eldgos framtíðarinnar á Íslandi

Nú þegar fjörtíu ár upp á dag eru liðin frá því eldgosið mikla hófst í Heimaey, er ekki úr vegi að skoða heimildarmynd Katie Humble, sem framleidd var fyrir BBC í fyrra. Í myndinni er farið yfir Eyjafjallagosið, Heimaeyjargosið og fleiri stórgos í sögu Íslands, og reynt að rýna í framtíðina varðandi stórgos sem gætu vofað yfir Íslandi og Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Fjörutíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins

„Við nálgumst 23. janúar ár hvert sem þakkargjörð," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en á miðvikudaginn eru liðin fjörutíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins.

Innlent
Fréttamynd

Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos

Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Mikill áhugi á að fræðast um eldgosið

Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst.

Innlent
Fréttamynd

Strandaglópar í myrkrinu - nær ekki í Icelandair

"Þetta er alveg ferlegt,“ segir Finnur Kristinsson, sem er strandaglópur í Bergen í Noregi en hann átti að fljúga heim til Íslands eftir hádegi í gær. Búið er að loka lofthelgi Íslands vegna eldgossins í Grímsvötnum. Finnur er hinsvegar afar óánægður með Icelandair sem virðist ekki sinna strandaglópunum í Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Veginum að Freysnesi lokað - athugað með innanlandsflug klukkan 17

Ákveðið hefur verið að loka veginum frá Vík í Mýrdal að Freysnesi. Skyggni á svæðinu er mjög slæmt, 4 metrar en fréttir hafa borist af öskufalli allt frá höfuðborgarsvæðinu að Tröllaskaga á norð-austanverðu landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð Almannavarna. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir norðlægum áttum 23. maí, 10-18 m/s, hvassast með A-ströndinni. Slydda eða snjókoma NA- og A-lands, slydduél eða él á norðvestaverðu landinu, en annars úrkomulaust. Búast má við talsverðu öskufalli allvíða suðaustanlands og einnig má gera ráð fyrir öskufalli austantil á Suðurlandi fram eftir degi. Flugi innanlands hefur verið aflýst fram eftir degi en athuga á með flug kl. 17:00. Í fyrstu öskusýnum hefur ekki greinst mikið af efnum, þar með talin flúor, en askan er glerkennd og getur haft særandi áhrif á slímhimnur í öndunarfærum, meltingarfærum og augum skepna. Mikilvægt er að forða skepnum undan öskufalli og hýsa þær eða flytja annað ef mögulegt er. Tryggja þarf skepnum á útigangi hreint drykkjarvatn og gefa þeim gott fóður vel og oft. Íbúum á öskufallssvæðum er bent á leiðbeiningar um viðbrögð við öskufalli sem finna má á heimasíðum Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins.

Innlent
Fréttamynd

Gosmökkurinn lækkar jafnt og þétt

Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt.

Innlent
Fréttamynd

Noti grímur vegna öskufjúks

Mikið öskufjúk hefur undanfarna daga verið víða í nágrenni Eyjafjallajökuls. Verst var ástandið undir Eyjafjöllum í gær þegar skyggni var um tíma innan við 100 metrar.

Innlent
Fréttamynd

Engin eldsumbrot í Eyjafjallajökli

Allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum í Eyjafjallajökli í nótt eftir að nokkrir smáskjálftar mældust í jöklinum, suðvestur af Básum í Þórsmörk í gærkvöldi. Síðan hefur allt verði rólegt í jöklinum, en kraftur er að færast í hreinsunarstarf.

Innlent
Fréttamynd

Aðalatvinnugreinarnar í uppnámi

Ferðaþjónusta og landbúnaður tvær aðalatvinnugreinarnar á Suðurlandi eru í uppnámi, vegna eldgossins undanfarnar fimm vikur. Sumstaðar hafa bókanir ferðamanna í sumar hrunið.

Innlent
Fréttamynd

Gosinu lokið í bili

„Það er engin kvika að koma upp og gosið er dottið niður. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta sé endir gossins eða hlé. Við vitum það ekki,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann og Ómar Ragnarsson flugu yfir Eyjafjallajökul á fjórða tímanum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Enn skilgreint sem hættusvæði

Verulega hefur dregið úr gosvirkni í Eyjafjallajökli en sérfræðingar segja ótímabært að segja að gosinu sé lokið. Ómar Ragnarsson flaug yfir gosstöðvarnar í morgun og varð ekki var við neinar eldhræringar.

Innlent