Erlent Rauðpanda kom eins og kraftaverk í heiminn mánuði eftir dauða föðurins Fæðingu rauðpöndu í dýragarði í Bretlandi í síðasta mánuði hefur verið lýst sem kraftaverki. Bæði vegna þess að rauðpöndur eru í útrýmingarhættu og af því að faðir dýrsins lést fyrir mánuði síðan eftir margra ára æxlunarátak dýragarðsins. Erlent 22.8.2022 09:00 Svíþjóðardemókratar mælast stærri en Moderaterna Fylgi Svíþjóðardemókrata mælist umtalsvert meira en hægriflokksins Moderaterna í nýrri könnun, nú þegar um þrjár vikur eru til þingkosninga í Svíþjóð. Jafnaðarmannaflokkurinn, undir stjórn forsætisráðherrans Magdalenu Andersson, mælist sem fyrr stærstur. Erlent 22.8.2022 08:22 Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. Erlent 22.8.2022 07:52 Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. Erlent 22.8.2022 07:00 Khan ákærður á grundvelli hryðjuverkalaga Lögregla í Pakistan hefur ákært fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Imran Khan, á grundvelli hryðjuverkalaga. Erlent 22.8.2022 06:18 Afnema lög sem banna kynlíf milli karlmanna Stjórnvöld í Singapúr munu afnema bann við kynlífi milli karlmanna. Hinsegin samfélagið fagnar ákvörðuninni sem sigri mannréttinda en lögin voru sett þegar Singapúr laut nýlendustjórn Breta. Erlent 21.8.2022 23:18 Ætlar til Rússlands til að krefjast lausnar Griner Körfuboltamaðurinn fyrrverandi Dennis Rodman kveðst hafa fengið leyfi til þess að ferðast til Rússlands í þeim tilgangi að krefjast lausnar annarrar körfuboltastjörnu, Brittney Griner, úr fangelsi. Erlent 21.8.2022 21:06 Sómalski herinn batt enda á umsátur um hótel í Mogadishu Yfirvöld í Sómalíu bundu í gærkvöldi enda á blóðuga árás á hótel í höfuðborginni Mogadishu. Talið er að um tuttugu manns hafi verið drepnir þegar árásarmenn réðust inn í Hayat hótel og héldu gestum þess í gíslingu í meira en þrjátíu klukkustundir. Erlent 21.8.2022 08:40 Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílasprengju Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. Erlent 20.8.2022 23:53 Rússar og Úkraínumaður reyndu að brjótast inn í vopnaverksmiðju í Albaníu Tveir rússneskir ríkisborgarar og einn Úkraínumaður voru handteknir í vopnaverksmiðju í Gramsh í Albaníu í kvöld eftir að hafa reynt að brjótast þangað inn. Erlent 20.8.2022 21:41 Minnst 32 létust þegar ekið var inn á vettvang tveggja slysa Sextán eru látnir og 21 slasaður eftir að rútu var ekið inn á vettvang fyrra umferðarslyss í Tyrklandi í dag. Meðal látinna eru slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn og fréttamenn sem sendir höfðu verið á vettvang. Fyrr í dag létust aðrir sextán og 29 slösuðust í sambærilegu atviki í Tyrklandi Erlent 20.8.2022 19:19 Snekkja ólígarka boðin upp Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn. Erlent 20.8.2022 18:49 Placido Domingo viðriðinn mansalshring í Argentínu Argentínska lögreglan hefur handtekið rúmlega 20 manns sem eru grunaðir um að reka mansalshring, sem rændi konur aleigu þeirra og seldi þær í vændi. Fullyrt er að spænski óperusöngvarinn Placido Domingo sé á meðal viðskiptavina samtakanna. Erlent 20.8.2022 14:31 Sá sem var drepinn í skotárásinni í Malmö hátt settur í glæpagengi Karlmaður sem lést í skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö í gær er talinn hafa verið skotmark árásarinnar. Samkvæmt sænskum miðlum er maðurinn mikilvægur í glæpagenginu Satudarah. Erlent 20.8.2022 11:35 Minnst tólf hafa verið myrtir í gíslatöku á hóteli Minnst tólf hafa verið drepnir af gíslatökumönnum á hóteli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Árásarmennirnir eru sagðir tengjast hryðjuverkahópnum al Qaeda en þeir hafa haldið hótelgestum í gíslingu í meira en tuttugu klukkustundir. Erlent 20.8.2022 10:47 Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. Erlent 20.8.2022 09:41 Fyrrverandi ríkissaksóknari Mexíkó handtekinn vegna hvarfs stúdenta Fyrrverandi ríkissaksóknari Mexíkó hefur verið handtekinn í tengslum við hvarf 43 stúdenta árið 2014. Saksóknarinn er sakaður um mannrán, pyntingar og að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Erlent 20.8.2022 09:17 Draumadrengur bandarísks fjármálaheims sakaður um kynferðisofbeldi Dan Price forstjóri Gravity Payments í Bandaríkjunum hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Price hefur lengi vel verið andlit hins andkapítalíska forstjóra í bandarísku