Erlent Fjarlægðu umdeilda kosningaauglýsingu Samfélagsmiðlarisinn Facebook fjarlægði umdeilda kosningaauglýsingu frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Missouri. Í auglýsingunni er frambjóðandinn vopnaður haglabyssu og segist ætla að veiða aðra repúblikana. Erlent 21.6.2022 08:42 Vaktin: Handtaka eigin stjórnmálamann fyrir njósnir Enn hóta Rússar því undir rós að grípa til kjarnorkuvopna en Reuters hefur eftir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að Rússar hyggist styrkja herafla sinn með tilliti til mögulegra hernaðarógna og -áhættu. Forsetinn segir nýjar Sarmat eldflaugar Rússa, sem eru bæði langdrægar og geta borið allt að tíu kjarnorkusprengjur, verða teknar í notkun fyrir árslok. Erlent 21.6.2022 08:29 Nóbelsmedalía Muratov slegin á 13 milljarða króna Nóbelsmedalía rússneska blaðamannsins Dmitry Muratov var seld á uppboði í gær og slegin á 103,5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 13,5 milljarða króna. Féð mun renna til UNICEF, til að aðstoða börn sem hafa flúið heimili sín í Úkraínu. Erlent 21.6.2022 07:45 Valdamesti maður Póllands hættir í ríkisstjórninni Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi pólska stjórnarflokksins Lög og réttlæti, hefur ákveðið að segja af sér sem aðstoðarforsætisráðherra landsins til að búa flokkinn undir komandi þingkosningar sem fram fara á næsta ári. Erlent 21.6.2022 07:42 Dregur brátt til tíðinda í stríði repúblikana gegn loftslagsaðgerðum Niðurstöðu er að vænta í máli fyrir Hæstirétti Bandaríkjanna sem gæti takmarkað verulega getu alríkisstjórnarinnar til skikka orkuver til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Málið er sagt fyrsta orrustan í stærra stríði repúblikana gegn hvers kyns loftslagsaðgerðum og reglum stjórnvalda. Erlent 21.6.2022 07:01 Reynir líklega að mynda meirihluta með Les Republicains Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun í dag og á morgun hitta flesta forkólfa þeirra flokka sem starfa á franska þinginu í von um að geta myndað starfhæfan meirihluta í landinu. Erlent 21.6.2022 06:57 Flotborg rís við Maldíveyjar Í tíu mínútna bátsferð frá höfuðborg Maldíveyja rís flotborg, en flotborgin á að geta hýst tuttugu þúsund manns ásamt þjónustu við þá borgarbúa sem þar setjast að. Flotborgin er andsvar stjórnvalda Maldíveyja og verktaka frá Hollandi við hækkun sjávarmáls. Erlent 20.6.2022 23:39 Skoða að leggja eldsneytisskatt til hliðar Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ráðgjafar hans liggja nú yfir því hvort ráðlegt sé að afnema tímabundið eldsneytisskatt til þess að berjast gegn hækkandi eldsneytisverði og verðbólgu í Bandaríkjunum. Erlent 20.6.2022 23:33 Frægur veitingastaður sökk Jumbo-veitingastaðurinn sögufrægi er sokkinn. Veitingastaðurinn var svokallaður fljótandi veitingastaður sem staðsettur var um árabil við höfnina í Hong Kong. Erlent 20.6.2022 22:52 Reiknað með að Rússar hefji stórsókn Serhiy Gadai, héraðsstjóri Luhansk-héraðs í austurhluta Úkraínu segir að rússneski herinn hafi safnað nægilega miklu liði til að hefja stórsókn í héraðinu. Erlent 20.6.2022 21:47 Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. Erlent 20.6.2022 21:03 Gefur út skotleyfi á eigin flokkssystkini í kosningaauglýsingu Frambjóðandi í forvali Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til öldungadeildarþings talar um að gefa út veiðileyfi á flokkssystkini sín í nýrri kosningaauglýsingu. Í henni sést frambjóðandinn vopnaður haglabyssu ráðast inn í hús í fylgd vopnaðra sérsveitarmanna. Erlent 20.6.2022 15:51 Skiluðu tönninni úr þjóðhetju Kongó Yfirvöld í Belgíu skiluðu í morgun tönn úr kongósku þjóð- og sjálfstæðishetjunni Patrice Lumumba í hendur aðstandenda Lumumba og yfirvalda í Austur-Kongó. Mikið hefur verið fjallað um tönnina í Belgíu síðustu ár, sem eru einu