Lífið

Núðlu­réttur sem leikur við bragð­laukana

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Í þetta skiptið er það taílenskur núðluréttur sem leikur við bragðlaukana.

Lífið

Al Pacino á von á barni

Bandaríski leikarinn Al Pacino og kærasta hans Noor Alfallah eiga von á barni. Hin 29 ára Alfallah er gengin átta mánuði á leið og er því von á erfingja á næstu vikum.

Lífið

Flutti austur á land vegna góða veðursins

Snædís Snorradóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá Múlaþingi, segir að hún hafi ákveðið að flytja austur á land eftir að hafa upplifað góða veðrið þar fyrir tveimur árum síðan. Hún flutti til Egilsstaða með fjölskylduna sína um sumarið í fyrra og sér ekki eftir því, sérstaklega ekki í góða veðrinu sem er þar í dag.

Lífið

Súkkulaðierfingi sem saknar ekki áfengisins

„Ég vaknaði bara einn daginn eftir djamm og það var eins og einhver hafi komið inn í svefnherbergið til mín í draumi eða eitthvað og sagt mér að hætta að drekka,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason sem sagði skilið við áfengi fyrir um ári síðan.

Lífið

Með hjartað í buxunum þegar verkið týndist í pósti

Listrænu feðgarnir Elli Egilsson og Egill Eðvarðsson eru kannski ekki alltaf sammála þegar það kemur að listinni en þeir opnuðu þó saman sýninguna SAMMÁLA í Gallery Porti. Með sýningunni segja þeir að það hafi sannarlega komið í ljós að þeir geti unnið saman og það sem eftir standi sé fyrst og fremst virðing og væntumþykja í garð hvors annars. Elli og Egill eru viðmælendur í þessum þætti af Kúnst.

Lífið

Miðbæjaríbúð í töff retro-stíl

Við Njálsgötu í miðbæ Reykjavíkur má finna afar töff þriggja herbergja íbúð í retrostíl. Eignin er á fyrstu hæð í steinsteyptu húsi en aðeins ein íbúð er á hverri hæð.

Lífið

Skelkuð hross í sjálf­heldu

Í desember árið 2006 flæddu Hvítá, og Litla- og Stóra Laxá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að stórt landsvæði á Suðurlandi var þakið vatni. Þá sást að það er engin tilviljun að bæjarstæði á þessu svæði eru jafnan á hæðum og hólum því að bæirnir litu margir út fyrir að standa á litlum eyjum.

Lífið

Af­lýsir öllum tón­leikum vegna tauga­sjúk­dómsins

Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur aflýst öllum tónleikum sínum vegna ólæknandi taugasjúkdóms sem hún er með. Um er að ræða sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast á ensku stiff person syndrome. Dion segist þó ekki ætla að gefast upp, hún hlakki til að koma fram aftur á ný.

Lífið

Ísland efst á lista yfir rómantískustu áfangastaðina

„Það kann að koma sumum Bretum á óvart hvaða áfangastaður er talinn vera sá rómantískasti í heiminum,“ ritar Esther Marshall blaðamaður Express í grein sem birtist á miðlinum nú á dögunum. Þar er birtur listi yfir rómantískustu áfangastaði í heimi og trónir Ísland á toppi listans.

Lífið

„Erlent nautakjöt, bara sorrý, það er bara miklu betra“

Í Íslandi í dag var kíkt til Grindavíkur á fund hins listfenga grillara og sjónvarpskokks Alfreðs Fannars Björnssonar. Hann sagði okkur frá helstu straumum og stefnum í grillmálum Íslendinga í sumar og benti skilmerkilega á helstu mistök fólks á þessu mikilvæga sviði. Þau eru auðveldlega leiðrétt.

Lífið

Tímamót í lífi Mari og Njarðar

Ofurhlaupakonan Mari Jaersk og Njörður Lúðvíksson verk­efna­stjóri hjá Öss­uri, tilkynntu í sameiginlegri færslu á Instagram í dag að þau ætla að flytja inn saman.

Lífið

Lor­een á Ís­landi

Sænska Euro­vision ofur­stjarnan Lor­een er á Ís­landi. Hún er hér á landi vegna sam­starfs síns við ís­lenska tón­listar­manninn Ólaf Arnalds.

Lífið

Örstutt í fimm stjörnu hótelin fyrir stórstjörnurnar

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er nú að taka þátt í uppbyggingu nýrra fjölbýlishúsa í Gufunesinu með fasteignaþróunarfélaginu Spildu þar sem Anna Sigríður Arnardóttir sér um val á arkitektum og hönnun og hefur yfirumsjón með verkefninu.

Lífið