Formúla 1

Alonso mætir óttalaus í lokaslaginn

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Mark Webber. Hann segir vandasamt verk framundan, en fjögur mót eru eftir í lokaslag fimm ökumanna um titilinn.

Formúla 1

Schumacher spenntur fyrir Suzuka

Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan, sem verður notuð um næstu helgi. Mótið er eitt af fjórum mótum í lokaslagnum um Formúlu 1 meistaratitilinn, þar sem fimm ökumenn keppa um titilinn.

Formúla 1

Ferrari vill að Massa hjálpi Alonso

Luca di Montezemolo forseti Ferrari vill að Felipe Massa liðsinni Fernando Alonso og Ferrari í sókninni að meistaratitilinum. Alonso er í öðru sæti í stigamótinu, á meðan Massa er út úr myndinni hvað titil varðar.

Formúla 1

Brawn: Sjáum réttan Schumacher 2011

Ross Brawn, yfirmaður Mercedes liðsins segir að Michael Shcumacher verði meðal keppenda í Formúlu 1 árið 2011, þrátt fyrir mikla fjölmiðlaumræðu um slakan árangur hans á þessu ári.

Formúla 1

Hamilton enn með titilvon í brjósti

Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren er ekki búinn að gefa upp vonina um Formúlu 1 meistaratitil á þessu ári, þó hann hafi verið svekktur að falla úr leik í öðru mótinu í röð á sunnudaginn í Singapúr.

Formúla 1

Renault vill viðræður við Raikkönen

Eric Boullier, yfirmaður Renault liðsins í Formúlu 1 vill hitta Kimi Raikkönen að máli til að kanna hve áhugasamur hann er um endurkomu í kappakstur. Raikkönen var sagt upp hjá Ferrari, til að liðið kæmi Fernando Alonso að, þegar eitt ár var eftir af samningi hans. Hann hefur keppt í rallakstri á þessu ári með Citroen.

Formúla 1

Webber heppinn að ljúka keppni

Ástralinn Mark Webber er efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir að hafa náð þriðja sæti í Singapúr í gær. Hann var fimmti á ráslínu og kænska Red Bull liðsins hans fleytti honum ofar. Hann lenti í árekstri við Lewis Hamilton, sem varð að hætta keppni.

Formúla 1

Árekstur Hamilton dýrkeyptur í stigamótinu

Lewis Hamilton varð fyrir áfalli í öðru Formúlu 1 mótinu í röð. Hann féll úr leik í Singapúr í gær eftir samstuð við Mark Webber, en þeir voru í efstu sætunum tveimur í stigamótinu fyrir keppnina. Fernando Alonso sem vann í gær er núna kominn í annað sætið á eftir Webber.

Formúla 1

Alonso: Enn geta fimm orðið meistarar

Fernando Alonso er búinn að vinna tvo Formúlu 1 mót í röð og er kominn í annað sæti í stigamóti ökumanna á eftir Mark Webber. Hann vann mótið í Singapúr í dag, en Sebastian Vettel varð aðeins 0.2 sekúndum á eftir honum eftir harða keppni

Formúla 1

Alonso vann annan sigurinn í röð

Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari vann flóðlýsta mótið í Singapúr í dag, eftir harðan slag við Sebastian Vettel á Red Bull. Á meðan féll Lewis Hamilton á McLaren úr leik eftir árekstur við Mark Webber á Red Bull.

Formúla 1

Ræsingin lykill að sigri í Singapúr

Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren telur að höfuðatriði sé að ná góðri ræsingu í upphafi Formúlu 1 mótsins í Singapúr í dag. Hann er meðal fimm ökumanna í slag um meistaratitilinn, þegar fimm mótum er ólokið.

Formúla 1

Alonso vill skáka Webber og Hamilton

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari er fremstur á ráslínu í Singapúr Formúlu 1 mótinu á sunnudag, eftir tímatökur á laugardag. Hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton þegar fimm mótum er ólokið.

Formúla 1

Fimm fremstu á ráslínu allir í titilslagnum

Fernando Alonso náði besta tíma í tímatökum á Singapúr brautinni í dag á Ferrari, en allir fremstu ökumennirnir í stigamótinu röðuðu sér í efstu fimm sætin. Það verður því harður slagur um titilinn í keppninni á sunnudag.

