Erlent Samkomulag loks í höfn en lokun stofnana enn möguleg Leiðtogar fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings lýstu því yfir í gærkvöldi að samkomulag hefði náðst um fjárlög ársins 2024. Minna en tvær vikur eru í stöðvun reksturs opinberra stofnana, verði fjárlög ekki samþykkt og er ekki ljóst hvort hægt verði að ljúka viðræðunum og samþykkja frumvarp fyrir þann tíma. Erlent 8.1.2024 11:27 Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. Erlent 8.1.2024 10:21 Ákærður fyrir morðið á Emilie Meng Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt hina sautján ára gömlu Emilie Meng. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir brot gegn tveimur unglingsstúlkum til viðbótar. Erlent 8.1.2024 10:13 Upprættu ólöglegan útflutning eðla til Hong Kong Lögregluyfirvöld í Nýju Suður Wales hafa handtekið þrjá menn og eina konu í tengslum við ólöglegan útflutning á eðlum frá Ástralíu til Hong Kong. Lagt var hald á eðlur sem eru sagðar hafa verið 111 milljón króna virði. Erlent 8.1.2024 08:11 Bob fann þilið sem losnaði af Boeing-vélinni Kennari að nafni Bob fann íhlutinn sem losnaði af Boeing 737 Max 9 vélinni sem þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak þegar gat myndaðist á skrokk vélarinnar. Erlent 8.1.2024 07:02 Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. Erlent 8.1.2024 06:41 Morrison harmi lostinn eftir að eiginkonan fannst látin Gill Catchpole, kaffihúsaeigandi og eiginkona enska tónlistarmannsins James Morrison, fannst látin á heimili þeirra í Gloucesterskíri á föstudag. Hún var aðeins 45 ára gömul að aldri. Erlent 8.1.2024 00:14 Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. Erlent 7.1.2024 19:03 Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. Erlent 7.1.2024 13:19 Kallar eftir myndun Evrópuhers Antonio Tajani utanríkisráðherra Ítalíu kallar eftir því að Evrópusambandið myndi her til að sinna friðargæslu og afstýringu átaka. Þetta segir hann í viðtali við ítalska miðilinn La Stampa. Erlent 7.1.2024 11:22 Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Úkraínskir erindrekar höfðu ekki samþykkt skilmála Rússa áður en viðræðum var hætt nokkrum mánuðum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þeir segja viðræðurnar ekki hafa snúist um frið, heldur uppgjöf. Erlent 7.1.2024 07:02 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. Erlent 7.1.2024 00:14 Kyrrsetja Boeing Max-flugvélar um allan heim Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa fyrirskipað kyrrsetningu 171 flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max 9 eftir að farþegaflugvél Alaska Airlines þurfti að nauðlenda í gær þegar gluggi gaf sig og stórt gat myndaðist í farþegarýminu. Erlent 6.1.2024 19:33 Norrænt kuldamet slegið í Finnlandi Kuldakast ríður nú yfir norðurhluta Skandinavíu og fór hitastigið á hinum norðlægu landamærum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands niður fyrir -40 gráður. Erlent 6.1.2024 16:27 Skógareldur ógnar vinsælum áfangastað íslenskra ferðamanna Skógareldur logar skammt fyrir utan Altea á Spáni. Altea er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Costa Blanca og mörg sumarhús á svæðinu. Erlent 6.1.2024 13:37 Leiðtogi NRA segir af sér Wayne LaPierre framkvæmdarstjóri samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum NRA hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum frá og með næstu mánaðamótum. Hann er 74 ára gamall og hefur farið fyrir samtökunum í þrjá áratugi. Erlent 6.1.2024 10:28 Prinsinn heima hjá Epstein vikum saman