Erlent

Kynnt­u fyrst­u þjóð­ar­ör­ygg­ist­efn­u Þýsk­a­lands

Olaf Scholz, kanslari Þýskalandi, opinberaði í dag nýja þjóðaröryggisstefnu ríkisstjórnar sinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar setja sér stefnu sem þessa en er hann kynnti hana í morgun talaði Scholz um gerbreytt öryggisástand í Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og sagði Rússland helstu ógnina sem Þýskaland stæði frammi fyrir.

Erlent

Eldarnir í Kanada stærri en áður og kvikna mun fyrr

Gífurlega umfangsmiklir og margir gróður- og skógareldar hafa logað í Kanada í vor og í sumar. Eldarnir eru stærri og fyrr á ferðinni en áður. Þá hafa þeir logað víðsvegar um landið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín.

Erlent

Fox hótar Carl­son lögsókn

Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox.

Erlent

Malasíska ríkið uggandi vegna flug­slysa­gríns

Stjórnvöld í Malasíu hafa óskað eftir liðsinni alþjóðalögreglunnar Interpol við að lýsa eftir bandarískum uppistandara sem gantaðist að flugslysum Malaysian Airlines í uppistandi sínu sem hún birti á veraldarvefnum í síðustu viku.

Erlent

Trump lýsir yfir sakleysi

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum.

Erlent

Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu.

Erlent

Frestaði verkefnum vegna tannpínu

Joe Biden Bandaríkjaforseti frestaði fundi, þar sem rætt var um næsta leiðtoga NATO, sem og öðrum verkefnum, vegna tveggja rótfyllingaraðgerða á jafnmörgum dögum í vikunni.

Erlent

„Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt“

Þrettán ára drengur sem var staddur í Field's verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn þegar árásarmaður lét til skarar skríða síðasta sumar og skaut þrjá til bana, segir hann hafa verið reiðilegan á svip og litið út eins og hann væri andlega veikur.

Erlent

Semur um vopnahlé við uppreisnarmenn á þingi

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, komst í gærkvöldi að samkomulagi við hóp þingmanna Repúblikanaflokksins sem hafa haldið þinginu í gíslingu í viku. Hann fundaði með hópi þingmanna í klukkustund í gær og tilkynnti í kjölfarið að greitt yrði atkvæði um fimm frumvörp og tillögur í þessari viku.

Erlent

Kaczynski sagður hafa svipt sig lífi í fangelsinu

Bandaríski hryðjuverkamaðurinn Ted Kaczynski, kallaður „Unabomber“ er sagður hafa svipt sig lífi í fangelsi um helgina. Kaczynski var með krabbamein á lokastigum og var 81 árs gamall. Hann hafði áður reynt að fyrirfara sér í fangelsi.

Erlent

Silvio Berlusconi er látinn

Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála.

Erlent