jarðnesku leifar Lumumba sem vitað er um. Erlent 20.6.2022 14:30 Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. Erlent 20.6.2022 13:58 Óskarsverðlaunahafi handtekinn á Ítalíu Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Paul Haggis var handtekinn vegna gruns um kynferðisofbeldi á Ítalíu í gær. Haggis er sagður neita sök en hann er nú í stofufangelsi. Erlent 20.6.2022 13:34 Vill ekki skipta sér opinberlega af máli Assange Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu ætlar ekki að óska þess opinberlega að Bandaríkjastjórn láti mál sitt gegn Ástralanum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, niður falla. Bresk stjórnvöld eru tilbúin að framselja hann vestur um haf. Erlent 20.6.2022 12:20 Frakkar hafi kosið gegn breyttum eftirlaunaaldri Erfitt gæti reynst að mynda starfhæfan meirihluta á franska þinginu eftir kosningar í gær. Slæmt gengi miðjuflokka forsetans er að mati stjórnmálafræðings áfellisdómur yfir helsta stefnumáli hans um að hækka eftirlaunaaldur í Frakklandi. Erlent 20.6.2022 11:40 Óþekktur þarmasjúkdómur hrjáir íbúa Norður-Kóreu Að minnsta kosti átta hundruð fjölskyldur hafa þurft að leggjast inn á spítala í Norður-Kóreu með veiki sem ríkismiðill landsins hefur kallað „óþekktan þarmasjúkdóm“. Erlent 20.6.2022 10:27 Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. Erlent 20.6.2022 08:27 Vaktin: Segir Rússa halda Afríku í gíslingu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist eiga von á því að Rússar muni auka árásir sínar á Úkraínu og jafnvel önnur Evrópulönd í vikunni, í kjölfar ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að mæla með því að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis. Erlent 20.6.2022 08:23 Aflýsa öllum flugferðum frá Brussel í dag Búið er að aflýsa öllum fyrirhuguðum flugferðum frá Brussel í dag. Ástæðan er sögð vera langar biðraðir á flugvellinum sem hafi leitt til þess að ekki sé hægt að tryggja öryggi farþega. Erlent 20.6.2022 08:05 59 farist í flóðum á Indland og Bangladess Að minnsta kosti 59 hafa farist í miklum flóðum og eldingaveðri sem gengið hefur yfir Indland og Bangladess síðustu daga. Erlent 20.6.2022 07:42 Kólumbíumenn kjósa vinstrimann í forsetaembættið í fyrsta sinn Fyrrverandi uppreisnarmaðurinn Gustavo Petro vann sigur í forsetakosningunum í Kólumbíu í gær. Petro verður fyrsti vinstrimaðurinn í sögu landsins til að gegna forsetaembættinu. Erlent 20.6.2022 07:34 „Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. Erlent 20.6.2022 07:01 Japanskur dómstóll slær á vonir samkynja para Dómstóll í Osaka í Japan hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann gegn hjónaböndum samkynja para gangi ekki í berhögg við stjórnarskrá landsins. Japan er eina G7 ríkið sem heimilar ekki einstaklingum af sama kyni að ganga í hjónaband. Erlent 20.6.2022 06:57 Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. Erlent 19.6.2022 23:46 Meirihlutinn í Frakklandi kolfallinn Meirihluti Ensemble, flokks Emmanuels Macron, er kolfallinn samkvæmt fyrstu tölum úr seinni umferð frönsku þingkosninganna. Flokkurinn missir um þriðjung fylgis og er langt frá þeim 289 sætum sem þarf til að ná meirihluta. Hægriflokkur Le Pen vinnur sögulegan sigur og vinstribandalag Mélenchon uppsker ríkulega. Erlent 19.6.2022 18:15 Búi sig undir að stríðið í Úkraínu geti staðið yfir í nokkur ár Vesturlönd þurfa að búa sig undir langvarandi stríðsátök í Úkraínu og halda áfram að styðja við stjórnvöld þar til að aftra frekari árásumVladimírs Pútín Rússlandsforseta. Þetta segja leiðtogar Bretlands og NATO. Erlent 19.6.2022 15:20 Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. Erlent 19.6.2022 14:31 Líklegt að vinstrimenn felli meirihluta Macron Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi. Erlent 19.6.2022 11:32 « ‹ 264 265 266 267 268 269 270 271 272 … 334 ›