Andrés Bretaprins hékk á heimili athafna-og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epsteins í Flórída vikum saman, samkvæmt vitnisburði sem birtist í nýjum dómsskjölum. Erlent 6.1.2024 10:26 Hezbollah gerir umsvifamikla loftárás á Ísrael Forsvarsmenn Hezbollah í Líbanon segja að hernaðarsamtökin hafi gert umsvifamikla loftárás á útsýnisaðstöðu ísraelska hersins í Ísrael í morgun. Erlent 6.1.2024 09:35 Lentu vélinni eftir að gat kom á farþegarými Farþegaflugvél á leið frá Portland í Oregon ríki í Bandaríkjunum til Kaliforníu varð að lenda 35 mínútum eftir brottför eftir að hluti vélarinnar féll af vélinni með þeim afleiðingum að stórt gat myndaðist í farþegarýminu. Erlent 6.1.2024 08:29 Nýnasistar dæmdir fyrir yfirlýsingar um að „lóga“ ætti Archie prins Tveir nýnasistar sem hótuðu Archie, syni Harry Bretaprins og Meghan Markle, ofbeldi í hlaðvarpi fyrir þremur árum hlutu í dag tíu og ellefu ára fangelsisdóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. Mennirnir lýstu Archie sem veru sem ætti að „lóga“ og vildu að Harry yrði tekin af lífi fyrir landráð. Erlent 5.1.2024 19:22 Sýpur seyðið af árás á dómara Maður sem stökk yfir dómarabekkinn og réðst á dómarann í máli hans í Las Vegas í vikunni, stendur frammi fyrir sjö nýjum ákærum eftir árásina. Hann mun þurfa að mæta aftur fyrir sama dómara í næstu viku. Erlent 5.1.2024 17:07 Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak. Erlent 5.1.2024 12:13 Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. Erlent 5.1.2024 08:32 Tryggir sér ævilanga friðhelgi og lífstíðarþingsæti Alexander Lukashenko, forseti Belarús, hefur undirritað ný lög sem kveða á um ævilanga friðhelgi hans frá saksókn í refsimálum. Þá kveða lögin einnig á um að stjórnarandstæðingar sem hafa neyðst til að flýja land séu ekki lengur kjörgengir. Erlent 5.1.2024 07:50 Tæplega tvöhundruð og fimmtíu enn saknað í Japan Í gærkvöldi voru rúmir þrír sólarhringar liðnir frá Jarðskjálftanum öfluga sem reið yfir Japan á dögunum, en eftir þann tíma dvína líkurnar á því að finna fólk lifandi í rústum húsa verulega. Erlent 5.1.2024 07:44 Ráðamenn í Ísrael hafa afar ólíka sýn á framtíð Gasa Varnarmálaráðherra Ísrael, Yoav Gallant, hefur greint frá því hvernig stjórnvöld sjá framtíð Gasa fyrir sér að loknum átökum á svæðinu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Ísrael. Erlent 5.1.2024 07:03 Hryðjuverkasamtök lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Íran Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið, ISIS, hafa lýst ábyrgð á sprengjuárásinni í Kerman í Íran í gær. Erlent 4.1.2024 19:12 Líklegast að ISIS beri ábyrgð á árásinni í Íran Bandarísk yfirvöld segja að þau telji líklegast að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið beri ábyrgð á hryðjuverkaárás í Íran í gær þar sem í hið minnsta 84 manns létust. Erlent 4.1.2024 16:22 Snjóstormur gerir Skandinövum lífið leitt Snjó hefur kyngt niður í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi og stormur fylgt snjónum með tilheyrandi samgöngutruflunum. Talað er um metmagn af snjó í Noregi og þá hafa þúsundir bíla setið fastir í Svíþjóð og í Danmörku. Tveir létust í snjóflóði í Finnlandi. Erlent 4.1.2024 11:26 Fékk ekki skilorð og réðst á dómarann Deobra Redden, þrítugur karlmaður frá Las Vegas í Bandaríkjunum, stökk yfir dómarabekkinn og réðst á dómarann í máli hans vegna líkamsárásar í gær. Hann virðist hafa verið ósáttur með ákvörðun dómarans um að fallast ekki á beiðni hans um skilorðsbundinn dóm. Erlent 4.1.2024 09:07 « ‹ 77 78 79 80 81 82 83 84 85 … 334 ›