samfélagi og vinsæll meðal margra. Hann hefur nú stigið til hliðar vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Erlent 20.8.2022 08:06 Einn Bítla ISIS dæmdur í lífstíðarfangelsi El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir. Erlent 19.8.2022 22:15 Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga. Erlent 19.8.2022 21:47 Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. Erlent 19.8.2022 20:30 Flugmenn sofnuðu og gleymdu að lenda Tveir flugmenn þotu flugfélagsins Ethiopia Airlines sofnuðu og gleymdu að lenda þotunni á flugvellinum í Addis Ababa í Eþíópíu á dögunum. Erlent 19.8.2022 20:06 Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö var með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar síðdegis. Erlent 19.8.2022 15:40 Nýju myndbandi af Sönnu Marin lekið Nýju myndbandi af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur verið lekið á netið. Í myndbandinu sést hún dansa þétt upp við finnsku rokkstjörnuna Olavi Uusivirta. Talið er að myndbandið hafi verið tekið sama kvöld og hin myndböndin sem lekið var fyrr í vikunni Erlent 19.8.2022 14:58 Sanna Marin fór í fíkniefnapróf Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur farið í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki verið á eiturlyfjum í myndbandi sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. Erlent 19.8.2022 14:00 Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. Erlent 19.8.2022 13:40 Selur braust inn á heimili og áreitti heimilisköttinn Selur braust inn á heimili íbúa úthverfisins Mount Maunganui í Nýja-Sjálandi á miðvikudaginn og dvaldi þar í tvær klukkustundir. Áður en hann kom sér fyrir inni í húsinu hafði hann hrellt heimilisköttinn. Erlent 19.8.2022 13:00 Apple segir notendum að uppfæra tæki vegna öryggisbrests Tæknirisinn Apple hefur ráðlagt notendum sínum að uppfæra Apple tækin sín þar sem öryggisbrestur hafi komið upp. Öryggisbresturinn leyfi tölvuþrjótum að ná stjórn á tækjum notenda. Erlent 19.8.2022 12:40 Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. Erlent 19.8.2022 11:26 Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. Erlent 19.8.2022 11:12 « ‹ 239 240 241 242 243 244 245 246 247 … 334 ›
Rauðpanda kom eins og kraftaverk í heiminn mánuði eftir dauða föðurins Fæðingu rauðpöndu í dýragarði í Bretlandi í síðasta mánuði hefur verið lýst sem kraftaverki. Bæði vegna þess að rauðpöndur eru í útrýmingarhættu og af því að faðir dýrsins lést fyrir mánuði síðan eftir margra ára æxlunarátak dýragarðsins. Erlent 22.8.2022 09:00
Svíþjóðardemókratar mælast stærri en Moderaterna Fylgi Svíþjóðardemókrata mælist umtalsvert meira en hægriflokksins Moderaterna í nýrri könnun, nú þegar um þrjár vikur eru til þingkosninga í Svíþjóð. Jafnaðarmannaflokkurinn, undir stjórn forsætisráðherrans Magdalenu Andersson, mælist sem fyrr stærstur. Erlent 22.8.2022 08:22
Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. Erlent 22.8.2022 07:52
Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. Erlent 22.8.2022 07:00
Khan ákærður á grundvelli hryðjuverkalaga Lögregla í Pakistan hefur ákært fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Imran Khan, á grundvelli hryðjuverkalaga. Erlent 22.8.2022 06:18
Afnema lög sem banna kynlíf milli karlmanna Stjórnvöld í Singapúr munu afnema bann við kynlífi milli karlmanna. Hinsegin samfélagið fagnar ákvörðuninni sem sigri mannréttinda en lögin voru sett þegar Singapúr laut nýlendustjórn Breta. Erlent 21.8.2022 23:18
Ætlar til Rússlands til að krefjast lausnar Griner Körfuboltamaðurinn fyrrverandi Dennis Rodman kveðst hafa fengið leyfi til þess að ferðast til Rússlands í þeim tilgangi að krefjast lausnar annarrar körfuboltastjörnu, Brittney Griner, úr fangelsi. Erlent 21.8.2022 21:06
Sómalski herinn batt enda á umsátur um hótel í Mogadishu Yfirvöld í Sómalíu bundu í gærkvöldi enda á blóðuga árás á hótel í höfuðborginni Mogadishu. Talið er að um tuttugu manns hafi verið drepnir þegar árásarmenn réðust inn í Hayat hótel og héldu gestum þess í gíslingu í meira en þrjátíu klukkustundir. Erlent 21.8.2022 08:40
Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílasprengju Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. Erlent 20.8.2022 23:53
Rússar og Úkraínumaður reyndu að brjótast inn í vopnaverksmiðju í Albaníu Tveir rússneskir ríkisborgarar og einn Úkraínumaður voru handteknir í vopnaverksmiðju í Gramsh í Albaníu í kvöld eftir að hafa reynt að brjótast þangað inn. Erlent 20.8.2022 21:41