Fjarlægðu umdeilda kosningaauglýsingu Samfélagsmiðlarisinn Facebook fjarlægði umdeilda kosningaauglýsingu frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Missouri. Í auglýsingunni er frambjóðandinn vopnaður haglabyssu og segist ætla að veiða aðra repúblikana. Erlent 21.6.2022 08:42
Vaktin: Handtaka eigin stjórnmálamann fyrir njósnir Enn hóta Rússar því undir rós að grípa til kjarnorkuvopna en Reuters hefur eftir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að Rússar hyggist styrkja herafla sinn með tilliti til mögulegra hernaðarógna og -áhættu. Forsetinn segir nýjar Sarmat eldflaugar Rússa, sem eru bæði langdrægar og geta borið allt að tíu kjarnorkusprengjur, verða teknar í notkun fyrir árslok. Erlent 21.6.2022 08:29
Nóbelsmedalía Muratov slegin á 13 milljarða króna Nóbelsmedalía rússneska blaðamannsins Dmitry Muratov var seld á uppboði í gær og slegin á 103,5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 13,5 milljarða króna. Féð mun renna til UNICEF, til að aðstoða börn sem hafa flúið heimili sín í Úkraínu. Erlent 21.6.2022 07:45
Valdamesti maður Póllands hættir í ríkisstjórninni Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi pólska stjórnarflokksins Lög og réttlæti, hefur ákveðið að segja af sér sem aðstoðarforsætisráðherra landsins til að búa flokkinn undir komandi þingkosningar sem fram fara á næsta ári. Erlent 21.6.2022 07:42
Dregur brátt til tíðinda í stríði repúblikana gegn loftslagsaðgerðum Niðurstöðu er að vænta í máli fyrir Hæstirétti Bandaríkjanna sem gæti takmarkað verulega getu alríkisstjórnarinnar til skikka orkuver til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Málið er sagt fyrsta orrustan í stærra stríði repúblikana gegn hvers kyns loftslagsaðgerðum og reglum stjórnvalda. Erlent 21.6.2022 07:01
Reynir líklega að mynda meirihluta með Les Republicains Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun í dag og á morgun hitta flesta forkólfa þeirra flokka sem starfa á franska þinginu í von um að geta myndað starfhæfan meirihluta í landinu. Erlent 21.6.2022 06:57
Flotborg rís við Maldíveyjar Í tíu mínútna bátsferð frá höfuðborg Maldíveyja rís flotborg, en flotborgin á að geta hýst tuttugu þúsund manns ásamt þjónustu við þá borgarbúa sem þar setjast að. Flotborgin er andsvar stjórnvalda Maldíveyja og verktaka frá Hollandi við hækkun sjávarmáls. Erlent 20.6.2022 23:39
Skoða að leggja eldsneytisskatt til hliðar Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ráðgjafar hans liggja nú yfir því hvort ráðlegt sé að afnema tímabundið eldsneytisskatt til þess að berjast gegn hækkandi eldsneytisverði og verðbólgu í Bandaríkjunum. Erlent 20.6.2022 23:33
Frægur veitingastaður sökk Jumbo-veitingastaðurinn sögufrægi er sokkinn. Veitingastaðurinn var svokallaður fljótandi veitingastaður sem staðsettur var um árabil við höfnina í Hong Kong. Erlent 20.6.2022 22:52
Reiknað með að Rússar hefji stórsókn Serhiy Gadai, héraðsstjóri Luhansk-héraðs í austurhluta Úkraínu segir að rússneski herinn hafi safnað nægilega miklu liði til að hefja stórsókn í héraðinu. Erlent 20.6.2022 21:47
Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. Erlent 20.6.2022 21:03
Gefur út skotleyfi á eigin flokkssystkini í kosningaauglýsingu Frambjóðandi í forvali Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til öldungadeildarþings talar um að gefa út veiðileyfi á flokkssystkini sín í nýrri kosningaauglýsingu. Í henni sést frambjóðandinn vopnaður haglabyssu ráðast inn í hús í fylgd vopnaðra sérsveitarmanna. Erlent 20.6.2022 15:51
Skiluðu tönninni úr þjóðhetju Kongó Yfirvöld í Belgíu skiluðu í morgun tönn úr kongósku þjóð- og sjálfstæðishetjunni Patrice Lumumba í hendur aðstandenda Lumumba og yfirvalda í Austur-Kongó. Mikið hefur verið fjallað um tönnina í Belgíu síðustu ár, sem eru einu jarðnesku leifar Lumumba sem vitað er um. Erlent 20.6.2022 14:30
Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. Erlent 20.6.2022 13:58
Óskarsverðlaunahafi handtekinn á Ítalíu Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Paul Haggis var handtekinn vegna gruns um kynferðisofbeldi á Ítalíu í gær. Haggis er sagður neita sök en hann er nú í stofufangelsi. Erlent 20.6.2022 13:34
Vill ekki skipta sér opinberlega af máli Assange Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu ætlar ekki að óska þess opinberlega að Bandaríkjastjórn láti mál sitt gegn Ástralanum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, niður falla. Bresk stjórnvöld eru tilbúin að framselja hann vestur um haf. Erlent 20.6.2022 12:20
Frakkar hafi kosið gegn breyttum eftirlaunaaldri Erfitt gæti reynst að mynda starfhæfan meirihluta á franska þinginu eftir kosningar í gær. Slæmt gengi miðjuflokka forsetans er að mati stjórnmálafræðings áfellisdómur yfir helsta stefnumáli hans um að hækka eftirlaunaaldur í Frakklandi. Erlent 20.6.2022 11:40
Óþekktur þarmasjúkdómur hrjáir íbúa Norður-Kóreu Að minnsta kosti átta hundruð fjölskyldur hafa þurft að leggjast inn á spítala í Norður-Kóreu með veiki sem ríkismiðill landsins hefur kallað „óþekktan þarmasjúkdóm“. Erlent 20.6.2022 10:27
Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. Erlent 20.6.2022 08:27
Vaktin: Segir Rússa halda Afríku í gíslingu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist eiga von á því að Rússar muni auka árásir sínar á Úkraínu og jafnvel önnur Evrópulönd í vikunni, í kjölfar ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að mæla með því að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis. Erlent 20.6.2022 08:23
Aflýsa öllum flugferðum frá Brussel í dag Búið er að aflýsa öllum fyrirhuguðum flugferðum frá Brussel í dag. Ástæðan er sögð vera langar biðraðir á flugvellinum sem hafi leitt til þess að ekki sé hægt að tryggja öryggi farþega. Erlent 20.6.2022 08:05
59 farist í flóðum á Indland og Bangladess Að minnsta kosti 59 hafa farist í miklum flóðum og eldingaveðri sem gengið hefur yfir Indland og Bangladess síðustu daga. Erlent 20.6.2022 07:42
Kólumbíumenn kjósa vinstrimann í forsetaembættið í fyrsta sinn Fyrrverandi uppreisnarmaðurinn Gustavo Petro vann sigur í forsetakosningunum í Kólumbíu í gær. Petro verður fyrsti vinstrimaðurinn í sögu landsins til að gegna forsetaembættinu. Erlent 20.6.2022 07:34
„Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. Erlent 20.6.2022 07:01
Japanskur dómstóll slær á vonir samkynja para Dómstóll í Osaka í Japan hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann gegn hjónaböndum samkynja para gangi ekki í berhögg við stjórnarskrá landsins. Japan er eina G7 ríkið sem heimilar ekki einstaklingum af sama kyni að ganga í hjónaband. Erlent 20.6.2022 06:57
Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. Erlent 19.6.2022 23:46
Meirihlutinn í Frakklandi kolfallinn Meirihluti Ensemble, flokks Emmanuels Macron, er kolfallinn samkvæmt fyrstu tölum úr seinni umferð frönsku þingkosninganna. Flokkurinn missir um þriðjung fylgis og er langt frá þeim 289 sætum sem þarf til að ná meirihluta. Hægriflokkur Le Pen vinnur sögulegan sigur og vinstribandalag Mélenchon uppsker ríkulega. Erlent 19.6.2022 18:15
Búi sig undir að stríðið í Úkraínu geti staðið yfir í nokkur ár Vesturlönd þurfa að búa sig undir langvarandi stríðsátök í Úkraínu og halda áfram að styðja við stjórnvöld þar til að aftra frekari árásumVladimírs Pútín Rússlandsforseta. Þetta segja leiðtogar Bretlands og NATO. Erlent 19.6.2022 15:20
Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. Erlent 19.6.2022 14:31
Líklegt að vinstrimenn felli meirihluta Macron Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi. Erlent 19.6.2022 11:32