Íslenski boltinn

Edda fylgir Nik í Kópa­voginn

Edda Garðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þar mun hún aðstoða Nik Chamberlain sem tók nýverið við starfi aðalþjálfara liðsins en þau unnu saman hjá Þrótti Reykjavík.

Íslenski boltinn

Máli Jóns Páls gegn Víkingi Ólafs­vík vísað frá

Landsréttur hefur úrskurðað að vísa máli knattspyrnuþjálfarans Jóns Páls Pálmasonar gegn Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur frá héraðsdómi. Héraðsdómur hafði áður sýknað deildina af kröfu Jóns Páls, en hann hafði krafið félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta.

Íslenski boltinn

Guðni liggur undir feldi en Jón Rúnar hefur ekki á­huga

Ljóst er að kosið verður um nýjan for­mann Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands á næsta ári. Íþróttadeild Vísis fór á stúfana og kannaði lands­lagið hjá ein­stak­lingum sem hafa verið orðaðir við for­manns­fram­boð hjá KSÍ eða verið í um­­ræðunni í tengslum við em­bættið undan­farin ár.

Íslenski boltinn

Hver á að vera næsti for­maður KSÍ?

Vanda Sigurgeirsdóttir tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. Það er því mjög líklegt að það verði formannsslagur fyrir komandi þing enda mjög eftirsótt embætti. En hver á að setjast í formannsstólinn?

Íslenski boltinn

„Auð­vitað er pressa, eftir­vænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“

Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson.

Íslenski boltinn