Sport

Slot hefur enga sam­úð með Eddie Howe vegna Isaks

Newcastle og Liverpool mætast í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í leik sem margir hafa beðið eftir vegna þess sem hefur gengið á milli félaganna í sumar. Alexander Isak, besti leikmaður Newcastle, neitar að spila og er að reyna að komast til Liverpool.

Enski boltinn

„Óskar seldi mér bara hug­myndina sína“

Knattspyrnumaðurinn Galdur Guðmundsson segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, hafa sannfært hann um að skrifa undir samning við Vesturbæjarliðið. Galdur er snúinn aftur hingað heim til að spila meira en stefnir á að komast aftur út í atvinnumennsku.

Íslenski boltinn

Isak utan vallar en þó í for­grunni

Sænski framherjinn Alexander Isak mun engan þátt taka í leik kvöldsins milli Newcastle og Liverpool á St. James‘ Park en fáir hafa þó meiri áhrif á leikinn. Stuðningsmenn Newcastle eru sárir út í Svíann og má búast við rafmögnuðu andrúmslofti.

Enski boltinn

Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið

Wayne Rooney segir að Max Dowman hafi komið sér á kortið með innkomu sinni í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í gær. Dowman er næstyngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins fimmtán ára og 234 daga gamall.

Enski boltinn

Fjár­magnar tennis­ferilinn á On­lyFans

Þrátt fyrir að hafa halað inn yfir tvær milljónir dollara í verðlaunafé á ferlinum ákvað Sachia Vickery að drýgja tekjurnar á OnlyFans. Vickery meiddist á öxl árið 2018 og var frá keppni í sex mánuði og leitaði þá nýrra leiða til að draga björg í bú.

Sport

Fáni stuðnings­manna Palace til rann­sóknar

Enska knattspyrnusambandið hefur tekið framferði stuðningsmanna Crystal Palace til athugunar eftir leik Palace og Nottingham Forest í dag en risastór fáni sem gerði rætið grín að Evangelos Marinakis, eiganda Forest, vakti mikla athygli í stúkunni.

Fótbolti

„Hefði viljað þriðja markið“

“Ég er virkilega ánægður. Mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem mér fannst við spila mjög vel, skorum tvö mörk og hefðum jafnvel geta gert fleiri held ég,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 2-0 sigur á Fram í dag.

Sport

„Við vorum skít­hræddir“

„Þetta var skelfileg frammistaða, fyrri hálfleikur var sérstaklega skelfilegur en við vorum skárri í þeim seinni en það breytir því ekki að við áttum ekkert skilið í dag,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson eftir 2-0 á móti KA á Akureyri í dag.

Sport