Samkomulag loks í höfn en lokun stofnana enn möguleg Leiðtogar fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings lýstu því yfir í gærkvöldi að samkomulag hefði náðst um fjárlög ársins 2024. Minna en tvær vikur eru í stöðvun reksturs opinberra stofnana, verði fjárlög ekki samþykkt og er ekki ljóst hvort hægt verði að ljúka viðræðunum og samþykkja frumvarp fyrir þann tíma. Erlent 8.1.2024 11:27
Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. Erlent 8.1.2024 10:21
Ákærður fyrir morðið á Emilie Meng Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt hina sautján ára gömlu Emilie Meng. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir brot gegn tveimur unglingsstúlkum til viðbótar. Erlent 8.1.2024 10:13
Upprættu ólöglegan útflutning eðla til Hong Kong Lögregluyfirvöld í Nýju Suður Wales hafa handtekið þrjá menn og eina konu í tengslum við ólöglegan útflutning á eðlum frá Ástralíu til Hong Kong. Lagt var hald á eðlur sem eru sagðar hafa verið 111 milljón króna virði. Erlent 8.1.2024 08:11
Bob fann þilið sem losnaði af Boeing-vélinni Kennari að nafni Bob fann íhlutinn sem losnaði af Boeing 737 Max 9 vélinni sem þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak þegar gat myndaðist á skrokk vélarinnar. Erlent 8.1.2024 07:02
Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. Erlent 8.1.2024 06:41
Morrison harmi lostinn eftir að eiginkonan fannst látin Gill Catchpole, kaffihúsaeigandi og eiginkona enska tónlistarmannsins James Morrison, fannst látin á heimili þeirra í Gloucesterskíri á föstudag. Hún var aðeins 45 ára gömul að aldri. Erlent 8.1.2024 00:14
Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. Erlent 7.1.2024 19:03
Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. Erlent 7.1.2024 13:19
Kallar eftir myndun Evrópuhers Antonio Tajani utanríkisráðherra Ítalíu kallar eftir því að Evrópusambandið myndi her til að sinna friðargæslu og afstýringu átaka. Þetta segir hann í viðtali við ítalska miðilinn La Stampa. Erlent 7.1.2024 11:22
Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Úkraínskir erindrekar höfðu ekki samþykkt skilmála Rússa áður en viðræðum var hætt nokkrum mánuðum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þeir segja viðræðurnar ekki hafa snúist um frið, heldur uppgjöf. Erlent 7.1.2024 07:02
Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. Erlent 7.1.2024 00:14
Kyrrsetja Boeing Max-flugvélar um allan heim Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa fyrirskipað kyrrsetningu 171 flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max 9 eftir að farþegaflugvél Alaska Airlines þurfti að nauðlenda í gær þegar gluggi gaf sig og stórt gat myndaðist í farþegarýminu. Erlent 6.1.2024 19:33
Norrænt kuldamet slegið í Finnlandi Kuldakast ríður nú yfir norðurhluta Skandinavíu og fór hitastigið á hinum norðlægu landamærum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands niður fyrir -40 gráður. Erlent 6.1.2024 16:27
Skógareldur ógnar vinsælum áfangastað íslenskra ferðamanna Skógareldur logar skammt fyrir utan Altea á Spáni. Altea er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Costa Blanca og mörg sumarhús á svæðinu. Erlent 6.1.2024 13:37
Leiðtogi NRA segir af sér Wayne LaPierre framkvæmdarstjóri samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum NRA hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum frá og með næstu mánaðamótum. Hann er 74 ára gamall og hefur farið fyrir samtökunum í þrjá áratugi. Erlent 6.1.2024 10:28