Minnst 32 létust þegar ekið var inn á vettvang tveggja slysa Sextán eru látnir og 21 slasaður eftir að rútu var ekið inn á vettvang fyrra umferðarslyss í Tyrklandi í dag. Meðal látinna eru slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn og fréttamenn sem sendir höfðu verið á vettvang. Fyrr í dag létust aðrir sextán og 29 slösuðust í sambærilegu atviki í Tyrklandi Erlent 20.8.2022 19:19
Snekkja ólígarka boðin upp Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn. Erlent 20.8.2022 18:49
Placido Domingo viðriðinn mansalshring í Argentínu Argentínska lögreglan hefur handtekið rúmlega 20 manns sem eru grunaðir um að reka mansalshring, sem rændi konur aleigu þeirra og seldi þær í vændi. Fullyrt er að spænski óperusöngvarinn Placido Domingo sé á meðal viðskiptavina samtakanna. Erlent 20.8.2022 14:31
Sá sem var drepinn í skotárásinni í Malmö hátt settur í glæpagengi Karlmaður sem lést í skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö í gær er talinn hafa verið skotmark árásarinnar. Samkvæmt sænskum miðlum er maðurinn mikilvægur í glæpagenginu Satudarah. Erlent 20.8.2022 11:35
Minnst tólf hafa verið myrtir í gíslatöku á hóteli Minnst tólf hafa verið drepnir af gíslatökumönnum á hóteli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Árásarmennirnir eru sagðir tengjast hryðjuverkahópnum al Qaeda en þeir hafa haldið hótelgestum í gíslingu í meira en tuttugu klukkustundir. Erlent 20.8.2022 10:47
Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. Erlent 20.8.2022 09:41
Fyrrverandi ríkissaksóknari Mexíkó handtekinn vegna hvarfs stúdenta Fyrrverandi ríkissaksóknari Mexíkó hefur verið handtekinn í tengslum við hvarf 43 stúdenta árið 2014. Saksóknarinn er sakaður um mannrán, pyntingar og að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Erlent 20.8.2022 09:17
Draumadrengur bandarísks fjármálaheims sakaður um kynferðisofbeldi Dan Price forstjóri Gravity Payments í Bandaríkjunum hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Price hefur lengi vel verið andlit hins andkapítalíska forstjóra í bandarísku samfélagi og vinsæll meðal margra. Hann hefur nú stigið til hliðar vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Erlent 20.8.2022 08:06
Einn Bítla ISIS dæmdur í lífstíðarfangelsi El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir. Erlent 19.8.2022 22:15
Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga. Erlent 19.8.2022 21:47
Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. Erlent 19.8.2022 20:30
Flugmenn sofnuðu og gleymdu að lenda Tveir flugmenn þotu flugfélagsins Ethiopia Airlines sofnuðu og gleymdu að lenda þotunni á flugvellinum í Addis Ababa í Eþíópíu á dögunum. Erlent 19.8.2022 20:06
Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö var með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar síðdegis. Erlent 19.8.2022 15:40
Nýju myndbandi af Sönnu Marin lekið Nýju myndbandi af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur verið lekið á netið. Í myndbandinu sést hún dansa þétt upp við finnsku rokkstjörnuna Olavi Uusivirta. Talið er að myndbandið hafi verið tekið sama kvöld og hin myndböndin sem lekið var fyrr í vikunni Erlent 19.8.2022 14:58
Sanna Marin fór í fíkniefnapróf Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur farið í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki verið á eiturlyfjum í myndbandi sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. Erlent 19.8.2022 14:00
Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. Erlent 19.8.2022 13:40
Selur braust inn á heimili og áreitti heimilisköttinn Selur braust inn á heimili íbúa úthverfisins Mount Maunganui í Nýja-Sjálandi á miðvikudaginn og dvaldi þar í tvær klukkustundir. Áður en hann kom sér fyrir inni í húsinu hafði hann hrellt heimilisköttinn. Erlent 19.8.2022 13:00
Apple segir notendum að uppfæra tæki vegna öryggisbrests Tæknirisinn Apple hefur ráðlagt notendum sínum að uppfæra Apple tækin sín þar sem öryggisbrestur hafi komið upp. Öryggisbresturinn leyfi tölvuþrjótum að ná stjórn á tækjum notenda. Erlent 19.8.2022 12:40
Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. Erlent 19.8.2022 11:26
Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. Erlent 19.8.2022 11:12