Formúla 1

Alonso stefnir á fyrsta sætið

Spánverjinn Fernando Alonso telur að Ferrari bíllinn sé samkeppnisfær við Red Bull, en Mark Webber og Sebastian Vettel náði bestu tímunum á æfingum í Singapúr í gær. Lokaæfing og tímataka fer fram í dag.

Formúla 1

Webber og Vettel frjálst að berjast

Dietrich Mateschitz eigandi Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel sé frjálst að keppa innbyrðis hjá liðinu, en báðir eru í slag um meistaratitilinn. Webber er efstur í stigamótinu, en Vettel fimmti. Þeir skiptust á að vera með besta tíma á æfingum á Singapúr brautinni í gær.

Formúla 1

Sutil sektaður um 1.1 miljón fyrir að keyra á þremur hjólum

Lewis Hamilton var allt annað en sáttur við þær breytingar sem hafa verið gerðar á Singapúr Formúlu 1 brautinni og telur einn stað í brautinni beinlínis hættulegan. Adrian Sutil tók flugið á þessum stað og brotnaði framfjöðrun á bílnum þegar hann lenti harkalega. Sutil fékk sekt eftir atvikið.

Formúla 1

Kapparnir í titilslagnum fljótastir

Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull náði langbesta tíma á seinni æfingu keppnisliða í Singapúr í dag. Hann varð 0.6 sekúndum á undan liðsfélaga sínum Mark Webber, en

Formúla 1

Schumacher: Ekki að hætta í Formúlu 1

Nokkrir spádómar hafa verið á vefmiðlum um Formúlu 1 að Michael Schumacher hætti í Formúlu 1 í lok ársins vegna slaks gengist með Mercedes á árinu. Hann andmælti því þó við fréttamenn á brautinni í Singapúr í dag. Hann keppir á flóðlýstri braut og fimm ökumenn eru í hörkuslag um titilinn án hans þátttöku í þeim slag.

Formúla 1

Alonso: Mikilvægt að ná á verðlaunapall

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að mikilvægt verði í lokamótunum fimm í Formúlu 1, að komast á verðlaunapall. Hann hefur tvívegis orðið heimsmeistari með Renault, en er í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton.

Formúla 1

Mark Webber: Mæti til að sigra

Forystumaður stigamótsins, Ástralinn Mark Webber er með markmið sitt á hreinu fyrir Formúlu 1 mótið í Singapúr um helgina. Hann er með fimm stiga forskot á Lewis Hamilton í stigakeppni ökumanna.

Formúla 1

Breytt útfærsla á Formúlu 1 útsendingu

Bein útsending frá tímatökum í Formúlu 1 mótinu í Singapúr um helgina verður með öðru sniði en venjulega. Vegna lokaumferðar í Íslandsmótinu í knattspyrnu sem er beint á Stöð 2 Sport á laugardag.

Formúla 1

Hamilton. Einn ánægjulegasti sigurinn í Singapúr

Bretinn Lewis Hamilton vann kappaksturinn á götum Singapúr í fyrra á McLaren og telur hann einn af ánægjulegustu sigrunum sem hann vann á ferlinum. Hann ekur McLaren á ný um næstu helgi á brautinni í Singapúr, sem er mjög vinsæl meðal ökmumanna og mótið sjálft sjónarspil í flóðljósum.

Formúla 1

Heidfeld spenntur fyrir endurkomuna í fljóðljósunum í Singapúr

Formúlu 1 ökumaðurinn Nick Heidfeld var nýlega ráðinn ökumaður Sauber liðsins í stað Pedro de la Rosa og keppir í Singapúr um næstu helgi í flóðlýstri keppni. Heidfeld var ökumaður BMW í fyrra, en var síðan varaökumaður Mercedes þar til Pirelli dekkjafyrirtækið réð hann til sín sem þróunarökumann á dögunum.

Formúla 1

Virgin liðið prófar belgískan ökumann

Virgin liðið, sem er styrkt af Richard Branson í Formúlu 1 hefur ákveðið að belgískur ökumaður sem heitir Jerome D´Ambrosio keyri bíl liðsins á föstudagsæfingum í fjórum mótum af fimm sem eftir eru.

Formúla 1