Prinsinn heima hjá Epstein vikum saman Andrés Bretaprins hékk á heimili athafna-og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epsteins í Flórída vikum saman, samkvæmt vitnisburði sem birtist í nýjum dómsskjölum. Erlent 6.1.2024 10:26
Hezbollah gerir umsvifamikla loftárás á Ísrael Forsvarsmenn Hezbollah í Líbanon segja að hernaðarsamtökin hafi gert umsvifamikla loftárás á útsýnisaðstöðu ísraelska hersins í Ísrael í morgun. Erlent 6.1.2024 09:35
Lentu vélinni eftir að gat kom á farþegarými Farþegaflugvél á leið frá Portland í Oregon ríki í Bandaríkjunum til Kaliforníu varð að lenda 35 mínútum eftir brottför eftir að hluti vélarinnar féll af vélinni með þeim afleiðingum að stórt gat myndaðist í farþegarýminu. Erlent 6.1.2024 08:29
Nýnasistar dæmdir fyrir yfirlýsingar um að „lóga“ ætti Archie prins Tveir nýnasistar sem hótuðu Archie, syni Harry Bretaprins og Meghan Markle, ofbeldi í hlaðvarpi fyrir þremur árum hlutu í dag tíu og ellefu ára fangelsisdóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. Mennirnir lýstu Archie sem veru sem ætti að „lóga“ og vildu að Harry yrði tekin af lífi fyrir landráð. Erlent 5.1.2024 19:22
Sýpur seyðið af árás á dómara Maður sem stökk yfir dómarabekkinn og réðst á dómarann í máli hans í Las Vegas í vikunni, stendur frammi fyrir sjö nýjum ákærum eftir árásina. Hann mun þurfa að mæta aftur fyrir sama dómara í næstu viku. Erlent 5.1.2024 17:07
Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak. Erlent 5.1.2024 12:13
Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. Erlent 5.1.2024 08:32
Tryggir sér ævilanga friðhelgi og lífstíðarþingsæti Alexander Lukashenko, forseti Belarús, hefur undirritað ný lög sem kveða á um ævilanga friðhelgi hans frá saksókn í refsimálum. Þá kveða lögin einnig á um að stjórnarandstæðingar sem hafa neyðst til að flýja land séu ekki lengur kjörgengir. Erlent 5.1.2024 07:50
Tæplega tvöhundruð og fimmtíu enn saknað í Japan Í gærkvöldi voru rúmir þrír sólarhringar liðnir frá Jarðskjálftanum öfluga sem reið yfir Japan á dögunum, en eftir þann tíma dvína líkurnar á því að finna fólk lifandi í rústum húsa verulega. Erlent 5.1.2024 07:44
Ráðamenn í Ísrael hafa afar ólíka sýn á framtíð Gasa Varnarmálaráðherra Ísrael, Yoav Gallant, hefur greint frá því hvernig stjórnvöld sjá framtíð Gasa fyrir sér að loknum átökum á svæðinu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Ísrael. Erlent 5.1.2024 07:03
Hryðjuverkasamtök lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Íran Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið, ISIS, hafa lýst ábyrgð á sprengjuárásinni í Kerman í Íran í gær. Erlent 4.1.2024 19:12
Líklegast að ISIS beri ábyrgð á árásinni í Íran Bandarísk yfirvöld segja að þau telji líklegast að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið beri ábyrgð á hryðjuverkaárás í Íran í gær þar sem í hið minnsta 84 manns létust. Erlent 4.1.2024 16:22
Snjóstormur gerir Skandinövum lífið leitt Snjó hefur kyngt niður í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi og stormur fylgt snjónum með tilheyrandi samgöngutruflunum. Talað er um metmagn af snjó í Noregi og þá hafa þúsundir bíla setið fastir í Svíþjóð og í Danmörku. Tveir létust í snjóflóði í Finnlandi. Erlent 4.1.2024 11:26
Fékk ekki skilorð og réðst á dómarann Deobra Redden, þrítugur karlmaður frá Las Vegas í Bandaríkjunum, stökk yfir dómarabekkinn og réðst á dómarann í máli hans vegna líkamsárásar í gær. Hann virðist hafa verið ósáttur með ákvörðun dómarans um að fallast ekki á beiðni hans um skilorðsbundinn dóm. Erlent 4.1.2024 09:07