Fréttir

„Þetta breytti mér mjög mikið sem per­sónu“

Ásgeir Þór Árnason var einungis 35 ára gamall þegar hann fékk hjartastopp og fleiri fylgdu í kjölfarið. Veikindin komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og tjáðu læknar honum að það væri í raun kraftaverk að hann lifði af. 

Innlent

Ný sýn fékk meiri­hluta

Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær.

Innlent

Bíll logaði í Vestur­bænum

Laut eftir klukkan 03 í nótt var tilkynnt um eld í bifreið í Vesturbæ Reykjavíkur. Slökkvilið var ekki lengi að slökkva eldinn en bíllinn, sem er sagður glænýr, er ónýtur.

Innlent

Endur­nýja spá um lok um­brota við Grinda­vík

Jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson og Grímur Björnsson segja nýjustu gögn Veðurstofu Íslands um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni styðja við fyrri spá þeirra um lok eldvirkni í gígaröðinni; að kvikuflæði verði lokið í eldstöðinni seinni part sumars 2024, eða nánar tiltekið um 5. júlí. Jafnframt telja þeir að landris geti haldið áfram að vissu marki án þess að nýtt gos brjótist fram og vísa til reynslunnar frá Kröflueldum.

Innlent

Tuga enn saknað og 55 látnir

Að minnsta kosti 55 hafa látið lífið eftir að hamfararigning reið yfir sunnanvert Rio Grande do Sul-ríki í Brasilíu í vikunni. Hátt í áttatíu manns er enn saknað. 

Erlent

Sú sem var oftast nefnd ekki ein af fjórum efstu í könnunum

Utankjörfundarkosning til embættis forseta Íslands er hafin. Kosningin fer vel af stað en búist er við að allt að 55 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofa forvitnaðist í dag um hug landsmanna til kosninganna en sú sem var oftast nefnd er ekki ein af efstu fjórum í skoðannakönnunum.

Innlent

Sló til starfs­manns og beit við­skipta­vin

Lögregla var kölluð út til verslunar Krónunnar í Skeifunni um klukkan fjögur síðdegis eftir að maður hafði slegið til starfsmanns verslunarinnar sem meinaði honum aðgang að búðinni, auk þess að hafa bitið annan viðskiptavin. 

Innlent

„Skrímsla­deildin“ hafi skorið upp her­ör gegn mót­fram­bjóð­endum Katrínar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði harðorða færslu á síðu sína á Facebook í dag þar sem hún skaut föstum skotum á svokallaða „áróðursmaskínu Íslands“ og það sem hún kallar „skrímsladeildina.“ Hún fer einnig ófögrum orðum um umfjöllun Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, í aðdraganda forsetakosninganna.

Innlent

For­seti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkis­stjórnina

Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð.

Erlent

Tólf tíma tökudagar og svo forsetaframboð

Jón Gnarr hefur í nógu að snúast þessa dagana þar sem auk forsetaframboðsins leikur hann í leikriti í Borgarleikhúsinu og í nýjum íslenskum sjónvarpsþáttum. Hann segir það taka allt að fjórar klukkustundir að sminka hann. Tökudagar hefjist klukkan sex að morgni og er tólf klukkutíma langur.

Innlent

Halla Hrund eigi langt í land með að tryggja sér em­bættið

Almannatengill telur Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið. Hún, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, hafi ekki átt sinn besta dag í kappræðum Rúv í gær. Af efstu frambjóðendunum fjórum fannst honum Baldur Þórhallsson mæta best undirbúinn og gera fæst mistök.

Innlent

Rýnt í forsetakappræður og fylgst með Bakgarðshlaupi

Samkvæmt nýrri Maskínukönnun líst yfir 40 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem forsetaefni. Almannatengill segir niðurstöðurnar staðfesta að það sé engin óskastaða að vera stjórnmálamaður í framboði. Þá telur hann Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið.

Innlent

Berlínarborg vill losna við glæsivillu Göbbels

Landstjórn Berlínarborgar vill losna við umsjá yfir glæsilegu sveitabýli skammt frá borginni sem var reist handa Joseph Göbbels, áróðursráðherra Hitlers, árið 1939. Borgaryfirvöld freista þess að binda enda á áratugalanga óvissu um hvort beri að rífa býlið eða gera það upp þar sem það hefur ekki verið í notkun í fleiri áratugi.

Erlent

Ríf­lega fjöru­tíu prósent líst illa á Katrínu

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu líst 41 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Hún kemst þó ekki með tærnar þangað sem Arnar Þór Jónsson hefur hælana þegar kemur að óvinsældum. Sjötíu prósent svarenda líst illa á hann.

Innlent

„Lífið heldur á­fram eftir svona á­fall“

Líf Gíslunnar Hilmarsdóttur breyttist í einni svipan í júní árið 2017 þegar hún lenti í alvarlegu umferðarlysi á Norðurlandsvegi í Öxnadal. Slysvaldurinn, kona á níræðisaldri, lét lífið í kjölfarið. Líkamleg eftirköst Gíslunnar voru slík að hún var metin sem öryrki. Hún hefur þó aldrei borið kala til konunnar sem varð valdur að slysinu.

Innlent

Flug­vél Atlanta á tæpasta vaði í Ríad

Stjórnendum Boeing 747 þotu íslenska flugfélagsins Air Atlanta varð á í messunni þegar taka átti á loft frá flugvellinum í Ríad í Sádi-Arabíu á dögunum. Nauðhemla þurfti þegar í ljós kom að röng beygja hafði verið tekin inn á akstursbraut í stað flugbrautar í aðdraganda flugtaks. Flugvélin staðnæmdist um þrjátíu metrum frá enda akstursbrautarinnar.

Erlent

Sigu niður í Gretti sterka og dældu úr honum sjó

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út vegna dráttarbátsins Grettis sterka, sem lenti í vanda vegna bilunar, suðaustur af Vík, á tíunda tímanum í gærkvöldi. Fimm voru um borð í bátnum.

Innlent

Ók á tvö hundruð með lögguna á hælunum

Ökumaður gistir nú fangageymslur lögreglu eftir að hann var handtekinn í kjölfar eftirför lögreglu, meðal annars um íbúðahverfi. Hann ók á allt að tvö hundruð kílómetra hraða og lögregla þurfti að bregða á það ráð að aka utan í bifreið hans.

Innlent

Vara­for­seta­efni í bobba vegna hunds­dráps og meints fundar með Kim

Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.

Erlent