FIFA

Fréttamynd

Amanda mætti enn skipta um landslið

Ljóst er að Amanda Andradóttir hefur ákveðið að spila fyrir íslenska landsliðið í stað þess norska og hún kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í gær. Samkvæmt reglum FIFA, sem var breytt á síðasta ári, er þó enn mögulegt fyrir hana að spila fyrir Noreg í framtíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ungverjar leika tvo leiki fyrir luktum dyrum

Ungverska landsliðið í knatttspyrnu mun þurfa að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum eftir að leikmenn enska landsliðsins urðu fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Ungverja í byrjun mánaðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar

Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi.

Sport
Fréttamynd

Vongóður um sjálfvirka rangstöðudóma á næsta HM

Arsene Wenger, þróunarstjóri hjá alþjóða knattspyrnusambandinu, reiknar með því að tæknin verði orðin svo góð fyrir HM á næsta ári að aðstoðardómarar geti á svipstundu fengið upplýsingar um það hvort að leikmaður sé rangstæður.

Fótbolti
Fréttamynd

Blatter í nýtt bann

Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028.

Fótbolti
Fréttamynd

Blatter fluttur á spítala

Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, var fluttur á spítala í gær. Ástandið er alvarlegt en hann ku ekki vera í lífshættu.

Fótbolti
Fréttamynd

Bronze fyrst Breta til að vera kosin best

Lucy Bronze var í gær valin leikmaður ársins 2020 í kosningu Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Er hún fyrst Breta til að vinna slík verðlaun, sama hvort um er að ræða í karla- eða kvennaflokki.

Enski boltinn