Erlent Vaktin: Segir Úkraínumenn einu skrefi nær friði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist tilbúin til að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta um frið. Forsætisráðherra Bretlands telur þó ólíklegt að slíkar viðræður muni bera árangur. Erlent 20.4.2022 15:45 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. Erlent 20.4.2022 13:49 Paludan og Stram kurs bjóða fram til þings í Svíþjóð Dansk-sænski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan og flokkur hans Stram kurs munu bjóða sig fram í sænsku þingkosningunum sem fram fara í september næstkomandi. Erlent 20.4.2022 13:00 Dómari gefur grænt ljós á framsal Assange Breskur dómari gaf í dag grænt ljós á framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það er þó ríkisstjórnar Bretlands að taka lokaákvörðun í málinu og er það nú á borði Priti Patel, innanríkisráðherra. Erlent 20.4.2022 11:24 Fjórir látnir og sjö saknað eftir sprengingu í kolanámu í Póllandi Minnst fjórir eru látnir og sjö er saknað eftir sprengingu í kolanámu í suðurhluta Póllands snemma í morgun. Eigandi námunnar telur líklegt að um metansprengingu hafi verið að ræða. Erlent 20.4.2022 10:47 „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir“ „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Þetta sagði úkraínski herforinginn Serhiy Volyna, sem hefst nú við í stálverksmiðju í Mariupol ásamt fjölda úkraínskra hermanna og almennra borgara, í ávarpi í gærkvöldi. Erlent 20.4.2022 06:55 Vaktin: Hafa sent allt að tuttugu þúsund málaliða til Úkraínu Rússneski herinn hóf í gær stórsókn í austurhluta Úkraínu þar sem ráðist var bæði á hernaðarleg og borgaraleg skotmörk. Volódymír Selenskí Úkraínuforseti segir að orrustan um Donbas sé nú hafin. Hann segir Rússar hafa skipulagt sóknina í lengri tíma enda taki stór hluti rússneska hersins þar þátt. Erlent 19.4.2022 17:35 Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. Erlent 19.4.2022 16:25 Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Amber Heard í dag Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi. Erlent 19.4.2022 13:46 Sex dæmdir til dauða og 82 í fangelsi fyrir grimmilegt morð Sex menn voru í gær dæmdir til dauða í Pakistan og tugir voru dæmdir í fangelsi fyrir morð. Í desember í fyrra myrti æstur múgur mann frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast. Erlent 19.4.2022 10:10 Dómari nam grímuskyldu úr gildi Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur afnumið grímuskyldu í flugi og almenningssamgönum þar í landi. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna mælir áfram með grímunotkun í flugi og almenningssamgöngum. Erlent 19.4.2022 08:28 Segir Úkraínumenn tilbúna fyrir átökin: „Við munum berjast“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að baráttan um Donbas sé hafin en aukinn þungi hefur færst í sókn Rússa í austurhluta landsins í dag. Forsetinn sagði að Úkraínumenn munu halda áfram að berjast og það væri aðeins tímaspursmál hvenær þeir ná sínum svæðum aftur. Erlent 18.4.2022 21:59 Öfgamanni tókst að skapa það upplausnarástand sem hann vildi Páskahelgin í Svíþjóð hefur einkennst af ofbeldisfullum átökum á milli lögreglu og mótmælenda víða um landið. Einn er grunaður um manndrápstilraun á hendur lögreglumanni og fleiri en fjörutíu hafa verið handteknir. Rasmus Paludan, danskur róttækur hægrimaður, á töluverðan hlut að máli. Erlent 18.4.2022 21:30 Handtekinn fyrir tilraun til að myrða lögregluþjóna Lögreglan í London hefur handtekið mann fyrir meinta morðtilraun sem beindist gegn tveimur lögregluþjónum í Westiminster. Erlent 18.4.2022 15:33 Feður sem myrða börn sín Feður og sambýlismenn mæðra á Spáni hafa orðið 47 börnum kvennanna að bana á síðustu árum, í þeim eina tilgangi að valda konunum þjáningu. 