Erlent

Kim heitir Pútín fullum stuðningi

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags.

Erlent

Káfaði á fréttakonu í beinni

Maður káfaði á spænskri fréttakonu í beinni útsendingu í miðbæ Madrídar í dag. Isa Balado var að fjalla um rán í verslun þegar maður gekk aftan að henni, truflaði hana og snerti svo á henni rassinn.

Erlent

Hefja formlega rannsókn á Biden

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens.

Erlent

Leggja fimm evru dag­gjald á ferða­menn

Búist er við að borgaryfirvöld í Feneyjum á Ítalíu muni samþykkja að leggja sérstakt fimm evru daggjald á ferðamenn sem sækja borgina heim í tilraun til að takmarka straum ferðamanna til borgarinnar.

Erlent

Vill að dómarinn stígi til hliðar

Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps.

Erlent

Kim í lest á leið til Pútíns

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni.

Erlent

Djúp­stæður klofningur hálfri öld eftir al­ræmt valda­rán

Síleskt samfélag er enn klofið sem endranær, fimmtíu árum eftir að herforingjar steyptu lýðræðislega kjörnum forseta landsins af stóli í blóðugu valdaráni. Tugir þúsunda manna greiddu fyrir stöðugleika og hagvöxt með lífi sínu undir ógnarstjórn einræðisherrans Augusto Pinochet.

Erlent

Tugir fallnir í dróna­á­rás á markað í Khartoum

Að minnsta kosti 43 eru sagðir fallnir og tugir til viðbótar særðir eftir drónaárás á útimarkað í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gær. Vopnuð átök geisa á milli stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar en hvorug fylkingin vill taka ábyrgð á ódæðinu.

Erlent

Dyggur stuðnings­maður Pútín á­fram borgar­stjóri í Moskvu

Hinn 65 ára borgarstjóri Mosvkuborgar, Sergei Sobjanin, hlaut langflest atkvæði í borgarstjórnarkosningunum sem fram fóru í rússnesku höfuðborginni í gær. Sobjanin var frambjóðandi stjórnmálaflokksins Sameinaðs Moskvu og hefur verið dyggur stuðningsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um árabil.

Erlent