Handbolti

Kolstad nálgast deildarmeistaratitil eftir öruggan sigur

Kolstad fór létt með útileik sinn gegn neðsta liði deildarinnar. Lokatölur 28-35 sigur gegn Viking frá Björgvin í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sigvaldi Björn Guðjónsson sneri til baka úr landsliðsverkefni en spilaði lítið og skoraði ekkert en gaf eina stoðsendingu.

Handbolti

Bræðurnir spila sinn fyrsta lands­leik: „Gott að geta rifist aftur“

Benedikt Gunnar Óskarsson átti sannkallaðan draumadag á laugardag þegar hann varð bikarmeistari í handbolta, skoraði 17 mörk í úrslitaleiknum og var svo boðinn velkominn í landsliðið strax eftir leik. Bróðir hans, Arnór Snær, er einnig mættur til Aþenu þar sem þeir munu spila sína fyrstu landsleiki gegn Grikklandi á næstu dögum.

Handbolti

ÍBV með góðan sigur á Haukum

ÍBV vann öruggan sex marka heimasigur á Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta. Munurinn var aðeins eitt mark í hálfleik en Eyjakonur mun sterkari í síðari hálfleik.

Handbolti

Aue eygir enn von | Bjarki Már marka­hæstur

Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Aue unnu gríðarlega mikilvægan sigur í þýsku B-deildinni í handbolta í dag. Liðið er sem fyrr á botni deildarinnar en á nú raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Þá var Bjarki Már Elísson markahæstur þegar Veszprém vann 18. leikinn í röð í Ungverjalandi.

Handbolti