11 ára drengur var fórnarlamb föður síns í síðustu viku, eingöngu af því að dómara yfirsást að faðirinn sætti nálgunarbanni gagnvart móðurinni. Erlent 18.4.2022 15:00 Þrjú látin úr Covid í Sjanghæ Þrjú hafa látist úr Covid í Sjanghæ í Kína en útgöngubann hefur verið í borginni í nærri fjórar vikur. Kínversk stjórnvöld hafa hingað til haldið því fram að enginn hafi látist úr veirunni í borginni. Erlent 18.4.2022 13:30 Segir lögreglu hafa verið meginskotmark mótmælenda Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn. Erlent 18.4.2022 12:17 Ever Forward siglir loks á ný Gámaflutningaskipið Ever Forward siglir loks á ný en skipið strandaði í Chesapeake-flóa á austurströnd Bandaríkjanna fyrir mánuði síðan. Erlent 18.4.2022 11:42 Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína. Erlent 18.4.2022 07:40 Umsóknarferli Úkraínu um aðild að ESB farið af stað Sérfræðingur í innanríkisráðuneyti Úkraínu greindi frá því í kvöld á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraína hefði hafið umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. Erlent 17.4.2022 22:08 Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. Erlent 17.4.2022 21:14 Tveir táningar látnir og níu særðir eftir skotárás í partí Tveir táningar eru látnir og níu eru særðir eftir skothríð í samkvæmi í Pittsburgh í nótt. Rúmlega tvö hundruð manns voru í teitinu þegar skothríðin hófst og margir þeirra undir lögaldri. Erlent 17.4.2022 16:43 Þrjú tonn af kókaíni í eldsneytistanki fiskiskips við Kanaríeyjar Lögreglan á Spáni hefur handtekið fimm manns eftir að tæp þrjú tonn af kókaíni fundust í eldsneytistanki fiskiskips undan ströndum Kanaríeyja. Kókaínið er verðmetið á um 77,8 milljónir dala, sem samsvarar rúmum tíu milljörðum króna. Erlent 17.4.2022 16:00 Vaktin: Selenskí segir tafir á afhendingu vopna kosta líf Úkraínumanna Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi ekki orðið við kröfum Rússa um að síðustu varnarliðsmenn borgarinnar Maríupol myndu yfirgefa borgina. Rússar höfðu veitt varnarliðinu frest í nótt til að yfirgefa síðasta vígið, stálverksmiðju við höfnina í borginni. Fresturinn rann út í morgun án viðbragða frá Úkraínu. Erlent 17.4.2022 15:15 Skoða meint misferli Le Pen viku fyrir kosningar Saksóknarar í Frakklandi segja að þeir séu nú að fara yfir skýrslu þar sem Marine Le Pen og aðrir flokksmeðlimir í Franska þjóðarflokknum eru sökuð um að hafa misnotað fjármuni Evrópusambandsins. Erlent 17.4.2022 14:57 Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. Erlent 17.4.2022 14:01 Segja þetta vera sjóliða flaggskipsins Moskvu Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndir af sjóliðum sem þeir segja að hafi mannað beitiskipið Moskvu, flaggskip rússneska flotans, sem sökk í síðustu viku. Erlent 17.4.2022 09:51 Velur aftökusveit framyfir rafmagnsstólinn Maður sem situr á dauðadeild í Suður Karólínu hefur ákveðið að aftökusveit muni taka hann af lífi í stað þess að setjast í rafmagnsstólinn. Aftakan verður sú fyrsta í ríkinu í meira en áratug. Erlent 16.4.2022 22:42 Tólf slasaðir eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Suður Karólínu Tólf eru slasaðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Columbiana Centre í Suður Karólínu nú í kvöld. Þrír eru í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Erlent 16.4.2022 20:24 Spánverjar ganga af trúnni Tæp 40% Spánverja eru trúlaus og þeim fer hratt fjölgandi. Á meðan á Covid-farsóttinni stóð fjölgaði trúleysingjum um rúmar fjórar milljónir manna. Mikill minnihluti hjónavígsla fer fram í kirkjum landsins. Erlent 16.4.2022 17:02 « ‹ 292 293 294 295 296 297 298 299 300 … 334 ›
Vaktin: Segir Úkraínumenn einu skrefi nær friði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist tilbúin til að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta um frið. Forsætisráðherra Bretlands telur þó ólíklegt að slíkar viðræður muni bera árangur. Erlent 20.4.2022 15:45
Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. Erlent 20.4.2022 13:49
Paludan og Stram kurs bjóða fram til þings í Svíþjóð Dansk-sænski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan og flokkur hans Stram kurs munu bjóða sig fram í sænsku þingkosningunum sem fram fara í september næstkomandi. Erlent 20.4.2022 13:00
Dómari gefur grænt ljós á framsal Assange Breskur dómari gaf í dag grænt ljós á framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það er þó ríkisstjórnar Bretlands að taka lokaákvörðun í málinu og er það nú á borði Priti Patel, innanríkisráðherra. Erlent 20.4.2022 11:24
Fjórir látnir og sjö saknað eftir sprengingu í kolanámu í Póllandi Minnst fjórir eru látnir og sjö er saknað eftir sprengingu í kolanámu í suðurhluta Póllands snemma í morgun. Eigandi námunnar telur líklegt að um metansprengingu hafi verið að ræða. Erlent 20.4.2022 10:47
„Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir“ „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Þetta sagði úkraínski herforinginn Serhiy Volyna, sem hefst nú við í stálverksmiðju í Mariupol ásamt fjölda úkraínskra hermanna og almennra borgara, í ávarpi í gærkvöldi. Erlent 20.4.2022 06:55
Vaktin: Hafa sent allt að tuttugu þúsund málaliða til Úkraínu Rússneski herinn hóf í gær stórsókn í austurhluta Úkraínu þar sem ráðist var bæði á hernaðarleg og borgaraleg skotmörk. Volódymír Selenskí Úkraínuforseti segir að orrustan um Donbas sé nú hafin. Hann segir Rússar hafa skipulagt sóknina í lengri tíma enda taki stór hluti rússneska hersins þar þátt. Erlent 19.4.2022 17:35
Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. Erlent 19.4.2022 16:25
Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Amber Heard í dag Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi. Erlent 19.4.2022 13:46
Sex dæmdir til dauða og 82 í fangelsi fyrir grimmilegt morð Sex menn voru í gær dæmdir til dauða í Pakistan og tugir voru dæmdir í fangelsi fyrir morð. Í desember í fyrra myrti æstur múgur mann frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast. Erlent 19.4.2022 10:10
Dómari nam grímuskyldu úr gildi Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur afnumið grímuskyldu í flugi og almenningssamgönum þar í landi. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna mælir áfram með grímunotkun í flugi og almenningssamgöngum. Erlent 19.4.2022 08:28
Segir Úkraínumenn tilbúna fyrir átökin: „Við munum berjast“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að baráttan um Donbas sé hafin en aukinn þungi hefur færst í sókn Rússa í austurhluta landsins í dag. Forsetinn sagði að Úkraínumenn munu halda áfram að berjast og það væri aðeins tímaspursmál hvenær þeir ná sínum svæðum aftur. Erlent 18.4.2022 21:59
Öfgamanni tókst að skapa það upplausnarástand sem hann vildi Páskahelgin í Svíþjóð hefur einkennst af ofbeldisfullum átökum á milli lögreglu og mótmælenda víða um landið. Einn er grunaður um manndrápstilraun á hendur lögreglumanni og fleiri en fjörutíu hafa verið handteknir. Rasmus Paludan, danskur róttækur hægrimaður, á töluverðan hlut að máli. Erlent 18.4.2022 21:30
Handtekinn fyrir tilraun til að myrða lögregluþjóna Lögreglan í London hefur handtekið mann fyrir meinta morðtilraun sem beindist gegn tveimur lögregluþjónum í Westiminster. Erlent 18.4.2022 15:33
Feður sem myrða börn sín Feður og sambýlismenn mæðra á Spáni hafa orðið 47 börnum kvennanna að bana á síðustu árum, í þeim eina tilgangi að valda konunum þjáningu. 11 ára drengur var fórnarlamb föður síns í síðustu viku, eingöngu af því að dómara yfirsást að faðirinn sætti nálgunarbanni gagnvart móðurinni. Erlent 18.4.2022 15:00
Þrjú látin úr Covid í Sjanghæ Þrjú hafa látist úr Covid í Sjanghæ í Kína en útgöngubann hefur verið í borginni í nærri fjórar vikur. Kínversk stjórnvöld hafa hingað til haldið því fram að enginn hafi látist úr veirunni í borginni. Erlent 18.4.2022 13:30
Segir lögreglu hafa verið meginskotmark mótmælenda Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn. Erlent 18.4.2022 12:17
Ever Forward siglir loks á ný Gámaflutningaskipið Ever Forward siglir loks á ný en skipið strandaði í Chesapeake-flóa á austurströnd Bandaríkjanna fyrir mánuði síðan. Erlent 18.4.2022 11:42
Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína. Erlent 18.4.2022 07:40
Umsóknarferli Úkraínu um aðild að ESB farið af stað Sérfræðingur í innanríkisráðuneyti Úkraínu greindi frá því í kvöld á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraína hefði hafið umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. Erlent 17.4.2022 22:08
Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. Erlent 17.4.2022 21:14
Tveir táningar látnir og níu særðir eftir skotárás í partí Tveir táningar eru látnir og níu eru særðir eftir skothríð í samkvæmi í Pittsburgh í nótt. Rúmlega tvö hundruð manns voru í teitinu þegar skothríðin hófst og margir þeirra undir lögaldri. Erlent 17.4.2022 16:43
Þrjú tonn af kókaíni í eldsneytistanki fiskiskips við Kanaríeyjar Lögreglan á Spáni hefur handtekið fimm manns eftir að tæp þrjú tonn af kókaíni fundust í eldsneytistanki fiskiskips undan ströndum Kanaríeyja. Kókaínið er verðmetið á um 77,8 milljónir dala, sem samsvarar rúmum tíu milljörðum króna. Erlent 17.4.2022 16:00
Vaktin: Selenskí segir tafir á afhendingu vopna kosta líf Úkraínumanna Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi ekki orðið við kröfum Rússa um að síðustu varnarliðsmenn borgarinnar Maríupol myndu yfirgefa borgina. Rússar höfðu veitt varnarliðinu frest í nótt til að yfirgefa síðasta vígið, stálverksmiðju við höfnina í borginni. Fresturinn rann út í morgun án viðbragða frá Úkraínu. Erlent 17.4.2022 15:15
Skoða meint misferli Le Pen viku fyrir kosningar Saksóknarar í Frakklandi segja að þeir séu nú að fara yfir skýrslu þar sem Marine Le Pen og aðrir flokksmeðlimir í Franska þjóðarflokknum eru sökuð um að hafa misnotað fjármuni Evrópusambandsins. Erlent 17.4.2022 14:57
Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. Erlent 17.4.2022 14:01
Segja þetta vera sjóliða flaggskipsins Moskvu Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndir af sjóliðum sem þeir segja að hafi mannað beitiskipið Moskvu, flaggskip rússneska flotans, sem sökk í síðustu viku. Erlent 17.4.2022 09:51
Velur aftökusveit framyfir rafmagnsstólinn Maður sem situr á dauðadeild í Suður Karólínu hefur ákveðið að aftökusveit muni taka hann af lífi í stað þess að setjast í rafmagnsstólinn. Aftakan verður sú fyrsta í ríkinu í meira en áratug. Erlent 16.4.2022 22:42
Tólf slasaðir eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Suður Karólínu Tólf eru slasaðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Columbiana Centre í Suður Karólínu nú í kvöld. Þrír eru í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Erlent 16.4.2022 20:24
Spánverjar ganga af trúnni Tæp 40% Spánverja eru trúlaus og þeim fer hratt fjölgandi. Á meðan á Covid-farsóttinni stóð fjölgaði trúleysingjum um rúmar fjórar milljónir manna. Mikill minnihluti hjónavígsla fer fram í kirkjum landsins. Erlent 16.4.2022 17:02